Útlit fyrir gjaldþrot Grikklands!

Tilraunir grískra stjórnvalda til þess að klára samkomulag við einka-aðila sem eiga kröfur á gríska ríkið, viðast hafa farið í vaskinn. Mér sýnist þetta vera eðlilegasta túlkun á fyrirliggjandi fréttum, þó svo grísk stjv. séu enn að gefa í skyn að tilraunir til samkomulags haldi áfram. Þá eru þau á böggum hildar - svo best að taka yfirlísingum þeirra með einhverjum saltkornum.

Sl. föstudag voru grísk stjv. stöðugt að gefa í skyn að samkomulag væri nærri komið.

Greece Close to Write-Down Deal with Creditors

  • Skv. því sem lekið var í fjölmiðla átti hlutfall afskrifta einkaaðila að ná rúmum 60% sem er vel umfram þ.s. áður var stefnt að, eða 50%. 
  • Vextir 30 ára skuldabréf sem gríska ríkið átti að gefa út í staðinn fyrir afskrifuð eldri skuldabréf, áttu að vera 4%.
  • Og að lokum, þá átti að vera "ten year grace period" hvað svo sem það þíðir akkúrat. En upplýsingar voru ekki nægilega nákvæmar. Ég veit ekki hvort það hefði þítt "frý" frá afborgunum ásamt vöxtum, eða hvort að vextir hefðu verið greiddir en ekki afborgun.

Miðað við þ.s. nú blasir við, voru þetta sennilega hugmyndir grískra stjv. um samkomulags grundvöll. Sem þau láku í fjölmiðla í von um að skapa viðbótar þrýsting á fulltrúa einka-aðila handan við borðið. Svo miklar afskriftir hafi verið of stór biti fyrir einka-aðilana.

Sjá frétt:

Greek talks continue despite creditors 'leaving Athens'

Greece's creditors leave Athens, talks to continue

"The representatives of Greece's private creditors left Athens unexpectedly on Saturday without a deal on a debt swap plan that is vital to avert a disorderly default, sources close to the negotiations told Reuters."

Gríska áætlunin er í vanda nefnilega eina ferðina enn!

Bendi á frétt Der Spiegel: Doubts Grow over Greek Debt Restructuring

  • Skv. henni eru komin upp vandræði í planið. 
  • Að auki, er komið í ljós að Grikkland mun hafa meiri halla en samkomulag frá því í nóvember 2011 gerði ráð fyrir, þ.e. 9,5% á ríkissjóði í stað 9%.
  • Skv. því er Grikkland ekki að standa við samkomulagið, skv. þeirri sýn sem ríkisstj. Þýskalands, Finnlands, Holland og Lúxembúrgar - munu líklega hafa af málum.

Krafa mun örugglega koma fram um frekari niðurskurð - eða um þann 1 ma.€ sem þessi viðbótar halli hljóðar víst upp á.

Þetta kemur ofan í það, að þessi ríki standa frammi fyrir að punga út meira fé - þ.e. 100ma.€, ef ljóst er að samkomulag milli grískra stjv. og einka-aðila mun ekki nást um afskriftir grískra skulda að andvirði 100ma.€.

Svo er það spurning um það, hvort það hefur ekki afleiðingar að Frakkland og Austurríki voru lækkuð í mati á lánshæfi fyrir hálfum mánuði síðan, og að björgunarsjóðurinn sjálfur (ESFS) var það einnig í sl. viku.

En ef skuldabréf útgefin af ESFS til að virkja ábyrgðir aðildarlanda evru til sjóðsins, fá óhagstæðari verðtilboð á mörkuðum - þá mun eigin öflun lánsfjár sjóðsins verða dýrari, sem þíðir að hann mun verða að hækka verðið á þeim lánum sem hann veitir - þ.e. neyðarlánum.

Það er ekki að auka trúverðugleika greiðslugetu Grikklands - ef 230ma.€ lán verður á hærri vöxtum.

Þetta getur orðið athyglisverður fundur fjármálaráðherra evrusvæðis nk. mánudag - ef ég man dagsetninguna rétt, hið minnsta er fundurinn í næstu viku.

 

Niðurstaða

Mér sýnist hrun Grikklands virkilega vera yfirvofandi. En ég tel það fjarskalega ólíklegt að aðildarríki evru á næstu 2 vikum, muni komast að samkomulagi um að bæta 100ma.€ ofan á samkomulag um "Aðra björgun Grikklands" frá því síðla nóvember 2011. 

Að auki, munu ríki eins og Holland, Finnland, Austurríki og Þýskaland - telja að Grikkland sé ekki að standa við það samkomulag í ljósi viðbótar halla eina ferðina enn.

Má treysta því að þau muni krefja Grikki um að skera þann viðbótar halla af - enn einu sinni sem Grikkir verði krafnir um frekari niðurskurðar aðgerðir, svo þeir hugsanlega fái björgun.

Ég held að það sé tími kominn til að láta þennann táradal taka enda - en þó svo allt myndi ganga upp, þá verður skuldastaða Grikklands algerlega ósjálfbær í kringum 120% þrátt fyrir að þessar ítrustu afskriftir einkaaðila myndu koma til framkv.

Nouriel Roubini telur Grikkland ekki þola meir en 80% - mig grunar jafnvel að 60% sé of mikið, en best að muna að þegar Argentína fór í þrot var það gagnvart erlendum skuldum að andvirði 50% af þjóðarframleiðslu.

Gríska hagkerfið er virkilega orðið veikt - hefur veiklast umtalsvert að auki síðan kreppan hófst.

T.d. kvá útfl. tekjur þeirra ekki vera nema rúml. 20% af þjóðarframleiðslu - sem segir að greiðslugeta Grikkland sé í reynd orðin fjarskalega lítil.

Með öðrum orðum, að dæmið sé fullkomlega vonlaust - það skársta í stöðunni, einnig fyrir hagsmuni Grikklands - sé gjaldþrot.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það eru tveir mánuðir í þetta hjá þeim núna, skilst mér.  Sem er of langt í framtíðinni fyrir eitthvað sem ætti að vera fyrir löngu komið á hausinn.

Spurningin er bara: hve mikið af evrópu dregur það með sér?

Ásgrímur Hartmannsson, 22.1.2012 kl. 01:40

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Stóri dagurinn er víst 20. mars, þegar Grikkland þarf að greiða 14,5ma.€.

Var að skoða fréttir, en skv. Financial Times er það ekki síst krafa "official creditors" væntanlega einna helst Frakka og Þjóðverja, að einka-aðilarnir lækki vexti sem þeir eiga að fá, i 3,5% úr 4%,

Þetta er þó ekki endilega til að hjálpa Grikkjum, heldur til þess að spara þeim það, að þurfa hugsanlega að bæta við lánsfé - til að reikningsdæmið gangi upp skv. þeirri formúlu sem verið er að nota þessa stundina.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.1.2012 kl. 02:34

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband