Enn versnar evrukrísan! Mikill óróleiki á mörkuðum!

Evrukrísan getur eiginlega ekki annað en versnað, þar til annað af tvennu það verður raunverulegt hrun, eða að það er gripið til mjög snöggra aðgerða sem virka. Því míður, er vandinn svo alvarlegur, að það er ekki tími til aðgerða, nema þeirra sem hægt er að hrinda í verk með skömmum fyrirvara.

 

Vandinn í Evrópu - allt er pikkfast, ósamkomulag er um aðgerðir!

Róm er að brenna, en hver höndin er á uppi á móti annarri. Tvær meginfylkingar eru uppi, þ.e. þeir sem fylgja Þjóðverjum að málum - telja sitt á þurru. Og allir hinir.

Á meðan, magnast óttinn um framtíðina dag frá degi, þannig var það gervalla sl. viku, en þessi vika hefst ekki vel - stefnir í sama stappið, sbr. yfirlísingar Þjóðverja vs. yfirlísingar Framkvændastjórnar ESB.

  • Í reynd virðist mér einungis, Seðlabanki Evrópu geta bjargað evrunni frá hruni - sem ef ekkert er gert, verður ekki löng bið eftir úr þessu.
  • Ég er langt í frá einn um þessa skoðun: Obama forseti, David Cameron, José Manuel Barroso forseti Framkvæmdastjórnarinnar, meirihluti Evrópuþingsins - - hafa hvatt til slíkra aðgerða.

Vitna einnig í fjármálaráðherra Póllands, orð sögð í dag: "We have a hideous choice... either a massive intervention from the ECB or a catastrophe. There is a danger of a historic economic disaster - like the Great Depression in the 1930s - that would lead to war in Europe.

  • Á meðan ætlar Framkvæmdastjórnin að leggja fram tillögur um svokölluð Evrubréf í þessari viku, sjá frétt Wall Street Journar: EU Pushes Scenarios for Euro Bond

En Þjóðverjar í dag, höfnuðu þeim fyrirfram: "The chancellor and the federal government share the opinion of many others, that eurobonds are not now a sort of universal cure for the crisis," Angela Merkel's spokesman said." - "Instead Merkel backs a twin-pronged solution: fiscal consolidation and reform of EU treaties to make the agreements on fiscal rules binding."

Í sl. viku sagði Angela Merkel: ECB "doesn't have the possibility of solving these problems". En hún hefur margítrekað hafnað peningaprentun - en einnig evrubréfum, og að auki - að skuldir einstakra ríkja séu afskrifaðar að hluta.

Reyndar sagði Fjármálaráðherra Þýskalands eftirfarandi í dag: Wolfgang Schäuble - "It is completely clear, and there is a lot of confusion in financial markets. For as long as there are no collective action clauses in bond contracts -- so for the time being -- Greece will remain a unique case," Schäuble said.

  • Hann er þarna að leitast við að sannfæra markaðinn um það, að afskriftir grískra bréfa veiti ekki fordæmi - gefi vísbendingu um svipaðar aðgerðir fyrir önnur lönd.
  • En nánast ekki nokkur maður úti á mörkuðum, trúir því - þar er talið nánast víst að afskrftir fleiri aðildarríka evru, verði afskrifaðar að hluta.
  • Þ.e. einmitt stór hluti ástæðu þess, að vaxtakrafa hefur verið að hækka, en sú hækkun er a.m.k. að hluta, til að mæta þeirri tapáhættu, sem markaðurinn telur vaxandi af bréfum nokkurra annarra landa.
Moodies gaf í dag Frakklandi aðvörun í sambandi við lánshæfismat, um hugsanlega lækkun: Moody's Warns France on Rating.

Þetta kom í kjölfar aðvarana hinna tveggja matsfyrirtækjanna í sl. viku, og að sjálfsögðu brást ríkisstj. Frakkl. við með þeim hætti, að hafna því að lánshæfismat landsins væri í nokkurri hættu, ítrekaði að umtalsverðar sparnaðar aðgerðir væru í farvatningu í Frakklandi, til að minnka ríkissjóðs hallann.

En líkur þess að lánshæfi Frakklands verði lækkað, eru yfirgnæfandi. Eina sem ekki er unnt að segja, er akkúrat hvenær. En því líklegra sem það verður, að ríkisstj. Frakkl. þurfi að aðstoða franska banka - því skemmra verður í þá lækkun.

Vandi Björgunarsjóð Evrusvæðis: Já, sjálfur björgunarsjóðurinn er orðinn fórnarlamb krísunnar, en auknar líkur á lækkun lánshæfi Frakkl. hafa framkallað víxverkun við traust markaðarins á björgunarsjóðnum, og hefur vaxtakrafa á bréf sjóðsins verið í hækkunarferli undanfarnar 2-3 vikur. Þetta er sérdeilis bagalegt, því þetta hækkar kostnað við lánveitingar til ríkja í vanda - en síðast en ekki síst, sjóðurinn er háður aðgangi að mörkuðum fyrir fjármagn, því að aðildarríkin hafa ekki veitt honum fé - bara ábyrgðir. Sem hann verður síðan að virkja með sölu skuldabréfa. Því hækkar vaxtakrafa bréfa hans, alveg þráðbeint lántökukostnað hans til þeirra ríkja sem eru í vanda. En innan lánveitingarregla sjóðsins er klásúla um það, að sjóðurinn veiti aldrei lán undir kostnaði sjóðsins sjálf við það að afla sér fjármagns. 

Að auki hefur sjóðurinn verið í vandræðum með uppboð upp á síðkastið, framboð einungis rétt svo dugað - neiddist til að fresta útboði í eitt skiptið.

Ef óvissan um Frakkland heldur áfram að aukast, en sú óvissa er að aukast vegna óvissunnar út af Ítalíu og Spáni, þá aukast vandræði ESFS við fjármögnun - þetta er enn eitt dramað af mörgum.

Meðfram öllu þessu þessu heldur reipitog Seðlabanka Evrópu og markaða áfram: "The ECB has nearly doubled its weekly purchases of eurozone bonds, as it tries to drive down the cost of borrowing for troubled states." - - þ.e. ECB kaupir ríkisbréf nokkurra ríkja innan Evrusvæðis, einna helst Spánar og Ítalíu, til að halda vaxtakröfu þeirra niðri eða með öðrum orðum halda verði þeirra uppi, en þ.e. sami hluturinn - í sl. viku fór vaxtakrafa Ítalíu ítrekað upp í rúml. 7% fyrir 10 ára bréf, en ítrekað lækkaði ECB hana aftur niður fyrir 7%. Í dag hækkaði og lækkaði hún eina ferðina enn. Sama átti við um vaxtakröfu bréfa Spánar, sem hækkaði fyrst - lækkaði svo, er ECB brást við.

  • En markaðurinn veit að ECB hefur takmarkað úthald - meðan Þjóðverjar hafna því að veita ECB prentunarheimild, þá þarf á einhverjum tímapuntki að hætta kaupum eða minnka þau.
  • Þetta er í reynd átök um það hvor er sterkari aðilinn - og ef Þjóðverjar halda sig við sinn keip mun ECB tapa fyrir rest. Um það getur ekki verið nokkur vafi.
  • Þá tapar ECB mjög stórum upphæðum - þegar þau bréf sem hann hefur keypt á mun hærra verði, verðfalla.
  • Hættan er að í kjölfar þess að Ítalíu og Spáni sé ítt af mörkuðum, hefjist "terminal" krísa Evrunnar, sem lykti með mjög raunverulegu hruni.

 

Svo eru það nýjar áhyggjur vegna þróunar í Bandaríkjunum

Debt Disappointment Sinks Stocks

Það virðist að samflokksnefnd Demókrata og Reúblikana á Bandaríkjaþingi, geti ekki náð samkomulagi um niðurskurð útgjalda. Þetta orsakaði óróa á markaði í Bandaríkjunum, sem bættist ofan á óróa í Evrópu - vegna þeirra stöðugu upphleðslu á spennu sem á sér stað á Evrusvæðinu.

Fyrir bragðið varð mikið verðfall á mörkuðum:

  • The Dow Jones is off 2.1pc,
  • the S&P 500 slipped 1.85pc and
  •  the Nasdaq dropped 1.91pc.
  • The fall has put the Dow into the red for the year.
  • "The Stoxx Europe 600 index closed down 3.2% at 224.76, the biggest percentage decline since Nov. 1."
  • "The U.K.'s FTSE 100 closed 2.6% lower at 5222.60, "
  • "Germany's DAX fell 3.3% to 5606.00 and "
  • "France's CAC-40 closed down 3.4% at 2894.94. "
  • "Italy's FTSE MIB slumped 4.7% to 14509.94."

 

Niðurstaða

Evran er einfaldlega á hraðferð til helvítis. Í sl. viku bárust fyrstu fréttir þess efnis, að fjármagnsflótti væri hafinn frá Evrusvæðinu sem heild.

Í sl. viku féllu markaðir nánast upp á hvern einasta dag. Fyrsti dagur þessarar viku hefst á nýju verðfalli, bara ívið stærrs en daga sl. viku. 

Í sl. viku átti sér einnig stað skuggaleg þróun, þ.s. vaxtakrafa ríkja eins og Frakklands, Austurríkis og Belgíu - var á uppleið. Sem sýndi að kjarnaríkin eru ekki lengur óhult.

Sl. vika einkennist einnig af stöðugu reipitogi milli fjármamarkaða og Seðlabanka Evrópu, þ.s. ECB keypti - béf Ítalíu og Spánar hækkuðu í verði, en síðan fóru þau svo aftur að verðfalla. Alla vikuna var verðlag þeirra skuldabréfa á stöðugu ruggi upp og niður. Fyrsta dag þessarar viku, virðist leikurinn endurtekinn.

Skv. fréttum um það, að ECB hafi aukið það magn sem keypt er, styrkir ekki endilega trúverðugleika ástandsins, þ.s. vitað er að ECB getur einungis keypt um takmarkaðann tíma - svo lengi sem Þjóðverjar blokkera prentun. En ECB getur keypt algerlega ótakmarkað út á prentunarheimildir. En meðan prentunarheimildir fást ekki, eru aðildarlöndin í reynd samábyrg - og Þjóðverjar eru hratt er vitað að nálgast þau þolmörk sem þeir eru til í að ábyrgjast af slíkum skuldbindingum með eigin skattfé.

Á einhverjum tímapunkti, kemur að þeim vegg - þá annaðhvort verður prentað, eða að bréf Ítalíu og Spánar, verðfalla - verðfalla og verðfalla, þangað til að markaðurinn vill ekki taka við þeim óháð verði. Þá hefst krísa sem erfitt er að sjá hvernig evran getur þolað.

En þá má búast við hröðum flótta fjármagns, skindilegu verðfalli evrunnar og það verulegu; og ekki síst því - að bankakerfi Evrópu riði til falls, eins og var um írsku bankana er svipað gerðist á Írlandi.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Inflation aukning  fer starx ofan á inflation áhættu vaxtaálagið.  Evra flýr ekki evrusvæðið. Þeir erlendu fjárfestar sem ekki eru búnir að bjarga sínu í EU er ekki margir  og greinilegt er að það þrengir meir og meir að í EU á hverjum degi. Þjóðverjar hugsa um að minnka ekki sínar þjóðartekjur því það minnkar þjóðartekjur heildarinnar.  Keppni milli Meðlima ríkja er sú að auka sínar þjóðartekjur svo þjóðartekjur EU heildarinnar hækki.   UPP og NIÐUR og hægfara niður í á lengri tímabilum.

Júlíus Björnsson, 22.11.2011 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband