Mario Monti er að gera nauðsynlegar breytingar, sem munu gagnast Ítalíu í framtíðinni. Ítalía mun samt þurfa afslátt af skuldum!

Vandi Ítalíu er að landið er þegar fallið í kreppu, og aðgerðir ríkisstjórnar Montis munu framan af gera hana verri. Tvær efnahagsspár hafa nú komið fram í vikunni, sem spá því að Ítalía verði í samdrætti þetta ár. Fyrst var það spá "World Bank" sem spáir samdrætti í öllum ríkjum S-Evrópu, og 0,3% samdrætti á evrusvæði heilt yfir litið - Heimsbankinn spáir kreppu í Evrópu í ár!

En Financial Times og Daily Telegraph, fluttu á föstudaginn fréttir af niðurstöðum endurskoðaðrar hagspár AGS fyrir árið í ár, en þ.e. ekki lengra síðan en sl. september sem hún var síðast unnin.

Það er enginn smá munur á endurskoðaðri spá og þeirri sem mun formlega koma út í næstu viku skv. fréttum beggja fréttavefja:

  1. Hagvöxtur í heiminum, minnkar í 3,3% úr 4% skv. fyrri áætlun.
  2. Evrusvæði dregst saman um 0,5% í stað 1,1% hagvaxtar sem AGS spáði í sl. september.
  3. Ítalía dregst saman um 2,2% og Spánn um 1,7%.
  4. Bretland vex um 0,6% í stað 0,7.
  5. Bandaríkin muni áfram sýna vöxt upp á 1,8%.
  6. Vöxtur Kína minnkar í 8,2% vöxt í stað fyrri áætlað 9%.

Það kemur vart á óvart að skv. uppkasti að lokatexta, álíti AGS vandann á evrusvæðinu - vera alvarlegustu ógnina við stöðugleika efnahagsmála í heiminum öllum.

Það kemur vel fram í báðum könnunum, að Evrópa og þá nánar tiltekið evrusvæði - er í algerum sérflokki, sem efnahagslegt vandamálasvæði. Sannarlegur dragbítur á heiminn.

Hörð orð - en því miður sannleikanum fullkomlega samkvæm.

Hvað er Monti að gera?

Fyrir nokkru síðan náði hann í gegnum ítalska þingið sparnaðarpakka ásamt skattahækkunum, uppá samtals 30ma.€. Þetta skv. Monti á að duga til þess að Ítalía nái að standa við áætlanir um minnkaðann ríkishalla.

Á föstudag kláraði þingið aðgerðarpakka 2:

"18.09 More from Italian PM Mario Monti after the Italian Cabinet adopted a huge plan to liberalise the economy. He said his government will pass a package of measures next week to cut red tape in a bid to spur growth. He added that Italians are convinced that the country must revamp its economy and government is reviewing spending." - "The Italian economy has been held back for decades. More competition means more openness, more space for young people, less space for privileges and rent-seeking, more space for merit."

Skv. frétt Financial Times - Monti unveils Italian liberalisation plans : "Taxi drivers, protesting the country all week against forced opening of their occupation to competition, blocked streets in central Rome"... "In Sicily, fuel is running short because of barricades set up by truck drivers and agricultural workers" ... "Pharmacist, operators of petrol stations and lawyers also plan to strike, with powerful guilds resisting action to open up professions and abolish minimum tariffs." - "The package also targets the gas and electricity markets, the insurance sector and local public services. A court is to be established to speed up corporate cases to try to attract foreign investment." - "The latest package, which included 5bn.€ in infrastructure spendin, is meant to boost competition." - Analyst at Roubini Global Economics - "Although structural reforms are necessary to boost long-term growth, they will take several years to bear fruti and, in a period of economic contraction and government retrenchment, will have an adverse effect on short-term output, deepening the recession which will last through 2013,"

  • Þetta eru allt breytingar sem munu skila góðum hlutum á næstu árum!
  • Það er einnig vandinn - að Ítalía þarf snögga uppsveiflu, en þess í stað munu þær aðgerðir sem vissulega að líkum munu með tíða og tíma stuðla að aukinni hagvaxtargetu, auka samdrátt - a.m.k. fyrsta kastið.
  • En þegar lokaðar atvinnugreinar eru opnaðar, eins og Monti er að gera sjá frétt af mótmælum að ofan, þá að líkum fjölgar aðilum sem stunda þær - a.m.k. í fyrstu.
  • Það sem hver ber úr býtum innan greinar minnkar - en síðan eins og vanalega gerist, kemur í ljós að sumir standa sig betur, og þeir fara að taka til sín sífellt stærri hlut af markaðinum, innan hverrar greinar.
  • Þetta er þó þróun sem tekur nokkur ár - þ.e. frá því að frelsi er gefið, þar til að nýir aðilar í greininni ná þroska innan hennar, og einhverjir fara að skara fram úr.
  • Sennilega eru fyrstu áhrifin í reynd minnkuð skilvirkni - þegar fj. aðila hópast inn í hinar ný opnuðu greinar.
  • Sama um aðgerðir til að stuðla að fjárfestingum - að það mun taka tíma til að sannfæra fjárfesta um það, að aðgerðirnar séu komnar til að vera - fá þá til að íhuga Ítalíu á ný.

En kreppan veitir enga biðlund!

Það er í reynd ekkert frekar sem Monti getur gert - þegar loks öllum aðgerðum af þessu tagi er lokið.

Monti getur ekki unnið kraftaverk - það mun taka tíma fyrir aðgerðirnar að skila sínu.

Á meðan er kreppan á Ítalíu kominn í fullan gang - sem framan af getur ekki annað en versnað - vegna sparnaðar aðgerða Monti og vegna þess að fyrst í stað draga aðgerðir sem opna starfsgreinar í reynd úr hagnaði af þeim greinum, það mun einnig taka fjárfesta tíma að sannfærast að koma.

  • Sú kreppa mun á þessu ári og sennilega a.m.k. því næsta einnig - stöðugt gera skuldabyrði Ítalíu erfiðari.
  • Skuldir sem hlutfall af landsframleiðslu munu stöðugt vaxa.
  • Og það er ekkert algerlega öruggt að Ítalía snúi við til hagvaxtar jafnvel 2014, en mál eru einnig háð framvindu í löndunum í kring.

Það sem ég er að segja er að Ítalía muni að flestum líkindum - hvað sem Monti gerir - þurfa afslátt af skuldum skv. lauslegri áætlun óháðra hagfræðinga upp á cirka 30%.

  • Jafnvel Monti muni ekki takast að hefja Ítalíu upp - án slíkrar aðstoðar.
  • En aðgerðir Monti muni þó líklega tryggja - að þetta verði raunverulega nóg.

 

Hvað er að gerast í Portúgal?

Það land er búið að vera í skugganum, en skv. eftirfarandi frétt: Portugal to need "debt haircut" as economy tips into Grecian downward spiral

  • "Jurgen Michels, Europe economist at Citigroup, said Portugal's economy will contract by a further 5.8pc this year and by 3.7pc in 2013, a far sharper decline than official forecasts."
  • ""As this gets worse it is going to be extremely difficult to go ahead with more austerity measures: political contagion will start to come through," he said."
  • "While Portugal's public debt of 113pc of GDP is lower than Greece's, the private sector has much larger debts and the country's total debt-load is higher at 360pc of GDP - much of it external debt."
  • ""Without a sizeable haircut to its debt stock, Portugal will not be able to move into a viable fiscal path. We expect a haircut of 35pc at the end of 2012 or in 2013.""
  • "Since the country cannot devalue within EMU, it hopes to achieve an "internal devaluation" to restore 30pc in lost competitiveness against Germany. This is a gruelling process, entailing cuts that eat away at tax revenue."
  • "Portugal is a troubling case for EU officials, who insist that Greece is a "one-off" case rather than the first of a string of countries trapped in a deeper North-South structural rift." - "Europe's leaders have vowed that there will be no forced "haircuts" for holders of Portuguese bonds."

Mér sýnist ljóst - þrátt fyrir fullyrðingar embættismanna Brussel sem fullyrða að Grikkland sé einangrað tilvik - að eftir að Grikkland líklega verður greiðsluþrota, örugglega á þessu ári; þá muni sjónir aðila beinast að næsta landi, þ.e. Portúgal.

Enda skulda Portúgal í reynd meir en Grikkland - ef skuldir efnahagslífsins eru teknar með í reikninginn.

Það eru hinar fjallháu skuldir almennings og atvinnulífs í Portúgal - sem steindrepa möguleika á hagvexti.

  1. Portúgal er mjög sorglegt dæmi, en mér finnst mjög áhugavert að bera það land saman við Ísland - þ.e. bæði jaðarlönd í evr. samhengi.
  2. Þegar Portúgal gekk inn í evruna, var meginútfl. iðnaður þeirra vefnaðariðnaður og fategerð.
  3. Fljótlega eftir inngöngu, hófust vandræði þess iðnaðar - vegna vaxandi samkeppni frá láglaunasvæðum í Asíu. Hann fór að dragast saman - hnigna.
  4. Umræða skapaðist um þau vandræði á sínum tíma - ef Portúgal hefði haft enn sinn gjaldmiðil hefði hann að líkum fallið stórt þá þegar, lækkað lífskjör í Portúgal að nægilegu marki til þess að megin atvinnuvegurinn hefði getað haldið velli.
  5. En bjartsýni ríkti um að önnur störf myndu koma í staðinn, evran var sögð skapa tækifæri til nýfjárfestinga - talað var um að stefna að nýiðnaði og hátæknigreinum. Kaldhæðið eiginlega í ljósi umræðunnar hérlendis. 
  6. Að auki væri það óásættanleg fórn fyrir almenning, að lækka lífskjör svo stórfellt - ekki þíddi að keppa við láglaunasamfélögin í Asíu- - svo atvinnugreining fékk að deyja, og gerði það á nokkrum árum.
  7. Því miður, tókst ekki að byggja upp þær ný-greinar eða hátækni-iðnð sem koma átti í staðinn, svo í reynd gerði það ekki nokkur skapaður hlutur.
  8. Þar sem lífskjör voru ekki lækkuð - en á sama tíma minnkuðu ár frá ári verðmæti sköpuð af útfl. greinum; skapaðist ört vaxandi viðskiptahalli landsins við önnur aðildarlönd evrusvæðis.
  9. Einn möguleikinn er að landið tæmist af peningum og hagkerfið verði fátæktinni að bráð, en þess í stað var lífskjörum viðhaldið með því að taka hallann að láni ár hvert.
  10. Landið var ekki með neinn sérstakann hagvöxt á þessum tíma, þ.e. nær stöðnun ríkti skv. hagtölum á sl. áratug - í reynd engin bóla sem slík; en samt sem áður eins og sér af gríðarlegum skuldatölum - - hefur hallinn í gegnum þessi ár gert landið gjaldþrota í reynd.
  11. Það þiðir að nú loks kemur að skuldadögum, en það koma ekkert í staðinn, svo lífskjör verða að lækka a.m.k. í það far sem þau hefðu þurft að lækka til að halda í útfl. atvinnuvegina - - en þ.s. verra er að vegna þess að landið skulda að auki svo mikið, þarf í reynd umtalsverða viðbótar lífskjararýrnun til þess að skapa þann möguleika að greiða a.m.k. eitthvað hlutfall þeirra skulda aftur til baka.
  12. Mér sýnist ljóst að Portúgal verður að fá afslátt af skuldum - berum þetta saman við það ástand sem hefði ríkt, ef gengi gjaldmiðils Portúgals hefði lækkað stórt fyrir nokkrum árum síðan, bjargað útfl. atvinnuvegunum, þannig að hagkerfið hefði áfram gengið upp - þ.e. útfl. hefði enn verið til staðar fyrir innflutningi, þá hefði ekki orðið þessi uppsöfnun skulda sem í dag hefur keyrt landið í gjaldþrot. Ég vil því meina að það hefði verið betra - ef sú útkoma hefði átt sér stað að gengið hefði fallið nokkrum árum fyrir kreppu. Þetta er svar mitt til þeirra sem segja það svo gríðarl. óafsakanlega ósanngjarnt að krónan okkar falli við og við, til þess að bjarga útfl. atvinnuvegum okkar frá falli! EN Á HVERJU EIGUM VIÐ ÞÁ AÐ LIFA Í STAÐINN - GJÖFUM ÚTLENDINGA?

 

Niðurstaða

Mario Monti er sennilega rétti maðurinn í brúnni á Ítalíu. Einvherntíma í framtíðinni, munu Ítalír þakka honum þær aðgerðir sem hann er að framkvæma í dag. Þær þakkir munu þó líklega ekki koma fyrr en eftir nokkur ár eða kannski áratug. 

En ég tel ólíklegt að fyrsta kastið geti Monti haldið núverandi vinsældum, enda standi hann frammi fyrir aðstæðum, sem hann í reynd getur ekki hindrað - þ.e. kreppuna sem Ítalía er nú staðsett í.

Aðgerðir Monti muni ekki duga til þess að bjarga núverandi skuldadæmi Ítalíu - en sem betur fer þó er dreifing skulda Ítalíu sæmilega góð, þ.e. ekki með hátt hlutfall skammtímaskulda. Svo Ítalía líklega heldur velli út þetta ár - nema það verði einhvers konar bankahruns atburður.

Slíkann atburð er að sjálfsögðu ekki unnt að útiloka - enda mun kreppan á þessu ári, lækka virði eigna - og hætta er mjög raunverulega fyrir hendi að einhverjir bankar fari alla leið yfir í neikvæða eiginfjárstöðu.

Stjórnlaust bankahrun mun ekki vera Monti að kenna - þ.e. meir að kenna þeim aðstæðum sem Monti hefur verið fleigt inn í.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband