23.1.2012 | 11:56
Bretland er í miklum skuldavanda eftir ár Verkamannaflokksins!
Þetta er skv. greiningu Kc Kinsey Global Institute - "Debt and Deleveraging" by the McKinsey Global Institute". Niðurstaða greiningarinna má sjá á myndinni að neðan, og tölurnar eru sannarlega fullt tilefni hræðsu um nánustu framtíð Bretlandseyja. En þær gera hagvaxtarhorfur á Bretlandeyjum afskaplega lélegr - ég myndi segja a.m.k. næstu 10-15 árin. Mér sýnist af þeim að Bretland sé að horfa upp á tínt tímibil, langvarandi stöðnun með sambærilegum hætti og Japan hefur verið að ganga í gegnum síðan kreppa skall þar á síðla árs 1989, og Japan hefur ekki fyllilega risið síðan.
Bretland er skárra að einu leiti, að þar er enn fólkii að fjölga, þangað er verulegt streymi að auki af innflytjendum, breskt samfélag er jákvæðara gagnvart nýbúum en japansk samfélag - þetta skapar Bretlandi hagvaxtartækifæri umfram Japan, til lengri tíma litið.
Svo Bretland kemst upp úr þessu fyrir einhverja rest!
- Einmitt, í landi Grodon Brown, var heimiluð veðsetning íbúðahúsnæðis upp í 120%.
- Að auki, var ríkið rekið með halla upp á hvert ár - góðærið á enda, í stað þess að spænska ríkið var rekið yfir sama tímabil með afgangi, get nefnt einnig það írska - það íslenska, og Ambrose nefnir síðan það sænska.
Sem betur fer er Bretland ekki inni í evrunni!
- Með mun verri heildarskuldastöðu en nokkurt aðildarlanda evrusvæðis.
- Með ríkishalla sem er verri en ríkishalli Ítalíu, Spánar og Frakklands.
- Með ríkisskuldir sem eru umfram ríkisskuldir Spánar, en þó á svipuðu róli og ríkisskuldir Frakklands.
- Á móti kemur að bankakerfið Bretlandseyja, hefur verið endurfjármagnað - meðan staða franskra - ítalskra og spænskra banka margra hverra er mun tæpari, en flestra breskra banka.
- Það gat breska ríkið framkv. með ódýrum hætti - með peningaprentun. Meðan aðildarríki evru hafa ekki aðgang að þeirri þægilegu aðferð.
- Það þíðir, að skuldastaða ríkissjóða evrusvæðisríkja mun líklega versna umtalsvert frá því sem nú er, því aðildarríki evru geta einungis endurfjármagnað bankakerfi eigin landa, með eigin skuldsetningu ríkissjóða - ef bankar ráða ekki við endurfjármögnun sjálfir.
- Það er ástæða þess, að aðildarríki evru, eru að velja að láta bankana sjá um endurfjármögnunina sjálfa - sem er langt í frá víst að muni ganga.
Í samhengi við þetta - er áhugaverð frétt frá því í gær á Financial Times vefnum, en það virðist sem Frakkar og Þjóðverjar vilji útvatna svokallaðar "Basel" reglur, sem ekki eru mörg ár síðan að voru hertar í kjölfar fjármálakrýsunnar í Bandar. þ.e. "Sup Prime" 2008.
Paris and Berlin seek to dilute bank rules
Ef farið yrði að vilja Frakka og Þjóðverja, væri slakað á skilgreiningum sem varða mat á virði eigna banka, sem myndi á pappírnum styrkja eiginfjárstöðu banka.
Mig grunar að það sé ekki tilviljun, að það eru aðildarríki evrusvæðis, sem fara fram á slíka útvötnun, einmitt vegna þess - að aðildarríki evrusvæðis geta ekki með sama ódýra hættinum og Bretar eða Bandaríkin, sem enn hafa eigin seðlabanka, endurfjármagnað eigin bankakerfi.
Besta ákvörðunin sem Gordon Brown tók, var að fara ekki inní evruna!
"Sterlings 15pc drop has saved a host of exporters while the Bank of England has spared us the agony of debt-deflation by launching quantitative worth 19pc of GDP, the biggest blitz ever by a modern central bank."
- Það ætti að vera augljóst - innan evru hefði Bretland ekki getað endurfjármagnað bankana sína, með þeim hætti sem gert var.
- Muna þarf að 4 bankar alls voru teknir yfir af breskum stjv., 4 risabankar.
- Ef breska ríkið hefði ekki getað í samvinnu við eigin seðlabanka, dælt peningum inn í þá sem voru prentaðir - væri breska ríkið í mun verri málum skuldalega séð.
- Að auki, féll breska pundið töluvert, en án þess falls hefði hallinn á bæði breska ríkinu og viðskiptum Breta við útlönd verið mun meiri.
- Hið augljósa er, að Bretland væri í verri málum en Ítalía í dag, sennilega fyrir töluverðum tíma síðan farið á neyðarlán - eins og Írland, Portúgal og Grikkland.
Þess í stað með seðlaprentun, sparaði breska ríkið sér miklar fjárhæðri sem í dag væru skuldir þess.
Verðið var fyrst og fremst nokkur verðbólga - sem er á niðurleið.
- Hagstæð dreifing skulda breska ríkisins.
- Sú staðreynd að breska ríkið ræður yfir sínum gjaldmiðli - getur fengið ótakmarkað fé að láni í gegnum prentun, þannig alltaf borgað til baka eigin skuldir + vextir.
- Er ástæða þess, að Bretland er enn "AAA" og vextir á breskum ríkisbréfum hafa aldrei verið lægri.
- Þvert á móti, er fé greinilega að flýgja til Bretland frá evrusvæði, það sést á stöðugri lækkun vaxtakröfu ríkisbréfa Bretlands, en í dag kvá meðalvaxtakjör einungis vera 0,2% óhagstæðari en meðalkjör Þýskalands dreift yfir skuldabréfaflokka. En fé er einnig að flýgja til Þýskalands, og þar einnig hefur vaxtakrafa verið á niðurleið eins og í Bretlandi, skýr merki um flótta fjármagns. Í báðum löndum, eru sumir flokkar komnir í neikvæða vexti - þ.e. aðilar borga með þeim.
- Þetta er mjög merkileg niðurstaða - en hvergi veit ég um land, sem svo klárt á allt sitt að þakka einni ákvörðun, þ.e. að Gordon Brown ákvað að halda pundinu. Svo þrátt fyrir allt, fyrirgefst honum að hafa rekið hlutina á reiðanum.
Niðurstaða
Ekkert land sýnir í eins sterku ljósi, hvílík ægileg axarsköft hafa verið gerð í sambandi við uppsetningu svokallaðrar evru, heldur en íhugun á raunstöðu Bretlands í dag og hver hún líklega væri innan evru.
Ath. Þessi útkoma hefur meir að gera við það, hvernig reglur evrusvæðis voru settar upp en nokkurt annað. En evrurkýsan er vegna þess að stærstum hluta, að uppsetning regluverks evrusvæðis var í upphafi röng, og svo er enn:- Einfaldlega sú stefna, að banna í raun peningaprentun.
- En ef slík væri heimiluð - hefði Seðlabanki Evrópu með akkúrat sama hættinum, getað aðstoðað einstök riki með mjög auðveldum hætti, við endurfjármögnun banka.
- Að auki, er það hið heimskulega bann - einnig regla sem Þjóðverjar heimtuðu "no bailout". Með öðrum orðum, stofnunum sambandsins er bannað, að aðstoða einstök aðildarríki við endurfjármögnun eigin skulda.
- Þvert á móti, hefði það átt að vera eitt af meginhlutverkum Seðlabanka Evrópu, akkúrat með sama hætti og Seðlabanki Evrópu hefði átt að vera raunverulegur fjárhagslegur bakhjarl banka innan evrusvæðis, og "Bank of England" eða "Federal Reserve" - að aðstoða með svipuðum hætti skv. þörfum, einstök aðildarríki.
- Að sjálfsögðu eiga að vera stífar reglur um halla á ríkissjóðum - en á sama tima, þarf að vera mögulegt að fá fjármögnun með ódýrum hætti, og þ.e. engin ódýrari en lán frá seðlabankanum.
- Það er gersamlega óskiljanlegt - að Þjóðverjar hafa verið þeirrar skoðunar, að undir engum kringumstæðum megi gefa Seðlabanka Evrópu þær valdeimildir - þ.e. að vera bakhjarl bankakerfis Evrópu í gegnum prentun, og að vera bakhjarl aðildarríkja einnig með nákvæmlega sama hætti.
- Eins og ég sagði, verða á móti að vera harðar og stífar reglur um halla ríkja, og sennilega einnig samtimis, harðar og stífar reglur sem gilda þvert yfir sambandið, um eiginfjárhlutfall banka o.s.frv.
- Að lokum, en alls ekki síst, hefði þurft að hafa sambærilegt eftirlit með viðskipajafnvægi milli einstakra aðildarríkja, svo að uppsöfnun skuldabólu með þeim hætti eins og hefur verið reyndin, myndi ekki eiga sér stað. Það hefði sem sagt þurft að vera regla, sambærileg við reglu um ríkishalla - um hámarks heimilann viðskiptahalla. Þannig, að miklu mun fyrr hefði verið gripið til ráðstafana, þ.e. áður en i óefni var komið.
Ef hefði verið gengið skynsamlega frá regluverki evrunnar í upphafi, hefði ekki orðið þessi erfiða krýsa.
Hún nefnilega snýst að mestu leiti um ranga hagfræði. Kolranga hagfræði.
Ranghugmyndir sem hafa leitt til rangra ákvarðana, og enn halda í reynd svæðinu í gíslingu - og geta leitt til hruns algerlega að óþörfu.
Meðan þessar ranghugmyndir ríkja - er evran á leið til glötunar!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:11 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning