Eigum við að segja upp EES eins og Ögmundur Jónasson vill?

Ég get ekki skilið orð Ögmundar Jónassonar í viðtali á RÚV með öðrum hætti, en að hann vilji losna við EES samninginn sem allra fyrst. Sjá: Vill jafnar hömlur á fjárfestingar

"„Ég vil taka umhverfið allt til skoðunar með það fyrir augum að tryggja yfirráð þjóðarinnar yfir landi, víðernum landsins og auðlindum okkar lands," segir Ögmundur og þá gildi einu hvort útlendingar sem hér vilja fjárfesta séu frá Svíþjóð eða Singapúr."

Ég sé ekki hvernig þ.e. samrímanlegt við veru innan EES, að samræma reglur um eignaraðild útlendinga á landi hér, og samtímis triggja innlenda eignaraðild.

Því innan EES eða regluumhverfis ESB á sviði samkeppnisregla, gildir að útlendingar á EES eða frá ESB, hafa sama rétt og við Íslendingar til eignar á landi.

Svo ég get ekki gert ráð fyrir öðru en því, að Ögmni vilji EES samninginn burt!

Ágætt er að muna að regluumhverfið í heiminum er mjög breytt síðan EFTA samningurinn tók gildi 1971. En tollar í alþjóðaumhverfinu eru miklu lægri en þá. Þannig að tjónið er miklu minna í dag, þ.s. tollar á iðnvarning eru ekki nema á bilinu 4-10%, ekki lengur tugir prósenta. Sem meðlimir Heims Viðskiptastofnunarinnar/World Trade Organization (WTO) njótum við ákveðinnar verndar, t.d. sbr. regla um svokölluð bestu kjör - sem þíðir sem dæmi að Evrópa má ekki veita okkur verri kjör en Evr. veitir öðrum ríkjum sem starfa á grundvelli regla WTO. WTO rekur dómstól, og slík mál má kæra - og ESB er skuldbundið til að hlíta þeim úrskurðum.

Alþjóðlega reglu-umhverfið er allt annað í dag, sem í reynd dregur úr mikilvægi frýverslunarsamninga miðað við það mikilvægi er þeir áður höfðu.

Sem þíðir ekki að þeir hafi ekkert gildi!

 

Hvaða þíðingu hefði það að hafa ekki lengur EES samninginn?

1993 nr. 2 13. janúar Lög um Evrópska efnahagssvæðið

Tjón:

  1. Án frýverslunarsamnings við Evrópu þurfa okkar útfl. aðilar að borga tolla, bæði af álinu og af fiski. Þetta væri á bilinu 4-10% skerðing útfl. tekna, sem væri bein lífskjaraskerðing.
  2. Það gæti þurft kannski allt að 10% gengislækkun krónu til að vega upp á móti, skerðingu tekna fyrirtækjanna af tollum - svo viðskiptajöfnuður haldist jákvæður að nægilegu marki.
  3. Að auki hafa okkar fyrirtæki ekki lengur sjálfvirka heimild til að starfa innan Evrópu, þurfa þá eins og bandar, kínv., S-kóreönsk, rússnesk o.flr. - að sækja um heimild frá ráðuneyti viðkomandi ríkis, til að hefja starfsemi í landi X.
  4. Sama gildir um einstaklinga, þeir fá ekki lengur sjálfvirka heimild til að starfa innan Evrópu, verða að útvega sér atvinnuleyfi.
  • EES samningurinn er uppsegjanlegur með árs fyrirvara - sem gefur væntanlega aðilum tíma til að útvega sér starfsheimildir eða starfsleyfi, sem í flestum tilvikum ætti að ganga, enda yfirleitt ekki nein veruleg tregða til þess að veita slík leyfi - þó auðvitað slíkt geti einnig brugðist.
  • Flestir þeir Íslendingar er starfa erlendis, eru innan Norðurlanda - og langflestir þeirra ættu að geta fengið starfsleyfi, svo þ.e. ekki sérlega líklegt að við værum að tala um að þetta 40þ. eða svo myndi vera hrakið heim, heldur myndi það fólk langflest halda hindrunarlaust áfram sínum störfum.
  • Enda Norðurlönd yfirleitt ekki óvinsamleg Íslendingum.

Tjón fyrirtækja er þó nokkuð t.d. Marels, Össurar og CCP - þ.e. þau geta ekki lengur sjálfvirk flutt starfsm. milli landa, starfsleyfi geta verið tafsamt ferli og því fylgir e-h kostnaður v. óhagræðis.

Þau þurfa þaðan í frá, að útvega sér starfsleyfi fyrir starfsemi sína í Evrópu, geta ekki sjálfvirkt sett upp sjoppu í Evrópulandi X. Því fylgir e-h óhagræði, þó svo að slík leyfi séu ekki með þeim hætti að þau séu íllfáanleg, þá tekur þetta alltaf e-h tíma.

Síðan þurfa þau þá að fara í gegnum tollskoðun með varning frá Ísl. til Evr. héðan í frá, bendi þó á að þ.e. sama kvöð sem er til staðar í tilviki starfsemi í Bandar. Þetta er einhver kostnaður - sem getur komið ef þau eru að flytja varning milli landa, en má vera að þau geti fengið slíkann toll endurgreiddann, ef þetta er innan fyrirtækisins. Ég held reyndar að það séu reglur um slíkt.

Það sem fer, er ákveðið kostnaðarforskot sem þau fyrirtæki hafa á keppinauta í löndum utan Evrópu, en þá auðvitað þaðan í frá eru þau að starfa í sama umhverfi og fyrirtæki frá Bandar., S-Kóreu, Japan, Rússlandi, Kína - sem starfa að einhverju leiti innan Evrópu.

Hvort þ.e. lykilatriði að missa það forskot - að sjálfsögðu munu forsvarsmenn þeirra berjast um hæl og hnakka gegn slíkri breytingu; en vel rekin fyrirtæki eiga að geta búið við þetta, fyrst að vel rekin fyrirtæki frá Bandar., S-Kóreu, Japan og víðar, það geta.

 

Lykilatriðið er eiginlega, rekstrarumhverfi hér innanlands!

Hvort þ.e. samkeppnisfært v. rekstrarumhverfi í þeim löndum! Því miður hefur ríkisstjórnin einmitt verið að vinna stórfellt tjón á rekstrarumhverfi ísl. fyrirtækja - með skattalagabreytingum sem auka rekstrarkostnað, gera það dýrara að hafa fólk í vinnu, auka kostnað v. fjármögnun o.s.frv.

  • Það væri einmitt lykilatriðið, að ef ákvörðun væri tekin um að yfirgefa EES - þá yrði að bæta okkar fyrirtækjum það upp hér í innlendu skattalegu umhverfi sem og regluumhverfi.
  • Ef Ísland er skattalega og í laga og reglu-umhverfi, algerlega samkeppnisfært við - Japan, S-Kóreu, Bandar. o.flr., þá þarf ekki að kvíða afleiðingum þess að hætta í EES.

Þær afleiðingar verða þá ekki umfram - þá tekjuskerðingu sem tollarnir valda. Kannski um 10% lífskjaraskerðing heilt yfir.

En ef áfram verður haldið á þeirri vegferð að skerða hér starfsumhverfi fyrirtækja, síðan er bætt því þar á ofan að yfirgefa EES - gætu efnahagslegar afleiðingar orðið verulega alvarlegar.

 

Hvað vinnst hugsanlega á móti?

Það er eiginlega að losna við bannið við því að mismuna erlendum aðilum á kostnað innlendra.

  • Við munum eftir Impregilo, en þaðan í frá gæti ekki erlendur verktaki komið með starfsm. sína hingað, eða reiknað með því að geta komið hingað með sína starfsm.
  • Erlendar ferðaskrifstofur geta þá ekki lengur sjálfvirkt hafið samkeppni hér v. okkar innlendu ferðaskrifstofur, flutt starfsm. sína með sér - þá getum við látið okkar ferðaskrifst. að mestu einoka ferðamannaiðnaðinn, og ísl. starfsm.
  • Útlendingar hafa ekki lengur rétt til þess að kaupa hér land, þ.e. jafnan rétt til þess og Íslendinga. Við getum því ef við kjósum svo - komið í veg fyrir það að land sé selt til útlendinga.
  • Ef erlendir aðilar vilja fjárfesta hér, er þá unnt að krefjast þess að innlendir verktakar, íslendingar - fái störfin. Nema auðvitað að ekki sé þá þekkingu að fá hérlendis.

Það væri hentugast að settar verði almennar reglur um það, hvenær má koma hingað með erlenda starfsmenn - svo það liggi fyrir, ekki sé sú kvöð að þurfa sérheimildir.

Reglur séu sem sagt gegnsægjar.

 

Mun þetta hindra erlenda fjárfestingu?

Það efa ég reyndar. Ég held að stærra atriði sé stöðguleiki í innlendu laga og reglu-umhverfi, en hvort við það eru tollar á okkar útflutning á bilinu 4-10%. Það má ekki vera þannig að því umhverfi sé raskað á 4. ára fresti. Heldur verður að vera samstaða um það - hvernig það skal vera, og það verður að vera - af fyrsta klassa:

  • Ferðamenn koma hingað vegna þess að þeir eru að sækjast eftir Íslandi sjálfu.
  • Fyrirtæki sem vilja nýta orku, eru að sækjast eftir henni - tollar þíða einflaldega að við tökum þá tekjuskerðingu ekki fjárfestirinn.
  • Vel rekin fyrirtæki í Bandaríkjunum, S-Kóreu, Japan - hafa verið að hefja starfsemi út um heim, þó þau þurfi að búa við það að tollar séu til staðar, og að þau geti ekki flutt viðstöðulaust starfsm. milli landa.
  1. Gott skattaumhverfi.
  2. Gott lagaumhverfi.
  3. Skilvirk stjórnsýsla.
  • Þetta eru stærri atriði - að mínu viti.

 

Niðurstaða

Tek fram að ég er ekki endilega að mæla með uppsögn EES. En því fylgja ekki eingöngu ókostir að losna út úr því lagaumhverfi sem þar ríkir. Afleiðing algerlega óhjákvæmilega væri nokkur lífskjaraskerðing - ofan á þá skerðingu lífskjara sem þegar er orðin.

En þetta gerir ekki Ísl. að Kúpu norðursins. Þetta hindrar ekki sókn til lífskjara.

Þetta myndi þó gera enn stífari kröfur til okkar um það að hafa samkeppnisumhverfið hér í lagi - því með uppsögn EES væri það samkeppnisforskot innan Evrópu fyrir bý, sem sá samningur gefur okkar fyrirtækjum umfram fyrirtæki sem hafa lönd utan Evrópu sem heimaland.

Ef við gerum okkar laga-, reglu- og skattaumhverfi samkeppnisfært á við þ.s. best gerist annars staðar, þá er engu að kvíða.

En ef við segjum upp EES í því samhengi, að haldið sé áfram jafnharðann þeirri vegferð að skerða starfsumhverfi fyrirtækja hér innanlands, þá verður tjónið af uppsögn EES hugsnlega verulegt!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er eitthvað sem ég hef ekki spáð í þar til nú nýlega, og satt að segja hallast ég frekar að því meira og meira að segja upp þessu EES dæmi.  Það eru þarna inni ýmsar reglugerðir sem hreinlega henta ekki okkar litla samfélagi, reglur, boð og bönn sem eiga að þjóna milljónasamfélögum, en henta illa í litlum sveitaþorpum, og binda oft hendur manna á landsbyggðinni, með ótrúlega asnalegum reglum sem eins og ég sagði eiga að taka á milljóna samfélögum en ekki nokkur hundruða. 

Þetta ætti samt að skoðast með varfærni og ekki ana að neinu.  EN skoða það samt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.11.2011 kl. 17:04

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Nákvæmlega, alltaf að þaulhugsa óafturkræf skref.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.11.2011 kl. 17:39

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

EES er reglustýring [regulation] og með Schengen 85% af grunnlagasafni EU, lög sem falla undir stjórnskipun Miðstýringar er nánast það sem upp á vantar og formleg aðild er nánast táknræn hvað varðar almenna neytendur á Íslandi. Reynslan síðan 1994 af efnislegri og fjármálalegri samþættingu  við EU er mælikvarði sem talar fyrir sig sjálfur.

Um starfleyfi í Miðlimaríkjum í EU, gildir að hið opinbera í Meðlima Ríkjum má mismuna og takmarka sína starfsmenn við sína ríkisborgara, því EU passinn bætist við Þjóðarvegabréfið en kemur ekki í staðin fyrir það.  Einnig geta einkafyrirtæki krafist þess að starfsmenn séu talandi á opinbert tungumál í sínu ríki. Mikill meiri hluti Ríkja í EU ekki umhverfi sem hentar almennum Íslendingum.

Allir sem eru yfir meðalagi og arðbærir fá yfirleitt störf í öllum ríkjum heims óháð upprunaríki.
Flest ríki heims er ekki í EES eða EU. 

Tollar hafa lækkað og nýir hátekju markaðir hafa sprottið upp út um allan heim, markaðir sem hafa efni á því sem er efst í fæðukeðjunni.

Tollar á lávirðis útflutning frá Íslandi bitna bitna mest á smásölu neytendum í EU. Hagmunir eru líka í EU að gera tvíhliða samning við Ísland. Sviss er búið að sínum þjóðartekjum upp eftir að hafa sagt upp EU.

Gengið er mjög lágt í dag og þarf ekki að lækka meir í augum Kommission í Brusselll að mínu mati. Ísland getur ekki aukið lávirðisútflutning á sjávarvörum af náttúrulegu ástæðum. Hinsvegar getur Ísland reynt að hámarka raunvirðið af þeim ára meðalkvóta sem það hefur og leita upp hátekju markaði út um allan heim sem geta borgað meir en EU framtíðar.  Fiskur er efri millistéttar fæða í flestum ríkjum heims.

Gerum okkar laga-, reglu- og skattaumhverfi samkeppnisfært á við þ.s. best gerist annars staðar, þá er engu að kvíða.

Taka upp sömu bókhaldslög og gilda og eru eins í grunni í öllum stöndugum ríkjum heims. Miða lámarkstekjur  við vel rekinn fyrirtæki sem ekki sérhæfa sig í þjóna lávirðisauka hagsmunum.
Þýskt skatta og samtyggingar kerfi er eitt það öruggasta í heimi og við gætum tekið það upp hér, og sleppt UK fátækra áherslunum sem ríkja hér til að bakka upp lávirðis útflutning. 

EU sjálft t.d. Þjóðverjar og Frakkar, Ítalir og Hollendingar flytja ekki út lágvöru á erlenda markaði , þeir leggja áherslu á útfluningu hávirðisauka til að komast yfir dollara til að tryggja sér frumefni og orku. Þetta er  spurning um gæði og hentar litlum Ríkjum að byggja upp góð eftir sótt vörumerki.

10 manna fyrirtæki sem getur skilað 100 milljónum á starfsmann.  100 manna fyrirtæki getur skilað 1 milljón á starfsmann.  
Fjöldi  starfsmanna eða Ríkja einn sér segir ekkert um heildar tekjur.  Í ríki þar sem hlutfalla hávirðisauka fyrirtækja er hár , minnkar þörf fyrir Ríkisstuðning það er skattar lækka og hlutir hins opinbera minnkar að sjálfsögðu. Hluti Ríkis í neyslunni vex í samræmi við fjölgum bótaþega, aumingja og óreiðumanna og glæpamanna. Eins og við höfum sannað á Íslandi. 

Þess vegna á ríkið að hafa sem minnst bein áhrif en tryggja reglustýringu sem eflir alla einstaklinga til að láta gott af sér leiða í þágu heildar þjóðartekna. Það er alveg nóg að ríkið tryggi þá sem geta ekki tryggt sig sjálfir innan reglustýringar sem  mismunar ekki hinum sem geta það.

 Þýskaland og Frakklandi er í þremur plönum eða þrepum sem búða við  árlega hlutfalslega  geira skiptingu. Kallast meiri háttar. Danmörk er nánast komið í tvö plön með hlutfallslegri geira skiptingu. "Pie chart" uppsetning gerir nánast ómögulegt að fara fram úr fjárlögum. Þá gerir hver geiri út á sína langtíma árlegu prósentu eða sneið úr þjóðarkökunni. Persónaafsláttur hér sem fer til lögaðila, er settur á kaup starfsmanna og tekin strax af aftur í Danmörku og Þýskalandi, rekstur fyrirtækja einfaldast fjármálega séð. 1 tekju skattsþrepið er svo það sem fer í útsvar og samtryggingar: fastur tekjustofn óháðúr ríkisstjórn.  Þetta eru um 140 milljarðar á ári sem þarf ekki að risikera.   Stöndug fyrirtæki sækast í hlutfallalega stöðuleika í síunum í útgjaldaliðum. Íslendingar skilja greinilega ekki hvað hlutfallslegur stöðugleiki er. Fyrir ESB -sinna þá er það lykill að því að verða ríkasta Meðlima Ríkið í EU.    

Júlíus Björnsson, 27.11.2011 kl. 18:31

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Við eigum að skoða hvernig nágrannaþjóðir okkar, Norðmenn, Svíar og Danir hafa skipað þessum málum og að nota nú tækifærið, úr því að verið er að semja um aðildarsamning, til þess að koma þessum málum í betra horf.

Það kann vel að vera að hingað til höfum við sloppið við stórfellt landakaup útlendinga hér á landi vegna fjarlægðar landsins frá meginlandinu, en aðstæður gætu breyst vegna opnunar siglingaleiða og hugsanlegrar olíuvinnslu norður af landinu. 

Hér verður að sýna framsýni. Einar Þveræingur mælti sín varnaðarorð ekki vegna þess að honum þætti þáverandi Noregskonungur svo slæmur eigandi Grímseyjar, heldur það að enginn vissi hvernig arftakar hans myndu fara með þá eign. 

Ómar Ragnarsson, 27.11.2011 kl. 21:09

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það er alveg rétt, hann var að horfa fram á veginn. Og þ.e. rétt að sterkar vísbendingar eru uppi um að norðurslóðir verði áhugaverðari í augum fjárfesta í framtíðinni.

Aftur á móti getum við ekki nýtt okkur dönsku undanþáguna, enda var henni náð fram á sínum tíma af harðfylgi af Dönum, þegar verið var að framkv. sáttmálabreytingar - en tækifæri smærri aðildarríkja er einmitt að herja fram sérkröfur þegar sáttmálabreytingar eru í býgerð, þannig selja atkvæði sitt þ.s. sáttmálabreytingar enn þurfa samþykki allra. Hún gildir bara innan Danmerkur.

Ég veit ekki til þess að nokkuð sé unnt að gera innan EES regla, nema að sömu takmarkanir gildi gagnvart Íslendingum. Það væri mjög orðugt að herja sérstakar undanþágur fram í aðildarviðræðum þ.s. eftir allt saman þurfa allar 27 þjóðirnar að samþykkja slíkt.

Svo mér sýnist að ef þ.e. okkar skoðun, að mjög nauðsynlegt sé að setja takmarkanir við erlendri eignaraðild á ísl. landi, þá knýji það eiginlega á þá niðurstöðu - að yfirgefa alfarið lagaumhverfi ESB, þá með því að segja upp EES.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.11.2011 kl. 21:17

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í Lissabon var samþykkt að tími undanþága án tímamarkar frá því sem dag eru stjórnarskrárlög Miðstýringar EU, væri liðinn hvað varðar ný Meðlima Ríki. Einnig lögð áhersla á að þegar Þjóðverjar væru búnir með sinn Meðlima skatts afslátt vegna sameiningar Þýsku Ríkjanna, þá skyldu önnur Ríki líka  vera búin að koma sínum undanþágu á hreint. Yngri Ríki skyldu minnast þess hvað fyrirgreiðslur þau hefðu fengið á sínum þroskaferli af hálfu höfunda EU í dag. EU viðurkennir líka kröfu að þeirra mati þriðja heims Ríkja til að auka sína hlutdeild í efnisköku jarðarinnar, þessi breyting verður samt að mati EU að fara fram á afar löngum tíma.
Lissabon markaði líka þau  tímamót að GDP(PPP) EU heildarinnar fór í sæti 1. Viðbrögð USA hafa líka verið í samræmi síðan. Hvað liggur í kortunum næstu 30 ár er augljóst. Jöfnum eftirspurnartekna allrar neytenda jarðarinnar.  Þeir aðilar(Ríki) sem hafa grunn fjárfest frá 1970 í ríkjum sem geta hlutfallslega aukið þjóðartekjur sínar mest og hraðast er nú að hala inn raunvaxtatekjur frá sömu ríkjum, og bæta sér upp lækkun á sínum heima þjóðartekjum í samanburði.

Ísland getur ekki verið leiðandi í heiminum og verðu að laga sig að markaðs aðstæðum í Alþjóðsamfélaginu stóra [EU er 8,0% af kökunni] á öllum tímum. Selja gæði, aukið raunvirði, innan ríkis og utan. Leita upp þá markaði sem greið mest.  Efri millistéttar markaðir gera það erlendis þótt sá Íslenski sé ekki vanur því.

Það er ekkert hægt að semja um sem ekki er í samræmi við öll stjórnarskrálög, löggjafir , reglur og tilskipanir EU miðstýringar.  Ekki vegna þess að vilji er fyrir hendi hjá samninga mönnum EU, heldur vegna þess að þeir geta gerst lögbrjótar. Virðing fyrir forminu og ríkishollustunni einkennir höfunda ríki EU, t.d. skilja þessi ríki ekki hvernig hægt er fara fram úr fjárlögum ef hlutfallsleg fjölær  tekju skipting liggur fyrir í grunngeirum sama plani í þjóðarsölukökunnar[tertunnar í þýslandi, Frakklandi. Þetta er glæpur númer 1. hjá Kommission Brussell. 2. flokkast ríki eru í tveimur plönum. Hin kopar ríkin eru á koppnum og hafa engin áhrif utan sinnar fjármálalögsögu.

Júlíus Björnsson, 27.11.2011 kl. 21:47

7 identicon

Hvað með reynslu þjóða, eins og Svía í þessu sambandi.  Og þá á ég við EB.  Ef ég man rétt, þá var Svíþjóð hluti að EFTA áður.

Fyrir 1993 í Svíþjóð, var gífurlegur kraftur í samfélaginu.  Enn Sænskir "spekulantar" tóku sig til, og földu fé sitt í löndum eins og Thaland, sem varð til þess að fleiri fyrirtæki hrundu og afleiðingarnar urðu hrunið kringum 1993.

Svíþjóð gengur í EB, lofað gulli og grænum skógum.

Afleiðingarnar ... í dag, finnst fólk betlandi á götum úti hér í Helsingborg í Svíþjóð.  Félagskerfið er orðið hrætt, því það finnast ekki lengur peningar til að halda uppi kerfinu.  Svíþjóð getur ekki lengur staðið við mannréttindaskilmála og úthýsa því fólki.

Innflutningur útlendinga er gífurlegur, og keup þeirra á landareignum einnig.  ûr þessum peningum verður ekkert, því það eru engar framkvæmdir í gangi.

Asíubúar eru orðnir svo margir, að þeir eru að mynda nýja "Chinatown" í öllum borgum Svíþjóðar.

Verzlanakeðjur eru auðar á daginn ... það er enginn sem er það og kaupir.

Opinberu atvinnuleysi er haldið niðri með "námi" ... fólk er sett á námslán, bæði útlendingar og heimamenn.

Volvo farið á hausinn ... SAAB farið á hausinn ... IKEA að byrja í vandræðum.  IKEA hefur bjargað sér undanfarið með því að láta framleiða vörur sínar í Kína fyrir slikk, en gæði varana er orðinn ... "IKEA er dýrt kínarusl" 

Öll loforðin um gull og græna skóga hafa ekki staðist, og það eru engar líkur á því að það verði bót hér á málum.  Svíþjóð hefur sett í gang fleiri verkefni til að endurnýja borgarhluta, eins og Hamborg í Þýskalandi.  Öll þessi verk hafa tímabundna rás, og eru álíka áreiðanlegur eins og Kínverska prójektið í Kalmar.  Þýtt yfir á Íslensku, verið er að tæla menn til að kaupa skrifstofur og verzlanastöðvar í nýjum borgarhlutum án þess að það finnist leiðir til að fólkið geti verzlað þar ...

Hin stóra blekking, var að Svíþjóð og Ísland yrðu "þjónustusamfélög".  Nú hafa Íslendingar fengið að bragða á þessu "þjónustusamfélagsmáli", með því hruni sem varð á Íslandi.  Nú er tími til að vakna upp frá draumnum, og byrja að vinna fyrir því að landið geti haldið velli.

Þú getur selt landið þitt fyrir fé ... fyrir féð kaupirðu síðan verzlun.  Þú þekkir þig í hverfinu þínu, allir eru Íslendingar og kaupa frá þér.  Þangað til að hverfið breitist, og verður fullt af útlendingum sem ekki tala Íslensku.  Þeim finnast Íslenskur matur ógeð, Íslendingar leiðinlegir og vitlausir, og setja upp eigin verzlun.  Þar selja þeir allt á slikk, og enginn veit hvaðan þeir fá peninga til að reka þessa verzlun, því vörurnar eru seldar undir innkaupsverði.  Þú getur ekki kept við þá, og áður en líður á löngu er líka verzlun farin að minnka með kúnna.  Þú ferð á hausinn og byrjar að kaupa frá þeim í staðinn, og tekur fyrir nefið þegar þú kemur í búðina ... því þeir hafa ekki haft fyrir því að þrífa þar, síðan þeir komu þangað.

Enginn veit, hvaðan peningarnir koma ... en þú ert feginn að geta keypt ódýrt hjá þeim, því þú ert sjálfur orðinn peningalítill.

Þangað tl að þig vantar vinnu, en þú færð ekki vinnu hjá þeim ... því þeir taka bara asíubúa í vinnu.  Eða bara Ítali, eða bara Pólverja ... og þú, já þú ert heimskur, ljóshærður og bláeygður asni sem hlegið er að.  Þú seldir þeim landið þitt, og nú færðu að borga fyrir að leigja þar ... með rassinum á þér ... eða afkomendum þínum.

Það er enginn að mæla á móti útlendingum ... eða Asíubúum.  Það finnast tugþúsundir asíubúa, sem vilja koma til Íslands og verða Íslendingar.  Þeir læra tungumálið, og reyna að umgangast Íslendinga, og kenna börnum sínum að tala einungis Íslensku eða sænsku, eða fyrst og fremst Íslensku eða sænsku.  Það er þetta fólk, sem í hjarta sínu vill fremja Ísland, sem Íslendingar eiga að einbeita sér að ... að gera velkomna.  Því þeir eru auðlynd fyrir þjóðina.

ESB, og EES eru fyrst og fremst auðlyndastofnanir sem eru að hagnast á kostnað Íslendinga.  Þeir spila með Evru, eða dollar ... og ef þú skoðar nánar, þá sérðu að "Goldman Sachs" er stærsti sameiningar aðili fyrir báða hluta þessa kerfis.  Þeir einu sem ekki geta tapað eru "Goldman sachs" og kumpánar.

Ekki ætla ég að segja út úr EES ... en mér finnst full ástæða til að fara varlega, og kynna sér afleiðingarnar og aðdraganda að vandamálum Svía, Dana og svo framvegis.

Ég get ekki séð, af hverju íslendingar þurfi endilega að ganga í sama skítafarið og þjóðir Evrópu.  Þeir ættu að geta forðast stærstu gryfjurnar.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 08:43

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það þarf virkilega að hlusta á raddir eins og Bjarni sem upplifir þetta í sínu nánasta umhverfi.  En íslendingar margir snúa upp á nefið og hrópa rasismi rasismi, orð án nokkurs innihalds í dag.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.11.2011 kl. 09:27

9 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Já segum upp EES samningnum. Við þurfum ekkert að ræða það nánar.EES samningurinn var landráð og Landráð fyrnist ekki.

Valdimar Samúelsson, 28.11.2011 kl. 10:19

10 identicon

Þetta hefur ekkert með rasisma að gera Ásthildur.  Fólk af erlendum uppruna á að fá til Landsins, enda var landið upphaflega byggt af fólki sem flúði sínar heimaslóðir, vegna ofríkis konunga þar.  Og þess vegna eiga Íslendingar að vita, hvers þarf að gæta.

Hr. Nubo, er ekki hér í slíkum tilgangi.  Enda tilheyrir þessi kauði, áróðursdeild Kína og þar með leyniþjónustu Kína ... og ef maður þýðir á Íslensku.  Han getur verið hættulegur fólki, sem í raun og veru er að komast undan ofríki konunga sinna heimkynna.

Menn eins og Nubo, lætur fólk í Kína, strita og svelta fyrir fáeinar kŕónur.  Margt á ekki til í sig að éta, eða á.... á að bjóða slíkt fólk velkomið til Íslands, vegna þess að það á peninga?

Hvað er markmið okkar, Ásthildur? Erum við að drýgja okkur sjálf, til að geta notað fátækan almenning sem þræla ... og láta Kínverska alþýðu þræla fyrir skít og kanil, og láta þá sjá um allan iðnaðin, úrganginn og horfa upp á þá fá húðkrappa fyrir vikið, á meðan Nubo-ar í heiminum, fá að kaupa loftkastala hallir á Íslandi, og ætla að búa til hótel uppi á öræfum.

Er það eitthvað minna kynþáttahatur, að kalla mig og þig fyrir ljóshærða og bláeygða asna? Er það eitthvað minna kynþáttahatur, að neita okkur um afkomu og vinnu, vegna þess að við erum ljóshærð og bláeygð?

Ég bara spyr.

Það sem ég er að segja, Ásthildur .. er að menn eiga að hafa varann á, áður en þeir FLYTJA INN kynþáthatur.

ESB er ekkert annað en rugl á rugl ofan.  Hér er flutt inn kynþátthatur, í þeim tilgangi að þurrka út landamæri Evrópu.  Ég get vel skilið þann tilgang, enda hefur Evrópa í gegnum tíðina verið til eintómra vandræða.

Afleiðingarnar af ESB, er aukið kynþáttahaturr, sundrung og fátækt.

Ísland hefur gengið í gegnum fátæktar tímabil í gegnum aldirnar, og hefur ætíð getað bjargað sér með því að hafa auð af landinu, og sjó.

Telur þú það, Ásthildur, að það sé kynþáttahatur sem veldur því að maður segi hátt og skýrt, að varast skuli að selja og gefa öðrum löndum, þau auðæfi sem hafa haldið lífi í þjóðinni?  Og það þegar Ísland hefur þegar séð, hvað "þjónustusamfélagið" getur haft sem afleiðingar?

Hvort heldur þú, að sé meira kynþáttahatur? Í mér, að krítisera Kínverja, pólverja eða rússa fyrir að flytja hingað og læra ekki tungumálið, éta ekki matinn okkar, og hrækja á eftir okkur?  Ég spyr þig, hreint út ... það eru til miljónir Kínverja, sem vilja ekkert meir en að flytja frá Kína, til Íslands og gerast Íslendingar.  Lifa eins og Íslendingar, og fá tækifæri til að sjá sér farborða ...

Hvorn hópinn telur þú að við eigum að veita landvist? Telur þú, að herra Núboar í heiminum, muni veita Íslendingum meiri virðingu heldur en fólkinu sem sveltur undan þrælkun hjá þeim?

Nei, Ásthildur, það er ekki kynþátthatur ... það eru enginn mangæði, að bjóða heim útlendingum sem eiga peninga.  Taktu frekar við hinum, sem þurfa á því að halda ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 10:26

11 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég hef oft velt því fyrir mér því er alltaf verið að tala um að við þurfum að borga innflutningstoll með vörum inn í ESB. Svar Er það ekki af því að við erum innflytjandinn á staðnum. Venjulega borgar sá sem kaupir vöru tolla af vörum sem sá aðili flytur inn. Er ekki komin tími á að við hugsum á hinn veginn að land sem tollar vörur inn í sitt land er að gera sjálfum sér erfitt. Bara eins og við gerum hér á 'Íslandi. Við tollum vörur hæst sem eru ekki einisinni í samkeppni við innlenda framleiðslu. Sem dæmi bíla og vélar. Það að hamla útflutning á vörum til vinnslu erlendis er að því góða. Skatta umhverfið mun jafna sig þegar við framleiðum meira hér heima. Er Tollstjórinn kannski enþá á prósentum eina og hann var hér áður.

Valdimar Samúelsson, 28.11.2011 kl. 10:57

12 Smámynd: Samstaða þjóðar

Aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) var einhver stærstu mistök sem gerð hafa verið í íslendskri sögu. Með réttu má segja að samningurinn um EES sé helfjötur sem draga mun allan lífsþrótt úr þjóðinni. Afleiðingar samningsins hafa nú þegar komið fram í Icesave-kúgun nýlenduveldanna Bretlands og Hollands, sem háð hafa efnahagsstríð gegn Íslandi með dyggum stuðningi flestra ríkja í Evrópusambandinu (ESB). Hægt er að styðja úrsögn úr EES með fjölmörgum sterkum rökum: 

http://samstada-thjodar.blog.is/blog/samstada-thjodar/entry/1207581/

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 28.11.2011 kl. 11:45

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Bjarne ég var að taka undir með þér en ekki segja á móti, ég þvert á móti skil vel og tek undir þá afstöðu að við eigum að vera varkár gagnvart erlendum ágangi, mér finnst þú tala þarna af skynsemi og bendir á mál í návígi, sem geta allt eins orðið hér. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.11.2011 kl. 13:57

14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Áhugaverð umræða - Loftur Altice Þorsteinsson  - varðani þ.s. þú sagðir Loftur, þá var karlinn hann faðir minn á þinni skoðun. Ég get alveg séð fyrir mér landið utan EES - eins og fram kemur að ofan.

Það má vera eftir ítarlega hugsun sé þetta meira að segja rétt ráðstöfun, í ljósi dagsins í dag.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.11.2011 kl. 14:09

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir það með þér EInar og Loftur, þetta þarf að koma fram sem víðast. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.11.2011 kl. 14:13

16 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

En forsendan skv. því sem ég sagði að ofan, er að taka okkur á með það rekstrarumhverfi sem við bjóðum fyrirtækjum upp á hér. Við getum ekki leyft VG-um að halda áfram þeirri vegferð að stöðugt auka rekstrarkostnað hér innan lands. Því verðum við að snúa við og það sem fyrst, því forsenda að þetta allt gangi - þá á ég sérstaklega ef við ákveðum að hætta innan EES; er að rekstrarumhverfi fyrirtækja hér sé algerlega samkeppnisfært við reksrarumhverfi fyrirtækja þ.s. það best gerist annars staðar.

Þá þurfum við ekkert að óttast - þó við hættum í EES.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.11.2011 kl. 14:13

17 Smámynd: Júlíus Björnsson

Stétta skipting er mjög skýr í flestum ríkjum utan Íslands, og yfirstéttin víða hefur ekki tekið niður sig í margar aldir. Undirstéttin er í augum yfirstéttarinnar nánast skepnur og  sama yfirstétt deilir og drottnar með skipta fólki upp í allkonar tegundir og flokka sem er svo allir jafn réttlitlir.

Það er mjög gott að segja upp EES og minnka þann kostnað sem fylgir stjórnsýslu samstarfinu. Írski fjámálgeirinn reynir eins og hér að vera bjartsýnn en viður kennir staðreyndina að til lengri tíma heldur áfram að keppa að ríkjum á áhrifasvæði Miðstýringar höfunda EU. Litið er á ESS og öll ríki með slíka aðlögunarsamninga, eins og Kommission skilgreinir þá, af 90% sem eru  utan litla rasista samfélgasins EU sem eina heild.

Júlíus Björnsson, 28.11.2011 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 856011

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband