Skuldatryggingaálag Íslands sbr. álag evrusvæðisríkja!

Miðað við áróðurinn myndi maður að halda að aðildarlönd evru ættu að hafa mun meira lánstraust en Ísland. En, Ísland er sagt vera með algerlega ónothæfan gjaldmiðil, meðan aðildarlönd evru njóta þess stórfellda hagræðis sem evrunni fylgi, auk þess að njóta ágóðans af því að vera meðlimir af ESB, þess ágóða Ísland fer einnig á mis.

  • Skuldatryggingaálag, er mat markaðarins um gjaldþrotshættu viðkomandi aðila, þ.e. því hærra sem álagið er, því meiri er hættann á gjaldþroti viðkomandi aðila metin. 
  • Skuldatryggingar, eru trygging sem aðili getur keypt - til að tryggja sig gagnvart tjóni, ef aðili er gaf út tiltekið skuldabréf fer skyndilega í þrot, og getur ekki greitt út bréfið.
  • Þessar tryggingar ganga síðan kaupum og sölum, og niðurstaða aðila markaðarins myndbyrtir sýn markaðarins á áhættu!

Ég hef öðru hvoru fylgst með þróun skuldatryggingaálags Íslands. Íslandsbanki, hefur verið nokkuð duglegur að fylgjast með þessu, sjá vefrit:

Tuesday, September 27, 2011 Icelandic Market Daily

Tuesday, October 18, 2011, Icelandic Market Daily

Skv. þeirra upplýsingum var skuldatryggingaálag Ísland í 279 punktum eða 2,79% þann 18/10 sl.

Sannarlega ekki alveg nýjustu tölur. En þegar ég skoða tölur á vef Financial Times, kemur eftirfarandi í ljós:

  • Ítalía 547 punktar.
  • Spánn 470 punktar.
  • Belgía 342 - sjá!
  • Frakkland 234 punktar.
  • Austurríki 221,9 - sjá!

Takið eftir þessari stöðu - en skv. línuritinu fór CDS Íslands í skamman tíma niður fyrir 200 punkta, hefur síðan fremur en hitt hækkað; en spurning hvort þ.e. á lækkunarleið á ný.

  • Punktur - CDS Ísl. er sambærilegra v. CDS Frakkl. og Austurríkis, heldur en Belgíu.
  • Ekkert af þessum löndum er enn talið í alvarlegum vandræðum.

Auðvitað eru svo ímiss önnur lönd mun lægri sbr. Holland, Danmörk, Svíþjóð - sem dæmi.

En þetta er ekki alveg að passa við áróðurs-sönginn, ekki satt?

Myndin fyrir neðan sýnir hve álag Ísl. fór hátt, rosalega hátt í kjölfar hrunsins, en síðan fer það í greinileg lækkunarferli, græna línan sýnir þróun álags Írlands!

Það væri unnt að teikna upp sambærilegar myndir með samanburði við álag landa eins og Portúgal, Grikklands, Spánar og Ítalíu. 

Allar sýna þær að álag okkar fer hátt, mjög hátt um tíma, langt yfir álag hinna - en síðan lækkar það; og í dag er álag Grikklands, Portúgals, Írlands, Spánar og Ítalíu - get bætt við Belgíu einnig - hærra til miklu hærra en álag Íslands.

Þarna ræður eiginlega ekki skuldastaða ríkissjóðs, en skuldastaða ríkissjóðs Ísl. er t.d. hærri en Spánar og Frakklands, svipuð eða aðeins hærri en Belgíu.

  • Heldur er stóra málið, og um það er ég gersamlega sannfærður, að það sem hafi bætt stöðu Íslands smám saman, róað erlenda aðila gagnvart landinu; hafi verið viðsnúningurinn yfir úr viðskiptahalla yfir í viðskiptaafgang, sem fall krónunnar framkallaði.
  • En öll löndin ofangreind, þ.e. Grikkland, Portúgal, (nema Írland), Ítalía, Spánn, Belgía - einnig Frakkland þess álag er á hækkunartrendi; eru með viðskiptahalla.
  • Viðskiptahalli einfaldlega þýðir, að þú átt ekki pening til lengri tíma litið fyrir erlendum skuldum, því halli þíðir að þær hækka stöðugt, þannig að framreiknað er þá staðan ósjálfbær - þannig að viðskiptahalli grefur undan lánstrausti landa gagnvart útlöndum, því meir sem hann stendur lengur.
  • Það öfuga á við, að afgangur bætir lánstraust jafnt og þétt, róar aðila sem þú skuldar, því hann þíðir að þú átt fyrir skuldum, að framreikningur sýni að skuldastaða þín sé sjálfbær.

Ég tel að frekari skýringa þurfi ekki að leita! Þetta útskýri fullkomlega hvers vegna álag Ísl. hefur verið á lækkunartrendi síðan eftir hrun, meðan álag nokkurra annara landa, sem öll eru meðlimir að evrusvæði, hefur verið á hækkunartrendi.

Markaðurinn hefur eðlilega einhverja þolinmæði, en það eru komin 3 ár síðan kreppan hófst 2008 í Bandar. - löndin í Evr. hafa haft þann tíma til að snúa halla við í afgang.

Í dag er ekki að sjá, að líkur fari batnandi um það að þau lönd geti snúið þeirri óheillaþróun við, þvert á móti vegna þess að hagkerfi evrusvæðis hafa verið að spírala niður síðan í sumar, og stefnir í kreppu á útmánuðum nk. árs; þá fara líkur á viðsnúningi klárlega versnandi.

Svo þ.e. ekkert furðulegt að markaðurinn sé að missa í vaxandi mæli þolinmæðina gagnvart aðildarlöndum evrusvæðis!

Krónan reyndist okkur vel - bjargaði okkur frá því sem annars væri mjög örugglega þjóðargjaldþrot, á meðan að fj. aðildarlanda evrusvæðis, er ekki að takast að ná fram sambærilegum viðsnúningi - þ.e. þ.s. er að drífa evrukrísuna, þ.e. hinn viðvarandi viðskiptahalli - öll löndin sem hafa slíkann halla á evrusvæði eru í öruggri siglingu í vanda, þar með talið Frakkland og Belgía.

Meira að segja gagnvart þeim, er þolinmæði markaðarins orðin mjög þunn og brothætt!

 

Getur evrurkrísan sökkt okkur?

Svarið við því verður að vera "JÁ". En vegna þess hve hátt hlutfall okkar útflutnings fer til aðildarlanda evrusvæðis, mun hrun evrunnar ef af því verður á næstu vikum eða mánuðum, valda okkur einnig stórfelldu efnahagstjónu.

  • Það tjón verður þá í því formi að verð fyrir okkar afurðir lækka verulega - þannig að gjaldeyristekjur skreppa saman. 
  • Minnkun gjaldeyristekna getur ógnað okkar greiðslustöðu gagnvart erlendum skuldum.
  • Á hinn bóginn, fer þetta eftir samsetningu skulda - ég er ekki alveg með það hve hátt hlutfall okkar skulda eru í evrum, en þ.e. a.m.k. stærsti einstaki gjaldmiðillinn sem við skuldum í.
  • Það eru góðar fréttir, því þær skuldir munu þá verðfalla einnig - þegar þegar evran verðfellur sennilega stórt, ef efnahagshrun er raunverulega að eiga sér stað innan Evrópu.
  • Þetta gæti bjargað okkur!

Spurning hvort þetta sé ástæða þess að álag Ísl. er allt í einu aftur á lækkunartrendi, eftir að hafa farið í hækkun síðla sumars og í haust, það að markaðurinn hafi áttað sig á því að samsetning skulda sé okkur eftir allt saman hagstæð í þeirri sviðsmynd að evran huganlega eða líklega hrynji.

En þ.e. út af fyrir sig rökrétt, að síðla sumars þegar evrukrísan fór í hærri gír, hafi það haft neikvæð áhrif á álag Íslands, vegna áhættunnar í tengslum við röskun á okkar útfl. tekjum, vs. áhrif slíkrar röskunar á okkar greiðslugetu.

En evrukrísan hefur síst af öllu verið að sjatna í nóvember, þvert á móti er ástandið verra en nokkru sinni - fer stöðugt versnandi, svo þ.e. leitun að öðrum skýringum en þeirri, að markaðurinn hafi endurmetið stöðu Ísl. aftur í ljósi hagstæðrar samsetningar skulda.

 

Niðurstaða

Þróun áhættuálags á skuldir Evrópuríkja, sbr. skuldatryggingaálag eða "CDS credit default swap" hefur verið mjög áhugaverð undanfarin ár, þ.e. árin eftir 2008. Fyrst eftir hrun virtust allir reikna við yfirvofandi þroti Ísl., en síðan hefur jákvæður jöfnuður - sú staðreynd að Ísl. á pening í gegnum nægann jákvæðann viðskiptajöfnuð fyrir afborgunum á skuldum; smám saman, jafnt og þétt, róað þá aðila sem v. skuldum, þannig að markaðurinn óttast mun minna það að Ísl. verði gjaldþrota en rétt eftir hrun.

Aftur á móti hefur þróunin innan evrunnar verið öll á hinn veginn. En ég skoða ekki lönd eins og Svíþjóð eða Holland, heldur lönd með viðskiptahalla sem eru aðildarlönd evrusvæðis.

Enda var Ísl. fyrir gengisfall með mjög verulegann halla á viðskiptajöfnuði - þannig að það er til muna áhugaverðara, að sjá hvernig aðildarlöndum innan evru hefur gengið við það, að glíma við slíkt ástand - eða ekki, hvernig þeim hefur reitt af.

Fyrir utan Írland og Eystland, veit ég ekki um neitt land sem tekist hefur að snúa við jöfnuðinum hjá sér. Á móti kemur að 5 löndum hefur ekki tekist slíkur viðsnúningur, eru í dag ekki nær því að ná slíkum viðsnúningi en fyrir 3 árum.

Þannig að ég get ekki séð að það sé unnt að halda því fram með neinum umtalsverðum trúverðugleika, að aðlögun innan evru sé gerleg! En okkar hagkerfi hefur sveiflur sem við höfum engin ráð á að takmarka eða stýra, þ.e. verð á okkar afurðum á erlendum mörkuðum, sem sveiflar okkar gjaldeyristekjum til eða frá. Þetta er ójanfvægi, sem einmitt krefst aðlögunargetu. Þannig að geta til aðlögunar er algert lykilatriði fyrir okkur. Svo það lítur ekki vel út, þegar við sjáum hve ílla aðildarlöndum evru, gengur einmitt að - aðlaga sig! Er sterk röksemd gegn evruaðild!

  • Ísland væri í dag í þjóðargjaldþroti - hefði lent í því fyrri hl. árs 2009, ef ekki hefði verið fyrir viðsnúninginn sem krónan framkallaði.
  • Þá værum við með hvort tveggja höft á innflutning auk hafta á gjaldmiðilinn.

Ég vísa á umfjöllun um það hvernig ég vil stýra krónunni í framtíðinni:

Tillaga um framtíðarlausn á stýringu krónunnar!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ísland er með lita veltur um 1650 milljarða , og bak trygging frá AGS. Hinvegar lána ábyrgir ekki ný lán í auknablikinu og þetta er kjör vegna endur fjármögunnar. Við lækkum útfluttnings verð sem ríkjum EU stendur ekki til boða. Fá eiga neitt seljanlegt utan EU.

Júlíus Björnsson, 23.11.2011 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband