22.1.2012 | 19:50
Sannleiksferli getur auðveldað saksókn gegn þeim sekustu!
Sannarlega er rétt að sannleiksferli felur það í sér að einstaklingar koma fram fyrir sannleiksnefnd, og fá í staðinn friðhelgi/griðhelgi - þannig að þeir verða ekki sóktir til saka fyrir þær upplýsingar eða játningar sem þeir veita. Sannleiksnefndin sjálf úrskurðar um það, hvort viðkomandi hefur sagt allt létta, og oft var gengið á einstaklinga þeir krosspurðir vegna gagna sem einhver þriðji aðili hafði veitt. Ekki fyrr en nefndin sjálf er sátt með viðkomandi, er honum eða henni veitt grið.
- Sumir sjá þetta í neikvæðu ljósi, að þá verði öllum fyrirgefið og enginn saksóttur.
En þarna skortir fólk þekkingu á því hvernig sannleiksferlum var beitt í Argentínu og Chile
Málið er að fjöldi manns voru einmitt saksóttir í Chile og Argentínu, vegna skítugu stríðanna í þeim löndum. Á sama tíma, var þó langflestum gefin grið - af þeim sem þátt tóku, sem frömdu glæpi.
ÞAÐ MÁ NOTA SANNLEIKSFERLI SEM VEIÐITÆKI!
VIÐ ÞURFUM EKKI AÐ ÁKVEÐA AÐ FYRIRGEFA ÖLLUM.
Þegar ákveðið var að beita þessari aðferð í Argentínu og Chile, var einnig ákveðið að tilteknir einstaklingar fengu ekki grið - fengu ekki að koma fram og fá friðhelgi.
Heldur var leitast eftir með notkun sannleiksferlis, að afla upplýsinga gegn þeim aðilum - sem tókst í langflestum tilvikum, og helstu yfirmenn, hers og lögreglu - á árum skítuga stríðsins, fengu langa fangeilsisdóma.
Ef við ímyndum okkur beitingu sannleiksferlis við rannsókn fjármálaglæpa hér!
Þá er vandinn eins og í þeim löndum, að fjöldi manns er innviklaður í þá glæpi, tók fullann þátt í þeim glæpum.
Vegna ótta viðkomandi við það að fara sjálfir hugsanlega fyrir lög og dóm, hafa slíkir meðsekir einstaklingar mjög sterka hvatningu til þess að "halda kjafti".
- Besta leiðin einmitt til þess að rjúfa slíkann þagnarmúr - er að bjóða grið eða friðhelgi, gegn fullum uppljóstrunum.
- Og þ.e. einmitt kostur að þær uppljóstranir fari fram í beinni - eins og venja er með sannleiksferli, að öllu er útvarpað/sjónvarpað beint.
- Þá sjá aðrir "sekir" að viðkomandi er að fá eitthvað sem er eftirsóknarvert að fá, þ.e. grið.
- Að auki sjá þeir, hverju viðkomandi er að ljóstra upp.
- Þeir fara þá margir hverjir að óttast um sinn hag, óttast að verða sjálfir sóktir til saka vegna uppljóstrana af slíku tagi, og allt í einu sníst "þagnarmúrinn við" og það verður þess í stað kapphlaup um að segja allt hið létta, svo menn fái að öðlast "grið".
Á lýgilega stuttum tíma - getur slík uppljóstrunar "stampete" eða kapphlaup, ljóstrað upp öllu því sem þörf er á, til þess einmitt að ná því takmarki, að koma toppunum í steininn.
Verðið er að gefa öllum eða nær öllum undirmönnum grið.
Einhverjir sem eru of lengi að hugsa sig um, verða of seinir - þannig séð.
Varðandi stjórnmálin, er sennilega aldrei unnt að koma nokkrum í tukthús!
Einfaldlega vegna þess að meintir glæpir eru fallnir á tíma lögum skv. Svo að sannleiksferli sníst þá fyrst og fremst, um það að fá fram "sannleikann".
Sannarlega getur verið að slíkt ferli skili minna á þessu sviði, vegna þess að skortur á óttanum um lögsókn og hugsanlega sakfellingu, þíðir að erfitt er að skapa sambærilegann þrýsting á fólk til að koma fram og segja allt hið létta.
Þó er ekki útilokað, að ég hafi rangt fyrir mér, t.d. að í ljós komi ólöglegar mútur eða eitthvað það annað, sem unnt er að gera að sakamáli.
- Fleiri en ein sannleiksnefnd getur starfað á sama tíma - í reynd margar ef út í þ.e. farið.
- Þær geta þá verið sérhæfðar - þannig væri sennilega best að nefnd sem væri að rannsaka fjármálaglæpi starfaði algerlega sjálfstætt.
Niðurstaða
Mig grunar að margir geri sér ekki grein fyrir því, hve öflugt tæki einmitt til þess að ná fram upplýsingum, sem síðan er unnt að nýta í sakamálum - "Sannleiksferli" er!
Ég sé þetta einmitt sem mjög gagnlega aðferð til að glíma við þá spillingu sem virðist algerlega gegnsýra okkar fjármálakerfi, þ.s. sama spillingin virðist enn þrífast eftir sem áður.
Ég tel að sú spilling eytri út frá sér inn í stjórnmálin, því þarna að baki eru fjárfsterkir aðilar sem styrkja einstaka stjórnmálamenn og flokka, og viðhalda spillingarkerfinu innan fjármálakerfisins, með aðstoð vildarvina innan hins pólit. kerfis.
-------------------------------
Bendi einnig á eldri færslur:
Nýtum sannleiksferli til að gera upp hrunið!
28.9.2010 Geir ákærður - en aðrir sleppa!
22.9.2010 Er sannleiksferli lausnin?
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:52 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning