Merkel vill bjarga málum í dag með því að leysa krísu morgundagsins

Það merkilegasta af öllu við þessa krísu í Evrópu, er hvernig leiðtogar Evrópu hlaupa eins og kettir í kringum heitann graut, þegar kemur að vandanum. Í dag var lítill leiðtogafundur milli Angelu Merkel og Nicolas Sarkozy, tvíeykið í öllu sínu veldi - sem virðist öllu ráða innan Evrusvæðis.

Germany, France, Italy to Propose Treaty Changes

Bid to change treaties 'agreed'

 

Hver er lausnin stóra? Á vanda dagsins í dag?

"The leaders of the euro zone's three largest economies on Thursday pledged to present a package of proposed changes to the European treaty by Dec. 9 that aim to integrate euro-zone economic policies and lay the groundwork for tough sanctions for profligate spenders, but they quashed suggestions that the European Central Bank should play a greater role in fighting the region's protracted sovereign-debt crisis."

Sem sagt, lausnin á því að í dag er paník á mörkuðum - Ítalía leikur á reiðiskjálfi, Spánn einnig, Frakkland sjálft í viðkvæmri stöðu, jafnvel Austurríki; og Belgía getur á hverri stundu orðið eitt landið enn í vanda.

Er að leggja fram þann 9. desember, tillögur að umfangsmiklum skipulagsbreytingum á evrusvæði, enn ekki er nákvæmlega ljóst hverjar þær myndu verða, en miðað við ummæli Merkelar stendur til að búa til einhvers konar fjármálayfirvald sem verði yfirþjóðlegt, sem hafi vald til að hlutast til um efnahagsstjórnun einstakra aðildarríkja.

Hve mikil þau afskipti myndu verða veit ég ekki, enginn veit það enn - því tillögurnar liggja ekki fyrir. En ummæli hafa bent til þess, að slík stofnun hefði vald til að hafna fjárlögum einstakra ríkja - sem bendir til þess að hún þyrfti að fá þau til yfirlestrar þannig að þau taki ekki formlega gildi heima fyrir fyrr en stimpillinn er kominn, hvernig sem líður samþykki þjóðþings.

  • Stofnunin myndi geta hafnað sem sagt fjárlögum, krafist minni eyðslu hér - hafnað útgjöldum þar, krafist niðurskurðar aðgerða - skattahækkana o.s.frv.
  • Í reynd hljómar þetta sem afnám sjálfstæðis - fullveldir aðildarríkja Evru.

Nema, ég velti fyrir mér - hvort Þjóðverjar munu láta þetta yfir sig ganga, eða þá þannig að þeir ætli sér að ráða þeirri stofnun, þannig að fullveldið aðildarríkja sé í reynd fært til þeirra - nánar tiltekið.

Þetta allt verður að koma í ljós.

 

Hver er vandinn við þetta?

Grunnvandinn við þetta, er að - að baki þessum tillögum liggur kolröng greining

En "obsession" Þjóðverja eða þeirra sem þar ráða, er að bakgrunnur vandans sé einfaldlega eyðsla tiltekinna ríkisstjórna - þeirra lausn er því að ríkisstjórnirnar eigi þá að spara, þá verði allt í lagi.

  1. En ríkisskuldir Spánverja og Írar, voru mun lægri en Þýskalands sjálfs fyrir kreppu.
  2. Þeir voru að auki með afgang af ríkisútgjöldum a.m.k. síðustu 5 árin fyrir hrun, á meðan að Þýskaland sjálft hafði halla fyrir hvert þeirra sömu ára, þó sá væri innan löggildra marka.
  • Hrunið á Spáni og Írlandi, var hrun bólu sem orðið hafði til innan einkahagkerfisins. Sú bóla framkallaði stórfelld útlánatöp hjá bankstofnunum, sem síðan komust í vanda.
  • Þessu fylgdi einnig stórfellt aukning atvinnuleysis þegar hagkerfin hrundu saman, ásamt stórfelldri minnkun veltuskatta - þannig að allt í einu stóðu þau frammi fyrir útgjalda vanda.
  • (Í reynd er þeirra vegferð ótrúlega lík okkar).
  • Útgjaldavandi Ítalíu er ekki vegna óskaplegs halla á ríkisútgjöldum - en hallinn þar er ekki nema 1% umfram 3% mörkin þ.e. 4%, þannig að Ítalía gæti skorið 1% af og verið skv. öllum reglum í lagi; en samt á hraðferð í gjaldþrot.
  • Vandinn á Ítalíu, er vegna hruns samkeppnisstöðu atvinnuvega - þ.e. viðskiptahalli sem er að keyra Ítalíu í þrot, ekki halli á ríkisútgjöldum. 
  • En ég bendi á Japan með nærri 300% skuldir, sem samt stendur undir því - því að hagkerfi þeirra er öflugt, og samkeppnisfært.
  • Samkeppnisfærni og styrkur atvinnuvega er hin raunverulega lykilbreyta - þegar kemur að greiðslugetu ríkja.
  • Vegna hruns samkeppnisstöðu, þyrfti Ítalía skv. greiningu Gavin Davies, 5,5% afgang - þ.e. ríkissjóðurinn. En, það væri ekki í sjálfu sér lausn, meðan samkeppnisvandinn er til staðar - þá er restin af hagkerfinu að safna skuldum, og það getur dregið Ítalíu niður fyrir rest, þá í gegnum skuldir einkageirans.
  • Grikkland er sannarlega sérdæmi - en einungis hvað víkur ríkisskuldum, sem eru um helmingur skulda Grikklands. Svindlisins sem tengdist ríkiskuldunum.
  • Þar er einnig samkeppnishæfnisvandi, þ.e. atvinnuvegir eru kostnaðarlega séð ósamkeppnisfærir, útfl. er faktískt séð hruninn mikið til - bara rúml. 20% af þjóðarframleiðslu þegar hér er hann um helmingur.
  • Alltof lítill í reynd til að möguleiki sé að greiða skuldir niður, nema að einhverjum litlum hluta.
  • Með hruninn útfl. - er í reynd ekki grundvöllur fyrir þeirra núverandi lífskjörum, þ.e. þau verða að skreppa saman og það mikið, naánst svo mikið að Grikkland verði þróunarland á ný.
  • Nema hina þjóðirnar haldi Grikklandi í reynd uppi næstu áratugina - það verði varanlegur sjúklingur.

Stóri punkturinn er - að vandinn liggur ekki í útgjaldavanda ríkissjóðanna!

  • Heldur er útgjaldavandinn afleiðing þess - að grunnatvinnuvegir hafa verið í hnignun af völdum hnignandi samkeppnisstöðu - innan evrunnar.
  • Hnignun atvinnuvega veldur hnignun greiðslugetu viðkomandi ríkja - því hin eiginlega orsök skuldakreppu þeirra landa - að skuldastaða er ósjálfbær.

Sem þíðir að lausn sem byggir á slíkri rangri greiningu er gagnslaus með öllu.

  • Þar að auki, síðast þegar farið var í umfangsmiklar breytingar á sáttmálum ESB, tók það 2 ár.
  • Þetta eru mun umfangsmeiri breytingar og líklegar til að vera mjög umdeildar.
  • En um breytingar á sáttmálum gildir enn - að allar þjóðir þurfa að samþykkja.

Það er ekki að furða að markaðir séu að hrynja eina ferðina enn í dag, en í morgunn hækkuðu þeir nokkur klárlega í von um að loks myndi eitthvað gagnlegt verða ákveðið, en um leið og niðurstaða fundarins var ljós - hefur sú hækkun horfið og gott betur, stefnir í að verfall verði miðað við í gær.

  • Afstaða Þjóðverja er á grunni afneitunar, að neita að horfa á vandann eins og hann er, en staðreyndin er sú að þeir eiga sjálfir verulegann hluta af sök - sem þeir neita að kannast við.
  • En vandinn er ekki síst viðskiptaafgangur þeirra sjálfra - en afgangi er ekki viðhaldið nema einhver annar hafi halla, og Þjóðverjar voru með afgang við allra þær þjóðir sem nú eru í vanda.
  • Þeir lánuðu þeim fyrir neyslu, sem stórum hluta fór í að kaupa þýskann varning, þannig var í reyndt til staðar hagkerfisbóla mynduð af þátttakendunum Þýskalandi og ríkjunum í S-Evrópu.
  • Slík bóla óhjákvæmilega alltaf verður síðan að skuldakreppu, þegar skuldir landa með halla vaxa það mikið, að lánveitendur hætta að treysta þeim - þá hrynur einnig neysla hjá þeim, eða hefði gert ef þau væru ekki föst innan evru.
  • Gengisfall hefði stöðvað þeirra skuldasöfnun, og um leið minnkað stórfellt útfl. Þjóðverja til Evrópu - þannig skapað nauðsynlegt jafnvægi, stöðvað krísuna.
  • Málið er, að staðan er ósjálfbær - meðan viðskiptahalli þessara þjóða er enn til staðar - því slíkur halli þíðir, að þær þjóðir í reynd eiga ekki fyrir skuldum skv. framreikningi, svo að fyrr eða síðar tapa slíkar þjóðir lánstraustir ef þær snúa ekki viðskipahalla við.
  • Þetta er sen sagt hinn eiginlega bakgrunnur evrukrísunnar, þ.e. viðskiptahalli þjóða í Suðri við Þjóðverja í Norðri.
  • Þjóðverjar vilja ekki kannast við það - að þetta sé hinn eiginlegi vandi, því þá þurfa þeir að kannast við, að þeir sjálfir hafi verið að lifa á öðrum, og aðrir eigi því rétt á þá á móti.
  • Þess í stað, er ríkjandi afstaða í Þýskalandi, að vandinn sé Þjóðunum í Suðri sjálfum að kenna.
  • Þær eigi að skera niður útgjöld hjá sér - lækka laun, minnka velferðarkerfi, svo þær geti haldið áfram að greiða af lánum, sem Þjóðverjar veittu þeim til að kaupa Þýskar vörur.
  • Það er ekki stórfurðulegt - að þessi afstaða Þjóðverja, gremjist þjóðunum í Suðri.
  • Reiði gagnvart Þjóðverjum, sem þær sjá sem vanþakkláta - fer vaxandi.
  • Meðan fyrirlitning Þjóðverja á þeim vex einnig - en þeir sjá þær sem letingja og vera að taka út fríðindi sem þær ekki hafa efni á.

Það er einmitt þessi uppsöfnun gagnkvæmrar reiði - sem getur sprengt upp Evrópusambandið sjálft.

Þessi pirringur hefur verið vaxandi með ógnarhraða - það eru miklar líkur á að þjóðirnar í Suðri muni kenna Þjóðverjum um og öfugt, þegar hrunið á sér stað.

Það verður ekki löng bið eftir því úr þessu!

 

Írar ætla að reyna "blackmail"!

Þetta er smá skemmtilegt tvist á evrudramað!

Ireland demands debt relief

  • Köllum þetta kaup kaups - en mér sýnist að Írar ætli að notfæra sér ástandið, sér til framdráttar.
  • Einfalt, þeir segja að borin von sé til þess að írsk þjóðaratkvæðagreiðsla muni samþykkja nýjann sáttmála Merkelar og Sarkozy, nema Írar fái góða gulrót á móti. Sérstaklega ef pólitíkusarnir eru ekkert að reyna einu sinni að sannfæra þjóðina.
  • Gegn góðum afslætti skulda, muni þeir verða til í að ganga fram fyrir skjöldu, um að sannfæra eigin þjóð, um að "Já" sé hennar hagur :)

Mér finnst þetta bráðfyndið :)

 

Niðurstaða

Þegar Róm er að brenna, setjast leiðtogar Evrópu niður og ræða hluti sem nákvæmlega engu máli skipta, þegar kemur að núverandi krísu. En þ.e. engin leið til þess að nýr sáttmáli verði að veruleika innan tímaramma sem geti skipt máli í samhengi núverandi vanda.

Fyrir utan það, að baki þeirrar stefnumótunar liggur kolröng greining - og því aðgerðapakki sem leysir ekki vandann.

Þess vegna lækkuðu markaðir um leið og ljóst var hvað Merkel og Sarkozy voru að ræða.

Miðaða við daginn í gær - og síðan með það í huga, hve gersamlega gagnslausir stjórnendur evrusvæðis virðast vera; getur maður ekki séð aðra líklega útkomu en áframhaldandi hrun trausts á aðildarríkjum Evru, og einnig á evrunni sjálfri.

Framreiknað virðist efnahagshrun óhjákvæmilegt - ekki síst vegna þess hve gersamlega vonlausir leiðtogar svæðisins virðast vera.

Það væri enn unnt að bjarga málum, ef öflugur leiðtogi kæmi til skjalanna, en slíkur virðist hvergi í augsýn.

Reiknum með hruni!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef það kemur til breytinga á sáttmála ESB er þá ekki deginum ljósara að Cameron mun gera alvöru úr sínum stefnumálum og setja það sem skilyrði fyrir samþykki að Bretar nái til baka völdum frá Brussel og þar með er ESB í raun klofnað í að minnsta kosti tvennt?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 17:15

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Líklega rétt hjá þér - taktu einnig eftir því hvernig Írar ætla sér að ná fram lækkun skulda með smá "blackmail".

En ég efast samt um það að unnt sé að ná fram þeim breytingum innan tímaramma sem nokkru máli skipti, því að krísan hreyfi sig nú á allt öðrum og mun hraðari ramma.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 24.11.2011 kl. 17:18

3 identicon

Eru þessi vinnubrögð Íra líkleg til að skila árangri, eru þeir ekki að hætta sér út á hálan ís með þessu?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 19:46

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ákveðinn tækifæris-ismi. Þetta getur einnig haft pandóru áhrif. Enda flr. sem örugglega geta hugsað sér afskriftir skulda að hluta.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 24.11.2011 kl. 20:07

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Comment af erlendum vef:

It's bank collapses that shall do that. But banks own helluva lot of sov. debt as in Europe states use banks to finance themselves, and vice wersa sov. debt forms much of the value base of the banks.

The reason for banks collapse, shall be due to the sov. defaults that shall cause loss of valuation of sov. debt, which shall eat up the value base of the banks, so that their net assets come to be worth less than their debts liabilities.

Quite inevitably at some point there shall be a bank run - say France but French banks own real lot of Italian debt, and they're too boot to big for French authorities to save them.

Then France goes like Iceland, needing to impose controls on movement of capital, true shall be tricky as they'd need border inspections to prevent much flood through smuggling.

Just about same time, bank collapses go like wildfire through European countries, this may take only a week, after which I expect all major banks in Europe to have folded. I moreover expect all countries with major banks folded, to have like say France imposed controls on the movement of capital cross borders.

Now, after these events have taken place, the Euro may live a little additional time like the Russian Rouble stayed in use in the ex USSR little bit beyond the collapse of the USSR.

Then the key event shall be at which point the Germans do pull the plug. But since the crisis began in 2008, Germans have in effect kept the European banking system alive, but the Bundesbank is the main source of liquidity within the Central Bank system of the Euro zone. The Bundesbank has transferred hundreds of billions of Euros through the central banking system, so other operating central banks can use that money to keep banks going. Add on top of that all the bonds the ECB has been purchasing with Bundesbank money. Hence the Bundesbank is accumulating a real lot of liabilities ultimately that shall end up German sole responsibility.

I imply moreover that after the collapse: but the German gov. shall have had to rescue it's own banks. Moreover exports shall be collapsing as the economic collapse is raging throughout the world economy. It shall become quite impossible for Germans to continue their liquidity support of the Euro.

So Bundesbank shall soon after in my scenario pull the plug on the Euro, like the Russian central bank did a while ago on the Rouble zone, some time after the collapse of the USSR.

The End! 

Einar Björn Bjarnason, 25.11.2011 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband