Bjarni Ben leiðir Sjálfstæðisflokkinn áfram!

Samkvæmt fréttum fékk Bjarni Ben 727 atkvæði eða 55%, Hanna Birna 577 atkvæði eða 44%. Bjarni hafði þetta sem sagt, en þetta er enginn stórsigur. Hann væntanlega verður umdeildur áfram, ekki fullkomlega fastur í sessi. Og Hanna Birna hefur einn séns enn til að velta honum, sem má vera að hún láti reyna á - en 1,5 ár er í Alþingiskosningar. Þannig að tími er fyrir einn landsfund enn fyrir þær kosningar.

Endurkjör Bjarna breytir litlu - Evrópumálin óleyst

„Óendanlega þakklátur“

Bjarni endurkjörinn formaður með 55 prósentum atkvæða. Hanna Birna: Enn sömu skoðunar um forystuna

 

Mínar efasemdir

Hafa snúist um Vafningsmálið og N1, þó svo að Bjarni þverneiti allri vitneskju um þ.s. gerðist í tengslum við Vafning, þær ákvarðanir er leiddu til stórfellds tjóns - sem skattborgarar á endanum tóku að sér skv. ákvörðun Steingríms J.

Sjá: DV.is - Fréttir - Bjarni Benediktsson tók þátt í broti

  • Að auki var Bjarni einnig stjórnarformaður N1 hf. 

En það félag hefur einnig þurft á björgun að halda, en þó umdeilt sé hve mikið stjórnarformaðurinn vissi um þær fjárfestingar sem síðar meir sliguðu félagið þannig að það þurfti að fá stórar upphæðir afskrifaðar af skuldum, svo félagið yrði ekki gjaldþrota.

Þá lítur það virkilega ílla út - að Bjarni Ben hafi á sl. áratug verið stjórnarformaður tveggja félaga, og að í báðum tilvikum hafi orðið ma. - ma. tuga tjón.

  • Þetta setur efasemdir um hans stjórnvisku, mat á áhættu bakvið ákvarðanir, skynsemi.

Jafnvel þó hann sé ekki beint brotlegur, þá í besta falli bregst hann eftirlitshlutverki sínu sem stjórnarformaður, að fylgjast ekki betur með - þegar ákvarðanir eru teknar er leiða til stórfellds tjóns, setja fram spurningar um það hvort þær ákvarðanir eru skynsamar o.s.frv.

Spurning hvort þetta sé sá leiðtogi sem þjóðin vill til framtíðar?

 

Ég vonaðist eftir Hönnu Birnu

Vegna þess að hún er ekki með eins stór mál á bakinu - andstæðingar hafa því færri vopn gegn henni.

En augljóslega munu málin alltaf stöðugt koma upp, þegar Bjarni Beitir sér fyrir flokkinn - vera honum og þannig flokknum fjötur um fót. Hann mun alltaf og flokkurinn um leið, þurfa að glíma við þann mótvind, sem liggur í þeirri torgriggni sem aðkoma hans að ofangreindum málum skapar honum - sem mun þá einnig bitna á flokknum.

Kannski er hann það öflugur leiðtogi, að hann geti einfaldlega hrist þetta allt af sér - þ.e. sjálfsagt veðmál þeirra flokksmanna sem studdu hann.

En, það hefði tvímælalaust verið auðveldara fyrir Framsóknarflokkinn - að starfa með Hönnu Birnu. Enda flokkurinn með góða reynslu af henni, í borgarstjórn.

Framsóknarflokkurinn hefði átt auðveldara með það að glíma við þá gagnríni, að vilja halla sér að Sjálfstæðisflokknum enn á ný, með sitt spillingarorð ekki síður frá fyrri tíð en sjálf Framsókn, ef formaður með minna spillingarorð í augum almennngs, hefði leitt Sjálfstæðisflokkinn.

Fyrir bragðið mun Framsóknarflokkurinn þurfa að viðhalda ívið meiri fjarlægð við Sjálfstæðisflokkinn, en ella - til að eiga betur með að endurreisa sína fyrri góðu ímynd.

 

Niðurstaða

Framósknarflokkurinn mun þurfa að viðhalda meiri fjarlægð frá Sjálfstæðisflokknum, vegna þess að Framsóknarflokkurinn er að leitast við að endurskapa sína ímynd, og enn frekar á svo við fyrst að Bjarni Ben var endurkjörinn - þó svo það væri ekki með miklum mun, léleg kosning fyrir sitjandi formann.

Þetta getur flækt næstu stjórnarmyndun, því Framsóknarmönnum mun ekki finnast það þægilegt - að hafa Bjarna Ben sem ráðherra eða forsætisráðherra.

Spurning hvort unnt væri að leisa málið, með því að skipa ráðherra sem ekki eru þingmenn.

Þannig að hvorugur formannanna taki ráðherrasæti, enginn þingmannanna heldur.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góður pistill, mjög svo sammála þér.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.11.2011 kl. 23:39

2 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Fyrst Bjarni Ben var kosinn áfram sem Formaður Flokksins mun fylgi hans hrinja...þökk sé þér Einar fyrir góða pisla...

Vilhjálmur Stefánsson, 21.11.2011 kl. 09:52

3 identicon

Þarf ekki Framsókn að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá öllum flokkum og halda sínu striki?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 10:29

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Tja, Framsókn þarf á endanum að vinna með einhverjum. Á hinn bóginn, eru ekki allir flokkarnir komnir fram, sem líklegir eru til að bjóða fram. En ég sé þó ekki pól á samvinnu við flokka einarðra aðildarsinna sbr. Samfó og nýjan flokk aðildarsinna, sem Guðm. Stg. og Besti ætla að stofna.

Spurning hvernig flokkur akkúrat flokkurinn hennar Lilju verður.

Spurning einnig, hvort Framsókn hefur möguleika til að stela einhverju óánægðu fylgi af Sjálfstæðisfl - Vilhjálmur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.11.2011 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband