Það þarf auðvitað að hafa í huga að þessa stundina stendur yfir fjármálakrýsa á Evrusvæðinu. Bankakerfi Evrópu á í erfiðleikum með að útvega sér skammtíma-fjármögnun, á sama tíma og greiðslur af skuldum verða í hámarki næstu mánuðina - eins og kallað er á ensku "double wammy".
Síðan eru hagkerfi Evrópu stödd á blábrún viðsnúnings yfir í samdrátt.
- Það verður að skoða viðbrögð markaða við aðgerðum ECB í ljósi ástandsins!
- En í ljósi þess - eru aðgerðirnar meir í ætt við smáskammtalækningar.
- Eiginlega má segja það sama um þær aðgerðir og ríkt hefur um aðgerðir stjórnmálamanna og embættismanna innan ESB - "To little, to late!"
Ræða Mario Draghi - hins nýja Seðlabankastjóra Evrusvæðis!
Fréttatilkynningar:
Press release: ECB announces measures to support bank lending and money market activity
8 December 2011 - Monetary policy decisions
- Markaðurinn vonaðist eftir því að útspil ECB yrði djarfara en þ.s. fram kemur í fyrri fréttatilkynningunni - sjá svar Draghi "He said again that buying debt or otherwise providing financing to governments directly was against the treaty governing the ECB - "the spirit of the treaty is always on our minds" he went on." Sem sagt engin ný stór aðgerð í því að kaupa skuldabréf ríkja í vandræðum.
- Einnig hafnaði hann hugmyndum þess efnis, að ECB myndi lána AGS - sem síðan myndi endurlána Evrópuríkjum í vanda, sem hjáleið framhjá því vandamáli að ECB má ekki veita einstökum aðildarríkjum neyðarlán - "f the IMF were to use this money exclusively to buy bonds in the euro area, we think it's not compatible with the treaty."
- Svona til gamans - "Draghi - when asked if the ECB has a contingency plan for the break-up of the euro, the head of the central bank said no: It's absolutely imprudent to create contingency plans for contingencies when we see no likelihood they could happen."
Eftirfarandi aðgerðir eiga að lækna kreppuna í evr. bankakerfinu!
"The Governing Council of the European Central Bank (ECB)...has decided:
- To conduct two longer-term refinancing operations (LTROs) with a maturity of 36 months and the option of early repayment after one year.
- To discontinue for the time being, as of the maintenance period starting on 14 December 2011, the fine-tuning operations carried out on the last day of each maintenance period.
- To reduce the reserve ratio, which is currently 2%, to 1% as of the reserve maintenance period starting on 18 January 2012. As a consequence of the full allotment policy applied in the ECBs main refinancing operations and the way banks are using this option, the system of reserve requirements is not needed to the same extent as under normal circumstances to steer money market conditions.
- To increase collateral availability by (i) reducing the rating threshold for certain asset-backed securities (ABS) and (ii) allowing national central banks (NCBs), as a temporary solution, to accept as collateral additional performing credit claims (i.e. bank loans) that satisfy specific eligibility criteria. These two measures will take effect as soon as the relevant legal acts have been published.
- Hægt verður að fá neyðarlán nú til lengri tíma en fram að þessu. Gagnast sjálfsagt bönkum í erfiðleikum - við að þreyja þorrann og góuna e-h lengur.
- Ég hreinlega veit ekki hvað það atriði er - en sjálfsagt sparar þetta bönkum kostnað.
- Ákveðið að minnka kröfu um lausafjárbindingu - - greinilega á þetta að draga úr samdrætti útlána í evr. þessa stundina, og fyrirséð á næstunni.
- Kröfur um gæði veða sem veitt eru sem tryggingar gagnvart neyðarlánum - lækkaðar. Þetta er sjálfsagt gagnleg bönkum í vandræðum, til að gefa þeim e-h lengri lífdaga.
- Þetta eru samt til mikilla muna slakari aðgerðir en markaðurinn vonaðist eftir.
- En ástæða þess að vonast var eftir sem dæmi auknum kaupum ECB á skuldabréfum ríkja, til að halda uppi verðum þeirra á mörkuðum, er sú að það myndi létta mjög undir með bönkum - en helsta ástæða þess að hættuástand er í evr. bankaheimum er einmitt verðfall ríkisbréfa tiltekinna landa, þeirra verðfall skapar sívaxandi fjárhagslega holu í bókhaldi evr. bankastofnana. Þannig að slík kaup hefðu haft mjög bein áhrif til að létta undir með bönkunum.
Tekið úr ræðu Draghi
- The intensified financial market tensions are continuing to dampen economic activity in the euro area and the outlook remains subject to high uncertainty and substantial downside risks.
- In such an environment, cost, wage and price pressures in the euro area should remain modest over the policy-relevant horizon.
- At the same time, the underlying pace of monetary expansion remains moderate.
- Overall, it is essential for monetary policy to maintain price stability over the medium term, thereby ensuring a firm anchoring of inflation expectations in the euro area in line with our aim of maintaining inflation rates below, but close to, 2% over the medium term. Such anchoring is a prerequisite for monetary policy to make its contribution towards supporting economic growth and job creation in the euro area.
- Takið eftir fyrst lýsingunni á ástandinu - síðan niðurstöðunni í lið 4.
- Ef þ.e. svo að ástandið á mörkuðum sé að draga úr umsvifum í hagkerfinu - þá eru það sterk rök fyrir vaxtalækkun.
- Það er viðurkennt að verðþensla við slíkar aðstæður sé líkleg til að vera sáralítil.
- Að auki sé lítil hreyfing á peningamagni í umferð.
- Þetta ætti allt að vera rök fyrir því að mjög verulegri vaxtalækkun.
- En niðurstaða ECB er alveg þveröfug við afstöðu Bank of England, sem heldur vöxtum v. "0" þó svo verðbólga í Bretl. sé meiri en á Evrusvæðinu, þ.s. í Bretl. sé ekki heldur þensla.
- Uppgefin ástæða "Bank of England" sé að lágir vextir styðji við hagvöxt - en ECB segir akkúrat það þveröfuga að vextirnir styðji við hagvöxt með því að halda niðri verðbólgu, þó svo þeir segi sjálfir að engin þensla sé, heldur séu samdráttartilhneygingar megin hættan.
Ég fæ því ekki vaxtaákvörðun ECB til að ganga upp skv. þeirra eigin rökum - þ.e. einungis lækkun um 0,25%.
Miðað við þeirra eigin rök - væri eðlileg ályktun að fara með vextina í "0" þ.s. hamlandi áhrif krýsunnar væri sennilega nægilega mikil bremsa eins og sér á verðbólgutilhneygingar.
Niðurstaða
Mín skoðun er að niðurstaða ECB sýni þá galla sem eru við hans peningastjórnun, en sú ofuráhersla sem hann hefur á verðbólgu varð til þess að hann sl. sumar hækkaði vexti a.m.k. tvisvar, það var á sama tíma og hagkerfi Evrópu var þegar byrjað á niðurspíral.
Það var þá hafin sá minnkun hagvaxtar - aukningar umsvifa sem síðan hefur haldið áfram að skekja Evrusvæðið, magna upp evrukrýsuna.
Að auki viðurkennt af ECB, var öll þessi verðbólga að utan - ekki komin til v. eftirspurnarþenslu innan svæðisins, heldur vegna hækkana hráefna - matvæla og olíu.
Þannig að ég sé ekki tilgang í vaxtahækkun, til að fást v. verðbólgu sem ekki er sprottin úr hagkerfinu sjálfu, samtímis því að samdráttarskeið er hafið í því sama hagkerfi (stöðug minnkun hagvaxtar frá mánuði til mánaðar) - þó enn sé .
Útkoman hlýtur að vera að vaxtahækkunin auki hraðan á þeirri neikvæðu hagkerfisþróun, sem sannarlega getur hjálpar til með að lækka verðbólguna því að minnkun umsvifa er verðhjaðnandi, en í samhenginu var slík minnkun alls ekki að mínu viti áhættunnar virði - vegna neikvæðrar víxlverkunar minnkunar umsvifa innan heildarhagkerfisins á evrukrísuna.
En minnkun umsvifa þíðir minni tekjur fyrir alla starfandi innan hagkerfanna, því meiri erfiðleika í glímu við skuldir.
Það var mér algerlega augljóst á þeim tíma, einnig flestum óháðum hagfræðingum, að vaxtahækkanir sl. sumars væru ekki áhættunnar virði - sem komið hefur á daginn.
En vaxtahækkanirnar virðast einmitt hafa gert þ.s. óttast var af óháðum sérfræðingum, þ.e. að minnka frekar umsvif í evr. hagkerfinu, þannig magna upp skuldakrýsuna - þannig auka hættuna á hruni evrunnar, þannig því að ECB missi tilgang sinn. En án evrunnar hefur ECB engann tilgang.
Áhugavert er að benda á hve lík stefna ECB og Seðlab.Ísl. er - en það er pottþétt ekki tilviljun!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:37 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Uppkast að samkomulagi Evrópurikja, sem sagt er lekið í fjölmiðla:
Einar Björn Bjarnason, 8.12.2011 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning