Enn ein vonin brást á evrusvæðinu í dag!

Vonin snerist um það, að nýlega tóku 524 evrópskir bankar 489ma.€ að láni frá Seðlabanka Evrópu gegnt einungis 1% vöxtum til 3. ára, og ECB (European Central Bank) samþykkti að auki að slá af kröfum um gæði veða sem bankar myndu veita á móti.

  • Það sem menn voru nánar tiltekið að vonast eftir, var að evrópskir bankar eftir að hafa fengið svo ódýrt lánsfé, að þá myndu þeir síðan nota hluta af því fé til að kaupa skuldabréf ríkja í vanda.
  • Þar sem eftir allt saman, þá væri um umtalverðann gróða að ræða vegna vaxtamunar sbr. 1% á móti t.d. 6%.
  • Sarkozy benti á þennann möguleika snemma í desember.
  • Ég taldi aftur á móti að það væri mjög ólíklegt að bankarnir myndu leggja í slíka fjárhagslega áhættu.
  • Heldur myndu þeir fyrst og fremst nýta hið nýja lánsfé, til að endurnýja dýrari lán - til að bæta lausafjárstöðu, enda vantar hjá mörgum þeirra upp á fjármögnun fyrir endurnýjun skulda á nk. ári.

Sbr. Lex.Ft.com segir: "Europe's banks have struggled to sell any senior unsecured bonds, their main source of long-term funding, since early July...the bonds banks have sold in total 425bn.$ are not enough to cover existing debt coming due 560bn.$...on average over the previous five years, banks have borrowed enough to cover their redemption 1.6 times."

  • Það vantar sem sagt 135ma.$ upp á að sala skuldabréfa liðins árs dugi til að endurfjármagna skuldir sem falla á gjalddaga hjá evr. bönkum á nk. ári.
  • Þetta er ekkert minna en hættuleg staða - þess vegna var það bráðnauðsynleg aðgerð hjá ECB að bjóða upp á frekari neyðar-lánsfjármögnun.
  • En síðan má ekki heldur gleyma, að bankarnir standa frammi fyrir þeirri kröfu, að hækka eigið fjár-hlutfall úr 5% að meðaltali í um 9% í síðasta lagi í júni eða júli, man ekki hvor mánuður er lokafrestur.
  • En þetta magnar þrýsting enn meir á bankana, um að halda í peninga - sem mest þeir mega.

Þessar upplýsingar hafa legið fyrir um nokkurn tíma - og einmitt í ljósi þeirra, hefur mér fundist afskaplega ólíklegt að evr. bankar myndu taka tilboði Zarkosy forseta Frakklands.

Mér sýnist að niðurstaða útboða Ítalíu í þessari viku, sé einmitt að sýna fram á þetta!

 

Hvað gerðist?

  • Ítalía seldi 10 ára bréf á 6,98% sem sannarlega var lægra en 7,56% í sl. mánuði, en eftirspurn dugði bara fyrir 7ma.€ en ekki 8,5ma.€ eins og vonast var eftir.
  • Vantaði 1,5ma.€ upp á.
  • Sala á skammtímabréfum fyrr í vikunni hafði gefið vonir, þ.e. 6 mánaða á 3,25% í stað 6,5% fyrir mánuði, selt magn var 9ma.€.
  • Að auki voru 2 ára bréf einnig seld í vikunni á 5,62% í stað 7,89%, selt magn 2,5ma.€.

Skv. Bloomberg þá fengu ítalskir bankar 116ma.€ að láni frá ECB um daginn á 1% vöxtum til 3. ára.

Áhyggjur vegna stöðu þeirra bréfa sem þeirra bankar eiga fyrir, hljóta að vera ofarlega í huga ítalskra bankastjóra um þessar mundir - sem ath. skv. evr. lögum um hlutafélög er ekki heimilt að taka ákvarðanir nema þær sem eru rökstyðjanlegar sem þjónkun við hagsmuni hluthafa. Þeir geta verið persónulega skaðabótaskyldir skv. evr. hlutafélagalögum, en þá aðeins gagnvart hluthöfum.

Þannig að reikna má með því að bankastjórar stígi varlega til jarðar, lámarki áhættu - þ.e. einmitt þ.s. mér sýnist þeir velja, með því að leggja áherslu á kaup á skammtímabréfum, enda gekk sala einkum 6 mánaða bréfa vel, en halda að sér höndum þegar 10 ára bréf eru seld, sem eru mun áhættusamari eign akkúrat núna - eftir allt saman.

  • Vonbrigðin eru með 10 ára bréfin, en vaxtakrafa við 7% er almennt talin ósjálfbær.
  • Að auki að framboð var ekki fyrir því sem var í boði, þ.e. 1,5ma.€ vantaði upp á. 

Það virðist sem sagt vera að bregðast sú von, að ECB geti með neyðarlánum til banka óbeint einnig aðstoðað aðildarríkin í vanda, við sína fjármögnun.

Því bankarnir séu ekki til í að taka þá fjárhaglegu tap áhættu, að standa uppi með bréf þeirra ríkja, sem eru í svo augljósri gjaldþrotshættu eins og mál standa nú; að ég skil þá gersamlega að þeir séu ekki til í að kaupa annað en skammtímabréf.

 

Mér sýnist með þessu einnig bregðast önnur von:

Hún er svo að það eitt að Mario Monti "Super Mario" taki við - skeri niður útgjöld, dugi til að endurreisa traust á stöðu Ítalíu.

  • En ég er viss um að fjölmargir virkilega héldu, að meira þyrfti ekki til. 

Sannarlega virðist sem að traust á Ítalíu hafi aukist við stjórnarskiptin, en á sama tíma virðist ekki að áhrifin séu samt nægilega öflug til að vera slíkt úrslita-atriði að ætla að Ítalía leysi sín mál algerlega hjálparlaust - eins og þeir allra bjartsýnustu hafa verið að vona.

  • Evrópa verði að finna leið til að baktryggja Ítalíu - ef staða Ítalíu á að öðlast trúverðugleika á nk. ári, en skv. upplýsingum úr fréttum þá þarf Ítalía að selja 400ma.€ af skuldabréfum á nk. ári. Sem sagt, bara kostnaður nk. árs.
  • Evrópa þarf að geta tryggt fjármögnun Ítalíu til a.m.k. 3. ára - en flestir óháðir hagfræðingar telja að prógramm sem þ.s. Monti ætlar að láta Ítalíu ganga í gegnum, þurfi a.m.k. 3 ár.
  • Óháðir hagfræðingar hafa talið 1.000ma.€ algera lágmarksupphæð, til að veita slíka 3. ára baktryggingu. Þó hafa margir óháðir hagfræðingar einnig nefnt töluna 2.000ma.€, enda er það ekki einungis vandræði Ítalíu sem þarf að baktryggja.

En vart fyrr en að liðnum þeim 3. árum, sé þess að vænta að nokkur hinn minnsti raunhæfi möguleiki sé til um að Ítalía geti náð nægilega öflugum viðsnúningi að hún öðlist tiltrú á ný.

 

Verðfall varð á evrunni:

Mynd tekin af síðunni Exchange.Rates.org.uk, 30 dagar valdir til að sýna greinilega þann lækkunaratburð sem virðist í gangi sl. viku. En þið getið valið önnur tímabil.

Sjá gengisþróun evru / dollar sl. 12 mánuði.

"The euro slipped to $1.2892 against the dollar - the weakest since January - and dropped to a decade low against the yen of ¥100.06 after the auction." - fyrir lok markaða endaði evran þó í stöðunni 1,2932 gegnt dollarnum.

  • Verðfall evru er rökrétt afleiðing þess, að staða Ítalíu hangi enn í óvissu.
  • En ef ekki tekst að tryggja einhverskonar lausn fyrir Ítalíu, en einhvern tíma hlýtur markaðurinn endanlega að gefast upp á bið eftir raunhæfum aðgerðum, þá hlýtur að mínu mati fyrir rest verðgildi evru að miðast við þá stöðu þ.s. Ítalía er sjálfbær.
  • Sem gæti verið verðfall í kannski 1,1 vs. dollar eða eða jafnvel 1,0.

 

Niðurstaða

Draumórar þess efnis að björgunar-aðgerð Seðlabanka Evrópu myndi að auki verða björgun til handa aðildarríkjum evru í vandræðum, virðast vera fallnir.

En svo örvæntingafullir virðast fjölmargir vera orðnir á evrusvæði, að hin smæsta tálsýn verður að von.

En mér finnst stórmerkilegt að það hafi raunverulega verið vonir uppi um það að evr. bankar myndu aftur eins og 2009 nota ódýr lán frá Seðlabanka Evrópu til að kaupa mikið af skuldabréfum S-Evrópu.

En staðan er einfaldlega allt önnur í dag, staða evr. bankakerfisins til muna veikari, staða S-Evrópuríkjanna miklu mun verri einnig en það ár; svo bréf þeirra líta miklu mun verr út sem fjárfestingarkostur, það á sama tíma og evr. banka skortir lausafé eftir lélega sölu skuldabréfa á sl. ári eins og fram kemur að ofan, fyrir utan að svokallaður millibankamarkaður er einnig frosinn svo fjármögnun með þeirri leið er lokuð að auki - ofan á allt það verða bankarnir að auka eiginfjárhlutfall í 9% úr cirka 5% fyrir annaðhvort júní nk. eða júlí nk.

Sem segir að bankarnir muni næstu mánuðina halda í alla þá peninga sem þeir geta náð í.

Í ljósi þess, finnst mér stórmerkilegt sannast sagna - að fólk hafi virkilega gerst sér slíkar vonir.

Sýnir eiginlega á hve háu stigi örvæntingin um stöðu evrunnar er.

Bendi fólki á að lesa greinar eftir Prof. Martin Feldstein hjá Project Syndicate, en til vinstri má sjá lista yfir aðra fræga hagfræðinga sem senda reglulega inn pistla. Mjög áhugavert vefsvæði "Project Syndicate".

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Lesið í tætlur,takk.

Helga Kristjánsdóttir, 30.12.2011 kl. 04:07

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband