Seðlabanki Evrópu er nú með stærra eignasafn en US Federal Reserve

Þetta er atriði sem ég hafði ekki hugmynd um. En þessar upplýsingar má sjá í mjög áhugaverðri greiningu hagfræðingsins Gavyn Davies, sjá: The weakening of the euro could help the crisis.

Passið ykkur á að virkja hlekkinn í nýjum flipa - þá með hægrismella og velja opna í nýjum flipa.

En FT.com heimilar eitt skipti per mánuð af því að skoða einn hlekk frýtt, ef þið hafið ekki aðgang.

 

Eignasafn ECB yfir 3.200ma.$ sbr. US Fed cirka 2.800ma.$

En eins og fram kemur ef þið hafið getað opnað og skoðað greiningu hans, þá hefur eignasafn ECB stækkað á þessu ári um liðlega 700ma.$. Þetta eru ótrúlegar upphæðir. Aðra hef ég heyrt, sem er að það hafi fram að þessu kostað meir en 800ma.€ að veita neyðarlán til banka í vandræðum, síðan kreppan hófst á evrusvæði apríl 2010. Kaup á bréfum ríkja í vandræðum séu komin yfir 200ma.€.

Þetta er í reynd biðleikur - en þ.s. ekki kemur fram hjá Gavyn Davies er sá munur sem er á Fed og ECB, sem er sá að Fed kaupir fyrir prentaða $ meðan ECB kaupir fyrir sem millifærðar eru milli reikninga innan seðlabankakerfis Evrópu.

  • Munurinn er sá að öll upphæðin telst þá vera sameiginleg skuld aðildarríkjanna - og þ.e. ekki nein smáræðis viðbótar skuldbinding.
  • Hún deilist milli aðildarríkjanna - rámar í að Þýskaland eigi formlega cirka 17%í ECB.
  • En vart er að treysta í dag á ábyrgðir Ítalíu, Spánar, Portúgals, Írlands né Grikklands.
  • Svo raunverulega hlutfallið er örugglega komið vel yfir 20% af þeirri upphæð.
  • Frakkar sem næsta hagkerfið á eftir eiga einnig drjúgann slurk - þeirra hlutur af sömu ástæðum hefur stækkað.

Augljósa hættan er að ef fleiri lönd fara í þrot, að þá fækki þeim sem standa að baki kerfinu. Sem dæmi hefur mér virst undanfarið augljós hætta á gjaldþroti Frakklands sjálfs, þ.s. umfang bankakerfis þeirra er cirka 440% af þjóðarframleiðslu, og þ.s. Frakkar geta ekki prentað evrur geta þeir einungis skuldsett ríkissjóð með beinum hætti til að styðja við bankana - nema þeir velji að láta þá fara, taki svokallaða íslenska leið á það dæmi. En frönsku bankarnir eiga því miður mikið af ítölskum bréfum, sem verðfalla væntanlega mikið ef Ítalía rúllar.

 

Gavyn Davies segir að verðfall evrunnar geti bjargað málum

Hann segir að löndin í vandræðum séu að meðaltali ósamkeppnisfær gagnvart Þýskalandi um cirka 30% en gagnvart heimshagkerfinu um kringum 20%.

Hann telur að lækkun gengis evru í 1,15 á móti dollar, geti dugað langleiðina til þess að S-Evrópuríkin, geti farið að snúa viðskiptahalla við - þannig öðlast sjálfbærni á ný.

Í dag er gengi evru nærri 1,30 gagnvart dollar. Fór sl. viku um tíma í 1,29. 

Þetta sé spurning sem muni knýja dyra hjá Þjóðverjum, því ef þeir raunverulega vilja að evran standi af sér kreppuna - þá séu ekki valkostirnir í stöðunni óteljandi.

En þeir geti ekki átt kökuna og étið hana líka.

Þeir verði að velja einhvern af slæmu valkostunum - einn þeirra sé gengisfall sem dygði til þess að S-Evrópuríkin á ný myndu öðlast samkeppnisfærni.

Það verður að skiljast að hættan á hruni sé mjög raunveruleg - að tíminn til að velja kúrs, sé ekki óendanlegur heldur.

 

Niðurstaða

Greining Gavyn Davies er mjög áhugaverð, hvet alla til að lesa hana sem geta. En þrátt fyrir allt sem undan hefur gengið. Er evran ekki komin í slík vandræði að ekki sé ennþá unnt að bjarga málum í horn.

En leiðir til björgunar fela allar í sér einhvern slæmann valkost.

Það eru takmörk á því hve lengi er unnt að hika.

En því lengur sem kreppan gengur, því lengur sem kerfið holast smám saman upp innanfrá - því meiri verður hættan á því að skyndilegur hrun atburður eigi sér stað.

Bankahrun er þ.s. ég vísa til.

Því fyrr sem kúrsinn er tekinn - því betra.

Ég óska alls ekki þess að evran detti um koll!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband