17.12.2011 | 22:15
Hvert var hið glæpsamlega athæfi Breta?
Alla sl. viku hafa Bretar verið undir mikilli gagnrýni fyrir beitingu neitunarvalds á fundi aðildarríkja Evrópusambandsins aðfaranótt föstudagsins í vikunni á undan. En einhvern veginn hefur ekki komið almennilega fram í umræðunni, hvað akkúrat það var sem Bretar vildu fá fram.
Mikið hefur verið um sleggjudómaskýringar - þ.s. afstaða Breta er talin jaðra á við glæpamennsku.
Mér sýnist eftir skoðun fréttaskýringa um það, hverjar kröfur Breta voru - að David Cameron hafi fyrst og fremst nálgast málið með klaufalegum hætti.
En hann kynnti ekki kröfur Breta fyrir sendinefndum hinna aðildarríkjanna fyrir fundinn, ekki einu sinni fyrir Þjóðverjum - þeirra stuðningur hefði skipt höfuðmáli, heldur hélt innihaldinu leyndu fran að fundinum sjálfum.
Kröfurnar voru síðan afhentar undirbúningslaust eftir að fundurinn var hafinn - og mig grunar að einmitt sú nálgun hafi verið stuðandi, framkallað neikvæðari viðbrögð - en ella.
En skv. því sem fram hefur komið, kom fulltrúi Frakka strax með mjög neikvæða túlkun - en þ.s. mestu réði, hafi þó verið þegar Merkel brást reið við. Þá hafi málið verið gertapað, og Cameron einungis staðið frammi fyrir að leggja niður skottið eða beita neitunarvaldi.
Hvað vildu Bretar?
- Bretar ætluðu víst ekki að leggjast gegn nýju reglunum um strangara aðhald gagnvart fjárlagahalla í aðildarríkjum. Enda David Cameron sjálfur að beita aðhaldssamri fjármálastefnu.
- Það stóð til að herða reglur um fjármálamarkaði innan Evrópu, og það virðist rangt að Bretar hafi óskað hefir undanþágu frá þeim reglum - heldur hafi ætlað að samþykkja að þær tækju gildi í Bretlandi einnig.
- Heldur hafi Bretar viljað að ákvarðanir um beitingu þeirra regla, væri háð samþykki allra - fremur en að vera ákveðin með meirihluta atkvæðagreiðslu skv. atkvæðavægis fyrirkomulagi. Þeir vildu með öðrum orðum, hafa neitunarvald um beitingu þeirra: - t.d. svo að ekki væri unnt að auka álögur á fjármálastarfsemi án þeirra samþykkis. Þar á meðal eru líklega hugmyndir um Tobin skatt.
"these issues included transferring further supervisory powers from national to EU agencies, any actions that affect tax revenues or substantial levies on the financial sector." - "It also sought other guarantees, including "no discrimination within the single market for financial services on the grounds of the member states in which an institution is established." (This is an effort to challenge the European Central Bank policy insisting on clearing houses being in the euro zone and thereby having access to ECB credit.)
- Þeirra plan var sem sagt að verja þeirra fjármálamiðstöð innan frá - með því að tryggt væri að þeir hefðu neitunarvald innan ramma gildandi regla. Tryggja t.d. að fjármálaeftirlitið færi áfram fram í Bretlandi. Væri ekki flutt yfir í miðlæga stofnun.
- Síðan vildu Bretar í reynd hafa heimild til að viðhafa hærra eiginfjárhlutfall banka í Bretlandi, en skv. hinum nýju evr. reglum. En breskir bankar eru fjárhagsl. sterkari almennt en bankar á evrusvæðinu.
Bretar skiljanlega vilja vernda sína fjármálamiðstöð
London er enn megin fjármálamiðstöð Evrópu - sem mörgum innan Evrusvæðis hefur verið þyrnir í augum, óheppilegt að hafa hana utan svæðisins að margra mati.
Frakkar og Þjóðverjar hafa verið að leitast við að efla sínar eigin keppinauta við London - án árangurs fram að þessu.
Þetta þarf að hafa í huga, að baki þessu stendur hagsmunabarátta að umtalsverðu leiti.
- Breskir hagsmunir eru að tryggja að London sé áfram ein af þeim helstu fjármálamiðstöðvum heimsins, nefnd áfram í sama orðinu og Tokyo eða New York.
- Þeir vilja því ekki að það sé óhagstæðara starfsumhverfi fyrir fjárfesta í London, heldur en í New York eða Tokyo.
Svo er það spurning um það hvort niðurstaðan var nokkuð slæm fyrir London eftir allt saman sbr:
"After the prime minister made clear he would block any attempts to impose a financial transaction tax or other measures that might hit the City of London as a financial centre, big Asian investors signalled they were happy to continue pouring money into the UK."
"One senior London-based banker, who has been meeting big funds in Asia this week, said: "Cameron's move may turn out to be a footnote rather than something historic, but it has certainly not put off investors here. Investors still think the UK is a good place to put theyr money. By standing aloof from Europe, Cameron has helped strengthen the perception that the UK is a safe palce away from the crisis on the Continent."
- Með öðrum orðum, aðilar í Asíu eru orðnir verulega hvekktir á krýsunni á Evrusvæðinu - og því er ekki endilega í þeirra augum neikvætt fyrir Bretland, að virðast nokkur eingangraðra þannig séð frá Evrópu.
- Spurningin um hvort einangrun er góða eða slæm, þá skiptir einnig máli hvað akkúrat er verið að einangra sig frá - en skv. fjármálafréttum hafa breskir bankar verið að selja eignir á meginlandinu undanfarið ár til að lækka áhættu sína.
- Evrópa þó stærsta einstaka viðskiptasvæði Bretlands, er samt ekki stærra en cirka 40% af utanríkisviðskiptum Breta.
Tobin skattur myndi að líkum fæla fjármagn frá Evrópu, og einnig frá London ef hann er settur á þar - því hann eykur kostnað þeirra sem stunda fjármálastarfsemi, þá vilja þeir fremur vera þ.s. skatturinn er ekki til staðar. Tokyo og New York myndu þá græða, en London dala.
Meðan að Frakkland og Þýskaland, hafa verið að leitast við að toga meir af viðskiptum London - sem beinast að Evrópu, til sín.
Ég veit ekki alveg af hverju þar átta menn sig ekki á því, að Tobin skattur myndi vera fráhrindandi fyrir fjármagn - en sem dæmi þurfa Evrópuríki stöðugt að selja skuldabréf, ef minna er af peningum á streymi innan markaða í Evrópu, þá hlýtur að draga úr möguleikum Evrópuríkja til að fjármagna sig með þessum hætti.
Niðurstaða
Bretar eru að passa upp á samkeppnishæfni London í samkeppni við Tokyo og New York, fremur en París eða Berlín. Bretar vilja ekki að það verði óhagstæðara fyrir fjárfesta að eiga viðskipti í London heldur en Tokyo eða New York.
Þetta virðist þeim fjölmörgu yfirsjást sem hafa fordæmt Breta undanfarna viku, og þeirra vörslu gagnvart hagsmunum sínum tengdum fjármálalífinu á Bretlandseyjum.
En þ.e. einfaldlega þannig, að Bretland og Þýskaland, eru lönd innan Evrópu sem hugsa hnattrænt - því þau eru að keppa hnattrænt.
Meðan Þjóðverjar keppa í framleiðsluiðnaði af ímsu tagi - eru Bretar að keppa í umsýslu og fjármálastarfsemi.
Þjóðverjar eru alveg örugglega ekki minna passasamir þegar kemur að hagsmunum þeirra hagkerfiðs-grundvalla, heldur en Bretar.
Það má velta því fyrir sér - hvort Bretar hafi ekki einfaldlega verið þægilegt skotmark, til að breiða yfir það, hve litlu var í reynd náð fram á leiðtogafundi aðildarríkja Evrópu á fundinum aðfararnótt föstudagsins í sl. viku.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:17 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
Nýjustu athugasemdir
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Þó ég muni ekki fyrir hvað Obama fékk friðarverðlaun Nóbels Þá ... 18.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Huh? Nei, flóttamannastraumurinn er hluti af Cloward-Piven plan... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Grímur Kjartansson , - það hefur verið sannað að HAMAS hirti dr... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: USAID gat á engan hátt gert grein fyrir hvert allir þessir fjár... 17.2.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.2.): 4
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 520
- Frá upphafi: 860915
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 467
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning