30.11.2011 | 01:15
Fjármálaráðherrar Evrópu bjóða upp á gamla hugmynd, ekki einu sinni í nýjum klæðum
Niðurstaða fundar fjármálaráðherranna, er að endurvekja hina áður misheppnuðu hugmynd um það, að stækka björgunarsjóð Evrusvæðis (ESFS - skv. enskri skammst.) án þess að í hann sé lagður nokkur nýr peningur, af hálfu aðildarríkjanna sjálfra.
- Síðast er sú hugmynd var lögð fram, átti að fá Kínv. - Japani - S-Kóreu - Indland - Brasilíu o.flr. að leggja í reynd fram fjármagnið.
- Þetta var auglýst sem stækkun ESFS í 1.000ma.. Menn létu taka af sér myndir. Létu eins og öllu væri bjargað.
- En hvernig sem sölumenn ESB reyndu að selja þ.s. góða fjárfestingu að kaupa inn í púkkið, þá var niðurstaðan sú að enginn fékkst til þess - enginn.
Niðurstaða fundarins er sem sagt að endurvekja þessa hugmynd, tja - þeir geta greinilega ekki fundið neina betri.
En nú er það "Plan B" að selja til fjárfesta ekki einstakra ríkja, þá hugmynd að kaupa sig inn í það púkk sem boðið er upp á. En í reynd felur hugmyndin í sér að gera ESFS að einni risastórri afleiðu, þ.s. aðildarríkin nýta þær ábyrgðir sem þau þegar hafa lagt ESFS til - en bjóða að ábyrgjast 20% af tapi þeirra aðila sem verða meðeigendur.
- Þannig með því að minnka áhættu, var og er vonast eftir að fjárfestar fáist út á vextina í boði.
En ef þessi hugmynd var vonlítil fyrir nokkrum vikum síðan - er hún fullkomlega vonlaus nú!
Bloomberg: EFSF Gets Ministers Approval for Expansion
Reuters: Euro unmoved by EFSF plans, market burned before
Telegraph: Wolfgang Schauble admits euro bail-out fund won't halt crisis
Wall Street Journal: Euro Zone Boosts Rescue Fund
- Þó svo þeir séu ekki lengur að tala um 1.000ma. þá er enn vonast eftir heildarupphæð á milli 500-750ma..
Sem ath. er ekki til í dag, heldur hefur ESFS einungis getu til að lána rúml. 200ma. fræðilega séð, ef tekið er mið af því sem þegar hefur verið lánað, og því sem ESFS á eftir að nýta af ábyrgðum landa sem enn hafa "AAA" lánshæfiseinkunn. En einungis ábyrgðir þeirra eru í reynd nothæfar ef skuldabréfaútfága ESFS á að fá "AAA" vottun.
- Þetta þíðir að þeir eru að dreyma um að útvega milli 300 og 500ma. á mörkuðum.
- Sem mér sýnist óheyrilega bjartsýnt miðað við að Þýskalandi sjálfu í sl. viku tókst ekki að selja 6ma. af skuldabréfum, náði bara að selja 3,9ma. þ.e. 35% vantaði upp á.
- Bendi á að í gær seldi Ítalía bréf á óheyrilega dýrum verðum þ.e. 7,56% fyrir 10 ára bréf, 7,89% fyrir 3 ára bréf.
- Seðlab. Evr. hefur verið að hjálpa þessum útboðum hinna ríkjanna - eða í reynd Bundesbank eða gamli Seðlab. Þýskal. sem enn starfar sem hluti af ECB, en Bundesbank hefur í reynd alltaf eða nær alltaf verið að kaupa er ECB kaupir því innan Bundesbank eru peningarnir til.
- Ég held að þ.s. gerðist er Þýskaland seldi og Bundesbank keypti þau 35% sem upp á vantar, hafi einungis verið þ.s. er í gangi á þessum uppboðum.
- Vegna þess að það var Þýskal. sjálft að selja, þá keypti Bundesbank beint þ.s. á vantaði án þess að vanalega er það kallað að ECB kaupi, og þá kemur það hvergi fram í opinberum gögnum fyrr en eftir á. Þá einungis þannig að þeir segja frá heildarupphæð þess sem var keypt þá vikuna, en ekki hvaða upphæð hér eða þar.
- En Bundesbank tilkynnti um það um leið - megin munurinn hafi verið gangsægi, í það skiptið.
Ef þessi grunur er réttur - þá útskýrir það af hverju útboð Þýskalands misheppnaðist, meðan önnur uppboð t.d. Ítalíu í gær eru sögð hafa heppnast - en þetta virðist manni ekki alveg ganga upp.
Þá eru þau í reynd öll misheppnuð upp á síðkastið, en Bundesbank bakvið tjöldin hefur verið að redda þeim - en fyrir allra augum í þetta eina skipti.
En að auki, ef sá grunur er réttur - þá er ekki nokkur hinn minnsti möguleiki á því að það verði unnt að safna þeim ógnar upphæðum sem talað er um, með sölu bréfa til fjárfesta á markaði.
Þá er skuldabréfamarkaðurinn í Evrópu í reynd hruninn - og þessi áætlun enn eitt dæmið um algert gagnsleysi þeirra sem ráða ráðum innan ESB þessa dagana og vikurnar.
Það er einmitt þ.s. mér sýnist!
PS: Það er víst hluti af samkomulagi ráðherranna, að nýta AGS sbr:
"Jean-Claude Juncker, chairman of the so-called "Eurogroup": We also agreed to rapidly explore an increase of the resources of the IMF through bilateral loans, following the mandate from the G20 Cannes summit, so that the IMF could adequately match the new firepower of the EFSF and cooperate even more closely."
Hugmynd að AGS setji upp björgunarsjóð á móti, áhugavert að sjá - en þó Evrópa ráði rúml. 30% atkvæða innan AGS, þá ræður hún ekki þar öllu - eða ekki alveg öllu.
Allra síst getur hún neytt fram framlög annarra ríkja - en sjóður AGS er fjármagnaður af aðildarríkjum AGS sameiginlega.
Niðurstaða
Ekki sýnist mér björgun að fá, frá uppvakningu fjármálaraðherra evrusvæðisríkja á þeim draug, sem þeir fyrir rúmum mánuði kynntu sem björgunina miklu.
-----------------------------
Það virðist vera svo að AGS eigi að koma til skjalanna cirka 50/50. Þ.e. nýtt. En þ.e. ekki beint svo að Evrópa geti ein ákveðið slíkt.
Fyrir mánuði þverneituðu aðildarlönd AGS að koma til aðstoðar - sögðu vandann vera á ábyrgð Evrópu sjálfrar, hennar að leysa hann.
Á hinn bóginn er ESFS klárt alltof lítlll - og ljóst virðist nú að aðildarríki Evrusvæðis hafa endanlega gefist upp á frekari tilraunum til að stækka hann. Jafnvel þó áætlanir gangi fullkomlega upp, sem ég stórfellt efast um - þá er hann stækkaður skv. þeirra hugmyndum of lítill til að redda Spáni einsömlum - hvergi nærri dugar til að halda Ítalíu á floti nema kannski í eitt ár.
Fjármálaráðherra Þýskalands kvá á fundinum hafa áréttað eina ferðina enn, harða andstöðu við hugmynd um svokölluð Evrubréf. Að auki um það að heimila Seðlab. Evr. að prenta án takmarkana - sem virðist mér eina leiðin til að bjarga evrunni - hið minnsta um einhverja hríð.
---------------------------
Spurning um það hverskonar fundur - næsti fundur fjármálaráðherra Evrusvæðis verður þann 9. des nk. Sumir gárungar hafa hent því upp - að það verði kveðjufundur. Síðasta kvöldmáltíðin!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:58 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 857481
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning