Áætlun Merkelar jafngildir úrslitakostum!

Krafa Angelu Merkelar, studd af Sarkozy forseta Frakkl, um það að aðildarríki ESB samþykki tafarlaust að hrinda af stað breytingarferli á sáttmálum sambandsins, er að ífa upp allar gömlu deilurnar sem lifað hafa með sanbandinu - sumar frá upphafi.

Ein áhugaverð þróun virðist vera klár valdatogstreita milli þýskra stjv. og Framkv. stj. ESB.

 

Sérkennileg senna!

Í dag kom forseti Ráðherraráðsins Van Rompuy fram með tillögur að breytingum á sáttmála ESB sem ganga mun skemur en þ.s. vilji þýskra stjv. er fyrir, var skýrsla Rompuy byrt í helstu fjölmiðlum heimsins í dag:  Van Rompuy report - Towards a stronger economic union

Þessum hugmyndum var hafnað mjög fljótlega af þýskum stjv.

Talsmaður Þýskra stjv.: "A number of actors have not understood the seriousness of the situation," the German official said, warning thar a "bad compromice of small stept or "little tricks" would not meet the expectations of the public or the financial markets."

Síðan kom fram sameiginlegt bréf Merkel og Sarkozy til Rompuy:

Text - Sarkozy and Merkel's letter to Van Rompuy

Margt áhugavert kemur fram í þessu bréfi - bendi þeim að lesa þ.s. nenna, en þ.s. vekur sérstaka eftirtekt er hótunin, að ef ESB 27 samþykkja ekki að fylgja áætlun Angelu Merkel og Sarkozy, þá muni Frakkland og Þýskaland, standa fyrir myndun nýs sambands á grunni Evru 17.

Sem má kalla "Coalition of the willing".

Þetta eru ekkert annað en úrslitakostir!

Framkvæmdastj. er að sjálfsögðu ekkert ánægð með þetta - en hún hefur umsjón með sambandinu öllu, og myndun nýs sambands myndi klárt minnkar hennar áhrif mjög verulega!

  • Það er auðvitað hættan á klofningi sambandsins - sem stuðar Framkv. stjórnina eðlilega mest, sem myndi framkalla stórl. minnkuð áhrif hennar. 
  • En fj. aðildarríkja ESB, væri ekki endilega til í að sætta sig við, að verða að sitja og standa eins og Þjóðv. vilja, það gæti magnað togstreytu milli ríkja að nægilegu marki til þess, að svo gæti farið að einhver fj. ríkja gæti sagt skilið v. ESB alfarið.
  • Við það gæti myndast formlegur andstöðuhópur - stuðlað að endurkomu valdatogstreitu með ívið klassískari hætti, en verið hefur síðustu áratugina. Kannski ekki endil. stríð - en þróun átt að óvináttu, hernaðaruppbyggingu - væri ekki út í bláinn, með tíð og tíma.

Germany insists on new treaty for Europe : A senior EU official said last night: "There is absolutely no enthusiasm for revisions of the treaty" while admitting that "the majority have agreed to go along with it". - "Insisting that all 27 EU members should be involved, and not just the 17 eurozpne members, the official defended Rompuy plan, saying: "We are not going to save the euro of this is a split Europe."

Ég get mjög vel trúað því að Framkvæmdastj. sé ekkert hrifinn af þessu dæmi öllu, sem Angela Merkel er að reyna að reka niður í kok aðildarþjóða ESB.

 

Hvað gengur Þjóðverjum til?

Breytingar á sáttmálum ESB er ekki auðvelt ferli, en síðast þá tók ferlið flr. ár ekki flr. mánuði, og ef einhver man þá koma frægt "Nei" i írskri þjóðaratkvæðagreiðslu, sem leiddi til þess að sáttmálabreytingarnar voru endurskrifaðar og síðan Írl. látið halda aðra atkvæðagreiðslu, og þá fékkst "rétt" niðurstaða.

En ljóst er að Írl. verður skv. eigin lögum að halda þjóðaratkv. greiðslu, mjög mikill þrýstingur er einnig í Bretl. um slíka - sem erfitt yrði að standa gegn.

En ég tel afskapl. ólíklegt að málið nái í gegn í þeim atkv. greiðslum.

En það ber að muna, að raunveruleg völd Þjóðverja hafa aukist óskaplega vegna evrukrísunnar - en þeir í raun halda evr. bankakerfinu uppi þ.e. meginlandskerfinu, og í reynd þeim aðildarríkjum þeirra bankar þurfa á neyðarlánum að halda - reglulega.

En "Bundesbank" sem starfar sem eining innan Seðlab.kerfis evrusvæðis, í reynd útvegar megnið af því fé sem lánað er af Seðlab.Evr. til veitingar neyðarlána til banka, og inn í hyrslur "Bundesbank" í reynd streyma þær lélegu eignir sem eru í reynd fyrir bragðið keyptar af Bundesbank.

Í gegnum það að í reynd halda bönkum í vandræðum uppi með naflastreng, því í reynd bankakerfi Evr. - sem dæmi myndu franskir bankar örugglega falla ef ítalskir bankar falla, svo í reynd með því að halda uppi bankakerfi Ítalíu sem fær enga lánafyrirgreiðslu erlendis lengur - lifir á neyðarlánum eingöngu, þá heldur Þýskaland í reynd Frakklandi uppi einnig.

  • Þetta þíðir auðvitað að Sarkozy er meir fylgisveinn - en jafningi Merkelar.
  • En þetta þíðir að Þýskaland er komið í valdastöðu innan evrusvæðis, sem fer mjög nærri drottnunar stöðu.

Þjóðverjar klárt vilja þær sáttmálabreytingar sem þeir heimta - en eins og ég bendi á áðan, þá sýnist mér ólíklegt afskaplega að það takist að fá sátt um málið meðal ESB 27.

Þá erum við í reynd að tala um myndun Þýsks "hegemony".

En þ.s. sagt er "Plan B" en líklega er hin eiginlega áætlun, þ.e. Þjóðverjar vita sennilega mæta vel að yfirlíst "Plan A" um sáttmálabreytingu fyrir ESB 27 er mjög ólíkleg; þá samt sem áður lítur það betur út að hafa þó fyrst lagt slíka víðtækari áætlun fram - þegar stefnan er í reynd á það að mynda þröngann hóp ríkja, þ.e. gjaldmiðilssvæði undir nær fullri stjórn Þjóðverja.

 

Afleiðingar

Mjög miklar, en ég tel þessa áætlun um þrengri hóp ríkja mjög varasama. Sennilega er reiknað með að Portúgal og Grikkland heltist úr lestinni. Kannski Írland að auki - en Bretl. getur reddað þeim mjög auðveldlega með því að bjóða þeim aðild að pundinu. 

  • En stóri steinninn er Ítalía.
  • En Ítalía eiginlega verður að vera með - því annars er Frakkl. gjaldþrota einnig.
  • Ef Ítalía er úr leik, Frakkl. einnig - þá minnkar sá ríkjahópur verulega, sennilega einungis í - fyrir utan Þýskaland - Holland, Austurríki, Lúxembúrg (hef ekki næga þekkingu á aðstæðum Slóvaka, Slóvena eða Maltverja, en það skiptir svo litlu máli hvort þær þjóðir verða með eða ekki. Sama um Eista). En ég reikna með að Belgía falli einnig út ef Frakkl. fellur út. 

Punkturinn er að ef Ítalía fellur - þá fer af stað mjög stór skriða. Sennilega verður það ekki minna áfall en hrunið 1931, sem var mun afdrifaríkara hrun en hrunið 1929.

Það getur þítt að Þjóðverjar munu leitast við lengi vel, að halda Ítalíu á floti, en þó ekki skv. hvaða kostnaði sem er.

Þá verður spennandi að fylgjast með því, hvort að vegferð Ítala verði svipuð vegferð Grikkl. þ.e. sparnaðarpakkar í röðum - því niðurskurðaraðgerðir skv. reynslu Grikkja hafa reynst mun meir samdráttaraukandi en talið var í upphafi. Mig grunar að reynslan verði svipuð, þ.e. að harðar niðurskurðaraðgerðir muni framkalla meiri samdrátt - og áætlun um Ítalíu muni komast í vandræði.

Punktur: mig grunar að það stefni í að það reyni á hve mikil alvara er að baki hótun Þjóðverja um að mynda hóp hinna viljugu!

 

Niðurstaða

Ef af verður, sem mér sýnist útlit fyrir að Þjóðverjar reyni að stofna innan evrusvæðis, hóp hinna viljugu - að sjálfsögðu undir þeirra stjórn; þá verða það mikil tíðindi heimssögulega séð.

Frakkland er nánast orðið að leppríki Þýskalands miðað við það óskapl. öfluga tak sem Þýskaland hefur á Frakkl. þessa stundina.

Þá er orðið til nýtt þýskt stórveldi - "empire".

Því þannig verður það, að innan hópsins munu Þjóðverjar ráða öllu því sem þeir vilja, Frakkar munu verða að sitja og standa eins og þeim er skipað fyrir. Frakkar í veikri von um að það skapi þeim einhver áhrif, munu fara í hlutverk hundsins sem hlíðir húsbóndanum, stendur keikur honum við hlið gagnvart þriðju aðilum.

Helsti veikleikinn eru ytri mörk fjárhagslegrar getu Þjóðverja sjálfra. En þeir munu þurfa að halda Ítalíu á floti með naflastreng - ef þeir vilja halda Frökkum sér við hlið. Í því liggur helsta von Frakka um áhrif á Þjóðverja, að Þjóðv. þurfa á Frökkum að halda ef þeir vilja triggja að engin öflug andstaða gegn Þýskalandi myndist á sjálfu meginlandi Evrópu.

En Frakkl. er eðlilegur leiðtogi andstöðuhóps ríkja, ef sá myndast á meginlandinu. Annars er það einna helst Bretl. sem hefur getu til slíks - sumu leiti sögul. hlutv. Breta að leitast við að veikja ríkjandi stóv. meginl. Evr. hvers tíma.

En kreppan sem nú er í aðsigi, en það stefnir í klárann samdrátt á næsta ári í Evrópu - er helsti veikleikinn - en það getur alveg farið svo að Þjóðverjar springi á limminu við það að halda Ítalíu uppi, enda finnst mér afskapl. líklegt að það aðgerðaplan sem lagt hefur verið fyrir ríkisstj. Ítalíu skv. þýskum fyrirmælum, skili svipaðri útkomu og sambærileg aðgerðaáætlun fyrir Grikkl. á sínum tíma. Þ.e. að ítalska hagkerfið muni nánast falla eins og steinn, þegar sparnaðaráætlunum verður bætt við ofan á þá niðursveiflu sem þegar er af stað farin að flestum líkindum.

Að auki munu Þjóðverjar neyða hin löndin, inn í mjög sambærileg niðurskurðarprógrömm - ekki síst Frakkl. sjálft, og ef þeim er alvara með að ná ríkisskuldum niður í 60% munu þeir einnig skera verulega niður sjálfir.

Það getur skapað nær fullkominn efnahagsl. storm - þ.s. hið þýska efnahagsplan rekur ríkin hraðbyri niður í sífellt dýpra ástand efnahagl. kreppu.

Þ.e. það sem getur verið banabiti þessarar áætlunar!

Ég útskýri nánar hættuna við harðann sparnað þegar hagkerfi er við það að spírala niður í kreppu, í commenti að neðan!

----------------------------- Eigið comment af erlendum vef:

I fully concur with S&P's assessment:

"As the European economy slows, we believe that a reform process based on a pillar of fiscal austerity alone risks becoming self-defeating, eroding the revenue side of national budgets."

This is the problem - or the single greatest one. The main focus of the Merkozy agreement was on further austerity, and moreover sooner than later.

However when your economy already is sliding into a recession, to much austerity too soon, may be dept negative - meaning that your austerity shall push the economy into a nosedive hence rapidly raising the dept to GNP levels.

So on the contrary you don't want immediate up front austerity, but rather a focus on growth strategies over the short to medium; focusing on letting the austerity gradually come in over the medium to long term.

First you need to see some pick up from the economy - before you throw in the austerity.

Not the other way around - that leads to dept depression. We've already seen how that works out in Greece.

Yet Merkel wants to impose that failed program on the entire Euro zone.

MADNESS! 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar, á ekki orðatiltækið dramb er falli næst vel við Merckel í þessari stöðu?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 11:13

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Já líklega, það hefur lengi þurft að gjalda varhug við tilteknum þjóðum sem virðast líta á sjálfa sig sem mikilvægari en aðra, ekkert athugavert við það að ráða yfir öðrum - láta þeirra hagsmuni alltaf koma í öðru sæti.

Þetta auðvitað gerir myndina í tengslum v. inngöngu mjög skýra - ekki lengur unnt að hártoga að um afsal fullveldis sé að ræða.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.12.2011 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband