Hvernig getur Hreyfingin hámarkað áhrif sín?

Undanfarið hefur verið spenna á milli Hreyfingarinnar og ríkisstjórnarinnar, en ítrekað hafa borist fréttir af leynilegum viðræðum milli þingmanna Hreyfingarinnar og ríkisstjórnarinnar, sem eins og er kunnugt hefur fremur tæpann þingmeirihluta.

Sérstaklega nú eftir að Jóni Bjarna var ítt út sem ráðherra, þannig að ríkisstjórnin er ekki lengur trigg með það að hann veiti henni sitt atkvæði.

  • Hann hefur eingöngu viljað segja, að hann styðji hana til góðra mála!
  • Ekki viljað kveða skírt með það hvort hann styðji hana gegn vantrausti.
  • Reiknað er fastlega með tillögu um vantraust þegar Alþingi kemur næst saman.

 

Hvernig á hreyfingin að hámarka sín áhrif?

Einfaldlega með því að halda ríkisstjórninni stöðugt í óvissu!

  • Í þessu tilviki er óvissan vinur Hreyfingarinnar.

Ef ríkisstjórnin þarf á hennar atkvæðum - þá um leið skapar það Hreyfingunni vissa stöðu til þess að hafa áhrif á stefnu ríkisstjórnarinnar.

  • En þ.e. einnig spurning um að hámarka þau áhrif - ná fram sem mestu.
  • Ef Hreyfingin vill hámarka sín áhrif - ná inn sem mestu af eigin stefnumálum.

Þá á hún að hámarka óvissuna um stuðning Hreyfingarinnar - á ekki t.d. að undirrita formlega stuðningsyfirlísingu sem myndi gilda út kjörtímabilið.

  • En ef þau vilja ná fram mest af eigin kosningamálum.

Þá tel ég að Hreyfingin eigi alltaf að halda ríkisstjórninni í fullkominni óvissu um þeirra stuðning við einstök mál - fram á síðustu klukkustund, síðan bjarga stjórninni á síðustu stundu í því máli gegn því að fá eitthvað fram af eigin stefnumálum.

Síðan gildi það loforð einungis um þetta tilvik - þ.e. áfram verði óvissa um stuðning - varðandi önnur mál.

Sama um vantraust - að hreyfingin eigi að semja fram á síðustu klukkustund - og þá eigi loforð gefið einungis að gilda um það tiltekna tilvik.

Með svipuna óvissuna að vopni, hámarki þau áhrif sín.

 

Niðurstaða

Ef Hreyfingin hugsar málið út frá þeim hagsmunum, að hámarka sem mest þau mega þann fjölda stefnumála sem þau ná inn - þá eru líkurnar bestar ef þau haga sér með ofangreindum hætti.

Að halda ríkisstjórninni stöðugt í óvissu fram á síðustu klukkustund.

Að skrifa aldrei upp á loforð um stuðning - nema fyrir hvert tilvik í senn, og þá aðeins á allra síðustu stundu.

Með hámörkun óvissunnar - hámarka þau áhrif sín á stefnu ríkisstjórnarinnar!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Væntanlega samræmist það stefnuskrá þeirra og kosningsloforðum. Líklega er óvissan,sem er besti vinur Hreyfingarinnar,mesti óvinur margra kjósenda þeirra.

Helga Kristjánsdóttir, 9.1.2012 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Maradir
  • Maradir
  • Rikisbref Bandar 2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 525
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 485
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband