19.1.2012 | 22:44
3 uppkastið af stöðugleika sáttmála Angelu Merkel og Nicolas Sarkozy
Tek fram strax að mér finnst allur sá kraftur sem fer í gerð þessa stöðugleika sáttmála, vera meira eða minna högg út í loftið. Því ég sé ekki að sá sáttmáli leysi þau raunverulegu vandamál sem við er að glíma. Heldur einkennist hann af mjög þröngri sýn á mál! Sýn sem sé í reynd hættulega villandi.
Hættulega - vegna þess að ef þú greinir vanda ekki rétt, leggur þú ekki heldur til réttu meðölin til að glíma við hann.
Ímiss ákvæði sem vísað er til:
Article 273 : The Court of Justice shall have jurisdiction in any dispute between Member States which relates to the subject matter of the Treaties if the dispute is submitted to it under a special agreement between the parties.
Protocol 12 - - Article 121 - - Article 126 - - Article 136
Hið Nýja uppkast: TREATY ON STABILITY, COORDINATION AND GOVERNANCE IN THE ECONOMIC AND MONETARY UNION
Uppkast 2: "International Treaty On A Reinforced Economic Union"
Uppkast 1: "International Agreement On A Reinforced Economic Union"
Eins og sést hefur nafninu verið breytt í hvert sinn - sem nýtt uppkast kemur fram!
Gagnrýni:
Hugmyndin er að sannfæra heiminn um það að núverandi kreppa endurtaki sig ekki. Vandinn hafi verið að reglum hafi ekki verið nægilega fylgt fram - þ.e. um halla á ríkissjóðum og um skuldsetningu ríkissjóða.
- En Spánn og Írland áður en þau lentu í vanda, hefðu staðist fullkomlega þau viðmið um ríkishalla, ríkisskuldir - sem "Stöðugleika Sáttmálinn" ætlar að styrkja. En fyrir hrun voru bæði lönd rekin með afgangi af ríkisútgjöldum, og skuldir voru langt innan við 60% markið.
- "Pro cyclical" - þ.e. áhersla sáttmálans vinnur gegn jafnvægisstjórnun, þess í stað mun íkja kreppurnar er þær verða, sérstaklega vegna þess ákvæðis að ef halli fer yfir tiltekið viðmið eða skuldir í ástandi kreppu, fari af stað tiltekið prógramm sem væri fyrirfram skilgreint og bundið í lög, sjálfvirkt.
- Enn - enn, er ekkert sem bendir til þess, að til standi að taka á þeim mikla vanda sem það geigvænlega viðskiptaójafnvægi innan evrusvæðis er. En ef land A kaupir meir af landi B, en land B kaupir af landi A; á sér stað straumur fjármagns frá landi A til lands B. Ef land A getur ekki mætt því, með því að hafa nettó innstreymi annars staðar frá - sem nægi til að viðskipti landsins heilt yfir séu í jafnvægi. Þá á sér stað stöðugt nettó fjármagnsstreymi frá því landi - sem annað hvort tæmist smám saman af fjármagni, eða tekur fjármagn að láni til að vega upp útstreymið. Seinni leiðin var yfirleitt farin af löndum S-Evrópu þannig að þau söfnuðu skuldum. Meðan þetta ástand varir - eru hagkerf S-Evrópu í reynd án undantekninga ósjálfbær - þ.s. þörf er á nettó innstreymi fjármagns ef viðkomandi land á að geta staðið undir skuldum í eigu aðila utan eigin landamæra - á einnig við innan evru, að þær skuldir séu í evrum. Þetta vilja margir evrusinnar ekki viðurkenna - segja að það eina sem máli skipti, sé heildarjafnvægi svæðisins, ójafnvægi innan þess sjálfleiðréttist. Þó er enginn mekkanismi til staðar innan svæðisins, fyrir slíka sjálfleiðréttingu - svo afstöðu þeirra líki ég við það að stinga hausnum í sandinn.
- Gagnsleysi samkomulagsins - ég vil meina að samkomulagið í reynd framkalli meiri skaða en ef ekkert samkomulag væri í býgerð, því ef það kemst á legg, verður innleitt - og fylgt fram. Muni það af því að það mun íta aðildarríkjunum í umfangsmiklar viðbótar niðurskurðar aðgerðir akkúrat á sama tíma og Þýskaland mældist í október, nóvember, desember með 0,3% efnahagssamdrátt, Ítalía yfir sama tímabil með 0,1% samdrátt. Allt eru þetta "pro cyclical" aðgerðir - þ.e. munu magna kreppuna. Hækka hlutfall skulda sem landsframleiðslu hjá hverju einasta ríki í vanda. Auka þannig hættu á fjárhagslegum áföllum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessaður Einar.
Var þetta pro cyclical ekki fullreynt í Kreppunni miklu????
Hvernig sjá menn fyrir sér viðsnúning atvinnulífsins þegar auk niðurskurðar, eru skattar hækkaðir til að ná jafnvægi á ríkisútgjöldum???
Hefur einhver vitiborinn maður svarað þeirri spurningu á trúverðugan hátt???
Hvaða hagfræðingar styðja þetta og hvað segja þeir, fræðilega, ekki frasalega um eitthvað traust á markaði.
Því menn éta ekki traust.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.1.2012 kl. 13:29
Þýskir hagfræðingar almennt - styðja stefnu þýskra stjv.
Þú ættir að fylgjast með Der Spiegel English.
http://www.spiegel.de/international/
Að lesa greinar sem þar koma öðru hvoru, um efnahagsmál - er áhugavert. Því sjónarmiðin eru svo óskaplega ólík.
Mín skoðun er að "pro cyclical" stefna hafi reynst mjög ílla frá Wallstreet hruninu 1929 fram að hruninu sem hófst í Evr. mái 1931. Hafi líklega átt stórann þátt í því að það var annð hrun.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 20.1.2012 kl. 16:34
Er ekki evran og þau lönd sem eru með evruna „pro cyclical" og þegar þetta evrukerfi var sett á hafi enginn hugsað út í hvað skeður í heild sinni.
Ómar Gíslason, 20.1.2012 kl. 22:34
Þetta er líka helstu gagnrýni á Basel II
Ómar Gíslason, 20.1.2012 kl. 22:35
Sennilega rétt ábending, en það virðist sem að evran hafi verið gíruð upp til að hvetja til hagvaxtar með öllum tiltækum hætti þegar vel virtist ára - síðan nú virðist kerfið ætla að íkja einnig kreppuna.
Ekki beint jafnvægisstjórnun.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 20.1.2012 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning