Jafnvægissáttmáli Angelu Merkel hefur floppað 100%

Í lok miðvikudags var það orðið ljóst, að sú bjartsýni sem fór af stað í sl. viku, vegna væntinga eða vona um það, að loks verði búin til nothæf björgun fyrir evruna; er horfin með öllu. En sem dæmi seldi Ítalía skuldabréf á miðvikudag þ.e. til 5 ára, gegnt nýju metverði - þ.e. 6,47% sbr. 6,29% fyrir tveim vikum síðan. Vaxtakrafa Ítalíu fyrir 10 ára bréf er aftur komin í rúml. 7%.

 

Björgunarpakkinn sem er hluti "Jafnvægissáttmálans" hefur nefnilega verið að holast upp:

En sú hugmynd að búa til 200ma.€ sjóð innan AGS virðist í vandræðum, en skv. fréttum - sem ekki kom fram um helgina - var hugmyndin að dreifa álaginu milli seðlabanka aðildarríkja ESB. 

Þannig fá löndin utan evru til að leggja fram verulegt fé á móti Seðlab. Evrópu - en í reynd myndi Þýskal. leggja fram bóðurpart hluta Seðlab. Evr. Viðbrögð "Bundesbank" eru því sérdeilis stuðandi.

  • Bundesbank hefur sem dæmi, sagt ekki koma til greina að lána beint inn í sérstakann sjóð innan AGS, ætlaðann fyrir lán til Evrópuríkja. - "The Bundesbank said it can only contribute funds to the IMF’s “General Resources Account”. Any attempt to funnel the money into a special pot for Europe would breach the EU treaty ban on state financing. " - Þetta kom fram sl. þriðjudag.
  • Sl. mánudag, ítrekuðu Japan og Kína, þ.s. þau tvö ríki hafa áður sagt, að Evrópa ætti að leysa sín vandamál sjálf - sem sagt "andstaða við sér björgunaraðgerð fyrir Evrópu á vegum AGS".
  • Á miðvikudag, sagði David Cameron ekki koma til greina að leggja fram 30ma.€ í nýjann sér sjóð fyrir Evrópu innan AGS. 10ma.€ viðbótar framlag, þá til hins almenna sjóðs AGS væri hámark.

Viðbrögð Cameron ættu ekki að koma á óvart - en neitun "Bundesbank" þíðir í reynd að því má skjóta föstu, að sú hugmynd sé í reynd dauð að búa til þennann sérstaka sjóð innan AGS.

Fleira hefur grafið undan:

  • Á miðvikudag, áhugaverð ummæli Jean-Claude Juncker forsætisráðherra Lúxembúrgar "Luxembourg shouldn't introduce a "golden rule" requiring balanced budgets into its constitution." - "it goes against "the philosophy" of Luxembourg's constitution and claims that a "special law," if passed by a large majority, would do the trick." - - áhugavert, en það kemur mér á óvart að þessi maður, setji sig á móti einu lykilatriði "Stability Pact".
  • Innan Svíþjóðar virðast miklar efasemdir uppi um þáttöku í Jafnvægissáttmálanum, en ríkisstjórnin er minnihlutastjórn.
  • Í Danmörku er samstarfsfl. danskra krata harður á móti þátttöku.
  • Í Hollandi og Finnlandi, eru víst einnig kröftugar efasemdir.

 

En án AGS láns-sjóðsins, er í reynd ekkert viðbótar fjármagn!

Þetta er lykilatriði, en um ákvæði sáttmálans að öðru leiti, er allt á huldu hvernig á að tryggja eftirfylgni í framtíðinni.

En ég sé ekki hvernig unnt er að komast hjá því að stofna nýjar stofnanir sambærilegar við núverandi stofnanir ESB - en þ.e. ekki flóknara en svo að stofnunum ESB er ekki heimilt að taka þátt í sáttmála sem er utan við lagasafn og sáttmála ESB.

Án AGS lánssjóðsins - er Evrópa reynd stödd á sama stað, og áður en fundur ríkja ESB var haldinn sl. fimmtudag. Þ.e. með í höndunum sömu stöðu - í reynd alla leið til baka í nóvember.

Sjá: Europe needs a firewall to stabilise markets

  • John Paulson, kemur með tölu sem ég sé ekki ástæðu ekki til að taka trúanlega.
  • 590ma.€. 

Kostnaður við að halda Ítalíu + Spáni uppi í gegnum 2012.

Með falli hugmyndarinnar um nýjann sjóð innan AGS - er Evrópa á sama stað og í nóvember, þ.e. með einungis 200ma.€ eftir í svokölluðum Björgunarsjóð Evru. 

Ekki einu sinni nóg fjármagn út - fyrri helming nk. árs.

Með öðrum orðum, nákvæmlega ekki neitt hefur áunnist.

  • Í reynd virðist vera alger lömun innan ESB - þegar kemur að ákvörðunartöku. 
  • Megnið af ákvæðum sáttmálans, skipta engu máli fyrir framvindu krýsunnar.
  • Þetta er eins og að, Bankastjóri Kaupþings banka hefði verið að leggja plan um starfsemi næstu ára við mánaðarmót sept./okt. 2008. - myndi kynna það með pomp og prakt, glæsta framtíð bankans næstu ár - þegar bankinn var í fullkominni óvissu um starfsemi út árið 2008.
  • Svona steikt er þetta!

Nýjann fund á að halda nú á fimmtudaginn í þessari viku - þ.s. á víst að reyna að hamra einhverja frekari mynd á samkomulagið.

 

Markaðir féllu í Evrópu verulega á miðvikudag

  • The Stoxx Europe 600 index fell 2.1pc,
  • the French CAC slumped 3.3pc and the German DAX was off 1.7pc.
  • In London the FTSE 100 fell 2.3pc.
  • Gold plunged below €1,600 to its lowest level since July.
  • Sterling hit a nine-month high against the euro.
  • The euro plunged through the psychologically-important $1.30 level...down to $1.298.

 

Niðurstaða

Spádómur minn frá seinni hl. ágústs sl. þess efnis, að mjög miklar líkur væru á falli Evrunnar öðru hvoru megin v. nk. áramót, lýtur stöðugt betur og betur út - verð ég að segja.

En flopp síðustu tilraunar leiðtoga Evrusvæðis - er einfaldlega brjóstumkennanlegt. 

En enn brjóstumkennilegri eru tilraunir ísl. aðildarsinna, til að hampa samkomulaginu sem lausn á vanda evrunnar. Hve sterkt þetta fólk er úr tengslum við veruleikann - mun út ævina vera mér undrun.

Því hraðar sem tilraunir Evrusvæðis til þess að redda málum floppa - því styttra er til hruns. Þessi tilraun í reynd entist ekki nema frá sl. föstudegi fram á sl. mánudag. Eða 4 daga. Varla það - meira að segja.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Samkomulag 26 ríkja ESB, sem samþykktur var aðfaranótt 9. des., er byggður upp á nokkrum þáttum. Það eru þó aðalega tveir þættir sem halda uppi samkomulaginu og eru reyndar grunnur þess, 200 milljarða framlag til AGS og 3% hámark halla ríkissjóðs hjá hverju ríki sem að sáttmálanum stendur, óháð því hvort þau eru með evru eða ekki.

Báðir þessir grunnþættir eru brostnir. Ekkert ríki virðist vera tilbúið að leggja fram sinn hluta til AGS, ríkin án evrunar telja auðvitað þetta ekki í þeirra verkahring og evruríkin hafa fæst efni á því framlagi sem á þau falla. Það er því sama hvort leggja skuli fjármagn fram til björguar evrunnar beint eða gegnum AGS, það er ekki vilji eða geta til þess.

3% reglan mælist misvel fyrir. Þarna er verið að afsala valdi þjóðríkja til ESB eða einhvers ótiltekins aðila og það er eitthvað sem ekki gengur í kjósendur, enda nóg af gert í þeim efnum. Ekki kemur fram hvaða stofnun eða aðilar eigi að fylgjast með því að þetta ákvæði verði haldið og hafi vald til að grípa inn í með sektum eða öðrum kröfum, né heldur hverjar þær kröfur skuli vera. Þá virkar þessi regla þver öfugt á björgunaráætlunina, þar sem mörg ríki geta þá ekki lagt fram fjármagn til björgunar bönkum og um leið evrunni, hvort heldur er beint eða gegnum AGS.  Þessi regla vinnur því beinlínis gegn björgun evrunnar, ef einhver trúir enn að það sé raunhæfur möguleiki. Því verður að segjast eins og er að engu er líkara en að þjóðhöfðingjarnir 26 hafi í raun verið að afskrifa evruna, en ákveðið að vinna sér einhvern frest með loforðum um aukið fjármagn.

Þá er orðið ljóst að margir þeirra 26 sem samþykktu samkomulagið hafa ekki haft umboð frá sínum þjóðþingum og kjósendum, hafa gengið lengra en þeir höfði heimild til. Það er eftir að sjá hvernig þeim gengur að fá smaþykki í sínu heimalandi. Það sem þó kemur mest á óvart er að Angela Merkel virðist einnig hafa gengið mun lengra en henni var heimilt og hvað andstaða á Bundestag er mikil. Þó ætti það kannski ekki að koma á óvart, þar sem stæðsti hluti greiðslunnar mun lenda á Þjóðverjum.

Hvort evran muni falla um næstu áramót er óvíst, hugsanlega mun hún tóra fram undir mars, eða þangað til að endanlega verður ljóst að björgunaráætlunin er fallin. Evrunni verður hins vegar vart bjargað úr þessu.

Gunnar Heiðarsson, 15.12.2011 kl. 09:10

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Gunnar - ég held að fall punkturinn verði bankahrun. Mig grunar að stór banki falli fyrr en flesta grunar. Enda fjárfestar horfa fram, bréf banka prísuð skv. "medium term" líklegri framvindu, svo þegar þeim er ljóst að kreppa er á næsta ári er það prísað inn strax, sem og það eftir því sem það kemur betur í ljós hvernig stefnir með brunasölu eigna á nk. ári.

Evran getur tórað nokkuð lengur sem "living dead" þá á ég við, að eftir bankahrunabylgju þá verði öll löndin að loka á fjármagnshreyfingar yfir landamæri, taka bankana yfir innan eigin landamæra eða lágmarki gera eins og við að bjarga tiltekinni lykilstarfsemi innan lands.

Þá er endapunkturinn sá tímapunktur sem Þjóðverjar myndu hætta að leggja Seðlabankakerfinu til fé í gegnum "Bundesbank". Þann punkt er ekki unnt að tímasetja, en Þjóðv. sjálfir verða fyrir miklu tjóni við þessar hamfarir, þannig að það yrði þeim mjög örðugt að halda áfram að styrkja evrusvæðið í gegnum Seðlabankann sinnn. Yrði mjög hratt öflugur þrýstingu um að halda því fé heima fyrir. Enda þá kreppa og hratt vaxandi atvinnuleysi komin þar þá einnig.

Þá er ég að spá því að líklega innan nk. tveggja ára þaðan í frá væru allir búnir að stofna aftur sinn eigin gjaldmiðil.

Evrópa væri auðvitað í "depression" frá þeim tímapunkti sem fjármálahrunið á sér stað.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.12.2011 kl. 11:39

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Fín greining hjá þér annars - þ.e. einmitt rétt að markmiðin innan samkomulagsins vinna hvert gegn öðru. Meira að segja Þýskal. með cirka 85% skuldastöðu, þarf að skera niður skv. reglunni. En skv. henni bera þjóð með skuldast. umfram 60% að auðsýna hörku við sjálfa sig.

Skv. því verður nettó mjög skarpt "austerity" á Evrusvæði, ofan í kreppu - þannig að allt svæðið fer þá í niðurspíral eins og þanng sem Grikkland hefur verið í, ekki endilega alveg eins skarpann - en í eðli sínu sama ástand. En útlit er fyrir að samdráttur Grikkl. verði rúm 6% í ár, þ.e. meira að segja spáin um að samdráttur þessa árs yrði minni en sl. árs þar er að bresta, þess í stað verði hann meiri.

Þessi niðurspírall er mjög slæmur kokteill ofan í fjármálakreppu sem þegar er orðin alvarleg.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.12.2011 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband