16.12.2011 | 01:42
Frakkar að fara á taugum vegna yfirvofandi lækkunar lánshæfis
Það hefur verið ærið sérkennilegt að fylgjast með dónunum sem stýra Frakklandi. En þ.e. vart hægt annað en að kalla þá dóna, miðað við þá framkomu sem þeir hafa auðsýnt undanfarna daga. T.d. kallaði Sarkozy forsætisráðherra Breta - stráksbjána. Einnig lét hann hafa eftir sér ummæli þ.s. hann fór niðrandi orðum um þær þjóðir Evrópu sem aðhyllast viðskiptafrelsi - eru síður áhugasöm um aukna regluvæðingu.
Það sem vakti þó athygli mína öðru fremur eru ummæli Seðlabankastjóra Frakklands - en þau virðast mér bera vitni um klára taugaveiklun, en Standards&Poors er að skoða lækkun lánshæfis allra aðildarríkja Evrusvæðis, og ætlar sér skv. yfirlísingu að klára það mat fljótlega.
Mér sýnist af ummælum undanfarinna daga, að Frakkar séu farnir að reikna með lækkun lánshæfis, þ.e. því að tapa "AAA" einkunn sinni.
"The downgrade does not appear to me to be justified when considering economic fundamentals," Mr Noyer said in an interview with local newspaper Le Telegramme de Brest." - ""Otherwise, they should start by downgrading Britain which has more deficits, as much debt, more inflation, less growth than us and where credit is slumping," he went on." - ""In the arguments they (ratings agencies) present, there are more political arguments than economic ones," he said." - ""Frankly, the agencies have become incomprehensible and irrational. They threaten even when states have taken strong and positive decisions," the central banker said. "One could think that the use of agencies to guide investors is no longer valid.""
Frakkland vs. Bretland
Ríkisskuldir, - - - - 85% vs. 85%.
Ríkishalli,- - - - - - 5,7% vs. 8,4%.
Þegar reiknað er með skuldum heimila, skuldum fyrirtækja - þá eru heildarskuldir Bretlands líklega umtalsvert hærri en heildarskuldir Frakklands.
Á móti þá eiga breskir aðilar 80% skulda breska ríkisins - meðan eignaraðild skulda Frakka er mun dreifðari, að auki eru þær nær allar í breskum pundum undir fullri stjórn Bank of England, meðan skuldir Frakka eru í evrum sem franski seðlabankinn sem er bara útibú frá Seðlabanka Evrópu hefur enga stjórn á þ.e. hvorki vöxtum né peningamagni.
- Breskar skuldir eru - innlendar skuldir í reynd.
- Meðan franskar skuldir eru allar "de facto" erlendar þ.e. 100%.
Ástæðan þess að ég segi þetta, er að skuldir í evrum hegða sér alveg með sama hætti or erlendar gjaldeyrisskuldir - þ.e. þú getur ekki prentað erlenda gjaldmiðla - þ.e. stýrt virði þeirra, þannig virði skulda þinna í þeim.
Þetta er kjarna ástæða þess að ríki geta orðið greiðsluþrota gagnvart skuldum í erlendum gjaldmiðlum, þ.e. vegna þess að þeir gjaldmiðlar lúta ekki þinni stjórn - þú getur ekki prentað endalaust fyrir þeim skuldum.
Aðildarríki Evru geta orðið greiðsluþrota einmitt vegna þess, að þau geta ekki prentað evrur að vild, heldur er peningamagn takmarkað stýrt af aðila utan landsins, auk þess að allt er galopið - frelsi um fjármagnsflæði algert innan svæðisins, svo peningar geta leitað mjög hratt - samtímis í miklu magni, annað - - sem sagt, "loss of confidence" atburður getur leitt til hraðs fjármagnsflótta og skyndilegs greiðsluþrots eða "full stop" - alveg eins og ríkið væri banki sem hrynur þegar það verður áhlaup og lausafé þrýtur.
Þetta leiðir til þess, eftir að markaðurinn er búinn að átta sig á því að aðildarríki evru í reynd hafa enga baktryggingu - alls enga, að markaðurinn hefur verið að bæta áhættuálagi á evruríki fyrir það eitt að vera meðlimir í evrunni.
Vegna þess að evran er þannig að hvert land fyrir sig getur ekki prentað hana að vild, þá er mjög varasamt að skulda verulegt fé - því hættan er ekki verðbólga heldur greiðslurþrot.
- Bretar geta fræðilega endalaust prentað pund, og því "de facto" er gjaldþrot Bretlands ekki mögulegt - sem skýrir þeirra hágu "credit" einkunn. Sannarlega á móti þíðir þetta, að virðislækkun gjaldmiðilsins í reynd þíðir að þeir sem eiga skuldirnar eru teknir í bakarýið.
- Það þíðir ekki að skuldavandræði séu ómöguleg í eigin gjaldmiðli - þau hafa bara aðra byrtingarmynd - - þ.e. verðbólga, í stað greiðsluþrots. Mikil verðbólga að sjálfsögðu skaðar kjör almennings - en það gerir einnig ríkisþrot algerlega óhjákvæmilega.
- Óðaverðbólga er einmitt klassísk afleiðing þess að missa algera stjórn á skuldavanda innan eigin gjaldmiðils - þ.e. líka það versta sem getur gerst, peningar verði minna virði en skeinipappír. Samanborið við greiðsluþrot, þá er það versta sem gæti hugsanlega gerst á evrusvæði í íktustu mynd af hruni, það að verði peningaþurrð í hagkerfinu - það gæti jafnvel þurft að leita alla leið til baka í barter. Menn fara þá að nota allskonar bráðabyrgða lausnir, til að eiga skipti á verðmætum. Svoleiðis hefur gerst.
- Gjaldmiðill sem hefur orðið fyrir óðaverðbólgu, getur alveg öðlast traust síðar - ef aðstæður batna, hagvöxtur verður traustur, hagur fer batnandi - hagkerfið styrkist; en þannig var það með Japan og jenið, en þar var óðaverðbólga fyrstu árin eftir stríð - sem skýrir lágt gengi jensins síðan - en jenið nýtur samt trausts. Evran getur aftur á móti einfaldlega hætt að vera til - þ.e. það versta sem getur komið fyrir hana. Endurkoma væri ólíkleg.
- Það hættulegasta fyrir Frakkland er þó að umfang bankakerfis upp á 440% af þjóðarframleiðslu.
- Sem á mikið af ítölskum skuldum.
- Samtímis því að Frakkar eru innan evru.
- Að franska ríkið getur ekki prentað þíðir að Frakkland getur ekki endurfjármagnað þá eins og Bretland gerði, með því að prenta peninga - heldur þarf franska ríkið að skuldsetja sig.
- Það hef ég enga trú á að sé mögulegt fyrir franska ríkið að höndla.
- Þannig að þeir líklega falla þegar Ítalía fellur - - sem þíðir að franska ríkið verður gjaldþrota, að verulegum líkindum.
Ég verð því að taka undir þ.s. Andrew Lilico segir - Is it now OK for British politicians and central bankers to call for France to lose its AAA rating? When can we start?
"The question France should be asking is not whether its credit rating can be justified as lower than the UK's. Instead it should be asking whether it's credit rating can really be justified as higher than Italy's."
Það er nefnilega málið - það hve Frakkland er viðkvæmt fyrir falli Ítalíu í gegnum þá staðreynd, að Frakkland innan evru getur ekki endurfjármagnað bankana sína með þægilegum hætti - eingöngu með skuldsetningu; setur fram frekar þá spurningu - af hverju er Frakkland metið hærra en Ítalía?
Niðustaða
Sú lækkun á lánshæfi Frakklands sem mjög líklega er í farvatninu, er fullkomlega réttlætanleg að mínu mati - Sjá hlekk: Standard & Poor's has tweeted a link to the full statement.
Frakkar kjósa að gleyma að Bretland var undir smásjá matsfyrirtækja 2009. Síðan þá hafa verið haldnar kosningar og ný ríkisstjórn tekið yfir. Sú ríkisstjórn hefur gripið til aðgerða til að minnka þann mikla halla sem var orðinn á breskum ríkisútgjöldum - og matsfyrirtækin hafa öll lýst yfir ánægju með þá stefnumörkun.
Að auki var þá skuldatryggingaálag Bretlands hærra en Frakklands, það sama átti við um vaxtakröfu á skuldabréf breska ríkisins; en þetta hefur allt snúist við - þ.e. vaxtakrafa Breta hefur sjaldan verið lægri, skuldatryggingaálag með því lægsta í Evrópu meðan skuldatryggingaálag Frakkl. hefur aukist hressilega á undanförnu, og vaxtaálag hefur einnig hækkað verulega.
Traust markaðarins hefur aukist á Bretlandi en minnkað að sama skapi á Frakklandi.
Það er ekki svo að matsfyrirtækin hafi leitt Bretland hjá sér - eða séu að fara ílla með Frakkland. Það neiddi enginn Frakka til að hafa halla á ríkissjóði samfellt hef ég heyrt sl. 30 ár. Eða til þess að hleypa umfangi bankakerfisins upp í 440% af þjóðarframleiðslu.
Frakkland er í reynd í alvarlegri hættu á að verða Írland i nokkrum veldum.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:48 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ja ljótt er ef satt er Einar en er það ekki einmitt algeng aðferð þerirra sem eru með allt niður um sig að bera sig borginmannlega og helst að reyna að skella skuldinni á aðra?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 07:21
Lestu þetta: French leaders declare a war of words on Britain
Þetta er eiginlega brjóstumkennanleg -> sorglegt, frekar en findið.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.12.2011 kl. 11:52
Ég get vart tekið þessu öðruvísi en að franski fjármálaráðherrann sé að farast yfir áhyggjum af yfirvofandi lækkun lánshæfi Frakklands.
Baroin stokes war of words with Britain
Francois Baroin:"It's true that the economic situation in Great Britain is very worrying and that we prefer being French rather than British on the economic front at the moment."
"We don't want to be given any lessons and we don't give any.Baroin added that France is on track to meet its own deficit-reduction goals next year even if the economy enters a recession - as the national statistics office INSEE now predicts."
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.12.2011 kl. 12:03
Forætisráðherra Frakka er ívið kurteisari: Francois Fillon has also had a pop at the UK -"We are challenged on the European currency, first of all because we are too indebted. But we are not the only ones. Our British friends are even more indebted than we are and have a higher deficit, but the ratings agencies do not seem to notice this."
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.12.2011 kl. 12:16
Svona rapp yfir nágrannan er barna-aulaskapur sem lýsir vanmætti þess sem fram setur og er eingöngu gert til að reyna að breiða yfir eigin vanhæfni.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 16:02
Mig er farið að lengja mikið eftir meiriháttar hruni í Evrópu.
Hvað dvelur? Það er enginn að fara að dæla peningum inn í kerfið hjá þeim. Ekki eru kínverjar nógu vitlausir til þess.
Eða hvað?
Ásgrímur Hartmannsson, 17.12.2011 kl. 00:46
Að lengja eftir meiriháttar hruni er skelfilegt og sem betur fer sjadgæft að menn óski öðrum alls hins versta. Aftur á móti er um að gera að fylgjast vel með því hver þróunin er að verða á þessum stað sem Samfylkingin er að troða þóðini í. Besta ráðið til þess er að lesa blog
Einars Björns Bjarnasonar og eða kynna sér hvað menn skrifa í netútgáfu helstu erlendu blaða.
http://www.realecontv.com/videos/europe/what-will-the-breakdown-look-like-and-why-it-is-inevitable.html
http://www.realecontv.com/videos/europe/straight-talk-about-europe.html
Snorri Hansson, 19.12.2011 kl. 16:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning