Væri snjallt af forseta Íslands að beita 25. gr. Stjórnarskrár Íslands?

Sannarlega viljum við flest að forseti Íslands sé sameiningartákn. En hvað er að vera sameiningartákn? Ímsir vilja meina að það þíði að forseti eigi einfaldega að brosa fallega, ferðast um og klippa á borða, klappa fólki á öxlina á góðra vina mótum. Forðast að taka afstöðu til nokkurs hlutar.

Tek fram að ég hugsa þetta ekki í samhengi við áskorun Hagsmuna Samtaka Heimilanna, til forseta Íslands: Hagsmunasamtök leita til forsetans. Vilja að Ólafur beiti sér fyrir skuldug heimili

 

Sameiningartákn, getur allt eins verið SAMVISKA ÞJÓÐARINNAR

Sá sem ferðast um landið, og vekur athygli á því sem þarf að laga. Forseti sem ef deilumál eru uppi í samfélaginu, ræðir við þá sem deila. Leitast við að vera rödd sátta og samlyndis, sætta þá sem deila. Er vakandi rödd samvisku þjóðarinnar.

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands

25. gr. Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta.

38. gr. Rétt til að flytja frumvörp til laga og tillögur til ályktana hafa alþingismenn og ráðherrar.

  • Lesnar saman virðast þessar tvær greinar bjóða upp á að forseti Íslands, fái þingmann til að flytja frumvarp fyrir sig fyrir Alþingi

 

Nú fara kannski einhverjir að æpa, að ég vilji að forseti taki til sín eitthvert vald, sem hann ekki hafi skv. hefð

  • Þetta er engin valdataka:
  1. Alþingi hefur þann rétt að gera hvað það vill við þetta frumvarp.
  2. Ef ráðandi ríkisstjórn hefur þingmeirihluta, getur hún fengið málið fellt eða gleymt inni í nefnd.
  • Klárt hefur ekkert upp á sig að nýta þetta í andstöðu við meirihluta þings.
  1. Það sem ég er að íhuga, er sá möguleiki að embætti forseta líti á það sem hluta af því hlutverki forseta að vera sameiningartákn; það að bjóða upp á að setja niður deilur.
  2. Í dag eru sérdeilis mörg erfið deilumál í gangi, ekki síst kvótamálið. Sem stjórnvöldum hefur gengið erfiðlega að ná sátt um.
  3. Að auki finnst mér, að það samrýmist því að vera sameiningartákn, að forseti bjóði upp á að aðilar leiti til embættis forseta, til þess að forseti taki að sér að miðla málum í einhverri tiltekinni erfiðri samfélagsdeilu.
  • Forseti hefði fullt samráð við alla aðila, stjórnvöld sem þá aðila sem deila, ef stjórnvöld hafa ekki beint með deiluna að gera.
  • Forseti myndi ekki taka að sér mál, ef ráðandi stjórnvöld myndu setja sig mjög ákveðið á móti, enda almennt ekki heppilegt að stjv. og emb. forseta séu að kítast.
  • Ef lausn deilu felur í sér þörf á lagabreytingum, væri það þá möguleiki að forseti fengi þingmann til að flytja frumvarp, sem þá innibæri nauðsynlegar lagabreytingar.

 

Önnur hugsanleg noktun forseta á 25. gr.

Það má að auki bjóða upp á, að hópar leiti til forseta í þeim tilgangi, að koma máli á framfæri.

Forseti getur þá, ef tillaga felur í sér lagabreytingu eða tillögu að nýjum lögum, lagt tillögu þess hóps sem leitaði til hans, fyrir Alþingi.

Forseti væri þá ekki endilega að taka nokkra afstöðu efnislega til tillögunnar.

Alþingi hefði áfram vald til að gera hvað sem það vill við það frumvarp.

Ríkisstj. hvers tíma, getur fellt það eða gert hvað annað sem henni sýnist.

 

Niðurstaða

Ég held að það geti samrýmst mjög vel hlutverki forseta, sem sameiningartákns. Að vera fullur þátttakandi í þeirri samfélagsumræðu sem hér er til staðar á öllum tímum. Þá er ég á því, að forseti eigi einna helst vera rödd sátta og samlyndis. Sem hluti af því markmiði, geti verið áhugavert að embætti forseta sé til staðar, sem hugsanlegur málamiðlari þegar erfiðar þjóðfélagsdeilur eiga sér stað. Að forseti geti hvort sem er, haft frumkvæði að því að leggja slíkt lóð á vogaskálarnar, eða boðið upp á að aðilar leiti til embættisins til að fá forseta til að miðla málum í deilu.

25. gr. Stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands, geti hugsanlega verið áhugavert tæki í þeim tilgangi. 

Notkun þess verði undantekning. Forseti sé ekki stöðugt að stunda það, að leggja fram frumvörp til Alþingis.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Einar það fer enginn að æpa því við viljum öll að forseti hafa völd þegar við byðjum um að hann taki yfir og betra ef hann má samkvæmt núgildandi stjórnarskrá þá noti hann það í okkar þágu. Ríkisstjórnir yfir árin hafa sínt að þau þurfa aðhald og sérstaklega þegar lýðræðið er brotið. Við búum ekki við lýðræði heldur ráðherraræði.

Valdimar Samúelsson, 27.1.2012 kl. 15:16

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Við öll eigum að hvetja forseta okkar til dáða og einmitt með svona greinum en póstfang hans er forseti@forseti.is en skrifstofa hans fær öll bréf og það er síðan sent honum. Hann les þau vertu viss og svona greinar eru af hinu góða. 

Valdimar Samúelsson, 27.1.2012 kl. 15:19

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ég get ekki séð að 25. greinin verði að styðjast við þá síðari. Hún er alveg skýr. Alþingi verður að taka tillöguna til efnislegrar meðhöndlunar.

Sindri Karl Sigurðsson, 27.1.2012 kl. 21:38

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Hvort sem sitjandi ríkisstjórn er henni fylgjandi eða andvíg. Ef greinin er "einstæðingur" er þetta alveg klárt, eins og ég skil þetta.

Sindri Karl Sigurðsson, 27.1.2012 kl. 21:40

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ath. forseti getur látið leggja tillögu fyrir Alþingi, en þeir sem hafa rétt til að flytja mál eru þingmenn og ráðherrar. Það segir að forseti geti ekki flutt það þ.s. hann er ekki á listanum yfir bæra flutningsmenn, en geti lagt það fyrir. Þingmaður þarf þá að flytja það eða ráðherra.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.1.2012 kl. 22:07

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Valdimar - þú getur skoðað það sem ég sagði í athugasemd við þessa tilteknu frétt á Eyjunni:

Hagsmunasamtök leita til forsetans. Vilja að Ólafur beiti sér fyrir skuldug heimili

Ég skal íhuga að senda honum ábendingu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.1.2012 kl. 22:09

7 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það á að hvetja Forseta að leysa upp þingið og boða til kosninga.

Eggert Guðmundsson, 27.1.2012 kl. 23:40

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég stórfellt efa hann myndi leggja í slíka aðgerð. En það eru fjölmörg fordæmi um það með hvaða hætti Alþingi er leyst upp, og boðað til kosninga.

Kosturinn við það er ÓRG sagði "Nei" að það var fordæmalaus aðgerð, þ.e. hann gat skapað það án þess að brjóta á eldra fordæmi. En í því tilviki að ef hann leysti upp þingið án þess að forsætisráðherra óskaði eftir því, Þá væri hann að ganga gegn fordæmum nokkurra fyrri forseta.

Það væri því miklu mun stærra skref.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.1.2012 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband