Magnaður sbr. The Economist á aðdraganda hrunsins 1931, og því sem nú er í gangi innan Evrusvæðis!

Þetta er langflottasti samanburður sem ég hef séð á því sem átti sér stað í Evrópu og Bandaríkjunum síðustu misseri svokallaðs gullfótar, og því sem nú er að gerast. Sjá: Lessons of the 1930s.

En gullfóturinn á merkilega margt sameiginlegt með hugmyndinni um evruna. Í báðum tilvikum er gengisfelling útilokuð - í tilviki gullfótarins var það tenging við gull viðhaldið af sameiginlegu kerfi ríkja Evrópu með þátttöku Bandaríkjanna og Kanada. Til þess að tryggja trúverðugleika, voru reglurnar hluti af landslögum hvers þátttöku lands. Að því leiti mynnir þetta einnig á hugmynd Merkelar og Sarkozy um "Stability Pact". Í gullfótar kerfinu voru allir þátttöku gjaldmiðlar innleysanlegir gagnvart gulli, þannig að hver sem er gat gengið inn í banka og fengið gull fyrir peninginn sinn, farið síðan með lest til næsta lands, gengið aftur inn í banka og fengið þar peninga í staðinn. Þarna vantar þann stigsmun að ganga alla leið, og hafa sama gjaldmiðilinn. Svo ekki þurfi að skipta í bönkum. En meðan gullfóturinn var til staðar var innbyrðis virði gjaldmiðlanna fryst svo þeir gátu ekki hreyfst gagnvart hverjum öðrum, þannig a.m.k. í kenningunni var engin hætta á misgengi.

Á endanum yfirgáfu öll þáttöku lönd gullfótarins hann í heimskreppunni á 4. áratugnum, en ekki fyrr en eftir hrunið 1931 - sem var miklu mun alvarlegra hrun en hrunið 1929.

Það var þá sem bankar rúlluðu út um allt, og í framhjáhlaupi urðu miklu fleiri gjaldþrot annarra fyrirtækja þá í kjölfar þess hruns, en í kjölfar þess fyrra. 

Í mynd 1 - gerir The Economist sbr. á samdráttaraðgerðum sem voru framkvæmdar í Bandaríkjunum af Roovelt forseta árin 1936 - 1938 og því sem er að eiga sér stað í núverandi efnahagskrýsu.

En þá skapaðist ótti um það í Bandar. að alríkið væri á leið í skuldavandræði, með skuldastöðu er nálgaðist 40% af þjóðarframleiðslu. Sem þætti ekki mikið í dag. En þá var reyndar "Federal Budget" ekki nema um 11% af þjóðarframleiðslu Bandar. Svo skuldin var mun hærra hlutfall af tekjum alríkisins en 40%.

Það sem Economist bendir á sem má íhuga í sbr. við atburði þessa árs sem er að líða, er að samdráttaraðgerðir eru eins og nafnið bendir til, eru samdráttaraukandi.

  • Það sem rendurnar sýna er niðurskurður sem framkv. var - og tölurnar aftast sýna þann ríkissjóðshalla sem ríkti við upphaf sparnaðar.
  • Bandar. þegar samdráttaraðgerðir hófust voru með pósitívan hagvöxt - en sá snerist við í samdrátt sem varð 11% af landsframleiðslu yfir tímabilið. Sem verður að teljast verulega umtalsvert, mun meiri en samdráttur en Bandar. sjálf urðu fyrir í kjölfar hrunsins 2008.
  • En punkturinn er að samdráttar aðgerðirnar bjuggu til samdráttinn 1936 - 1938.
  • Það er vert að muna í dag, en árið í ár hófst með nokkuð líflegum hagvexti í Evrópu alveg fram til mánaðarmóta apríl/máí. Þegar skiptir alveg um gír og eftir það hefur nánast stöðugt hægt á mánuð fyrir mánuð.
  • En þetta er einnig tímabil sem Evrópuríkin hafa verið að beita sjálf sig verulega harkalegum sparnaðar aðgerðum.
  • En skv. áætlun Merkel og Sarkozy - ætlast þau til meiri, miklu meiri og harkalegra sparnaðaraðgerða í framtíðinni. 

Er hægt að efast um að sagan frá Bandar. milli 1936-1938 verði endurtekin í Evrópu?

 Í mynd 2 - Gerir The Economist annann áhugaverðann samanburð, en þ.e. á tímabilinu frá hruninu 1929 til seinna hrunsins 1931, og tímabilinu frá hruninu 2008 og tja - fram að þessum tíma.

Eins og þá hefur orðið verulegur samdráttur í peningamagni innan skuldugra ríkja - þó ekki enn eins mikill meðaltai og þá (fyrir utan Grikkland), er vert að benda á móti á að samdráttur peningamagns í S-Evr. er í fullum gangi í dag, svo þetta sýnir þann samdrátt sem orðinn er fram að þessu.

En takið eftir að aukning peningamagns á sér stað í svokölluðum kjarnaríkjum þá, og enn fram að þessu í dag - þ.e. peningar streyma þangað frá ríkjunum í vanda. Veruleg sveifla bæði þá og í dag.

  • Þýskaland og Austurríki höfðu þá orðið "boom and bust" eins og Grikkland í dag.
  • Frakkland var þá með hlutverk þ.s. Þýskaland leikur nú.

Maður hefði kannski búist við að í ljósi sögunnar væru Þjóðverjar betri í dag en Frakkar voru þá:

  1.  "As pressure built in Germany, the leaders of the largest economies repeatedly met to discuss the possibility of assistance for the flailing economy. 
  2. But the French, in particular, would brook no reduction in Germany’s debt and reparations payments."
  3. "Recognising that the absence of a lender of last resort was fuelling panic, the governor of the Bank of England, Montagu Norman, proposed the creation of an international lender. 
  4. He recommended a fund be set up and capitalised with $250m, to be leveraged up by an additional $750m and empowered to lend to governments and banks in need of capital.
  5. The plan, probably too modest, went nowhere because France and America, owners of the gold needed for the leveraging, didn’t like it."
  • "Just two months after the Credit Anstalt bankruptcy (May 1931) a big German bank, Danatbank, failed. The government was forced to introduce capital controls and suspend gold payments, in effect unpegging its currency. Germany’s economy collapsed, and the horrors of the 1930s began."

 

Spurning sem brennur á allra vörum - er hvort verið er að endurtaka söguna?

Ég óttast nákvæmlega það - en gríðarlega margt er svo skelfilega sambærilegt.

  1. Fjármagnsflótti stöðugur frá löndum í vanda - tékk. 
  2. Ríki í vanda knúinn til harðra samdráttaraðgerða ofan í kreppu - tékk.
  3. Ekki hægt að fella gengi - tékk.
  4. Eigendur skulda neita að gefa afslátt af þeim - tékk.
  • Fjármagnsflótti magnar samdrátt.
  • Samdráttaraðgerðir magna samdrátt.
  • Aukin skuldabyrði magnar samdrátt.

Þetta er allt atriði sem árin eftir hrunið 2008 eiga sameiginlegt með tímabilinu milli hrunsins 1929 og hrunsins 1931.

Í dag hryktir mjög sjáanlega undir fjármálakerfinu í Evrópu - þ.e. fj. banka lyfir á neyðarlánum eingöngu.

Að auki - sjáið myndina vinstra megin, þar sést hve stórfellt hefur dregið úr eftirspurn eftir skuldabréfaútgáfum evr. banka.

Á sama tíma, sjá hægra megin á myndinni, þá er framundan mjög mikið af erfiðum afborgunum lána, sjáið að hæstu súlurnar eru fyrri hl. nk. árs.

Ofan í þetta er vitað að evr. bankar eru einnig í vandræðum með öflun skammtíma lána í gegnum aðrar leiðir, og þau vandræði fara vaxandi.

Vitað er að fj. banka hyggur á mikla sölu eigna á næsta ári, til að afla sér lausafjár.

Talið er að sú sala hlaupi líklega á bilinu 1.500-2.000ma.€. Sem bankarnir ætla sér að selja af eignum. Ekkert smáræði.

Það ofan í kreppu, þ.s. kaupendum sem hafa áhuga á kaupum fer fækkandi.

Ljóst að stefnir í gríðarl. brunaútsölu bankaeigna.

Að auki bætist við, að ríkisstjórnirnar hafa skipað þeim að hækka eiginfjárhlutfall úr 5-6% að meðaltali, í 9%. Þeir hafa frest til þess fram í júní nk. eða júlí. Man ekki hvort.

Þar sem þeim er skipað að hækka eiginfjárhlutfalli - ath. ekki skipað að afla sér eiginfjár, þá hvetur þetta bankana til enn frekari sölu eigna, eða samdráttar útlána, eða hvort tveggja.

Í samhengi við stefnu Sarkozy og Merkelar um gríðarlegann viðbótar niðurskurð útgjalda meðal Evru 17 - virðist ljóst að stefnir í stórfellt hættu ástand í evr. hagkerfinu.

 

Niðurstaða

Ég verð að segja - að ef það væri einbeittur vilji Sakozy og Merkelar að endurtaka söguna, að skapa sambærileg skilyrði fyrir stórfellt fjármálahrun - síðan hyldjúpa heimskreppu, er varð í kjölfar hrunsins í Evrópu er hófst í maí 1931 og barst síðan um heim allann?

Þá nánast væri ekki mögulegt fyrir þau að búa til betri kokteil að þeirri útkomu en þau eru nú í sameiningu að sjóða samann.

Maður myndi kalla þetta einbeittann brotavilja!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki gósentíð vogunarsjóða í vændum á fyrri hluta næsta árs þegar brunaútsölur evrópskra banka hefjast, hvernig er það er skortsala ennþá bönnuð í everópu?  

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 07:06

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það er víst svo enn. En það getur ekki hindrað aðila í að selja sín eigin bréf. Getur ekki hindrað verðfall þeirra.

Það verður þannig séð spennandi að fylgjast með þessu, því erfitt er að trúa því að allir bankarnir hafi þetta af, sérstaklega í ljósi þess að efnahagsl. niðursveiflan mun hafa sjálfstæð verðlækkunaráhrif fyrir utan áhrif salanna sjálfra.

Stóra spennan verði - hvenær fyrsti risabankinn rúllar, hvort sá hefur svipuð áhrif og fall Credit Anstalt. En mig grunar að áhrif slíks falls geti verið miklu mun sneggri að skila sér í gegnum kerfið, en þá - en eftir allt saman hefur hraði fjármagnshreyfinga aukist óskaplega síðan þá, sem mig grunar að þíði að þau slæmu víxlverkunaráhrif sem slíkt bankahrun mun hafa muni að sama skapi skila sér mun hraðar í gegnum kerfið.

Þannig t.d. að hrun geti hríslast í gegnum evr. fjármálakerfið gervallt jafnvel bara á einni viku, frá því þegar það loks hefst - í stað þess að taka mánuði.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.12.2011 kl. 10:25

3 Smámynd: Samstaða þjóðar

Það eru ótúlega miklar villur í þessari umfjöllun þinni Einar. Flestir sem vit hafa á, kenna seðlabanka Bandaríkjanna (FED) um kreppuna miklu (Great Depression), eða því að Bretland lagði niður gullfótinn. Hér er til dæmis umsögn um afstöðu nokkurra þekktra hagfræðinga:

"Federal Reserve Chairman Ben Bernanke and Nobel Prize winning economist Milton Friedman place most or all of the blame for the severity of the Great Depression at the feet of the Federal Reserve. Milton Friedman for instance stated that "the severity of each of the major contractions — 1920-1, 1929-33 and 1937-8 is directly attributable to acts of commission and omission by the Reserve authorities". Alan Greenspan wrote that the bank failures of the 1930's were sparked by Great Britain dropping the gold standard in 1931."

Loftur Altice Þorsteinsson

 

Samstaða þjóðar, 14.12.2011 kl. 10:56

4 Smámynd: Samstaða þjóðar

Þeir sem vilja upplýsingar um æskilega peningastefnu fyrir Ísland, ættu að lesa eftirfarandi blaðagreinar sem birtust í Morgunblaðinu, á tveggja ára tímabili:  02.12.2010: Stjórnarskráin og peningastefna á Íslandi.  12.11.2010: Peningastefnunefnd Seðlabankans fjallar ekki um peningastefnuna. 

20.12.2008: Valið stendur um Myntráð Íslands eða Seðlabanka.

 

Loftur Altice Þorsteinsson

Samstaða þjóðar, 14.12.2011 kl. 11:18

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Loftur - Þú þarft að lesa um hrunið 1931. Þegar Credit Anstalt féll í Maí 1931, þá hófst hrun hrina sem var miklu mun alvarlegri en sú sem átti sér stað 1929.

Sjá muninn á falli Down Jones:

http://www.marketoracle.co.uk/images/1929-stock-market-crash-dow-chart-image005.png

Reglur gullfótarins þíddu að þú varst knúinn til að beita hagkerfið þitt mjög hörðum samdráttar aðgerðum. Sem dæmi í Bandaríkjunum þá minnkaði stöðugt peningamagn, en það var ekki síst vegna þess að kreppan leiddi til þess að traustið á dollarnum minnkaði, og fólk fór í vaxandi mæli að skipta peningum í gull eins og það hafði rétt til. En það leiddi til minnkunar peningamagns vegna þess, að lögin kváðu á um að peningamagn yrði að vera tiltekið hlutfall af gullforða, svo Seðlabankinn í USA varð að minnka peningamagn á móti þegar gullforðinn skrapp saman.

Þetta sama gerðist í Bretlandi - einnig á meginlandi Evrópu. Þessi stöðuga minnkun peningamagns var mjög samdráttaraukandi.

Bretland yfirgaf gullfótinn fyrir rest, þegar allar aðgerðir til að stöðva stöðugt útstreymi gulls höfðu brugðist - og þeim var ljóst að hröð minnkun peningamagns var að keyra breska hagkerfið mjög hratt niður en dýpri og dýpri kreppu.

Það hve Bretl. yfirgaf gullfótinn snemma tiltölulega bjargaði miklu í Bretlandi, að þar urðu hlutir ekki eins slæmir og sums staðar annars staðar. Þá einfaldlega varð gengisfelling pundsins, sem mildaði kreppuna verulega í Bretl.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.12.2011 kl. 11:40

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Lönd sem voru lengur í gullfætinum, þá hélt þetta hrun ferli lengur áfram, gekk lengra, þau lönd biðu meira tjón. Þú sérð á seinna hruninu þegar tiltrú á peningunum minnkar, hve samdráttur verðir ógnarhraður eftir að slæmi spírallinn hefst af krafti. En það var ekki unnt að beita peningamagns aðgerðum, til að stemma stigu á móti.

Eina leiðin til þess var að yfirgefa gullfótinn fyrst. Sem Bandar. hefðu átt að gera mun fyrr. Þá hefði spírallinn ekki haldið svona lengi áfram né svona langt niður í hildýpi kreppunnar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.12.2011 kl. 11:55

7 Smámynd: Samstaða þjóðar

Einar, ég fullyrði að kreppan mikla upp úr 1930 var ekki afleiðing gullfótarins (gold bullion standard) sem í notkun var í Bretlandi 1925-1931. Bretland gafst upp á gullfætinum þar sem landið réð ekki við að greiða Bandaríkjunum þau lán sem Bretland stofnaði til í Heimstyrjöldinni fyrri.

 

Miklu frekar en horfa til þessa fjarlæga tíma (ég var ekki fæddur) er nærtækt að horfa til Bretton Woods fyrirkomulagsins, sem var í gildi1944 til 1972. Sá gullfótur skapaði stöðugleika og það var hernaðar-brölt Bandaríkjanna í Víetnam sem leiddi til afnáms hans. Það er staðreynd að síðan hefur verið upplausn í efnahagsmálum Vesturlanda. Efnahagslegur stöðugleiki skapar ekki kreppu.

 

Ég ráðlegg lestur eftirfarandi greinar eftir Steve H. Hanke: Hu versus Sarkozy

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson

 

Samstaða þjóðar, 14.12.2011 kl. 15:41

8 Smámynd: Samstaða þjóðar

Afsakið.

Hér er greinin eftir Steve H. Hanke: Hu versus Sarkozy

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 14.12.2011 kl. 15:44

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk enn og aftur fyrir upplýsandi pistla og fróðlega umræðu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.12.2011 kl. 15:45

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Loftur, gallinn við gullfótinn er sá hinn sami og við Evruna, þ.e. hann gefur þér ekki nægann sveigjanleika þegar þú ert búinn að koma þér í vandræði.

Þegar Bretar fótur út úr honum, þá gátu þeir beitt gengisfellingu, og lækkað lífskjör - til að mæta því tjóni sem hafði orðið síðan kreppan hófst.

En gullfóturinn framkallaði sama vanda, ekki hægt að gengisfella, svo það var mjög erfitt að aðlaga hagkerfin - t.d. tókst ekki að framkalla þær launalækkanir sem þurfti þá í staðinn, alveg eins og í dag er ekki að ganga að framkv. slíkar innan Evru.

Gullfóturinn gekk á endanum ekki upp af sömu ástæðunni og evran gekk ekki upp, þ.e. um leið og alvarleg kreppa kom, gátu ríkin ekki leyst úr málum sínum - nema með því að yfirgefa hann.

Þ.e. einmitt þess vegna sem er svo áhugavert að bera hann við evru, því líkur eru nokkrar þónokkrar, að niðurstaðan verði hin sama - að ríkin þurfi að yfirgefa hana, fyrr geti þau ekki hafið það ferli að lyfta sér upp úr kreppunni.

Sannarlega spilar skuldasúpa milla rullu, en það má ekki einblína um of á þetta sem skuldavanda, raunverulegi vandinn er að hvort tveggja evran og gullfóturinn, hindrar/ði aðlögun.

Þannig að ástandið eftir að kreppan hófst versnaði stöðugt innan hans, eftir að kreppan náði vissu stigi, þar til að ríkin gáfust upp og hættu. En ekki fyrr en kreppan var orðin mjög alvarleg, þ.e. eftir mjög alvarlegt hrun.

Hætta á endurtekningu sögunnar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.12.2011 kl. 18:47

11 Smámynd: Samstaða þjóðar

Ég er ekki sammál þessari samlíkingu, Einar. Evran myndi hrynja ef Dollarinn væri ekki líka í frjálsu falli. Enginn myndi hind vegar flýja gull.

 

Þú talar um “nægann sveigjanleika þegar þú ert búinn að koma þér í vandræði.” til að lækka lífskjör fólks. Þetta er hugsun valda-aðalsins en ekki almennings.

 

Að ríki keppist við að lækka gengið meira en aðrar þjóðir er heimskulegt og siðferðilega rangt. Á Ensku nefnist þetta “to beggar-thy-neighbour” (að lifa á nágrannanum). Þetta getur gengið í stuttan tíma, en á endanum tapa allir á svona hegðun.

 

Þeir sem haga sér á ábyrgan hátt, leysa eigin efnahagsvanda sjálfir og vissulega getur þurft að lækka launin. Ríkisvaldið verður að ganga á undan og lækka laun ríkisstarfsmanna, ef aðstæður krefjast þess. Gengisfellingin er hins vegar aðferð hins huglausa og til þess gerð að bjarga sjálfum sér.

 

Ég bendi aftur á, að menn ættu að horfa til Bretton Woods áranna sem eru nærtæk, en ekki til fjarlægrar fortíðar sem sjáanlega er hægt að túlka á mismunandi hátt. “Að fiska í gruggugu vatni” er ágæt samlíking við að horfa á svipaða hlutabréfa-ferla og draga af því rangar ályktanir.

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

Samstaða þjóðar, 14.12.2011 kl. 20:25

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Nei Loftur, grundvöllur lífskjara er hvernig hagkerfið rekur sig - það breytir engu hvaða viðmið þú notar fyrir gjaldmiðil þ.e. svokölluð föst verðmæti, þú getur ekki viðhaldið lífskjörum þegar grundvöllurin undir þeim þ.e. hagkerfið er að hrynja samann. Þ.e. bara ekki hægt.

Þá er mun betra að lækka þau frekar hratt með fellingu gengis, en að leitast við að halda í þau - þegar þau eru í reynd fallin.

En þ.s. þá gerist er að samkeppnisstaða atvinnuvega batnar - samdráttur getur með hraði snúið við í hagvöxt, og lífskjör lagast smám saman.

---------------------

Gengisfelling er ekki leið huglausa - hún er einfaldlega sú leið sem virkar.

Gullfóturinn alveg eins og evran var kerfi sem virkaði einungis þegar var efnahagslegt góðviðri - það sama átti við um Bretton Woods.

  • Öll þessi viðsmið féllu um leið og það kom stór kreppa.
  • Sem ætti að segja þér e-h.
  • Betton Woods og Gullfóturinn, og já evran - allt þetta bilar sannarlega strangt til tekið vegna skuldsetningar, menn gleyma sér - safna og miklum skuldum, ráða svo ekki við þær.
  • Þá kemur kreppa.
  • En þá er einmitt málið, að við þær aðstæður þarf snögga lækkun lífskjara - því þegar skuldakreppa er komin, er eina leiðin að vinna sig út úr henni, að herða beltisólina.
  • Það er einfaldlega ekki til skilvirkari aðferð til þess, en gengisfall - það framkv. í einu vetfangi - - síðan þaðan í frá getur hagkerfið farið að rétta úr sér.

Að hafa gullfót er alveg eins dauður endi eins og að hafa evru.

Þú talar um að enginn flýr gullið - en þ.e. ekki meginatriði. 

Heldur það, að tengingin sem slík getur ekki staðist til lengdar - ekkert hagkerfi sögulega séð hefur getað haldið út tengingu við gull í gegnum stóra kreppu.

Finndu eitt slíkt. Þær tengingar falla alltaf við aðstæður kreppu.

Þ.e.alltaf vegna þess, að þá er engin leið skilvirkari til að framkalla snögga aðlögun, en felling gengis.

Evran er að falla vegna þess, að tilteknar þjóðir geta ekki fellt sitt gengi - þ.e. meginástæðan.

Þær geta því ekki náð fram efnahagslegum viðsnúningi.

Þ.e. alveg sami vandi ef þú ert með gullfót, og hagkerfið þitt kemst í alvarlegann vanda - og grundvöllur lífskjara brestur - þá kemst tenging v. gull óhjákvæmilega í vandræði.

Ég fullyrði - mun aldrei standast til lengdar.

-------------------

Hagkerfi þurfa einfaldlega sveigjanleika - vegna þess að maðurinn er ekki nægilega snjall í hagstjórn til að forðast að gera mistök í hagstjórn.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.12.2011 kl. 22:33

13 Smámynd: Samstaða þjóðar

 

Torgreind peningastefna er verkfæri valda-aðalsins til að arðræna almenning. Ef menn skilja þetta ekki, þá er skilningur þeirra á efnahagsmálum ákaflega takmarkaður. Seðlabankastjórana skortir ekki útskýringar á gengisfellingunum. Allt er þeirra streð fyrir almenningi gert !

 

Hvers vegna heldur þú Einar að hagkerfi hrynji með reglubundnum hætti undar skuldabyrði ? Kynntu þér hvaða tilgang peningar hafa í heilbrigðum hagkerfum. Varla getur verið að peningar séu hugsaðir sem Svarti-Pétur, sem engin vill eiga stundinni lengur.

 

Alvöru peningur (real money) er ávísun á verðmæti, en undir torgreindri peningastefnu er gjaldmiðillinn sýndar peningur (fiat money). Þetta vita flestir og þess vegna er það bara glæpagengi hvers lands sem styður svona arðráns-kerfi.

 

Engum manni með fullu viti dettur í hug að gengisfelling sé lausn á efnahagsvanda. Með gengisfellingu er vandanum bara sópað undir teppið og í leiðinni eru færð til óhemjuleg verðmæti. Það er örugglega ekki almenningur sem hagnast á verðbólgu, launalækkun og eignabruna. Hvert heldur þú Einar að verðmætin rati við þessar aðstæður ? Ég nefni tvo menn til sögunnar og ummæli þeirra:

 

Karl August Fritz Schiller (1911 – 1994), sem var viðskiptaráðherra Þýskalands 1966 til 1972 og jafnframt fjármálaráðherra 1971 til 1972, lét hafa eftir sér:

 

»Stöðugur gjaldmiðill er vissulega ekki allt, en án stöðugs gjaldmiðils er allt annað einskis virði.«

 Skoðum einnig hvað Fritz Leutwyler, fyrrverandi bankastjóri seðlabankans í Svisslandi og bankastjóri BIS (Bank for International Settlements), hafði að segja um verðbólgu:  »Verðbólga hefur þá sérstöðu að vera mikilvirkasta tæki hinna fáu ríku til að verða ríkari og hinna mörgu fátæku til að verða fátækari.« Vonandi skilja allir hvað þessir menn voru að segja. Kveðja. 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

Samstaða þjóðar, 15.12.2011 kl. 18:14

14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Við erum með mjög ólíkan grunn skilning á peningum. Ég er t.d. 100% ósammála þeirri skoðun sem þú vitnar til - þ.s. stöðugleiki virðist gjaldmiðils er gert að höfuðatriði.

En þarna greinir okkur klárt á um grunn hlutverk peninga.

En mín skoðun er að þeir séu einfaldlega tæki - sem þjónar hagkefinu, þörfum þess - hverju sinni.

Verðmæti gjaldmiðils sé eðlilega breytilegt eftir aðstæðum - því það sé tilgangur að í verðmæti hans myndbyrti ástand þ.s. ríkir í hagkerfinu hverju sinni.

Gjaldmiðill sé því einnig mælitæki.

  • Tilgangur peninga sé sá að auðvelda skipti á verðmætum.
  • Það kallar ekki á þörf fyrir að hann hafi verðmæti í sjálfu sér.

"Fiat money" eru ekki peningar án grundvallar. Þeirra grundvöllur er staða hagkerfisins sjálfs hverju sinni

Slíkir peningar virka eins og hlutabréf fyrirtækis - en hlutir geta orðið verðlausir eða verðlitilir, eftir aðstæðum - ef fyrirtækið hættir að vera til eða það hnignar, eða skuldastaða eykst en fjárfestingin brást svo henni fylgir enginn framtíðar gróði á móti, eða söluvaran hættir að seljast o.s.frv.

Þannig, grundvöllur peninganna eru þá einfaldlega sambærilegir hlutir þ.e. gæði stjórnunar þ.e. reksturinn sjálfur, forsendur vaxtar í framtíðinni og nútíð, skuldastaða og greiðslustaða, hvort vörurnar seljist - hvort markaðir séu öruggir o.s.frv.

Mín skoðun er að sú hugmynd að peningar eigi að hafa verðmæti í sjálfu sér, sé misskilinn í grundvallar atriðum.

En eins og ég útskýrði, þá hefur engin tilraun til að binda peninga við svokölluð óforgengileg verðmæti virkað til lengdar - því hlutverk peninga er að þjóna hagkerfinu sem heldur uppi samfélaginu.

Í reynd hrundi gullfóturinn vegna þess, að það þjónaði ekki lengur hagsmunum samfélagsins og hagkerfisins, að viðhalda honum. Peningarnir mega ekki verða helsi - hindrun, þá gefst samfélagið upp á fyrirkomulaginu.

Af sömu ástæðu hrundi Bretton Woods - það stefnir í að evran hrynji einnig. Vegna þess að samfélögin gefast upp á fyrirkomulagi, sem er hætt að þjóna þeirra hagsmunum.

Það á ekki að vera öfugt, að hagkerfið/samfélagið þurfi að laga sig að þörfum peninganna - þá verða þeir að helsi.

Meginatriðið sé að hagkerfið þrifist - að það gangi - að peningarnir þjóni sem best þess hagmunum, sem eru breytilegir eftir aðstæðum.

Það kallar einmitt á þann sveigjanleika sem ég nefndi, eins og ég útskýrði þá hefur aldrei tekist að stýra hagkerfum svo fullkomlega að mál klúðrist aldrei eða geti ekki klúðrast fyrir rest. Þess vegna bila alltaf peningaleg stýring, sem gefur ekki nægilegann sveigjanleika.

"Tirgreind peningastefna er verkfæri valda-aðalsins til að arðræna almenning."

  • Ég get einfaldlega ekki verið meir ósammála þér - þetta er þveröfugt, að það eru auðmenn sem hafa hagsmuni af því að virði peninga sé sem stöðugast, því það eru eigendur stórra peningalegra eigna sem verða fyrir mestu tjóni, þegar virði peninga sveiflast.
  • Fyrir almenning er betra að hafa peninga sem viðhalda hagvexti - lágmarka atvinnuleysi.

En það er mjög óskynsamlegt að einblína á það tímabundna tjón sem gengisfall orsakar - því með því að fækka gjaldþrotum fyrirtækja, fækkar þeim sem ella verða atvinnulausir - flýtir það fyrir endurkomu hagvaxtar; almenningur nær kjaratapi til baka í næstu hagsveiflu.

------------------------

Að lokum - svona vil ég stýra okkar peningum. Ég mun aldrei styðja tengingu við gull: Tillaga um framtíðarlausn á stýringu krónunnar!

Ég sé að við eigum ekki samleið - nema hvað andstöðu við aðild að ESB varðar og hvað andstöðu um aðild að evru varðar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.12.2011 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband