2.1.2012 | 18:47
Enn frekari vísbendingar um samdrátt í Evrópu!
Ég er að vísa til upplýsingar sem sjá má í svokölluðum "Pöntunarstjóra vísitölu eða stuðli"/ Purchasing Managers Index eða PMI. Þetta er talið gefa vísbendingu um framvindu efnahagsmála í næstu framtíð, en pantanir t.d. í desember gefi vísbendingu um hagnað evr. framleiðslufyritækja í janúar til febrúar.
Með öðrum orðum - vísbendingu um áframhald efnahagslegrar niðursveiflu í Evrópu á nýárinu.
PMI stuðullinn hefur sýnt samdrátt samfellt í 5 mánuði!
Sem er vísbending um að samfellt sé samdráttur í iðnframleiðslu í Evrópu.
Eurozone manufacturing falls for fifth month in a row
Eurozone manufacturing shrinks again
Þetta er meginfrétt dagins. Skv. Markit.com sem rekur stærsta einkarekna PMI stuðulinn í Evrópu, þá sýndi stuðull desember mánaða: 46,9 (50 er jafnstaða, yfir 50 er aukning, neðan 50 er samdráttur).
Mánuðinn á undan sýndi hann: 46,4. Ath. það þíðir samt að desember er lélegri en nóvember, að í þessu tilviki er 46,9 að segja að pantanir séu 3,1% minni heldur en í nóvember, er þær voru 3,6% lélegri heldur en í október o.s.frv.
Samt hækkuðu evr. markaðir smávegis við þessar fréttir - vel innan v. 1% hækkun, sem sagt litið svo á að minni minnkun pantana væri þrátt fyrir allt - góð frétt.
Manufacturing data lift European shares
Þarna er þó verið að kætast yfir mjög litlu.
Aðalsérfræðingur Markit segir nú samdrátt PMI sl. 5 mánuði samsvara 1,5% hagkerfissamdrætti yfir sama tímabil, sem er hækkun á fyrra mati hans - en áður hefur hann talið tölurnar samsvara 0,6% hagkerfissamdrætti. Það gerði hann reyndar fyrir tveim mánuðum síðan.
- "Despite the rate of decline easing slightly in December, production appears to have been collapsing across the single currency area at a quarterly rate of approximately 1.5pc in the final quarter of 2011," said Chris Williamson, chief economist at Markit."
- "The survey also points to a strong likelihood of further declines in the first quarter of the new year, with producers cutting back headcounts, inventories and purchasing."
PMI tölur í Asíu voru einnig lélegar!
Markit Economics - Press Releases
- S-Kórea, PMI: 46,4 eða 3,6% samdráttur í pöntunum.
- Japan, PMI: 50,2 sbr. 49,1 í nóvember. Fyrsta aukning PMI í 2 mánuði.
- Taiwan, PMI: 47,1 sbr. 43,9 í nóvember. Sem var víst skársta niðurstaðan sl. 6 mánuði.
- Kína, PMI: 50,3 sbr, 49 í nóvember.
- Indland, 54,2 sbr. 51 í nóvember.
Áhugavert að best gangi þessa stundina á Indlandi. En vísbendingar hafa verið uppi sl. mánuði, þess efnis að ástandið innan Evrópu sé farið að skaða hagvöxt í Asíu.
Einnig í S-Ameríku þ.s. tölur fyrir 3. ársfjórðung í Brasilíu sýndu engan hagvöxt, í fyrsta sinn í nokkurn árafjöld þegar ársfjórðungur sýnir stöðnun í stað vaxtar.
Niðurstaða
Ef PMI tölur janúar verða einnig lægri en 50 innan Evrópu, þá verða pantanir búnar að vera í samdrætti samfellt í hálft ár. Hið minnsta er samfelld minnkun pantana iðnfyrirtækja í sl. 5 mánuði mjög sterkt samdráttareinkenni. Því lengur sem sá samdráttur varir - því sterkari eru líkur þess að þetta sé raunverulega vísbending um hagkerfissamdrátt - heilt yfir litið.
Þetta er ein af þeim fjölmörgu upplýsingum sem eru til staðar, er benda til áframhald efnahagslegrar niðursveiflu þeirrar á evrusvæði er hófst í máí 2011, og hefur staðið samfellt yfir síðan.
Sú niðursveifla mun magna öll þau skuldavandamál sem ríki svæðisins glíma við.
Að auki fyrir bragðið mun versna enn frekar staða fjármálakerfisins innan evrusvæðis.
Samdrátturinn magnar öll vandamálin samtímis. Nokkurs konar - fullkominn stormur.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning