Óska öllum gleðilegs nýs árs og þakka fyrir það gamla. Yfirlit yfir hagvöxt 2011 sýnir að ríkisstjórnin var heppin þetta árið. Ég á ekki von á hún verði eins heppin á því næsta!

Ég var að skoða tölur yfir 3. ársfjórðung frá Hagstofu Íslands. En vegna anna í desember -en á þeim tíma er langmest að gera í mínu starfi- hafði ég ekki veitt því athygli að þær tölur voru komnar fram. Af þeim virðist ljóst að ríkisstjórnin var heppin þetta ár. En hagvöxtur virðist ætla að vera ívið meiri en ég reiknaði með að hann yrði á þessu ári, er ég var að velta þessu fyrir mér um þetta leiti á sl. ári.

En stj. á Íslandi eru alltaf leiksoppar utanaðkomandi atburða, sem ráða mestu um hagvöxt hér á landi. Á þessu ári fór vegasaltið upp - um það virðist ráða einkum það að verð fyrir útluttann fisk voru hærri á þessu ári en á því síðastliðna.

Hagstæð gengisþróun evrunnar á fyrri hl. árs hefur einnig átt sinn þátt í þeirri velgengni.

 

Hvað kemur fram um 3. ársfjórðung?

......................................................2. ársfj....mismunur milli 2-3. fj.

Einkaneysla...........................5,1........2,1..........1,1

Samneysla.............................0,5........0,1..........0,0

Fjárfesting.............................1,4.......11,4.........-5,3 

Þjóðarútgjöld alls....................2,6.......-3,5..........1,6

Útflutningur vöru og þjónustu....5,4.........0,3..........6,8

Innflutningur vöru og þjónustu...2,0........1,3..........1,2

Verg landsframleiðsla GDP.........4,8.......-3,6..........4,7

  • Að sumu leiti er áhugaverðast að skoða síðasta liðinn - þ.e. hvað eykst eða minnkar frá 2. ársfjórðungi yfir á þann 3. 

 

Sjá töflu bls. 3, um hlutdeild þátta í hagvexti

  • Ef við skoðum seinni töfluna á bls. 3, þá er útflutningur stærsti þátturinn í landsframleiðslu á 3. fjórðungi, svo koma birgðabreytingar, síðan neysla - en neyslan er samt minnsti þátturinn.
  • Á 2. fjórðungi var mikil aukning birgða, þ.e. greinilega dregið frá - eins og sést á töflunni bls. 3. þá var það meginn mínusinn. En síðan eru þær birgðir greinilega fluttar út á 3. fjórðungi, þá kemur þessi mikla aukning í útflutning.
  • Á fyrsta fjórðungi er einnig birgðaminnkun og útflutningur góður.

 

Eins og þarna kemur svo bersýnilega í ljós - þá er Ísland útflutningshagkerfi.

Landsframleiðsla fyrstu 9 mánuðina er andvirði 1.220ma.kr. sbr. 1.144ma.kr. í fyrra, eða aukning upp á 3,7% -- segir Hagstofa skv. raungildi.

Sem verður að teljast ágætis aukning - ef út í það er farið.

 

Er þetta ríkisstjórninni að þakka?

Ég tek fram að hægri stjórn sem fengi sömu tölur - myndi hrósa sér einnig af þeim.

En aukningin virðist stærstum hluta vera vegna hagstæðs verðlags á útflutningsafurðum þetta ár, eða eins og ég sagði að ofan, að ríkisstjórnin var heppin þetta árið.

Að auki fór gengi evrunnar hækkandi fyrri hluta árs fram undir lok máí 2011, þannig að þá græðir Ísland meir fyrir afurðirnar mælt í 3. gjaldmiðlum t.d. dollar.

En útflutningur hefur ekki aukist í tonnum talið að neinu ráði - svo það eru hærri verð og hækkun evrunnar framan af árinu, sem er málið.

Neysla á þessu ári hefur aukist nokkuð einnig sbr. árið áður, en þ.e. ekkert undarlegt við það, því aukning útfl. tekna þiðir að bil er fyrir auknum innflutningi - svo sníst það allt við ef útfl. tekjur skreppa saman.

  • Þetta er algerlega háð aðstæðum í þeim löndum sem kaupa af okkur afurðir, ástand sem Ísland hefur engin áhrif á, því ekki heldur nokkur ríkisstjórn sem hér situr.
  • Mér kemur á óvart að gróðinn af útflutningnum skuli vera svo mikill á 3. fjórðungi, því það hefur verið að hægja á hagvexti í hagkerfum Evrópu síðan í máí 2011.
  • Á sama tíma hefur hækkun evrunnar á fyrri hl. árs verið að ganga smám saman til baka, þó sú hækkun hafi þá ekki öll verið farin.

Þetta sést á þróun gengis evrunnar yfir árið - en evran fer að lækka undir lok mái: 

Sjá gengisþróun evru / dollar sl. 12 mánuði.

  • Heppni er í því fyrir okkur, að við flytjum út nauðsynjar - og þ.e. þ.s. fólk sker niður síðast.
  • Ástandið í Evrópu er sennilega ekki enn farið að hafa neikvæð áhrif á verðlag á matvælum í evrum talið, nánar tiltekið á fiski á 3. fjórðungi, þess í stað hefur sennilega minnkun neyslu einkum verið í dýrari vöruflokkum.
  • En reikna fastlega með því þó, að það komi að því að fiskverð veikist í evrum talið, ofan á lækkunarþróun gengis evru - sem ég reikna fastlega með að haldi áfram á nk. ári.

 

Mér sýnist ljóst að ríkisstjórnin verði ekki eins heppin á nk. ári

Ég ræð þetta einfaldlega af líkum út frá ástandinu á evrusvæðinu. En eins og ég sagði, sem sést á þróun gengis evrunnar - sjá einnig þennann hlekk: Exchange.Rates.org.uk.

En sl. 3 mánuði hafa allar PMI (Purchasing Managers Index) sýnt minnkun í pöntunum helstu iðnfyrirtækja. Indexar/vísitölur um viðhorf neytenda hafa einnig sínt minnkun yfir sama tímabil. Markit.com sem rekur helsta óháða Indexinn telur að þetta samræmist 0,6% samdrætti í heildarhagkerfinu á 4. ársfjórðungi á evrusvæði.

Flestir óháðir hagfræðingar spá efnahagssamdrætti á nk. ári á Evrusvæði - heilt yfir árið. Munur á spám, helst um stærðina á minnkun eða samdrættinum. Og sumir vilja meina að hagvöxtur hefjist aftur fyrir árslok 2012. Mér finnst það persónulega ólíklegt.

Punkturinn er að mér sýnist líkur yfirgnæfandi um það, að verð á okkar útfl. afurðum verði lakari á nk. ári í evrum talið - þannig að vöxturinn þetta ár fyrst og fremst vegna aukningar verða á okkar afurðum, ætti því að ganga nokkurn veginn alveg til baka.

  • Ríkisstjórnin var heppin á þessu ári.
  • En það hefði verið betra fyrir hana, að vera heppin á því næsta.

 

Mun hreyfingin styðja ríkisstjórnina?

Ég held að Hreyfingin muni ekki formlega ganga til liðs. Heldur leitast við að ná fram samningsaðstöðu með þeim hætti, að viðhalda óvissu um það hvort hún ver hana falli eða ekki. 

En þegar á reynir, grunar mig að meiri líkindi séu heldur en minni á því að Hreyfingin komi í veg fyrir fall ríkisstjórnarinnar. 

En þingfylgi ríkisstjórnarinnar sýnist mér minnkað um einn mann, með brottvikningu Jóns Bjarnasonar úr ríkisstjórninni. Hún þarf því stuðning a.m.k. Guðmunds Steingrímssonar, ef hún á að ná málum í gegn. Og ef þ.e. ósamkomulag innan ríkisstjórnar - þá getur hún þurft á stuðningi Hreyfingarinnar að auki.

Það sem breytist er líklega að deilur innan stjórnar minnka, þ.e. meðal ráðherra. En óvissan á móti um það hvort mál ná í gegn - eykst.

Þetta gæti því orðið áhugavert ár fyrir ríkisstjórnina. Þó tel ég meiri líkur heldur en minni, að hún haldi út kjörtímabilið. 

Nema auðvitað einhver stór atburðarás erlendis raski öllum forsendum. Það getur alveg gerst.

 

Niðurstaða

Ríkisstjórnin var heppin þetta ár, en fram til loka apríl 2011 mældist þokkalegur hagvöxtur á evrusvæði. Bjartsýni ríkti um að Evrópa væri á leið út úr kreppunni. Þetta sést á gengi evrunnar sem fer upp fyrri hluta árs, en fer síðan að lækka frá og með máí lokum. En máí var sá mánuður þ.s. hagsveiflan niður-á-við innan Evrópu hófst, þá þannig að þ.s. enn var töluverður hagvöxtur þá hefur sú niðursveifla komið fram þannig, að dregið hefur úr hagvexti að jafnaði frá mánuði til mánaðar, og nú er svo komið að tölur yfir vöxt stefna í að verða neikvæðar þ.e. hreinn efnahagssamdráttur. Eðlilega hefst lækkun evrunnar -sem hefur nokkurn veginn verið samfelld síðan þá- ekki fyrr en fyrstu vísbendingar um neikvæða útkomu koma fram við lok máí.

Skv. tölum frá því í fyrradag hefur lækkun evrunnar síðan hún fór hæst í mái 2011 verið 13,3%. En munurinn er mun minni ef gerður er samanburður við stöðu v. upphaf árs. En evran er þó samt lægri en sú upphafs staða. Og líkur á því að hún haldi áfram lækkunarferli á nk. ári - vegna yfirgnæfandi líka á hreinum efnahagssamdrætti á evrusvæði á nk. ári.

  • Þetta veldur því að við fáum minna fyrir fiskinn okkar í reynd, þó svo við séum enn að fá ef til vill ekki að ráði færri evrur.  
  • En ég reikna með því að fiskverð í evrum muni lækka í Evrópu á nk. ári. Hvenær get ég þó ekki vitað.
  • En það ásamt áframhaldandi lækkun evrunnar - skilar þá umtalsverðri minnkun þeirra verðmæta fyrir okkur, t.d. ef mælt er í dollar.

Mér finnst sennilegt að evran lækki um 30% miðað við hæstu stöðu 2011. Útiloka ekki 40% lækkun sbr. þá stöðu.

  • Ath. - það er ekki slæm frétt, nema fyrir okkar afurðaverðmæti. Því lækkun evrunnar, ætti að bæta stöðu útflutnings hagkerfanna í S-Evrópu.
  • Sem er hugsanlegt að geti bjargað Ítalíu og Spáni - frá gjaldþroti, ef lækkun evrunnar dugar til þess að þeirra atvinnuvegir, nái samkeppnisfærni í verðum í alþjóðlegu samhengi.
  • Þannig evrunni og Evrópu frá stærra og enn verra hruni.

Þessar fyrirsjáanlegu lækkanir okkar útflutningsverðmæta mælt í evrum - er auðvitað mjög óheppilegt fyrir ríkisstjórnina, sem stefnir í sitt síðasta heila starfsár. Svo kosningar snemma árið þar á eftir.

Lækkun evrunnar mun einnig kridda umræðuna um aðild að ESB eða ekki aðild.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband