Sáttmáli hinna viljugu til bjargar Evrunni!

Ég hélt ég væri búinn að heyra allar hugmyndir, en þ.s. Merkel og Sarkozy voru víst að funda yfir helgina, og eru enn að ræða stíft - var nóg til þess að markaðir í Evrópu hækkuðu stíft í dag, út á vonina eina saman um 11. stundar björgun.

Því engum góðum fréttum var í reynd til að dreifa, bara slæmum sbr.:

  • Belgía seldi í morgun 10 ára ríkisbréf fyrir 5,659%, sbr. 4,37% fyrir mánuði.
  • OECD kom fram með nýja dökka hagspá, þ.s. spáð er 2% samdrætti næsta ár á evrusvæði, og 2,2% árið eftir - ef Evrópuríkin klúðra málum á næstunni: OECD - Press handout.
  • Síðan koma Moody's fram með eftirfarandi aðvörun, þ.s. talað var um vaxandi líkur á fj. gjaldþrotum ríkja: Rising severity of crisis threatens EU sovereign ratings.

Ég bendi einnig á mjög góða yfirlitsgrein Der Spiegel English: A Continent Stares into the Abyss

Þessi magnaða mynd frá Der Spiegel, sýnir það magn skulda sem löndin 3 þurfa að endurnýja á næstunni - og þ.e. alveg satt sem greinin segir, að þ.e. orðið í reynd hrun á eftirspurn eftir ríkisbréfum í Evrópu. Svo spurningin sem Spiegel setur upp - hver á að kaupa, er mjög áhugaverð.

Graphic: Maturing bonds

Coalition of the willing!

Germany, France plan quick new Stability Pact: report

Þetta held ég að hljóti að vera síðasta útspilið - en hugmynd Frakka sem Merkel virðist vera að hlusta á, er að ríki taki sig saman og stofni alveg í reynd nýtt samband.

Einfaldlega vegna þess að þ.e. ekki nægur tími til að framkvæma þær nauðsynlegu breytingar á sáttmálum ESB - sem þá þurfa samþykki og staðfestingu allra 27 aðildarríkjanna.

Það væri samsett úr kjarna hinna viljugu - sbr. "coalition of the willing".

Klárlega er ekki til hugtakið kaldhæðni í huga franskra embættismanna.

  • Sáttmálinn væri því gerður alveg þvert á núverandi stofnanir ESB, og því í reynd væri þetta nýtt samband - en hugmyndin virðist að þetta virki eins og Schengen að, sáttmálinn bindi þá sem taka þátt, undirriti og staðfesti samkomulagið.
  • Evrusvæðisríki myndu geta gengið inn í þennann sáttmála, sem Frakkar og Þjóðverjar hafa samið um á milli sín.
  • Þetta væri grunnbreyting á ESB, en með þessu væri í reynd myndaður formlega sá innri kjarni sem Frakka hefur lengi dreymt um.
  • En óvíst er hve mörg ríki myndu geta gengið þarna inn - undirgengist gömlu stöðugleika ákvæðin - leitt þau í stjórnarskrá, þ.e. 60% hámarks ríkisskuldir, 3% halla - innan þess tímaramma sem þeim myndi líklega vera veittur, og skv. þeirri sýn Þjóðverja að leiðin til björgunar sé - niðurskurður?
  • En trúverðugleika vandinn verður mjög erfiður:
  1. Í annann stað má ekki hleypa inn ríkjum sem mjög bersýnilega geta ekki staðið við skilyrðin.
  2. Á hinn bóginn, þá munu þau ríki sem heltast úr lestinni, nær algerlega pottþétt verða greiðsluþrota.
  3. Þá verður atburðarás sem mun ógna fjárhagslegri stöðu sjálfra kjarnaríkjanna - ekki síst er Frakkland í slíkri stöðu sjálft, að þess trúverðugleiki er ekki hafinn yfir vafa.
  • Skv. því sem talað er um, fengi Framkv.stj. ESB rétt til að lögsækja ríki sem brjóta viðmið Jafnvægis-Sáttmálans.
  • Hann á einnig að innibera ímisskonar sjálfvirk eða nær sjálfvirk refsiákvæði, en endanleg mynd liggur ekki alveg fyrir.
  • Þ.e. eitt sem vekur athygli, þ.e. einmitt fókusinn á refsingar.

 

Veikleikar hugmyndarinnar eru augljósir

  • Frakkland sjálft er í mjög verulegri gjaldþrotshættu þ.s. 6 bankar þar eru í reynd hver um sig of stór, til að franska ríkið geti bjargað þeim. Heildarrúmmál bankakerfisins kringum 440% af þjóðarframleiðslu.
  • Svo í reynd stendur og fellur þetta dæmi á því hvort Ítalía getur bjargast - á eigin rammleik eða með einhverri tímabundinni aðstoð.
  • En franskir bankar riða til falls mjög fljótlega eftir að ljóst verður að Ítalía er án frekari vonar um björgun.
  • Munu markaðir telja það trúverðugt, að kjarnaríki undirriti bindandi samkomulag um tiltekinn hámarks ríkishalla þ.e. 3%, 60% hámarks skuldir o.s.frv.?
  • Eftir allt saman var gamli sáttmálinn um evruna rofinn á sl. áratug, af engum öðrum en Frökkum og Þjóðverjum sjálfum, er bæði ríkin tóku ríkishalla sinn umfram 3% og enginn fékk að segja múkk við því.

 

Svo er það spurningin hvort þetta skipti nokkru andskotans máli?
  1. En hinn raunverulegi vandi, sem ekki leysist með niðurskurðar aðgerðum, er tap S-Evrópu ríkja á samkeppnishæfni innan evrunnar, sem hefur framkallað stöðugann viðskiptahalla hin seinni ár.
  2. Enn eru Frakkland, Belgía, Portúgal, Spánn, Ítalía og Grikkland; öll með tölu með viðskiptahalla.
  3. Vandinn er, að viðskiptahalli grefur undan trú markaðarins á stöðu viðkomandi ríkis, því viðskiptahalli þíðir í reynd að ríki - frameiknað - á ekki fyrir sínum skuldum.
  4. Viðskiptahallinn er í reynd þ.s. hefur verið að drífa fram evrukrýsuna - ekki hallinn á ríkissjóðum landanna.
  5. Samt er fókusað alltaf stöðugt á ríkissjóðs hallann - þó svo að hann sé langt í frá lykilatriðið í trúverðugleika skulda þessara landa.
  • Ríkin með viðskiptahalla þurfa í reynd öll með tölu eitt stikki gengisfellingu.
  • Hin leiðin að lækka laun, hefur ekki virkað hjá þeim fram að þessu - ath. það eru komin 3 ár nú frá því að kreppan hófst síðla árs 2008.
  • Það sem hefur verið að gerast er að markaðir hafa verið smám saman að missa tiltrú að ríkjunum með viðskiptahalla innan Evru - einu eftir öðru.
  • Eðlilega féllu þau sem voru með minnstu hagkerfin fyrst, þ.s. viðskiptahallinn var hæstur sem hlutfall af landsframleiðslu.
  • En nú er Belgía í reynd komin í vandræði.
  • Bara Frakkland er eftir - og þess vaxtakfrafa hefur verið að hækka, þó svo hún sé enn neðan við 4%, þá verður þess vart mjög langt að bíða að hún fari upp í 4%, svo rúm 4%, síðan nálgist 5% o.s.frv.
  • Ég sé ekki að þessi Jafnvægis Sáttmáli í reynd dugi til að laga ástandið.
  • Og mér sýnist full ástæða að ætla að hann geti ekki haft trúverðugleika.

Í reynd virðist gambítturinn snúast um að sannfæra Angelu Merkel eina ferðina enn um það, að heimila Seðlabanka Evrópu að - prenta peninga, svo ECB geti ábyrgst skuldir aðildarlandanna.

Á grunni þessara fundarhalda hækkuðu markaðir í dag og það hressilega:

  • The FTSE 100 closed up 148.1 points, or 2.9pc, at 5,312,76.
  • The CAC added 5.5pc in Paris and
  • the German DAX rose 4.6pc.
  • Even the Italian FTSE MIB rose 4.6pc.

 

Ég er farinn að verða efins um að jafnvel peningaprentun myndi redda evrunni!

  • En eins og Der Spiegel bendir á, þá mun það valda umtalsverðri verðbólgu.
  • Sem síðan getur framkallað enn frekari hækkun vaxtakröfu ríkja í vanda, því fjárfestar setja þá verðbólguna inn í vaxtakröfuna,
  • þannig að fjármögnunar kostnaður ríkjanna fer þá upp, svo það þarf að auka enn frekar prentun til að halda þeim á floti, og svo koll af kolli.
  • Að auki þá mun það taka verulegann tíma að framkalla viðsnúning á tapaðri samkeppnishæfni, sem bendir til þess að halda yrði fj. landa uppi með prentun - árum saman.

Hættan er augljós á verðbólguvél - með síhækkandi verðbólgu frá tímabili til tímabils.

Nema auðvitað að prentun væri samhliða mjög hörðum sparnaðar aðgerðum.

Þá er spurning hvort unnt er að halda nægilega harðri svipu á einstökum löndum.

Vandræði af slíku tagi hafa í fortíðinni framkallað ástand óðaverðbólgu í allra verstu tilvikum.

 

Hvað ef sáttmáli hinna viljugu inniheldur eingöngu þröngann kjarna?

  • Ef Ítalíu vantar inn í þann kjarna - þá verður Frakkland sjálft einnig gjaldþrota.

Þá verður það hrun sem við öll erum að óttast, þ.e. bankakerfi Evrópu rúllar - meira að segja Þýskaland gæti farið á ystu brún þess að forðast þrot.

Svo sáttmáli hinna viljugu verður að innihalda Ítalíu.

En það mun á sama tíma skapa mjög augljós trúverðugleika vandamál, því þ.e. mjög ólíklegt að Ítalía geti framkallað viðsnúning úr því sem orðið er - með þeim sömu aðferðum sem beitt var í Grikklandi, þ.e. harður niðurskurður sem magnar upp samdrátt veldur enn frekari halla, svo það þarf enn frekari niðurskurð o.s.frv. - svo hækkar stöðugt hlutfall skulda per landsframleiðslu.

Eina leiðin til að bjarga Ítalíu er ef a.m.k. 20% er skorið niður af skuldum Ítalíu, ef á að reyna að láta Ítalíu bjargast innan evru, með niðurskurðar aðgerðum eingöngu.

En það má vera að það þurfi nær 30% niðurskurð skulda, og þá kemur aftur að Frakklandi, að þá þarf að endurfjármagna banka um stórar upphæðir - þá hækka skuldir Frakklands verulega umfram núverandi rúm 80%.

Ríkisstj. Þýskaland getur sjálf þurft að aðstoða eigin banka, í slíku tilviki - þannig auka eigin skuldir.

Skuldir beggja kjarnaríkjanna geta því farið vel yfir 90%, jafnvel í rúm 100%.

Þá er auðvitað grunn spurningin um trúverðugleika þeirra sjálfra - að þau sjálf geti framkallað þá stöðu þ.e. 60% sem á að vera hámarks heimil skuldastaöa?

 

Niðurstaða

Ég held að við séum nú að sjá lokaútspil núverandi leiðtoga Frakka og Þjóðverja, og ég verð að segja að ég hef nákvæmlega enga trú á því að það hafi nokkra hina minnstu von til að virka.

Sem þíðir ekki endilega að það verði ekki ákveðið "in share desperation" að ræsa slikt samkomulag.

Mig grunar að markaðir í dag hafi hækkað - meir vegna enn eins orðrómsims um að nú loks muni Merkel samþykkja peningaprentun, en vegna þessa svokallaða sáttmála.

En Frakkar virðast vera að gera eina enn atlöguna að Merkel, í gegnum þessar viðræður - um peningaprentun.

En prentun er það allra síðasta sem hægt er að gera, til að forða nær tafarlausu hruni Evrunnar.

En svo alvarlegt er ástandið orðið, að markaður fyrir skuldabréf ríkja innan evrusvæðis er í reynd hruninn, og mjög vafasamt að ríkin muni í náinni framtíð geta selt þann stórfellda bunka bréfa sem þau þurfa að gefa út á næstu mánuðum - jafnvel vikum.

Það komi með öðrum orðum klassískur "full stop" atburður, þegar lausafjárvandræði framakalla tafarlaus greiðsluþrot ríkis eftir ríki - og bankakerfa sömu landa nokkurn veginn samtímis.

Þá á sér stað þ.s. sennilega verður stærsta gjaldþrot heimssögunnar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er hagkerfi Evrópu (og jafnvel vesturlanda) gjaldþrota hvort sem er?

Þýskaland með allan sinn viðskiptafgang tókst ekki að halda fjárlagahalla og skuldum opinbera aðila í horfinu og hvernig á að gera það nú þegar eftirspurnin eftir vörum þeirra hefur dregist saman?

Lífskjörin hafa verið fölsk í mörg ár (áratugi) og það er ekki vilji hjá almenningi til að ganga til baka niður á eðlilegt plan hvað það varðar og þá verður eitthvað að gefa eftir svo einfalt er það.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 09:58

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Í reynd voru þau fölsk einnig í Þýskalandi, því stór hluti afgangsins var hagkerfisbóla sem Þýskaland ásamt S-Evrópu bjuggu til í sameiningu, þ.e. S-Evrópa keypti vörur frá Þýskalandi en Þýskaland lánaði þeim fyrir þeim kaupum.

Svipuð bóluhagkerfinu Kín-Ameríku. Og eins ósjálfbært ástand.

Um leið og það bóluhagkerfi hófst á sl. áratug var evran á leið í vandræði.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.11.2011 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 857481

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband