30.11.2011 | 23:30
Mun sameiginleg aðgerð nokkurra stórra seðlabanka bjarga evrunni?
Þetta er reyndar smá "hyperbole" því í reynd hefur samfellt síðan í september sl. verið í gangi peningadæluaðgerð sömu seðlabanka, þ.e. :
- Seðlabanki Bandaríkjanna.
- Seðlabanki Bretlands.
- Seðlabanki Sviss.
- Seðlabanki Japans.
Það sem þeir hafa nú gert, er eitthvað sem mætti kalla tjúnnun á prógramminu, sem hafið var í september og þá skv. tilkynningum átti að ná fram til nk. áramóta.
Sjá: 15.9.2011 | 16:36 Helstu seðlabankar heimsins, koma Evrusvæði til aðstoðar!
Markets cheer bank liquidity move :"In a co-ordinated move with the other central banks the US Federal Reserve slashed the penalty rate that it charges them on dollar liquidity from 100 to 50 basis points."
- Sem sagt, Seðlabanki Bandar. lækkar þóknun sína úr 1% í 0,5%, svo hinir Seðlabankarnir geti endurlánað dollara gegnt minni kostnaði..
- Prógrammið er framlengt til 1. febrúar 2012 í stað þess að renna út 1. janúar 2012, eins og áður var áformað.
- "That's it" - þetta er nákvæmlega sama prógrammið og hófst í september sl. að öllu öðru leiti, þ.s. Seðlab. Bandar. afhendir dollara svo hinir Seðlab. geti endurlánað þá.
Sjá tilkynningu Federal Reserve: Release Date: November 30, 2011
- Það sem þessi aðgerð gerir, er að tryggja að til staðar sé nægt framboð af dollurum - svo bankar séu ólíklegri en annars að lenda í vandræðum með skuldbindingar í dollurum.
Það kemur sér auðvitað vel fyrir Seðlabanka Evrópu að fá þessa aðstoð Seðlab. Bandar. ásamt þátttöku hinna Seðlab. í prógramminu, þ.s. ECB getur auðvitað ekki prentað dollara, og ECB þá með þessu getur veitt neyðarlán 3. mánuði í senn skv. prógramminu.
Þetta eru auvitað klassísk neyðarlán - og þau hafa þá takmörkun að þau eru einungis veitt svo lengi sem viðkomandi bankastofnun hefur eignir sem ECB tekur góðar og gildar.
En þessi aðstoð er búin að vera í gangi síðan í september - og áhrif hennar fram að þessu á evrukrísuna hafa verið óveruleg!
- Þetta auðvitað gerir ekkert fyrir skuldastöðu landa í vanda.
- Ekkert heldur fyrir hallarekstur ríkissjóða.
- Né þann viðskiptahalla nokkurra þjóða, sem einnig er að valda stöðugri söfnun skulda.
- Og það eru í reynd þessir þættir sem eru bakgrunnur bankakrýsunnar í Evrópu, því vegna þess hve bankarnir eiga mikið af skuldum einstakra aðildarríkja, þá veldur það bönkunum mjög verulegu tjóni - þegar einstök ríki komast í vandræði, og óvissa skapast um greiðslugetu þeirra.
- Því þá verðfalla skuldabréf þeirra ríkja, þ.e. eign bankanna rýrnar að verðgildi, hún verður minna virði en upphaflegt kaupverð, sem er bagalegt fyrir bankastofnanir sérstaklega ef sú rýrnun skapar tap sem nemur verulegum upphæðum.
- Tap banka vegna verðfalls ríkisbréfa ríkja í vandræðum, er farið að framkalla verulega óvissu um - ekki einungis lausafjárstöðu, heldur hreinlega eiginfjárstöðu fj. bankastofnana.
Þá kemur einmitt að lykilvandanum, en neyðarlán stoða lítt nema vandræðin séu vegna skorts á lausafé - en ekki vegna þess að eiginfé viðkomandi stofnunar er á hröðu undanhaldi.
Af hverju hækkuðu markaðir svo mikið í gær?
Mér finnst það reyndar full mikil hækkun vegna tilefnisins, en ódýrari neyðarlán - er eðlilegt að hækki gengi hluta bankastofnana eitthvað.
En það virðist að baki hækkuninni liggi einnig orðrómur um það, að Seðlabanki Evrópu ætli sér að leggja meira til í sarpinn.
En það væri sosum ekki í fyrsta sinn að markaðurinn hleypur eftir orðróm!
- The Dow Jones is up 4.24pc - its biggest gain since March 2009 -
- the S&P 500 rose 4.33pc and
- the Nasdaq climbed 4.17pc.
- The FTSE 100 climbed 3.16pc,
- the CAC gained 4.22pc and
- the DAX rose 4.98pc.
Niðurstaða
Seðlabanki Evrópu getur nú veitt neyðarlán í dollurum til evr. banka í vandræðum, gagnvart vöxtum sem hér eftir verða 0,5% lægri - væntanlega.
Það hjálpar sjálfagt einnig eitthvað að sameieginleg aðgerð seðlabankanna sem hófst í september skuli nú framlengd um mánuð.
Ég sé þó ekki að þetta boði nokkra dramatíska breytingu.
Finnst viðbrögð markaða vera dálítið yfirdrifin - eignilega hysterísk.
Kv.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Sveitarstjórnarkosningar | Breytt 1.12.2011 kl. 11:46 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 857479
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skoppa markaðirnir ekki jafnsnögglega í hina áttina þegar fer að sverfa að aftur?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 08:14
Ætli það ekki.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.12.2011 kl. 11:43
Þetta er samtekinn ráð til að spennu upp skammtíma áhættu fjármálamarkaði. Nú fer allt upp og þá er það "Vogun[Balance] vinnur,Vogun tapar. Svo þegar komið er aftur niður hafa sumir tapað minna en aðrir. Það er neikvæður raunsölutekjuvöxtur á grunnmörkuðum næstu árin. Það munu fáir nýjir koma inn á uppboðin.
Júlíus Björnsson, 1.12.2011 kl. 21:28
er það ekki akkúrat það sem spákaupmennskan þrífst á það er að rugga bátnum og fá sveiflu?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 22:19
Ég vildi óska þess að þetta væri einungis slíkt rugg.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.12.2011 kl. 23:54
Það er verið að undirbúa Miðstýrt einræði í fjármálastjórnum Millstjórnsýslunar innan Meðlima Ríkjanna. Meir segja Þjóðverjae er að fara fram úr sínum Evrugengis skammti upp á síðkastið. Gera banka að skatta uppsprettu er ekki að borga sig í auknum innkaupum almennra EU neytanda á Alþjóðlegum raunvirðis ein. vöru og þjónustu. Hinvegar verður EU heildin að sníða eftirspurn eftir vexti. Lykil bankar eru verkfæri hagstjórnar Miðstýringar EU.
Júlíus Björnsson, 2.12.2011 kl. 07:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning