Viðtal við Mario Draghi - nýja Seðlabankastjóra Evrusvæðis, ber vitni um hugmyndafræðilega brjálsemi!

Þetta viðtal má finna á vef Seðlabanka Evrópu -sjá:

19/12/2011 - Interview: Mario Draghi:  Interview with the Financial Times

Að mörgu leiti lýsir viðtalið þeim vanda sem er til staðar innan stofnana ESB, en sá vandi er ekki síst sú hagfræðilega sýn sem þar er ríkjandi.

En takið eftir, að hvergi kemur fram í máli Draghi að stærsta vandamálið - sem einna mest grefur undan stöðugleika evrunnar, sé viðskiptaójafnvægið á milli einstakra aðildarríkja.

Sjáið útskýringu mína á þeim vanda: Þýskaland sjálft er einn helsti grunnvandi evrunnar

Heldur greinir hann vanda ríkjanna, bakgrunnsorsök þess að þau eru að glata tiltrú, með sama hætti og þýskir hagfræðingar og stjórnmálaskýrendur gera - þ.e. sem fjárlagahalla.

Mig grunar að þarna gæti áhrifa Þjóðverja, en Draghi fékk djobbið eftir hrossakaup við Merkel.

En sú sýn að vandinn sé fjárlagavandi - en ekki í tengslum við upphleðslu viðskiptaójafnvægis innan evrusvæðis, er sýn sem hentar Þjóðverjum - þ.s. þeir græða á viðskiptahalla S-Evrópu.

Ég sé ekki annað en að Draghi taki einnig nákvæmlega sú hina sömu afstöðu og þýskir stjórnmála- og hagfræðiskýrendur, að leiðin úr vandræðum - sé sú að þjóðirnar í vanda skeri niður.

-----------------------------

Þetta er mjög ólík sýn t.d. sýn Mervyn King Governor Bank of England, sem lýsir meginvandanum með sama hætti og ég, þ.e. að viðskiptaójafnvægi grafi undan sjálfbærni tiltekinna hagkerfa innan Evrusvæðis, og að þau lönd sem hafa viðskiptahalla annars vegar og hins vegar þau lönd sem hafa viðskipta-afgang innan svæðisins, verði að leysa þann vanda í sameiningu.

Of erfitt sé að æskja þess að löndin með hallann leysi sín mál, án þess að löndin með afgang komi a.m.k. hálfa leið til móts við þau - það sé mjög ólíklegt að ganga upp.

Mjög svipað hafa sagt fj. hagfræðinga - þó einkum úr enskumæalandi löndum. Þ.e. einmitt eitt áhugavert atriði, sú gjá milli þeirrar hagfræði og hagfræðinnar sem rekin er skv. þýskum áhrifum.

  • En mig grunar að sá hagfræðiskóli sé ekki eins hlutlaus og hann vill láta.
  • En Þýskal. er mjög dóminerað af útflutningsiðnaðinum, sem er með fulla vasa fjár, eys því hægri og vinstri, kaupir sér áhrif.
  • Ein tegund áhrifa er stuðningur við háskóla, þá er hættan sú að fræðimennskan fari að þjóna hagsmunum þeirra sem styrkja hana.
  • En mig grunar að það sé ekki tilviljun, hve Þýsk hagfræði virðist halda fram kenningum, sem augljóslega í mínum augum þjóna hagsmunum þýskra útflytjenda - sem vilja náttúrulega ekki að S-evr. minnki innkaup frá þýskum framleiðendum. Er í hag að því sé haldið á lofti að viðskiptaójafnvægi skipti ekki máli.
  • Það henti þeim sem sagt að þeirri kenningu sé haldið á lofti, að vandinn sé einfaldlega - vegna of mikils fjárlagahalla.
  • 3,5% gróði Þjóðverja að meðaltali á viðskiptum við Spán og Ítalíu - þ.e. ekki horft á það. Enn meiri hlutfallsl. við Portúgal og Grikkland.

Þessi afstaða að þetta sé þeirra vandamál - er mjög "predatory" eins og ég sé það. En stöðug uppbygging slíks viðskiptaójafnvægis, er fullkomlega næg ástæða til þess - að evrusvæðið sem slíkt geti ekki gengið upp, verði í stöðugri krýsu - nema róttæk stefnubreyting verði. 

En engin merki sjást um slíkt - alls ekki, lesið viðtalið við Draghi!

 

Tekið úr viðtalinu

Draghi: "The big change is that assets which were considered absolutely safe are now viewed as potentially unsafe. We have to ask what can be done to restore confidence. I would say there are at least four answers.

  1. The first lies with national economic policies, because this crisis and this loss of confidence started from budgets that had got completely out of control.
  2. The second answer is that we have to restore fiscal discipline in the euro area, and this is in a sense what last week’s EU summit started, with the redesign of the fiscal compact.
  3. However, we are in a situation where premia for these risks are overshot. When you have this high volatility – like we had after Lehman – you have an increase in the counterparty risk. In the worst case, you can have accidents and even if you don't have accidents, you have a much reduced economic activity because people become exceedingly risk averse. - So the third answer to this is to have a firewall in place which is fully equipped and operational. And that was meant to be provided by the EFSF. 
  4. The fourth answer is to again ask: why are we in this situation. Part of this had to do with fiscal discipline, but the other part was the lack of growth. Countries have to undergo significant structural reforms that would revamp growth."

Gæti það verið vandamál fyrir ríki að skapa hagvöxt - þegar þau eru í verulegum viðskiptahalla, og verða fyrst að snúa honum við, þ.e. framkv. "internal devaluation" eða innri gengisfellingu sbr. lækkun launa og annars kostnaðar, því ekki er unnt að gengisfella?

Takið eftir - ekki einu orði minnst á viðskiptaójafnvægið. Sem þó er meginþemað hjá flestum óháðum hagfræðingum þ.e. þeim sem ekki starfa innan ESB, eða Þýskala. eða aðildarríkja evru.

  1. Ennþá eftir 3 ár samfellt í kreppu er Grikkland með nærri 8% viðskiptahalla sem hlutfall af landsframleiðslu - hagkerfið þar alveg eins ósjálfbært og við upphaf kreppunnar.
  2. Og árið í ár stefnir í að verða mesta samdráttarárið þ.s. af er af kreppunni þ.e. rúm 6%.
  3. Hver var lærdómur fílabeinsturnanna? Að Grikkir hafi ekki staðið sig nógu vel í niðurskurði.
  4. En rétt er að ryfja upp að skv. upphafl. áætlun átti hagvöxtur vera hafinn á síðasta ársfjórðungi þessa árs, kreppunni á Grikklandi lokið. Nú á kreppunni að vera lokið 2013. En ég sé þess engin merki að það ár sé neitt líklegra en þetta.
  5. En miðað við það hve gersamlega ósjálfbært gríska hagkerfið enn er, sé ég ekkert endamark á þeirri dauðagöngu. Þó svo skuldir væru afskrifaðar myndi viðskiptahallinn aftur framkalla alvarlega skuldastöðu á nokkrum árum.
  • Þessa stefnu stendur til að setja á allt evrusvæðið - bilun, klikkun - nær varla yfir þetta. 

Lesið mjög harðorðann pistil írska prófessorsins Kevin O'Rourke:

Kevin O'Rourke - A Summit to the Death

 

Varðandi gengisfellingar - Ítalía tekin sem dæmi:

Draghi:It brought a temporary respite to the economy, so that exports could grow, but it also widened sovereign bond spreads because exchange rate risk came on top of sovereign risk. Three or four years down the road Italy still had something like 600 basis point spread with respect to the German bund. Furthermore, the effect of the devaluation would have been only temporary without the structural reforms (abolition of indexation among others) that followed.

Einfalt svar við þessu er, að þó svo að hver gengisfelling fyrir sig hafi eingöngu veitt stundarfrið, þá gerði sú hin næsta það aftur - þannig gekk þetta í áratugi. Messy - en staðreyndin er sú að Ítalía varð aldrei gjaldþrota meðan hún var með eigin gjaldmiðil og seðlabanka.

Sannarlega voru vextirnir gjarnan háir sem ríkið þurfti að borga, en meðan þeir voru í skuldum sem voru í eigin gjalmdmiðli, var ítalska ríkið aldrei í greiðslufalls hættu því seðlabankinn gat alltaf reddað því fleiri lírum.

 

Draghi mælir með því að allt evrusvæðið fari í grískt niðurskurðarprógramm:

Draghi: "There’s no trade-off between fiscal austerity, and growth and competitiveness. I would not dispute that fiscal consolidation leads to a contraction in the short run, but then you have to ask yourself: what can you do to mitigate this."

"Improvement in budgetary positions should elicit some positive market response, lower spreads and lower cost of credit. But two further conditions have to be satisfied: Implementation at national level of the structural reforms needed to enhance growth and jobs creation. And finally, it is necessary to have the right euro area design, implementing the fiscal compact, so that the confidence is fully restored. Austerity by one single country and nothing else is not enough to regain confidence of the markets – as we are seeing today."

"Consolidation must also go hand in hand with structural reforms. Each country has its own path that they should undertake. For some, the situation would not be sustainable even if they were outside the euro and were to devalue their currency. That would give only a temporary respite - and higher inflation, of course."

Þ.s. hann er að lýsa þarna er margra ára prógramm.

  • Bendi á að endurskipulagning tekur tíma að skila jákvæðum árangri - en framan af er hún nærri alltaf samdráttar aukandi. 
  • Niðurskurðir er alltaf samdráttaraukandi - þess vegna eins og O'Rourke bendir okkur á, kallaðar samdráttaraðgerðir. Fræðilega gæti niðurskurður - sem er sýn hagfræðiskóla þýsku fílabeinsturnanna skapað meira svigrúm fyrir einkaframtak þannig að ríkið sé þá að taka til sín minna hlutfall af fjármagni innan hagkerfisins, svo meira verði eftir fyrir einkaframtak. En ég sé það ekki gerast í ástandi þ.s. fyrirtæki eru skuldum vafin, almenningur einnig. Auk þess þarf ríkið að hækka skatta víðast hvar til að halda í við skuldirnar þegar hagkerfin skreppa saman, sem þá tekur einmtt þvert á móti meira fé til ríkisins úr hagkerfinu.
  • Það hefur ekki verið reynslan í núverandi kreppu að samdráttarstefna hafi skilað auknu trausti, þvert á þ.s. hann heldur fram. En ég kem fram með ábendingu Nouriel Roubini, sem er sú að niðurskurður geti haft neikvæð áhrif á skuldahlutfall, einfaldlega með þeim hætti að ef hagkerfið er í samdrætti eða nærri engum hagvexti, þá annað af tvennu geti niðurskurðurinn ítt hagkerfinu í samdrátt eða aukið á hann, og samdráttur hækki þá hlutfall skulda per landsframleiðslu - umfram þ.s. skorið var niður.
  • Hann virðist segja, að fyrst að samdráttarstefna Grikklands og Portúgals skilaði ekki árangri "Austerity by one single country and nothing else is not enough to regain confidence of the markets – as we are seeing today." þá sé það skilningur hans og kollega hans, að ef allt svæðið samtímis fer í samskonar prógramm - þá muni það virka. Sem sagt, niðurskurðar prógrammið virkaði ekki vegna þess að það var ekki nægilega víðtækt.

Þetta er alger kol klikkun!

En mér virðist klárt að ef sama stefnan verði endurtekin, en nú á Evrusvæðinu gervöllu, þá muni verða búinn til neikvæður spírall miklu mun magnaðri en áður.

En með því að nær öll ríkin muni þurfa að skera niður, meira að segja Þýskaland skv. hinum nýju reglum "Stability Pact" sem Draghi dásamar. Þá muni samdráttur ekki einungis víxlverka innanlands í hverju landi, heldur einnig milli landa - framkalla viðbótar samdrátt í næsta landi.

En löndin kaupa vörur hvers annars, og samdráttaraðgerðir sem minnka eftirspurn innan þeirra allra, einnig þá draga úr viðskiptum þeirra í millum - úr kaupum hvers á vörum hins. Svo að þá minnka samlegðaráhrif verslunar þeirra í millum, og störfum fækkar í greinum sem byggja á útflutningi hvers til annars.

Nú allur þessi samdráttur, þ.e. samdráttur vegna niðurskurðar, vegna launalækkana sem þarf að framkv. - sem framkallar eftirspurnar samdrátt, sem víxverkar þvers og kruss milli landanna, framkallandi enn frekari samdrátt þvers og kruss; auðvitað skapar mjög hraða minnkun heildarhagkerfisins - eða ég get ekki komið auga á aðra líklegri afleiðingu.

Að sjálfsögðu magnar það skuldakreppuna, því minnkun hagkerfanna þíðir að skuldirnar stækka sem hlutfall af landsframleiðslu hvers lands fyrir sig - alveg eins og við höfum verið að sjá á Grikklandi.

Það verðu virkilega mögnuð "depression" sem ídeólógískir fílabeinsturnar eins og Mario Draghi, munu kalla fram!

Að sjálfsögðu mun þetta bitna á Þýskalandi fyrir rest, en Ítalía + Spánn kvá vera stærri markaður samanlagt fyrir þýskar vörur en Bandaríkin.

Þýskaland fer þá einnig í samdrátt - og allir verða samferða niður brekkuna!

 

Niðurstaða

Mario Draghi er dæmi um eitt alvarlegasta vandamálið á evrusvæðinu, sem er sú hugmyndafræðilega sýn sem hefur þar ráðið ríkjum.

En evran hefði getað gengið upp, ef ríkjandi sýn hefði verið sýn þeirra sem skildu að viðskiptaójafnvægi væri hættulegt. Að sameiginlegur gjaldmiðill án sameiginlegrar hagstjórnar, krefst þess að þess sé gætt að viðskiptaójafnvægi hlaðist ekki upp. Að sameiginlegar stofnanir hefðu m.a. haft það hlutverk, að fylgjast með þróun viðskipta milli landanna - þá ekki bara heildar rúmmálinu, heldur mun frekar hvert jafnvægi viðskiptanna væri milli landanna, en ekki bara út á við heilt yfir litið.

Því var haldið fram statt og stöðugt að viðskiptaójafnvægi skipti ekki máli, ekki lengra síðan en 2010 að Trichet sagði eitthvað þvíumlíkt - að það leiðrétti sig sjálft. 

Mig grunar að þessi hugmyndafræði sé stór hl. ástæðu þess að evran er í núverandi vanda, hafi stuðlað að algerum sofandahætti gagnvart þeirri upphleðslu viðskiptaójafnvægis er átti sér stað á sl. áratug.

En þessum vanda hefði verið unnt að forða alveg algerlega, ef stöðugleika sáttmálinn um evruna hefði innihaldið reglu um viðskipta-jafnvægi milli aðildarríkjanna, þ.e. að halli eða gróði mætti ekk vera t.d. yfir þriggja ára tímabil umfram 1,5% af landsframleiðslu, þá báðum aðilum gert að gera e-h í málinu.

Framkvæmdastjórnin hefði þá komið með kvörtun, skrifað sitt rökstudda álits - krafist aðgerða. Alveg eins og hún má, ef fjárlagahalli er umfram heimilt hámark.

Ef ekki er passað upp á þessi mál:

  • Verða sum svæði fyrir stöðugri hnignun!
  • En svæði geta ekki keypt meir inn en þau sjálf skaffa - þá flæðir fjármagn út, þar verður kreppa fyrir rest.
  • Svæði hnignar efnahagslega.
  • Fólkið flytur burt eða lendir í fátæktargildru - sem stefnir í að verði hlutskipti Grikkl.
  • Nema að þessu sé mætt með millifærslum að fullu - gróði landanna með hagnað, sé millifærður til baka í gegnum styrkjakerfi, sem í reynd krefst sameiginlegrar hagstjórnar.

Ef passað hefði verið upp á viðskiptajafnvægið með sama hætti, og til stóð að passa upp á hallarekstur ríkissjóða; þá hefði evran getað gengið upp.

Ef evran ferst - þá verður sök ríkjandi hugmyndafræði stór að mínu mati!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki bara meðviðtað hjá Þjóðverjum þegar hinir fara í þrot þá hirða þeir hræið og gera íbúana að  iðnaðarþrælum sem þá fer sárlega að vanta.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 22:27

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Vonandi ekki. Því það væri "monstrous".

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.12.2011 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband