23.11.2011 | 13:37
Misheppnað skuldaútboð Þýskalands setur rót á markaði!
Þetta virðist vera töluvert magnaður atburður, en til stóð að selja 6ma. en þegar á reyndi, var einungis eftirspurn eftir 3,889ma.. Það vantaði sem sagt 35%.
Þetta virðist setja umrótið á evrusvæðinu eina ferðina enn, á nýtt stig!
Þetta setti markaðina á annann endann í morgunn:
German bond sale fails to attract buyers
Ég held að þetta hafi komið öllum í opna skjöldu!
En með þessu kemur byr undir þann ótta, að "contagion" eða útbreiðsla vandans, sé nú kominn alla leið að sjálfum kjarnanum - Þýskalandi.
En þ.e. erfitt að skilja af hverju útboð frá Þýskalandi gat brugðist, nema í ljósi þess að óttinn á mörkuðum við yfirvofandi hrun, sé orðinn það alvarlegur - að Þýskaland sé ekki lengur séð sem örugg fjárfesting.
- Þetta kemur ofan á þá sýn aðila út um víðan heim, að algert ráðaleysi ríkji á Evrusvæði!
Í dag lagði Framkvæmdastjórnin fram sýnar hugmyndir um Evrubréf - en Merkel var ekki sein að ítreka sitt "Nei" - "Angela Merkel has also said another emphatic NO to eurobonds this morning, saying the Commission's focus on the securities is "inappropriate" because it gives the impression the debt burden can be shared."
- Það stendur einhvern veginn allt fast - enginn virðist fær um að taka af skarið!
- Þess vegna auðvitað - versnar ástandið dag frá degi!
Nýjar tölur sem benda til efnahagssamdráttar!
Eurozone industry contraction speeds up
Eurostat birti PMI (purchasing managers index) tölur fyrir september og október í morgun.
- 6,4% samdráttur í pöntunum á iðnvarningi í september miðað við ágúst.
- 2,8% samdráttur í pöntunum í október miðað við september.
Chris Williamson hjá Markit.com, fyrirtæki sem sérhæfir sig í slíkum tölum, taldi þessa niðurstöðu samræmast um 0,6% efnahagssamdrætti.
Þar sem pantanir gefa vísbendingu fram í tímann, er þetta vísbending um samdrátt, lokamánuði ársins.
- Krísan er greinilega að toga hagkerfi Evrópu niður í nýja kreppu!
Niðurstaða
Misheppnað skuldabréfa útboð frá Þjóðverjum sjálfum, var eitthvað sem ég held að enginn hafi átt von á. Þetta er vísbending um það, að ótti fjárfesta sé nú kominn alla leið að Þýskalandi sjálfu.
En slíkur ótti hlýtur eiginlega vera ótti við sjálft hrun evrunnar, því vart minni atburður getur telft öryggi skulda Þýskalands sjálfs í tvísínu.
Mér sýnist þetta vera loka-aðvörun markaða til Angelu Merkel, og annarra ráðamanna innan Evrusvæðis - að taka stórar ákvarðanir og það fljótt.
Annars verði afleiðingarnar - slæmar, mjög slæmar.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er dómínóið að rúlla af stað Einar?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 15:54
Það að Þýskaland gat ekki selt allt sitt í dag, er sterk vísbending um nær algert hrun eftirspurnar í alþjóðahagkerfinu eftir evr. skuldabréfum.
Það er mjög - mjög vont.
Það getur ekki verið langt í að dóminóið rúlli. Kannski bara spurning um daga, fremur en vikur - en alls ekki meira en spurning um vikur.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 23.11.2011 kl. 16:13
Sennilega munu menn fylgjast mjög náið með skuldabréfaútgáfu Frakka eftir nokkra daga - ef hún failar líka.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 23.11.2011 kl. 16:21
Má ekki ganga að því nánast gefnu að Frökkum muni ekki ganga betur en Þjóðverjum?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 16:43
Kannski - en það verður svo, mun verða virkilega massív paník, meiri en við höfum séð fram að þessu.
Kannski þá einnig stórt verðfall á evrunni.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 23.11.2011 kl. 16:51
Þetta kemur ekki öllum í opna skjöldu Einar.
Ég hef sagt þetta hér áður, evran hætti að vera til sem sameiginlegur gjaldmiðill evrusvæðisins þegar fyrsti björgunarpakkinn til írlands var samþykktur 2008.
Frá þeim deigi var evran sem tekin var upp á sínum tíma ekki lengur til. Þá varð til nýr gjaldmiðill sem heitri líka evra en virkar allt öðruvísi en sú gamla. Það sem hefur verið að gerast undanfari þrjú ár er einhverskonar afneitun markaðarins og þeirra sem hafa safnað skuldaviðurkenningum í evrum, á þeirri staðreynd að peningarnir sem þjóðverjar fengur fyrir útflutning á evruárunum hafi í reynd aldrei verið raunveruleg verðmæti.
Staða er gróft þannig í dag að þjóðverjar framleiða vörur sem þeir selja nágrönnum sínum sem nágrannarnir hafa ekki efni á að kaupa nema með “ódýrum” lánum frá þjóðverum og þannig er allur efnahagur þýskalands ein blekking .
Allri sem sjá þetta sjá líka að röðin kæmi að þýskalandi því þar er jú rót vandans.
Fyrir mér er þetta eins og að horfa á lest keyra á 100 km/kl hraða á vegg í hægari endursýningu
Fyrstu rammarnir eru frá 2008 þegar lestin á svona 100 metra eftir á veggin og ekki byrjuð að hemla. Núna vanta svona 20 metar á veggin og engin er farin að stíga á bremsuna.
Þú hefur verið með ágæta lýsingu á þessu undanfarin ár og hafðu þökk fyrri en það er lítið gaman að horfa á bíó ef maður veit hvernig myndin endar .
Það er kannski skíringin á að það er langt síðan ég hef kvittað hjá þér.
Guðmundur Jónsson, 24.11.2011 kl. 10:31
Guðmundur - það er ekki alveg það slæmt, en útfl. til annarra Evr. ríkja var cirka 40% að hlutfalli þeirra útfl. rétt fyrir kreppu. Þeir eru einnig með umtalsverðann útfl. til Bandar. og Asíu.
Full mikið að segja að þeirra hagkerfi sé einhvers konar skuldabóla. Á hinn bóginn, hefur skuldabólan mjög líklega drifið nær allann þeirra hagvöxt seinni ár - nema að á síðustu tíð virðis aukning útfl. til Kína hafa verið megin driffjöðrin þ.e. eftir að kreppan skall á.
En hagkerfið þeirra verður fyrir mjög miklu tjóni, þ.e. öruggt. Á hinn bóginn þá eru þeir eða verða þeir eftir sem áður með þennann góða framleiðsluiðnað sinn, hvernig sem fer.
Það verður styrkur áfram í því. Einnig þeirra góða samgöngukerfi.
Þýskaland fer ekki í rusl. En það verður þó mun lægra á því risið fyrstu árin eftir hrun.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.11.2011 kl. 15:25
""En hagkerfið þeirra verður fyrir mjög miklu tjóni, þ.e. öruggt. Á hinn bóginn þá eru þeir eða verða þeir eftir sem áður með þennann góða framleiðsluiðnað sinn, hvernig sem fer.""
Hvað gagn er því að eiga "góðan" framleiðsluiðnað ef maður getur ekki notað framleiðsluna sjálfur. Það hefur jú enginn efni á að kaupa framleiðsluvörur af þjóðverjum, þjóð sem hefur það markmið að vinna bara hálfan daginn en rukka fyrir heilan í viðskiptum við aðrar þjóðir.
Nú og ef það er svona mikill styrkur í þessu fyrir þjóðverja. Hvaða fávita heldurðu þeir nái að plata næst, núna þegar flestir sjá í gegn um þetta ponzi-evru-svindl.
Það er bara þannig Einar að þjóðir eins og þjóverjar og norðmenn, sem okra á auðlyndum, norðmenn á olíu og þjóðverjar á tækniþekkingu, eru baggi á okkur hinum. þetta er lönd sem safna skuldaviðurkenningum á auðæfi í öðrum löndum. Slíkt endar annaðhvort með örbyggð og fátækt hjá þeim þjóðum sem safnar skuldum eða þær brjótast undan okrinu sem kostar jafnvel stríð.
Eina raunhæfa lausnin er að þjóðir heims hætti að láta allt snúast um að lifa á öðrum og vinna helst ekkert sjálf. Í tifeli norðmann þá verða þeir að eyða olísjóðnum í neyslu í þeim löndum sem þeir selja olíuna til eis og sádrnir, en í tilfelli þjóverja verður að endurverðleggja skuldir í evrum.
Guðmundur Jónsson, 24.11.2011 kl. 16:58
Guðmundur - ég er alveg sammála Kane um það, að viðskiptaafgangur sé alvarlegt vandamál, að þjóðir sem hafi slíkann afgang séu eins og þú segir, að lifa á öðrum.
Það eru þær sem skapa mikinn til þennann kreppuvanda í alþjóðakerfinu. Á hinn bóginn, ef þú manst hagsöguna þá voru Bandar.menn í slíkri stöðu á 4. áratugnum - og heimskreppan kom þeim harkalega í koll.
Framleiðsluiðnaður Þjóðverja verður mikils virði - um það þarf ekki að efast, þ.e. öll sú þekking sem þar er, færni. Einnig þeirra samgöngukerfi.
Allt eru þetta raunveruleg verðmæti - framleiðsla á raunverulegum hlutum.
Þjóðverjar þurfa að læra, að viðhafa jafnvægisstjórnun.
Fljótlegasta leiðin til þess er að evran hætti - þannig að þjóðirnar verði aftur með gjaldmiðla.
Þá væri ekki þessi krísa í dag - gjaldmiðlar þjóðanna í suðri hefðu fallið, og þá hefði útfl. Þjóðverja þangað hrunið.
Þýska markið hefði verið sterkt, og innlend neysla mun meiri í Þýskalandi sjálfu.
-----------------------
Um leið og evran er farin, þá snúa gjaldmiðlarnir til baka - og sú jafnvægisstýring sem þeir framkalla á sér stað á ný.
Það verða samt sem áður verðmæti fyrir Þjóðverja að hafa sitt framleiðsluhagkerfi.
En með háan gjaldmiðil, þá verður neysla heima fyrir það mikil, að Þýskaland mun ekki hafa neinn umtalsverðann hagnað af útfl.
----------------------
Þessi ósjálfbæra staða varð til vegna evrunnar.
Hún hverfur þegar evran er farin.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.11.2011 kl. 17:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning