25.11.2011 | 15:09
Hrunið í Evrópu 1931 í ljósi evrukrísunnar!
Það er mjög merkileg atburðarás er hófst í maí 1931 með hruni risabankans Credit-Andstalt í Austurríki, sem þá var langstærsti bankinn á mið-Evrópusvæðinu, og e-h um 70% af bankakerfi Austurríkis. Í kjölfarið hófst gríðarlega alvarleg fjármálakrísa í Evrópu, og heiminum.
Austurríki var þá um nokkurt skeið á undan búið að vera í alvarlegum efnahagsvandræðum, sem hafði valdið Credit-Anstalt miklu fjárhagstjóni. Nokkrum árum á undan hafði Austurríki fengið alþjóðlega efnahags aðstoð, þ.e. 1922-26. En hagkerfið hélt áfram að vera mjög veikt. En ástandið versnaði mjög í kjölfar hrunsins á Wallstreet síðla árs 1929. Eftir mörg ár af efnahagsvandræðum, var efnahagurinn miklu leiti holaður upp, einnig fjármálakerfið í landinu.
Eftir fall Credit-Anstalt, skall á fjármálakrísa um gervalla Evrópu með hruni banka í fj. ríkja ásamt gjaldþrotum mikilvægra þátta atvinnulífs, í júní þurftu flestir stærri bankar í Þýskalandi að loka vikum saman, milljónir manna misstu allt sitt sparifé. Það virðist að hlutfall bankanna í Þýskalandi hafi opnað á ný, eftir endurfjármögnun og niðurfærslu inneigna sparifjáreigenda.
Bankahrun urðu einnig í Bandaríkjunum, ásamt fj. gjaldþrotum fyrirtækja. Í reynd var efnahagstjónið af hruninu 1931 miklu mun stærra, en tjónið af hruninu 1929.
Í ljósi dagsins í dag, getum við líkt Lehmans hruninu, við Wall Street 1929, og ef bankahrun hefst í Evrópu á næstu vikum; þá er það sambærilegt við seinna hrunið 1931.
Myndin sýnir hve seinna hrunið 1931 var mikið stærri atburður þegar miðað er við hrun virðis Dow Jones vísitölu WallStreet!
Hrun gullfótarins
Í júlí yfirgaf Þýskaland gullfótinn, eftir að fj. banka hafði farið í þrot og fj. stórra fyrirtækja.
Austurríki yfirgaf hann í október sama ár.
Bretland yfirgaf gullfótinn í september, eftir að hafa tapað miklu magni af gulli á milli júní og september, sem orsakaði skv. reglum gullfótarins að Bank of England varð að minnka magn peninga í umferð, til að viðhalda lögbundnu hlutfalli milli magns af gulli í hans hyrslum og magns peninga í umferð. En hraður samdráttur peningamagns er mjög samdráttaraukandi.
Í september gafst Bretland upp á því að viðhalda gullfætinum, það virtist engin leið til að stöðva eyðingu gullforðans því fólk virtist hafa misst tiltrú á peningum, svo endir var bundinn á tengingu pundsins við gull.
Í kjölfarið fylgdi fj. Evrópuríkja - en nokkur ríki héldu út lengur, þ.e. Bandaríkin til 1933, - Frakkland, Belgía, Holland, Sviss, Ítalía og Pólland; héldu út fram á 1936.
Er verið að endutaka hrun gullfótarins - í væntanlegu hruni Evrunnar?
Ég reikna fastlega með því að gikkurinn verði bankahrun, en í Evrópu er visst vanheilagt samband milli ríkissjóða og banka, þ.e. bankar fjármagna ríkissjóði flestra Evrópuríkja, með kaupum ríkisbréfa. Reyndar eru evr. bankar meginstoð fjármögnunar ríkissjóða Evrópu.
Fyrir bragðið eiga bankar mjög mikið af ríkisbréfum hinna ímsu aðildarríkja, en þó mest af ríkisbréfum eigin lands, svo mikið í reynd að ef ríkisbréf eigin lands verðfalla verulega - dugar það í flestum tilvikum að líkum, til að eyða upp öllu eiginfé flestra meginbanka Evrópu.
Þannig, að skuldakrísa aðildarríkjanna er evr. bankakerfinu mjög hættuleg, en það merkilega við ervruna er hve að mörgu leiti kerfið er endurtekning gullfótarins.
Þegar gullfóturinn var í gildi, var gull í reynd hinn sameiginlegi gjaldmiðill - þú gast alltaf gengið inn í banka og fengið greitt til baka í gulli, farið svo í næsta land og skipt gulli í gjaldmiðil.
Að mörgu leiti var þetta eins þægilegt, eins og margir upplifa í dag að búa við evru, og þurfa ekki að hafa áhyggjur af breytilegu gengi.
Alveg eins og innan gullfótarins, er aðildarríkjum evru ekki mögulegt að beita peningastefnu þ.s. peningamagn er aukið, til að vinna gegn samdráttartilhneygingum í hagkerfinu.
Hugmyndin eins og innan gullfótarins er, að stöðugt virði peninga sé öllu öðru æðra.
Alveg eins og innan gullfótarins, eiga ríki í vandræðum vegna samdráttar ekki möguleika á öðrum úrræðum, en að skera niður útgjöld - þannig magna samdrátt enn frekar; sem í fullri kaldhæðni magnar skuldakrísuna í reynd því hlutfall skulda per landsframleiðslu hækkar, samdráttur gerir því hagkerfið enn síður fært um að standa við skuldir, grefur undan lánstrausti enn frekar.
Það er virkilega kaldhæðið, að stofnanir ESB - ásamt Þjóðverjum, séu að íta ríkjum Evrusvæðis, inn í nærri því nákvæmt "copy/paste" af þeim samdráttarðgerðum sem á endanum störtuðu hruninu 1931 - eins og sagt er, að sagan endurtaki sig.
En samdráttaraðgerðirnar með því að grafa undan lánstrausti þeirra landa, um leið grafa undan eiginfé starfandi banka í því landi þ.e. ríkisbréf þess lands verðfalla - á endanum lætur e-h undan.
Gengið er einnig fast eins og innan gullfótarins var það fest við gull, svo gengisfellingar eru ekki heimilaðar eða ekki mögulegar. Svo nákvæmlega eins og innan gullfótarins, þarf lækkanir launa ef á að aðlaga hagkerfi - sem brást 1931, og mér sýnist ljóst að sé aftur að bregðast.
Þetta þítti stöðnun eða samdrátt þá, alveg eins og nú.
Eftir bankahrunið 1931 tekur það 2 mánuði fyrir Þýskaland að yfirgefa gullfótinn, 4 mánuði fyrir Bretland og mörg önnur ríki komu svo hratt á eftir, síðan dregst það fram á 1936 þar til Frakkland og nokkur önnur ríki hætta fyrir rest.
Ég á ekki von á að hrun evru verði á þetta langri tímalínu, þ.e. 5 ár. En hagkerfi Evrópu eru miklu meir samtengd og innbyrðis háð en þá var, auk þess að bankakerfin eru miklu stærri sem hlutfall af landsframleiðslu eigin landa því tjónið mun stærra af bankahruni bæði hlutfallslega og í absolút skilningi, sem og að á tölvuöld ganga hlutir miklu mun hraðar fyrir sig.
Sjá comment á erlendum fréttavef, sem ég skrifaði:
It's bank collapses that shall do that. But banks own helluva lot of sov. debt as in Europe states use banks to finance themselves, and vice wersa sov. debt forms much of the value base of the banks.
The reason for banks collapse, shall be due to the sov. defaults that shall cause loss of valuation of sov. debt, which shall eat up the value base of the banks, so that their net assets come to be worth less than their debts liabilities.
Quite inevitably at some point there shall be a bank run - say France but French banks own real lot of Italian debt, and they're too boot to big for French authorities to save them.
Then France goes like Iceland, needing to impose controls on movement of capital, true shall be tricky as they'd need border inspections to prevent much flood through smuggling.
Just about same time, bank collapses go like wildfire through European countries, this may take only a week, after which I expect all major banks in Europe to have folded. I moreover expect all countries with major banks folded, to have like say France imposed controls on the movement of capital cross borders.
Now, after these events have taken place, the Euro may live a little additional time like the Russian Rouble stayed in use in the ex USSR little bit beyond the collapse of the USSR.
Then the key event shall be at which point the Germans do pull the plug. But since the crisis began in 2008, Germans have in effect kept the European banking system alive, but the Bundesbank is the main source of liquidity within the Central Bank system of the Euro zone. The Bundesbank has transferred hundreds of billions of Euros through the central banking system, so other operating central banks can use that money to keep banks going. Add on top of that all the bonds the ECB has been purchasing with Bundesbank money. Hence the Bundesbank is accumulating a real lot of liabilities ultimately that shall end up German sole responsibility.
I imply moreover that after the collapse: but the German gov. shall have had to rescue it's own banks. Moreover exports shall be collapsing as the economic collapse is raging throughout the world economy. It shall become quite impossible for Germans to continue their liquidity support of the Euro.
So Bundesbank shall soon after in my scenario pull the plug on the Euro, like the Russian central bank did a while ago on the Rouble zone, some time after the collapse of the USSR.
The End!
Niðurstaða
Það er hreint magnað að hve mörgu leiti sagan er að endurtaka sig, frá árunum 1929 - 1931. október 1929 átti hrunið á Wallstreet sér stað. Síðan hefst seinna hrunið í maí 1931. Þaðan í frá hefst hin eiginlega heimskreppa, því kreppan á undan var barnaleikur við hliðina á kreppunni frá 1931.
Sagan endurtekur sig yfirleitt ekki nákvæmlega eins, en eins og einn sagði "hún rýmar".
15. september 2008 á gjaldþrot Leehman Brothers fjárfestingabankans sér stað. Nú er búinn að líða nokkrum mánuðum lengri tími milli hruna, en ég virkilega á sterklega von á því fljótlega eins og sjá má á enska textanum að ofan.
Kreppan sem þá hefst, verður þá mjög sambærileg við kreppuna í kjölfar hrunsins 1931.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:18 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856018
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
eru hagkerfi heimsins ekki bara eins og blaðra þau þenjast út að þolmörkum þá springa þau eins og blaðra svo jafnar þetta sig og ný blaðra fer að blásast út (hagvöxtur)
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 15:59
Það má vera, að til staðar sé stór hagsveifla er spili sig í gegn einu sinni á öld. Sumir halda því fram, getur alveg verið.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 25.11.2011 kl. 16:13
Þetta gerist oftar en einu sinni á öld, í kauphöllum á hverjum degi eru gífurlegar sveiflur upp og niður það er það sem gerir þær spennandi um miðja 19. öld þá fer stærri hluta íbúa að fá einhver fjárráð, svo koma hreppur um 1910 , 1930 -1941 og þá byrjar uppbygging síðan eftir 1966 kom lægð og um 1970 þá byrjar undir búningur um að gera sum ríki á Vesturlöndum fær til að taka á móti hráefniskorti eftir 30 ár. Nú eru engar líkur á Vesturlöndum að þurfi að byggja um vegna þess að mannvirki hafi hrunið , einnig fækkar íbúum ekkert í kreppunni sem byrjaði 2000 fyrir alvöru og fer ennþá hægt fram. Þetta er allt spurning um huglægt raunvirðismat á almennum neytenda mörkuðum. Þegar fjöldinn á Vesturlöndum sættir sig við að aðrir íbúar jarðarinnar fái meira að bíta brenna þá finnst honum hann vera ríkari þá styrkjast þjóðartekjurnar. Alþjóða fjámálamarkaður reiknar út PPP fyrir hvert ríki á stöðuðum mælikvarða og það kallast raun breytingar: OER landframleiðslu breytingar eða hagvöxtur byggist á hugmyndfræði í hverju ríki og getur matið breyst eftir sitjandi ríkistjórn hverju sinni. CIP USA er alþjóð raunvirðis mælkvarði , EU notar HCIP fyrir evrur ríki. Ísland notar heildar Neysluvístölu sem hentar hennar hagvexti. Billarnir í dag líta á alla jörðina í dag sem einn séreignar raunvaxta markað. Segir allmenning eins og hugsa eins og hópsál.
Júlíus Björnsson, 25.11.2011 kl. 16:50
Júlíus - að bera þessar kreppur saman að jöfnu, er eins og að bera saman að jöfnu Heklugos og Móðurharðindi. Þ.e. gríðarl. munur á heimskreppunni miklu, og hinum miklu mun smærri kreppum seinni tíma. Það má vel vera, að fyrir utan stærri sveifla er vanalega taka rúmann áratug, séu stærri sveiflur sem taka marga áratugi að ganga í gegn.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 25.11.2011 kl. 17:56
Seinni heimstyrjöldin var kreppa sem breytist í blóðbað. Ástæðan fyrir kreppum er alltaf eins spurning um valda jafnvægi. Skortur á hráefnum og orku til eigin raunvirðisaukasköpunar heima eða erlendis. Þetta er spurning um rúmmál : volume. Heklugos er Móðurharðandi er náttúruhamfarir. Skortur á raunvöxtum erlendis er aðal kreppu valdurinn hingað til. Verðtrygging raunvaxta er forsenda sem hefur enga merkingu í öðrum tungum nema með því að tryggja sér meiri raunverðmæti.
Kreppa merkir að raunþjóðartekjur skreppa saman, í samanburði ráðandi aðila í heiminum á hverjum tíma. EU getur verið að stefna í stærstu kreppu frá upphafi. Hagsveiflur er flatarmálsgreiningar: Niðursveifla er kreppa í tvívídd=plani. Rúmmálsgreiningar er mikið raunverulegri fyrir suma : heildar samhengið. Fjármálfræðin toppa hagfræðin.
Júlíus Björnsson, 25.11.2011 kl. 19:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning