22.1.2012 | 03:41
Nýtum sannleiksferli til að gera upp hrunið!
Þetta er alls ekki ný skoðun hjá mér, hún kemur einnig fram í færslum sem ég skrifaði 2010:
28.9.2010 Geir ákærður - en aðrir sleppa! -- 22.9.2010 Er sannleiksferli lausnin?
Ég er búinn að vera hrifinn af "Sannleiksferli" alla tíð síðan Nelson Mandela beitti því innan S-Afríku, í því skini að gera upp hina ægilegu glæpi aðskilnaðarstefnunnar sbr. Aphartheit.
Við erum að tala um morð á fj. fólks innan S-Afríku, áratuga skipulagða kúgun minnihlutans á meirihlutanum, fangelsun og þrælkun þúsunda, og ekki síst að S-afrísk stjv. hvíta minnihlutans, viðhéldu skæruliðastríði innan nágrannalanda, þ.e. Angola og Mósambík. Börðust áratugum saman einnig gegn sjálfstæðisbaráttu íbúa Namibíu. Ekki má gleyma, að aðstoðuðu einnig um árabil aðra hvíta minnihluta stjórn í ríki sem þá hét Ródesía, en síðar eftir hrun stjórnar hvíta minnihlutans þar, Zimbabve.
Síðan eru það skítugu stríðin í Chile og Argentínu, í tíð herforingjastjórna sem þar ríktu. En þar var farið í fótspor Nelsons Mandela, og þau hræðilegu ár gerð upp akkúrat með beitingu "Sannleiksferlis". Í báðum tilvikum erum við að tala um hræðilega glæpi, þ.e. fjöldamorð á stjórnarandstæðingum, í þessu tilviki var þetta ekki kynþáttastríð heldur var um að ræða innanlandspólitíska andstæðinga, sem voru myrtir í báðum löndum tug þúsundum saman. Að auki eins og reyndar í S-Afríku einnig, var um að ræða umfangsmiklar skipulagðar pyntingar á föngum. Fangelsanir á miklum fj. fólks sem taldist til stjórnarandstæðinga, en þó þurfti oft ekki mikið til að komast í þann hóp sem fangelsaður var. Tímbail ógnarstjórnar í báðum löndum.
Það verður að segja eins og er, að þeir glæpir sem við þurfum að rannsaka, fölna töluvert í samanburðinum, við þá ægilegu glæpi sem gerðir voru upp í S-Afríku, Argentínu og Chile!
Þess vegna einmitt ætti okkur ekki að vera skotaskuld úr því, að nýta þess aðferð skv. fordæmi S-Afríku, Argentínu og Chile:
Truth and reconciliation commission
Sjá einnig: Truth and reconciliation commission of South Africa
Ekki síst: Truth and Reconciliation Commission of South Africa Report
Skýrslan er vistuð á vef S-Afr. stjv. og virðist sjálf aðalskýrslan um niðurst. sannleiksferlisins er þar fór fram - fyrir áhugsama er nenna að verja nokkrum dögum, jafnvel vikum í lestur :)
Kostir þessarar leiðar!
- Galli við lög um ráðherraábyrgð er víst að meintir eða hugsanlegir glæpir fyrnast á einungis 3 árum, svo ef mál Geirs H. Haarde fellur um sjálft sig, eða hann er sýknaður. Þá er í dag of seint að ákæra nokkurn annan, eða birta Geir nýja ákæru.
- Kostur á móti við aðferð Sannleiksferlis, er að þá er unnt að rannsaka málin niður í kjölinn, án nokkurra takmarkana í tíma, eða um það hverjir eiga í hlut.
- Sannarlega er fræðilega einnig unnt að framkv. slíka rannsókn með þingnefnd, sem sérstaklega væri skipuð. En gallinn hér, er að sjálft Alþingi og almennt gildir það einnig um pólitíkusa landsins, nýtur afskaplega lítils trausts. Ef á að gera hrunið upp, þarf að leita leiðar - sem getur fylgt hámarks traust. Þá eiginlega er vart unnt að finna nokkurn þingmann eða landspólitikusa sem njóta slíks trausts, að úrskurði þeirra eða áliti væri treyst. Almenningi þætti einnig erfitt að treyasta, nefnd skipaðri af pólitíkusum landsins, jafnvel þó svo hún væri ekki skipuð neinum augljóslega pólitískum aðilum.
- Þess vegna, held ég að sannleiks nefndar-leið sé vænlegri, en til þess að svo verði í reynd, myndum við þurfa að óska aðstoðar erlendis frá til að koma sannleiksferli af stað. Það er mín niðurstaða - að Ísland geti ekki rannsakað hrunið án einhverskonar aðstoðar utan frá. Það þarf ekki endilega vera, ósk um aðstoð erlends ríkis - heldur er þ.s. ég velti fyrir mér, að haft verði samband við þá einstaklinga sem höfðu forystu fyrir sannleiksnefndum í Chile og í Argentínu, og athugað með það hvort ekki sé unnt að fá einhverja þeirra til að koma hingað til lands, og aðstoða okkur við uppsetningu slíks ferlis hér.
- Þá þyrfti ekki síst, að fá annaðhvort ráðgjöf þeirra um það hvaða erlenda einstaklinga þeir myndu mæla með, sem áreiðanlegu fólki með þekkingu sem myndi nýtast, eða fá einhverja þeirra einstaklinga - til að sitja í sannleiksnefndinni, ásamt hverjum þeim öðrum innlendum eða erlendum sem væru skipaðir.
Af hverju útlendinga? Einfaldlega vegna þess, hve lítið traust er hér á öllum þeim sem koma í nokkru nærri pólitík er, og að auki vegna smæðar Íslands er mjög erfitt að finna algerlega óháða einstaklinga þ.e. sem ekki tengjast með nokkrum hætti neinu því sem skaðað getur þeirra getu til að vera óháðir dómendur. Með því að hafa nefnd a.m.k. að hálfu skipaða útlendingum, væri möguleiki á því að almenningur myndi treysta útkomu slíks ferlis.
Gallar!
- Augljósi gallinn er að, þeir sem koma fram og segja frá - fá vernd frá saksókn. Þannig þeir verða ekki sóktir til saka fyrir þær játningar eða upplýsingar sem þeir gefa fyrir nefndinni, í beinni útsendingu.
- En skv. lögum sem sett væru um Sannleiksnefndina, fengi hún þann rétt til að veita einstaklingum friðhelgi.
- Það er þó ekki án skilyrða, þannig eru nefndarmenn dómarar um það hvort þ.s. fram kemur uppfyllir þeirra kröfur, og t.s. í S-Afríku, var gengið oft hart gegn einstaklingum þegar þeir voru spurðir út í gögn, sem þriðju aðilar höfðu komið með. Þetta er í reynd yfirheyrsla.
- Þeir sem koma fram, þ.e. þeim í hag að gefa allt upp - til að fá friðhelgi.Þess vegna er þetta svo öflug leið, einmitt ef þ.e. litið svo á að megintilgangurinn sé í reynd öflun upplýsinga, þ.e. vitneskjunnar um það hvað raunverulega gekk á.
- Á hinn bóginn, er hvort sem er ólíklegt að þeir sem sekir eru í tengslum við hrunið, sérstaklega þeir sem tóku heimskulegar ákvarðanir, upp í þ.s. mörgum finnst glæpsamlegar, verði sóktir til saka. Ef einhver er dæmdur, er dómur ólíkegur að verða langur. Svo ég lít eiginlega ekki á þetta atriði sem nokkra frágangssök - en munum að þessar aðferðir voru notaðar, þegar miklu mun verri glæpir höfðu verið framdir, og þar má treysta svall mörgum móður, að sjá menn viðurkenna fjðldamorð, pyntingar - sleppa við dóm. Ef þetta var hægt í Chile, Argentínu eða S-Afríku, getum við þetta einnig.
Ég held að það sé mikil þörf fyrir okkar samfélag að koma þessu í verk
Í dag er það svo að alger skortur er á trausti, og það vantraust er að éta upp þjóðarsálina, er sem sár á henni.
Þ.e. ekki síst vegna þessa, sem sannleiksferli er að mínu viti nauðsynlegt hérlendis - en ég tel það alveg augljóst að hvort tveggja: Stjórnmálin og Dómskerfið.
Séu algerlega ófær um að framkvæma þá upplýsingu sem almenningur í reynd krefst, og þörf er á - ef vinna á bug á þessu mikla vantrausti.
Ég stórlega efa, að nokkur sú nefnd sem Alþingi getur skipað - geti náð því trausti, svo að hún geti mögulega stigið í þau spor sem sannleiksnefndir S-Afríku, Chile eða Argentínu - fetuðu.
Ég skynja raunverulega hættu á uppþotum, ef ljóst verður að mál Geirs H. Haarde, fellur um sjálft sig, og almenningur veit að enginn mun þurfa að taka pokann sinn, eða fara í steininn.
Ekki síður, þegar ljóst verður sennilega hve lélegur afraksturinn verður, af þeim dómsmálum sem nú eru í gangi.
Sannarlega var núverandi ríkisstjórn ekki síst kjörin út á kröfuna um uppgjör - en ég held að vegferð hennar sýni svo ekki verði um villst, að þ.e. raunverulega svo að innlend stjórnmál ráða ekki við málið.
Ekki síður vegna hættunar á þvi að spennan brjótist út í alvarlegum átökum, þarf að fara leið sannleiksferlis - en ákvörðun Nelson Mandela var ekki síst byggð á þeirri röksemd, að friðurinn væri dýrmætur.
- Auðvitað þarf fyrir rest að verða fyrirgefning, en ekki fyrr en lærdómur hefur verið tekinn.
- Og teikn eru á lofti, að einhverjar trúverðugar breytingar séu að eiga sér stað.
En sannleiksferli er einmitt líklegast - að leiða fram þá þekkingu sem við þurfum á að halda, ef við eigum að geta tekið réttar ákvarðanir um akkúrat í hverju þær breytingar skulu felast.
En áður en meinið er þekkt og greint, er ekki unnt að sjúkdómsgreina rétt.
Niðurstaða
Ég mælist eindregið til þess að Ísland fylgi fordæmi Nelson Mandela í S-Afríku, og einnig fordæmum Argentínu og Chile. Fyrst að þær þjóðir gátu gert upp miklu mun verri mál en þau sem við stöndum frammi, ættum við að geta beitt þeirra góðu fordæmum, til að gera upp það sem hérlendis hefur gengið á. Enda eru það ekki fjöldamorð né pyntingar, né stríðsátök sem við þurfum að rannsaka, aðeins spilling - fjármálaglæpir og vanhæfi.
Ég meina virkilega - við geitum þetta, sérstaklega ef við fáum erlenda einstaklinga með þekkingu, til að taka þátt í starfinu, eða jafnvel til að hafa yfirumsjón.
Við Íslendingar eigum ekki að vera feimnir við það að fylgja góðum fordæmum sem finna má hjá öðrum þjóðum.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:49 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessaður Einar, þetta er alltof skynsamleg hjá þér, bæði framsetning og niðurstaða, til að nokkur maður tjái sig um þetta.
En þú ert heppinn að vera ekki VinstriGrænn, þá fengir þú að heyra það að vera taglhnýtingur og frjálshyggjuleppur.
En kerfið vill ekki uppgjör, hvað þá sannleika.
Þess vegna beitir það fyrir sig hernum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.1.2012 kl. 09:26
Án þess að ég taki afstöðu til ákærunnar á fjórmenningana þá er það deginum ljósara að þeir þingmenn sem studdu það að sumir fjórmenninganna skyldu ákærðir en aðrir ekki voru þar með sestir í dómarasæti og það afskræmdi málið og eyðilagði, annaðhvort átti að ákæra engan eða alla og láta dómstóla skera úr um sekt eða sakleysi, það liggur alveg í augum uppi hverskonar fólk það er sem studdi ákæru gegn sumum en ekki öðrum, á hinn bóginn er það umhugsunarefni hvort alþingi á að hafa eitthvað ákæruvald sem hægt er að nota í pólitískum tilgangi eins og allt bendir til að verið sé að gera í þessu tilfelli.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 10:34
Þú ert að hugsa á svipuðum nótum og ég, frændi góður, í bloggpistli mínum um Landsdóm í gær, en það mál er komið í ógöngur að mínum dómi. Ef farið væri út á braut sannleiksnefndar væri hægt að halda áfram með það sem þó er byrjað að gera í rannsókn Landsdómsmálsins og nýta þau gögn auk þess sem miklu meira svigrúm er hægt að fá til að að fá fram allan sannleikann með yfirheyrslum og frekari gagnavinnslu.
Ómar Ragnarsson, 22.1.2012 kl. 11:07
Ómar - eitt annað atriði er, að margir hugsa með reiðinni og vilja ekki sátt. Vilja sá hinum refsað. Þá koma hinir og ífa sig upp á móti.
--------------------------------------
Kristján - eins og kemur fram í færslu minni frá 28.9.2010 hafði ég alveg strax efasemdir um að það myndi ganga sú leið að ákæra Geir einann, jafnvel þó það mál væri leitt til einhverra lykta með dómi. Eins og fram kemur í 22.9.2010 sá ég þennann möguleika að fylkingarnar að baki stóru flokkunum, þ.e. sjálfstæðismenn og samfóar, myndu ífa hverja aðra upp. Það er ástand sem getur haldið lengi áfram enn - skapað möguleika sem ég nefni í þeirri færslu á alvarlegum átökum milli hópa. Ein af ástæðum þess að ég vil sannleiksferli, er að það skv. sögu þeirra þjóða sem hafa gengið í gegnum slíkt ferli, stuðlar að sátt og friði.
Það þarf þó auðvitað að skapa einhvers konar sátt um að fara þá leið.
-------------------------------
Ómar - alveg rétt, öll gögn nýtast - einnig skýrsla Rannsóknarnefndarinnar. Svo er spurning hvort ekki þarf fleir en eina nefnd, þ.e. sérstakt bankarannsóknarferli og sérstakt ferli til að rannsaka innanlandspólitíkina. Eða hvort þetta á að vera eitt ferli. En það má rökstyðja þörfina á tveim. En ég sé alveg fyrir mér að unnt verði að fá mikið í dagsljósið með sannleiksferlis leið í rannsóknum fjármálaglæpa.
Má alveg hugsa sér að tilteknum lykilmönnum verði ekki heimilað að taka þátt í því, þannig að leitast verði að fiska fram þá sem hugsanlega væru til í að verða vitni gegn þeim, þeir segja þá frá frammi fyrir sannleiksnefnd fá vernd fyrir hugsanlegri sakarannsókn, og verða síðan hugsanlega lykilvitni gegn stóru bófunum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.1.2012 kl. 14:21
ÞAÐ MÁ NOTA SANNLEIKSFERLI SEM VEIÐITÆKI!
VIÐ ÞURFUM EKKI AÐ ÁKVEÐA AÐ FYRIRGEFA ÖLLUM.
Hafið í huga að fj. manns voru dæmdir í S-Afríku, Chile og Argentínu. Tilteknir lykileinstaklingar fengu ekki að fá friðhelgi, þ.e. að vitna fyrir sannleiksnefnd.
Það var verið að beita nefnilega þeim ferlum til að fiska fram vitni innan Argentínu og Chile.
Þ.e. mjög vel unnt, t.d. í rannsókn á fjármálaglæpum að nýta svona ferli einmitt til að fiska fram vitni, með því að heimila undirmönnum að koma fram - segja frá einmitt þeim sem tóku þátt í glæpunum, til þess að þau gögn sem koma fram, sé svo unnt að nýta til saksóknar.
Það er sem sagt tekin ákvörðun um að fyrirgefa langflsetum - en tilteknir höfuðpaurar fyrir rest dæmdir, ekki síst í krafti þeirra gagna sem fram komu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.1.2012 kl. 14:44
Heitir það ekki borgarastyrjöld???
Annars ánægður að hafa rangt fyrir mér með þögnina.
En IP tölurnar ættu að vera á annað þúsund.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.1.2012 kl. 17:46
Já, en það er nokkur fj. stiga í mögnun milli núverandi ástands og þess. Áður, munu deilur magnast. Maður myndi sennilega fara að sjá skipulagðar hópsamkomur á almennum stöðum, þ.s. áhersla er á að efla samstöðu viðkomandi hóps gegn hinum. Slíkar verði fjölmennari, verði kannski keppni um hver fundar hvar - svo má vera að hópar fari að hleypa upp samkomum hins, það fari að hefjast óeirðir milli hópa á götum úti. Þá myndi maður að auki fara að sjá skipulagða borgaralega óhlýðni leidda af átakahópum, sem væri bein atlaga að getu lögreglunnar til að halda uppi lögum og reglu.
Á þeim tímapunkti, væri ástandið komið einungis spölkorn frá borgarastyrrjöld.
Punktar tíndir fram úr sögu annarra landa.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.1.2012 kl. 18:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning