Þýskaland sjálft er einn helsti grunnvandi evrunnar

Öfugt við það sem margir halda, eru lönd að mörgu leiti mun viðkvæmari/"vulnerable" innan sameiginlegs gjaldmiðils ásamt fj. annarra þjóða, en ef þær væru hver með sinn eigin.

En ef þú ert með eigin gjaldmiðil, getur þú reddað þér út úr skuldavanda með verðbólgu, brennt þeim upp í verðbólgu báli. Sem þú getur ekki gert innan sameiginlegs gjaldmiðils - sem lýtur stjórn sameiginlegs seðlabanka. Það leiðir til þess að það er mun erfiðara að koma sér út úr erfiðri skuldastöðu, sem þíðir að aðildarþjóðir sameiginlegs gjaldmiðils verða að vera passasamari en annars, þegar kemur að upphleðslu skulda. Áhugamenn um evru á sínum tíma viðurkenndu þetta, en töldu að það væri góður hlutur - því það myndi leiða til betri hagstjórnar að taka reddinguna burt - eins og þeir kölluðu það, rök sem hér er enn haldið á lofti af ísl. evrusinnum.

En það sem gersamlega gleymdist - var að það er ekki síður mikilvægt jafnvægi, að passa upp á - þ.e. jafnvægi í viðskiptum milli aðildarríkja slíks sameiginlegs gjaldmiðils. Eða kannski gleymdist það ekki, en því var haldið fram að viðskiptaójafnvægi skipti ekki máli innan sameiginlegs gjaldmiðils - menn komu með sbr. v. fylki Bandar. En þ.e. nefnilega ekki rétt - þvert á móti er það ef eitthvað er - ENN MIKILVÆGARA ATRIÐI INNAN SAMEIGINLEGS GJALDMIÐILS. 

Tökum t.d. Ísland, en viðskiptahalli meira að segja milli landshluta er atriði sem þarf að jafna út með einhverjum hætti, en hérlendis er það svo að flest héröð hafa næga tekjumyndun þ.e. framleiðslu á sínu svæði, til þess að standa undir sjálfum sér. En síðan er Jöfnunarsjóði Sveitarfélaga beitt til að hjálpa svæðum þ.s. framleiðsla er ekki næg, til að standa undir lögbundinni þjónustu, sem leiðir til þess að þau þurfa að nota meira fjármagn en þau sjálf hafa tekjur fyrir. Þessi munur er leiðréttur með styrkjakerfi.

Þannig er málum reddað þegar halli er milli svæða innan einstakra landa t.d. Evrópu, beitt er styrkjum sbr. byggðastefnu sem bætir svæðum upp þann skort á tekjumyndun, svo þau geti haft meiri umsvif en í reynd er grundvöllur fyrir.

Málið er að innan gjaldmiðilssvæðis ef beitt er sbr. v. fylki Bandar. og aðildarríki Evru, þá einmitt þarf sambærilega jöfnun ef þ.e. viðskiptahalli milli fylkja eða landa, alveg með sama hætti og það þarf jöfnun milli svæða innan lands ef þ.e. halli milli svæða innan eigin lands.

  • Annars verða sum svæði fyrir stöðugri hnignun!
  • En svæði geta ekki keypt meir inn en þau sjálf skaffa - þá flæðir fjármagn út, þar verður kreppa fyrir rest, svæði hnignar efnahagslega. Fólkið flytur burt eða lendir í fátæktargildru, nema að þessu sé mætt með millifærslum að fullu.


Það sem ekki var nægur skilningur á, þegar evrunni var hleypt á stokk, var fyrir ofangreindum sannleik - að viðskiptajafnvægi er a.m.k. eins mikilvægt, eins og góð fjármálastjórnun aðildarríkja:

Ég vitna hér í prófessor Stephen King:

"Last year Germany ran a balance of payments current account of 5,7% of GDP, even bigger than China's which stood at 5,2%"...."These surpluses need to be recycled somewhere else in the world. A current account surplus after all represents nomore than an excess of domestic savings over domestic investment. A country running a current account surplus must by definition be acquiring foreign assets. Yet in doing so it may add to cross border economic problems."

  • Á sl. áratug, þá nýttu Þjóðv. hagnað sinn með þeim hætti að vera mjög gjöfulir í útlánum til annarra aðildarlanda Evru.
  • Lán veitt á mjög hagstæðum kjörum - sem margir tóku, og í kaldhæðni örlaganna mikið til fór í kaup á þeirra framleiðslu.

En alveg eins og herra King segir, þá er jákvæður viðskiptajöfnuður ekkert annað en skortur á eyðslu innan lands í því landi.

Lausnin er því einföld - Þjóðverjar þurfa að eiða meira fé

Þetta hefur einnig Mervyn King Governor of Bank of England bent á, að lausnin þurfi að liggja í því að S-Evrópuþjóðirnar og Þýskaland, leysi sameiginlega úr því viðskiptaójafnvægi sem hefur myndast.

Þjóðverjar fyrir sitt leiti, auki neyslu eða eiðslu heima fyrir, þannig smám saman þurrki upp hagnað sinn gagnvart hinum löndunum.

Það skapar síðan þeim frekari útflutnings tækifæri - sem þíðir meiri tekjur, sem leiðir til betri möguleika til að ná sér úr núverandi erfiðleikum.

  • Ef Þjóðverjar vilja þetta ekki - þá verða þeir að samþykkja millifærslur.
  • Þær verði þá að sambærilegu verðmæti við viðskiptahagnað þeirra við sömu lönd.
  • Þá hnignar þeim þjóðum ekki frekar efnahagslega - mál geta náð jafnvægi upp á þau býti.
  • En ef þeir vilja það ekki heldur - þá sé ég ekki annað framundan en stórfellt tjón.

 

Aftur Stephen King: "Taken together Italy and Spain are more important destinations for German export than the US. Fiscal virtue in the south is all very well but collateral damage associated with ongoing austerity will eventually hurt Germany and other northern European exporters."

Einfaldlega, ef einungis S-þjóðirnar eiga að aðlaga sig án þess að komið sé á móti þeim hálfa leið, þá verður mjög djúp kreppa hjá þeim - allt útlit fyrir á næst ári.

  • Þá skreppur útflutningur Þjóðv. sjálfra saman - hressilega að líkindum. 
  • Þýska hagerfið nemur einnig staðar - sem einmitt hefur verið að gerast.
  • Fjölgun starfa sem verið hefur á þessu ári snýst við, og þeim fer að fækka á ný.

Skv. reglu Merkelar þ.s. skuldir þeirra sjálfra eru verulegar eða um 85%, þá ber þeim sjálfum að beita sig hörðu - og verða einnig að beita sig enn meiri hörku, þegar þeirra eigið hagkerfi fer að skreppa saman.

Lagt saman - þegar nær öll aðildarríki evru 17 fara í harðar sparnaðar aðgerðir, virðist mér ekki geta leitt til annars en sameiginlegs niðurspírals - þ.s. sparnaður og samdráttur hvers fyrir sig vílxverkar á aðstæður hinna, eykur samdrátt á hinum og svo koll af kolli, svo enn meir skv. uppsettum reglum þarf að spara - aftur grípa þau til viðbótar aðgerða, sem aftur víxlverka ekki bara innan eigin lands heldur á aðstæður hinna.

Þetta getur orðið mjög kröpp brekka á nk. ári - hraður ferill niður á við.

Þetta er allt saman alger óþarfi!

 

Hvað á að gera?

Þjóðverjar eiga að skapa góða víxverkan með því að auka neyslu heima fyrir - en meðan þeir hafa afgang af viðskiptum hafa þeir vel efni á því. 

En sjálfbær staða lífskjara er alveg upp að "0" mörkum þ.e. hvorki viðskiptahalli né hagnaður.

þýskur almenningur verður í reynd af lífskjörum sem nemur viðskipta-afganginum, algerlega að óþörfu.

Síðan þarf að heimila Seðlab. Evr. að prenta peninga til að auka peningamagn í umferð á evrusvæði tímabundið til þess að þannig hjálpa S-Evrópu þjóðunum enn frekar - það ætti ekki að þurfa endilega mjög mikla prentun, ef Þjóðverjar hjálpa með því að auka neyslu heima fyrir.

En það mun auka veltu þýska hagkerfisins, auka því veltuskatta í Þýskalandi - í reynd ætti sú veltuaukning að eyða upp þýska fjárlagahallanum.

Mun betri aðferð en þessi "fixation" á niðurskurð.

Þessi aukna velta um leið, flýtir fyrir því að þýska ríkið geti lækkað sínar skuldir - því hluti aukinna tekna getur farið beint í að greiða þær niður.

Þetta er langt í frá þvert á góða fjármálastjórnun.

  • En einhvern veginn er viðskiptahagnaðurinn heilagur í augum Þjóðverja.
  • Þeir virðast einfaldlega ekki skilja - hvað hann er slæmur fyrir aðra.

Ábendingar sem þessar eru dæmi um þ.s. þessir hrokafullu engilsaxnesku hagfræðingar hafa verið að koma með - verið fussað og sveiað.

Þjóðverjar og Evr. - að sögn - er víst orðin mjög pyrruð á umvöndunum engilsaxa, þegar þeir benda þeim á hvernig eigi að stýra hagkerfum. 

Persónulega skil ég ekki þessa þvermóðsku - að geta ekki tekið ráð annarra!

 

Niðurstaða

Hinn raunverulegi vandi evrusvæðis er í reynd viðskipta-afangur Þjóðverja. Þetta er alveg skv. Kayne sem vildi skattleggja sérstaklega viðskipta-afgang þjóða. Taldi afgang mjög hættulegann fyrir kerfislegan stöðugleika alþjóða hagkerfisins.

En þ.e. einfaldlega þannig að afgangur þíðir að umframfjármagn streymir inn í það land sem hefur afgang, lönd með afgang safna fjármagni - en á móti þarf annað land eða önnur lönd að safna skuldum.

Halli einhverra annarra þarf allaf að jafna dæmið á móti. Það eru alltaf þeir með hallann sem komast í vandræði. Þá hefst alveg klassísk skuldakreppa. Þetta leikrit hefur áður gerst í sögu heimsins, annars hefði Kayne ekki verið svo uppsigað við viðskipta afgang. En mannkyn er mjög tregt til að læra af sögunni. Þess vegna eru söguleg mistök svo oft endurtekin.

Vandinn er sá að svo lengi sem núverandi viðskiptaójafnvægi viðhelst á evrusvæðinu - en enn 3 árum eftir upphaf kreppu er það lítt eða ekki minnkað; er evran í reynd í tilvistarvanda.

En stöðugt kreppuástand evrunnar er rökrétt afleiðing þess - ef Þjóðverjar neita að afnema viðskiptaójafnvægið, sem þeir eiga miklu mun auðveldara með að framkv. en S-evr. þjóðirnar.

Hættan er klár að það leiði til hruns - sem verður þá í sannleika sagt, megni til sök Þjóðverja sjálfra. Þó skv. þeirra áróðri sem því miður alltof margir trúa, sé sökinni varpað á fórnarlömbin.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar, á ekki allt eftir að loga í ófriði í suður Evrópu þegar farið verður að sauma verulega að þeim efnahagslega með niðurskurði og öðrum aðgerðum ss sölu á þjóðareignum?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 13.12.2011 kl. 07:08

2 identicon

Stýrt frá Brussel, vantar í síðustu aths.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 13.12.2011 kl. 07:09

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég get ekki hætt að hæla greinunum þínum og ekki lækkar þessi meðaleinkunnina.  ÞESSI GREIN ÆTTI AÐ VERA SKYLDULESNING FYRIR BLINDRAFÉLAG INNLIMUNARSINNA.....

Jóhann Elíasson, 13.12.2011 kl. 08:50

4 identicon

Gleymum því ekki hverjir það voru sem kynntu ófriðarbál Heimsstyrjaldanna fyrri og seinni.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 13.12.2011 kl. 08:55

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Já þ.e. merkilegt hvernig Þjóðv. ætla að vera statt og stöðugt valdar örlaga. Núna eru það þ.s. ég kalla "þægilegar kenningar" en þeir virðast helsti uppruni kenningarinnr um að viðskiptahalli skipti ekki máli innnan evru, hann sjálfleiðrétist með einhverjum dularfullum hætti - kenning sem þeim hentar að trúa. Maður veltir fyrir sér að hve miklu leiti má kenna útbreiðslu þeirrar kenningar um sofandahátt fj. ríkisstj. fyrir þeim vanda á sl. áratug, þegar þær horfðu á þessa upphleðslu skulda án þess að gera nokkurn skapaðann hlut. Rangar kenningar geta verið miklir skaðvaldar - sem við sáum með mest dramatískum hætti í kommúnismanum. En rangar hagfræðikenningar virðast einnig geta verið hættulegar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.12.2011 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband