Nægileg gengislækkun getur bjargað evrunni!

Ég viðurkenni að ég hef smávegis gaman að því er ég sé þekkta hagfræðinga komast að sömu eða svipaðri niðurstöðu og ég sjálfur. Sjá: 40% gengisfall gæti bjargað evrunni, forðað heimskreppu!

Á stuttum tíma hafa nú tveir hagfræðingar tekið undir svipuð sjónarmið:

Gavyn Davies - The weakening of the euro could help the crisis

Martin Feldstein - A weak euro is the way forward

Martin Feldstein, er prófessor við Harvard háskóla, og var á sínum tíma efnahagsráðunautur Reagan forseta.

Grunnhugmyndin er að lækka gengi evrunnar nægilega til þess, að Ítalía og Spánn nái vopnum sínum

  • En ef Þýskaland getur ekki haldið uppi Ítalíu og Spáni, í nokkurs konar gegnumstreymis kerfi.
  • Og ef Þýskaland vill ekki heimila ótakmarkaða seðlaprentun.
  • Ef Þýskaland vill ekki heldur heimila sameiginlega ábyrgð allra ríkja á skuldum hvers og eins.
  • Og ekki heldur til í að leggja fram nægilega mikið fé svo að baktryggingasjóður sbr. stækkaður björgunarsjóður, nái nægilegri stærð svo unnt sé að halda Spáni og Ítalíu í skjóli frá alþjóða skuldamörkuðum í nægilega langann tíma.

Þá verður á endanum eitthvað að láta undan!

Einn möguleikinn er að Evran verði fyrir nokkurs konar "loss of confidence" atburði, og markaðurinn einfaldlega taki hana niður - þá ekki alveg, heldur niður að þeim mörkum þ.s. markaðurinn veit að hún er þá sjálfbær.

Ef ef ekkert af ofangreindu fæst í gegn - og þjóðverjar ráða ekki við beinan stuðning, þá er sjálfbær staða evrunnar sú gengisstaða þ.s. útflutningsafurðir Spánar og Ítalíu - ná því að vera samkeppnisfærar á alþjóðamörkuðum.

Þetta er barasta einfaldlega þannig - að þá þarf gengi Evrunnar að miðast við stöðu þeirra ríkja.

En staða þ.s. þau hafa viðunandi samkeppnisstöðu - gengisfall á bilinu 20-30% virðist vera skv. mati ofangreindra sérfræðinga, 10% lægra en þ.s. ég stakk upp á.

 

Ef þetta gerist þá rætist spá mín frá því í ágúst sl. þ.s. ég spáði 3-mögulegum útkomum:

  1. Stórt gengisfall - "loss of confidence event".
  2. Tekin væri upp seðlaprentun - gegnt vilja Þjóðverja, þeir segja bless ->stórt gengisfall.
  3. Eiginlegt hrun evrunnar - líklega í kjölfar bankahruns.

Feldstein bendir á að Ítalía, Spánn og Frakkland - hafi um 50% af utanríkisviðskiptum sínum við lönd utan Evrópu. Þannig að lækkun evrunnar myndi skila sér í auknum útflutningstækifærum fyrir þeirra alþjóða fyrirtæki.

En þetta passar við mína ábendingu, þess efnist að þessi lönd ráða yfir góðum fyrirtækjum með tilvist á alþjóða vettvangi - og bætt samkeppnisstaða þeirra landa myndi því væntanlega skila sér í auknum tekjumöguleikum á sviði útfluntnings til landa utan evru.

Að auki benti ég á, atriði sem hvorki Feldstein né Davis nefna, þ.s. að auki þá muni erlendar tekjur þeirra hækka í hlutfalli við skuldir í evrum.

Innan evrusvæðis verður þá verðbólgusprenging eins og við könnumst við, en þó ívið minni en hér yrði við sambærilega gengislækkun, vegna þess fyrst og fremst að verulegt hlutfall neysluvara er framleitt innan evrusvæðis - sá varningur ætti ekki að hækka neitt verulega. En allt innflutt hækkar - en vegna þess hve innflutningur er hátt hlutfall neysluvarnings, eru verðbólguáhrif meiri hér - - það hefur ekkert með smæð krónunnar að gera eða það að krónan sé léleg.

Þá má reikna með umtalsvert hærri bankavöxtum á evrusvæði um einhverja hríð, en þar hafa sést.

 

Niðurstaða

Markaðurinn er klárt mjög nærri þeim stað þ.s. hann endanlega gefst upp á því að pólitískir stjórnendur evrusvæðis komi með nothæfar lausnir. Á mánudag 19/12 var fundur fjármálaráðherra ESB. Þar neituði Bretar að leggja fram fé í sérstakann sjóð innan AGS. Niðurstaðan var því að sá sjóður verði ekki nema 150ma.€. Það ásamt fræðilegri útlánagetur björgunarsjóðs evru - er samtals 350ma.€.

Sjá - Yfirlísingu fundar ráðherra aðildarríkja ESB - lesið, þetta er áhugavert plagg.

  • Takið eftir seinni blaðsíðunni - þetta er drepfyndið, en Ítalía og Spánn eiga sjálf að leggja fram samtals 30,34ma.€. 
  • Ég held að óhætt sé að draga það fé frá hinum 150ma.€, þannig að raun upphæð sé: 111,66ma.€.
  • Þá lækkar heildarupphæðin í upphæð sennilega á bilinu 300-320ma.€.
  • Á hinn bóginn, þarf að setja fyrirvara við 200ma.€ þá sem Björgunarsjóðurinn fræðilega ræður yfir, þ.s. hann í reynd hefur það fé ekki tiltækt, heldur ræður hann einungis yfir ábyrgðum sem aðildarríki Evru hafa veitt, þarf að virkja þær ábyrgðir með sölu skuldabréfa, svo sjóðurinn hafi fé til lánveitinga - - þetta er alvarlegur veikleiki. Því ef markaðir glata tiltrú á getu aðildarríkjanna til frekari skuldsetningar, þá um leið myndi tiltrú þeirra á björgunarsjóðnum fjúka - um leið áhugi um kaup á útgefnum skuldabréfum hans. Þessir 200ma.€ gætu því gufað upp!

Vandinn er að það kosta 590ma.€. skv. mati John Paulson - sjá: Europe needs a firewall to stabilise markets -  að halda Spáni og Ítalíu uppi einungis út 2012.

Að auki á björgunarsjóðurinn að aðstoða lönd á evrusvæði við fjármögnun eiginfjáraukningar banka, ef bankarnir í einhverju landanna þurfa aðstoð við slíka aukningu - og landið sjálft treystir sér ekki til að fjármagna dæmið.

Aðeins að gefa smá hugmynd um það hve víð gjáin er milli þess sem þarft til - og þess fjármagns sem er til staðar. En ef á að fylgja plani Þjóðverja um niðurskurð - þá er það ekki gerlegt nema að öll löndin í vanda fái skjól frá alþjóða mörkuðum í a.m.k. 3 ár.

---------------------------

Ég held að líkurnar fari hratt vaxandi á "loss of confidence event" þ.e. að markaðurinn taki málin í sínar hendur.

Það verður þá heilmikið vælt um árás markaða, sjálfsagt gýs þá upp tal um meint samsæri engilsaxa gegn evrunni, en þeir eiga að hafa hatað hana frá upphafi.

En í einmitt því gengisfalli gæti verið björgun falin!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband