3 uppkastið af stöðugleika sáttmála Angelu Merkel og Nicolas Sarkozy

Tek fram strax að mér finnst allur sá kraftur sem fer í gerð þessa stöðugleika sáttmála, vera meira eða minna högg út í loftið. Því ég sé ekki að sá sáttmáli leysi þau raunverulegu vandamál sem við er að glíma. Heldur einkennist hann af mjög þröngri sýn á mál! Sýn sem sé í reynd hættulega villandi.

Hættulega - vegna þess að ef þú greinir vanda ekki rétt, leggur þú ekki heldur til réttu meðölin til að glíma við hann.

Ímiss ákvæði sem vísað er til:

Treaty of the European Union

Article 273 : The Court of Justice shall have jurisdiction in any dispute between Member States which relates to the subject matter of the Treaties if the dispute is submitted to it under a special agreement between the parties.

Protocol 12  -  - Article 121 - - Article 126 - - Article 136

 

Hið Nýja uppkast:  TREATY ON STABILITY, COORDINATION AND GOVERNANCE IN THE ECONOMIC AND MONETARY UNION

Uppkast 2: "International Treaty On A Reinforced Economic Union"

Uppkast 1: "International Agreement On A Reinforced Economic Union"

Eins og sést hefur nafninu verið breytt í hvert sinn - sem nýtt uppkast kemur fram!

 

Gagnrýni:

Hugmyndin er að sannfæra heiminn um það að núverandi kreppa endurtaki sig ekki. Vandinn hafi verið að reglum hafi ekki verið nægilega fylgt fram - þ.e. um halla á ríkissjóðum og um skuldsetningu ríkissjóða.

  1. En Spánn og Írland áður en þau lentu í vanda, hefðu staðist fullkomlega þau viðmið um ríkishalla, ríkisskuldir - sem "Stöðugleika Sáttmálinn" ætlar að styrkja. En fyrir hrun voru bæði lönd rekin með afgangi af ríkisútgjöldum, og skuldir voru langt innan við 60% markið.
  2. "Pro cyclical" - þ.e. áhersla sáttmálans vinnur gegn jafnvægisstjórnun, þess í stað mun íkja kreppurnar er þær verða, sérstaklega vegna þess ákvæðis að ef halli fer yfir tiltekið viðmið eða skuldir í ástandi kreppu, fari af stað tiltekið prógramm sem væri fyrirfram skilgreint og bundið í lög, sjálfvirkt.
  3. Enn - enn, er ekkert sem bendir til þess, að til standi að taka á þeim mikla vanda sem það geigvænlega viðskiptaójafnvægi innan evrusvæðis er. En ef land A kaupir meir af landi B, en land B kaupir af landi A; á sér stað straumur fjármagns frá landi A til lands B. Ef land A getur ekki mætt því, með því að hafa nettó innstreymi annars staðar frá - sem nægi til að viðskipti landsins heilt yfir séu í jafnvægi. Þá á sér stað stöðugt nettó fjármagnsstreymi frá því landi - sem annað hvort tæmist smám saman af fjármagni, eða tekur fjármagn að láni til að vega upp útstreymið. Seinni leiðin var yfirleitt farin af löndum S-Evrópu þannig að þau söfnuðu skuldum. Meðan þetta ástand varir - eru hagkerf S-Evrópu í reynd án undantekninga ósjálfbær - þ.s. þörf er á nettó innstreymi fjármagns ef viðkomandi land á að geta staðið undir skuldum í eigu aðila utan eigin landamæra - á einnig við innan evru, að þær skuldir séu í evrum. Þetta vilja margir evrusinnar ekki viðurkenna - segja að það eina sem máli skipti, sé heildarjafnvægi svæðisins, ójafnvægi innan þess sjálfleiðréttist. Þó er enginn mekkanismi til staðar innan svæðisins, fyrir slíka sjálfleiðréttingu - svo afstöðu þeirra líki ég við það að stinga hausnum í sandinn.
  4. Gagnsleysi samkomulagsins - ég vil meina að samkomulagið í reynd framkalli meiri skaða en ef ekkert samkomulag væri í býgerð, því ef það kemst á legg, verður innleitt - og fylgt fram. Muni það af því að það mun íta aðildarríkjunum í umfangsmiklar viðbótar niðurskurðar aðgerðir akkúrat á sama tíma og Þýskaland mældist í október, nóvember, desember með 0,3% efnahagssamdrátt, Ítalía yfir sama tímabil með 0,1% samdrátt. Allt eru þetta "pro cyclical" aðgerðir - þ.e. munu magna kreppuna. Hækka hlutfall skulda sem landsframleiðslu hjá hverju einasta ríki í vanda. Auka þannig hættu á fjárhagslegum áföllum.
Myndin sýnir þróun peningamagns á Ítalíu
Italian debt
Takið eftir því hve hraðinn á minnkun peningamagns í umferð hefur aukist síðan á seinni helmingi sl. árs.
 
Á sama tíma er verið að íta Ítalíu inn í mjög umfangsmiklar samdráttaraukandi aðgerðir.
 
 
Niðurstaða
Ég er á því að þessi sáttmálai sé nánast "irrelevant" - að hann skipti engu máli. Ég hef þó samt orðið þess var, að gerð hans virðist samt sem áður fylgja töluvert aukin bjartsýni. Að mönnum finnist loks vera verið að gera eitthvað. 
 
En, þeir sem telja þetta skipta máli, virðast hallast að sýn Þjóðverja að vandinn sé vegna hallareksturs ríkissjóða tilekinna landa. Og um leið og löndin hafi ákveðið að taka upp trúverðugt niðurskurðarplan, muni traust skila sér til baka - markaðurinn muni róast, og vaxtakrafa lækka.
 
En þeir þá einnig, hallast að þeirri sýn að viðskiptahallinn sem enn er mjög verulegur, skipti ekki máli. Það virðist enn vera ríkjandi sýn innan stofnana ESB, og sá skóli drottnar klárlega innan Þýskalands, virðist einnig hafa mikil áhrif eða fylgi meðal evrusinna almennt.
-------------------------
 
Hið minnsta er eitt ljóst - að stórfelld hagfræðileg tilraun er framundan.
 
Þar sem leitast verður við að sanna þá kenningu Þýska skólans, að þegar kreppa geysar sé "pro cyclical" leiðir einmitt réttu leiðirnar út úr kreppu.
 
Á sama tíma, einnig í rauntíma, munum við verða vitni að allt öðru efnahagsplani í Bretlandi og Bandaríkjunum. 
 
Samanburðarhagfræði verður unnt að framkvæma sem aldrei fyrr.
 
 
Kv.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Einar.

Var þetta pro cyclical ekki fullreynt í Kreppunni miklu????

Hvernig sjá menn fyrir sér viðsnúning atvinnulífsins þegar auk niðurskurðar, eru skattar hækkaðir til að ná jafnvægi á ríkisútgjöldum???

Hefur einhver vitiborinn maður svarað þeirri spurningu á trúverðugan hátt???

Hvaða hagfræðingar styðja þetta og hvað segja þeir, fræðilega, ekki frasalega um eitthvað traust á markaði.

Því menn éta ekki traust.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.1.2012 kl. 13:29

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þýskir hagfræðingar almennt - styðja stefnu þýskra stjv.

Þú ættir að fylgjast með Der Spiegel English.

http://www.spiegel.de/international/

Að lesa greinar sem þar koma öðru hvoru, um efnahagsmál - er áhugavert. Því sjónarmiðin eru svo óskaplega ólík.

Mín skoðun er að "pro cyclical" stefna hafi reynst mjög ílla frá Wallstreet hruninu 1929 fram að hruninu sem hófst í Evr. mái 1931. Hafi líklega átt stórann þátt í því að það var annð hrun.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.1.2012 kl. 16:34

3 Smámynd: Ómar Gíslason

Er ekki evran og þau lönd sem eru með evruna „pro cyclical" og þegar þetta evrukerfi var sett á hafi enginn hugsað út í hvað skeður í heild sinni.

Ómar Gíslason, 20.1.2012 kl. 22:34

4 Smámynd: Ómar Gíslason

Þetta er líka helstu gagnrýni á Basel II

Ómar Gíslason, 20.1.2012 kl. 22:35

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sennilega rétt ábending, en það virðist sem að evran hafi verið gíruð upp til að hvetja til hagvaxtar með öllum tiltækum hætti þegar vel virtist ára - síðan nú virðist kerfið ætla að íkja einnig kreppuna.

Ekki beint jafnvægisstjórnun.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.1.2012 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband