12.11.2011 | 17:27
Tillaga um framtíðarlausn á stýringu krónunnar!
Ég er að tala um áhugaverða hugmynd sem Jeffrey Frankel, við Harvard háskóla, setti fram í grein sinni árið 2003. En hann setur hana fram einmitt fyrir lítil auðlyndaháð hagkerfi. Síðan, hefur hann aftur skrifað grein um efnið, sem er mun nýrri þ.e. frá 2010.
A Comparison of Monetary Anchor Options, Including Product Price Targeting, for Commodity-Exporters in Latin America - Jeffrey Frankel, Harvard University, 2010.
Ég rakst á þessar greinar í netleit á "scolar.google.com" sem er undirleitarvél google sem leitar einungis í samhengi fræðigreina.
Eldri umfjallanir:
Ný leið, sem getur leyst vandamál okkar með stýringu krónunnar!
Hvernig er rétt að stýra krónunni? Flot eða tenging, ef tenging, þá tenging við hvað?
Trúverðug tenging!
Á grunni hugmynda Jeffrey Frankel, legg ég til að krónan sé tengd við körfu sem sé samsett af fiskverði vs. álverði, á alþjóðamörkuðum.
- Þá lækkar krónan ef verð á útfl. vörum lækkar, en hækkar þegar aftur er verð fara upp.
- Þetta væri mun snjallari tenging fyrir okkur en aðrir hugsanlegir tengingarmöguleikar.
Við myndum alltaf lenda í sama vandnum, sama hvaða gjaldmiðill við tengdum okkur við:
Það kemur alltaf að sama aðlögunarvandanum, sama hvað tengingu við annann gjaldmiðil er valinn, því það hagkerfi væntanlega hefur ekki sömu sveiflu, og þ.e. mjög ólíklegt að við getum varið tengingu ef kemur stór hagsveifla hjá okkur í aðra átt.
Aftur á móti er þessi tengingarleið einmitt trúverðug:
Vegna þess, að hún vinnur með þeim sveiflum sem verða á helstu tekjulindum þeim er standa undir hagkerfinu, þannig grafa þær sveiflur ekki undan tengingunni.
Sem þær myndu gera, ef tenging væri við annan gjaldmiðil - eða þá að Ísland væri innan ERM II.
Þetta ætti því að vera til muna traustari tenging - í okkar tilviki þ.e.
- Því ætti ekki að vera nein veruleg hætta á því, að markaðurinn leitist við að veðja gegn slíkri tengingu, með stórum veðmálum.
- Því tengingin sjálf, leiðréttir fyrir þeim helstu þáttum, sem sveifla hagkerfinu hér.
En það væri aftur á móti augljós hætta, að ef við værum tengd við annann gjaldmiðil - og hér verður svo stór hagsveifla.
Af hverju fiskverð / álverð:
Við þurfum verð sem er myndað á alþjóðamörkuðum, ekki t.d. í tvíhliða samskiptum aðila þ.s. pólitík getur þvælst inn í málið, eins og t.d. þegar Landsvirkjun semur við álfyrirtækin.
Hvort tveggja fiskverð og álverð, er byrt á aljþóðamörkuðum - þ.s. okkar pólitíkusar hafa engann aðgang, enga leið til að hafa áhrif á útkomu.
Þetta er eiginlega trúverðugleika atriði - að tengingin sé trúverðugri með þeim hætti.
Hvernig myndi þetta virka?
- Krónan fer niður - þegar verð útflutningsafurða lækkar.
- Krónan fer upp - þegar verð útflutningsafurða hækkar.
Þá um leið er bundir endir á það fyrirkomulag, að krónan sveiflast bara í eina átt.
En venjan hefur verið, að ísl. launafólk hefur alltaf tekið það út með kauphækkunum, er verð á útflutningsafurðum hækka - eða meira veiðist, framleiðsla eykst og tekjur fyrir einhverjar orsakir.
Gallinn við að hækka laun allra yfir línu, hefur verið að því ávallt fylgir umtalsverð verðbólga, þ.s. aðilar í verslun geta einungis fjármagnað launahækkanir síns fólks með verðhækkunum, og hið opinbera getur lent í sama vanda - ef hagsveifla er ekki tekjum hins opinbera í hag, þannig að velta sé að aukast og skaffa viðbótar tekjur, þannig að opinbera getur einnig neyðst til að hækka - þá gjöld.
Einmitt þetta gerðist í sl. kjarasamningum, þ.e. verslanir hækkuðu sem þær alltaf gera, en það bættist við að það gerði allt hið opinbera líka, þ.e. ríki og sveitarfélög; fyrir bragðið fór hátt hlutfall launahækkunar beint í verðlag - umtalsverð aukning verðbólgu varð.
Svona lagað er ekki tengt því per se að hafa krónu, en slík víxlverkan myndi einnig virka með sama hætti innan annars gjaldmiðils.
- Vegna þess að skv. ofangreindu fyrirkomulagi, ættu launamenn að vita að krónan hækkar jafnt sjálfvirkt.
- Ættu launamenn að vera til í að samþykkja, minni launahækkanir - þaðan í frá.
- Þá dregur úr þeirri víxlverkunar bólgu sem hér er einatt nær stöðugt.
- Bankavextir lækka þ.s. verðbólga lækkar, bankavextir eru alltaf yfir verðbólgu.
- Lánskjör heimila og allra skána, en þau eru mjög háð verðbólgunni.
Að auki vona ég, að þetta minnki mjög verulega líkur á kollsteypum:
Hin klassíska hagsveifla hér sem vanalega hefst eftir að krónan hefur fallið, þá fara launamenn að nýju að sækja sér þau kjör sem þeir misstu er krónan féll - það gerist í skrefum, kjarasamning eftir kjarasamning.
- Kaupmáttur eykst ár eftir ár, sem þíðir að innflutningur eykst.
- Hingað til launþegar hafa alltaf náð því í uppsveiflu að hækka laun umfram verðbólgu.
- Raunlaunhækkun á sér því stað í uppsveiflunni sem vanalega hefst í kjölfar gengisfalls -hækkun kaupmáttar ár frá ári veldur því að sá viðskipta-afgangur af utanríkisverslun sem myndaðist við gengisfallið eyðist smám saman, og hverfur svo alveg.
- Þannig hefur þetta alltaf gengið fyrir sig - svo í rest lokatímabilið fyrir næsta gengisfall, ríkir vaxandi viðskiptahalli.
- Þ.s. viðskiptahalli er ósjálfbært ástand, er sá orsök þess gengisfalls er alltaf á sér stað fyrir rest.
Lykilatriðið er því: stýring á viðskiptajöfnuðinum, þannig að viðskiptahalli myndist aldrei.
Þá ætti einnig að vera bundinn endir á þessar dæmigerðu kollsteypur sem hér verða - statt og stöðugt.
Ég vonast sem sagt til þess, að hið nýja fyrirkomulag, breyti þessari grunndýnamík sem alltaf hefur ríkt - gervallt lýðveldistímabilið:- Því að launþegar munu vita -
- að kjörin koma aftur jafnt sjálfvirkt til baka!
- að þ.s. krónan tekur þegar þegar verðin á alþjóðamörkuðum lækka,
- muni hún skila síðan jafnharðann til baka, þegar þau verð fara síðan upp í næsta skipti.
- Það verði því unnt að sannfæra launþega um það, að samþykkja litlar launahækkanir í kjarasamningum, eins og tíðkast í Evrópu.
- Kjarasamningar verði einnig til lengri tíma, en við höfum hingað til verið vön hér á Íslandi.
- Verkföll verði sjaldgæfur atburður eins og er vanalega innan Evrópu.
Með lækkun verðbólgu og vaxta, vonast ég til þess að - að auki verði auðveldara, að fá fólk inn á stefnu, sem ætlað væri að hámarka stöðugleika:
- En það þarf að vera sátt um að halda alltaf viðskiptahallanum ofan við mínus stöðu, svo hagkerfið sé ekki að safna skuldum, sem síðan verðfellir krónuna - veldur kollsteypu.
- Ég vona að sú sátt verði auðveldara að ná fram, þegar tekist hefur með stýringu á krónunni sem líkur eru á að geti virkað til langframa; að framkalla lægri verðbólgu og vexti.
Veikleikar
Þetta fyrirkomulag tryggir ekki að kollsteypur geti ekki orðið, því að ef ekki tekst að ná samstöðu um að halda viðskiptajöfnuðinum ávallt ofan við "0".
Þá getur aftur myndast viðskiptahalli einhverntíma í framtíðinni, og sá valdið gengisfalli fyrir rest.
Það er ekki heldur öruggt, að aðilar á vinnumarkaði - séu til í að spila með í þeirri tilraun, að lækka verðbólgu og auka stöðugleika með þessari aðfer.
En til þess að hún skili fullum árangri, þurfa þeir að samþykkja -
- að launahækkanir verði þaðan í frá lágar.
- og samningar til langs tíma.
Með sanngyrni að leiðarljósi - ættu þeir að geta séð, að sú peningastýring sem ég legg til, tryggir að kjörin skila sér jafnt sjálfvirkt til baka.
En ég get alls ekki tryggt að sú sanngyrni og réttsýni, myndi verða ofan á - hjá aðilum á vinnumarkaði.
Síðas en ekki síst - að verðtryggingin ætti að verða óþörf!
Nánar um viðskiptajöfnuðinn - vegna athugasemda:
- Þegar fyrirkomulagið lækkar krónuna tímabundið vegna lækkunar útl. afurða á heimsmörkuðum - þá einnig að sjálfsögðu minnkar innflutningur.
- Og öfugt, þegar fyrirkomulagið hækkar krónuna vegna hækkana á verðlagi útfl. afurða á heimsmörkuðum - þá að sjálfsögðu eykst innflutningur.
- Þetta fyrirkomulag er því að umtalsverðu marki stýring á viðskiptajöfnuðinum.
Að gæta þess að viðskiptajöfnuðurinn sé alltaf ofan við "0" er þá hugsað þannig, að aðilar á vinnumarkaði - atvinnulíf - ríkisstjórn og Seðlabanki, myndu vinna saman að jafnvægisstjórnun.
Þá hugsa ég það þannig, að það sé ekki beitt stýringu á genginu - heldur sé fyrirkomulagið alveg látið í friði - það sjái um gjaldmiðilinn.
- Heldur almennu aðhaldi, þannig að aðilar á vinnumarkaði gæta að sér í launakröfum.
- Fyrirtæki gæta að sér með fjárfestingar - að setja ekki inn of stóra pakka yfir lítið tímabil.
- Ríkið, gætir að sér í stýringu á eigin eyðslu, og fer ekki í of stór verkefni á röngum tíma, passar upp á að hafa ekki neinn verulegann halla, og afgang helst í góðæri, passar upp á eigin skuldastöðu.
- Seðlabanki, hans hlutverk breytist aðeins, því hann er ekki lengur að nota vexti til að stýra genginu, heldur sér fyrirkomulagið um það - hann þarf þó að gæta sín einnig, eins og sagan sýnir eru vextir mjög tvíeggja sverð - þ.s. þeir laða til sín fjármagn að utan sem nýtir sér vaxtamunaviðskipti, ekki minni lönd en Brasilía, S-Kórea, Indónesía, Tyrkland og Malasía - hafa lent í veseni með vaxtamunaviðskipti, sem trufla gengisskráningu.
Há vaxtastefna er atriði sem getur ógnað fyrirkomulaginu - þ.e. fé getur streymt að og viljað hækka gengið meir en hentar - - þess vegna er mjög nauðsynlegt, að vextir séu notaðir af ítrustu varfærni.
Þeir séu það síðasta - ekki fyrsta, tæki sem Seðlabankinn beitir.
Seðlabankinn og stjórnvöld, verða eiginlega að hafa samvinnu um hagstjórn - þannig að jafnvægis sé gætt í sameiningu, Seðlabankinn beiti öðrum tækum svo sem að krefjast aukið eiginfjár fjármálastofnana og/eða aukinnar lausafjárbyndingar. Meðan að stjv. beita sér með sköttum - sem geta farið upp eða niður eftir þörfum t.d. vaskur, með eyðslu eða aðhaldi - o.s.frv.
- Ef aðilar vinnumarkaðarins gæta sín einnig og viðskiptalíf - þá á þetta alveg að geta gengið.
Það getur verið rétt að hafa varnagla ákvæði, sem Seðlabankinn geti beitt - sambærilegt því sem fyrirtæki hafa rétt til þegar þau eru skráð á markaði, þ.e. að unnt er að stöðva sölu tímabundið ef hreyfingar þykja fara yfir tiltekin fyrirfram sett viðmið.
Þá þarf auðvitað að liggja fyrir föst regla um beitingu slíks varnagla - þannig að notkun slíks ákvæðis komi markaðinum ekki í opna skjöldu.
Niðurstaða
Gott fólk, ég vonast eftir málefnalegri gagnrýni.
En þetta er sett fram vegna þess að eitthvað þarf að gera.
Það fyrirkomulag sem við höfum viðhaft, hefur ekki virkað nægilega vel.
Svo, ég eins og margir aðrir hafa verið að leita nýrra leiða.
Ákveðinn hluti landsmanna heldur að mál séu leyst með upptöku evru - en ég er ekki þeirrar skoðunar að evru-upptaka sé slík vænleg lausn, þegar okkar hagkerfi á í hlut.
Það er vegna þess, að þær sveiflur sem verða á alþjóðlegum mörkuðum á okkar megin útflutningstekjum, lúta ekki okkar stjórn - við getum ekkert gert við þeim, að mínu mati myndu þær ávallt valda okkur erfiðleikum innan gjaldmiðils sem við hefðum engin yfirráð yfir.
- Þvert á móti, tel ég að við eigum að faðma sveiflurnar!
- Stað þess að vinna gegn þeim - að vinna með þeim.
- Svona eins og skip sem siglir upp og niður öldutoppa, eða hús sem sveiflast í jarðskjálfta - og brotnar ekki.
Með svipuðum hætti getum við, með því að tengja gjaldmiðilinn við þá þætti sem sveifla hagkerfinu reglulega, þannig að mestu tekið út það tjón sem þær eru statt og stöðugt að valda okkur.
Eins og Jeffrey Frankel útskýrir ágætlega, getur tengingin verið rekin af óháðum sérfræðingum, t.d. í Seðlabankanum.
Rekstur hennar þarf ekkert með pólitík að hafa - heldur er hún þá algerlega ákveðin af markaði.
Gjaldmiðillinn er þá að sjálfsögðu traustur - því aðilar á markaði vita hvað stýrir hennar verðmæti, að það verðmæti er ákveðið á markaði, af ölfum sem þeir skilja og treysta.
Krónan ætti þá að vera gjaldgeng alls staðar!
Þá þarf auðvitað að tryggja að þeir sérfræðingar séu raunverulega óháðir:
- Þess vegna vil ég, að stjórnendur seðlabankans - og að auki helstu topp sérfræðingar, séu ráðnir erlendis frá.
- Það sé eina leiðin til að vera nokkurn veginn viss, um það að þeir séu ekki í nokkrum óeðlilegum tengslum hér innanlands, eða öðrum slíkum sem geta með óeðlilegum hætti haft áhrif á þeirra ákvarðanir.
Með þetta undir stjórn óháðra fagaðila - þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu en að sú aðferð sem ég legg til, ætti að geta virkað til frambúðar.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.11.2011 kl. 15:11 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar
Mér finnst þessar tillögur frábærar og hentar okkar hagkerfi vel.
Ómar Gíslason, 12.11.2011 kl. 18:35
Til þess er leikurinn einmitt gerður - að finna e-h sem hentar okkur.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.11.2011 kl. 18:51
http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/
Hér er EU hagfræðigrunnurinn, sem gengi EU er bundið við , Bálkur A og B eru hreinir raunvirðisþættir sem fara svo niður alla bálka til X, sem er meira og meira vaxandi óhreinar söluveltur. Huglæg raunvirðsaukning er stjómállegt spurnsmál og CIP neytentur USA [meðal tekjuþegar] ákveða þetta með daglegum frjálsum innkaupum sínum. Alþjóða uppboðs markaðir ákveða orku og massa raunvirðisþættina.
Trausta er binda heimstjórnargengi GDP(OER) við meðal raunvirðisveltu á efnisþáttum Bálkum A og B: hrein verðmæt á GDP(PPP) gengismælikvarða yfir síðust 5 ára í það minnst. Til að lámarka mánaðarlegar og árlegar gengissveiflur. Huglæg raunvirðs aukning umfram þá í USA selst ekki í milliríkja viðskiptum. Þótt HCIP til grundvallar GDP(OER) í evrur ríkjum geri það innan EES og EU. EU hefur sína eigin gæða eða raunvirðisstaðla, sem USA metur 20% ódýrari en sína að meðaltali. Þetta skekkir samanburð á milli EU og Alþjóðsamfélagsins. Beygluð gúrka í USA selst ekki sem 1 flokkur. t.d. Eini mælikvarðinn sem fjármálaheimurinn notar er Alþjóða GDP(PPP) árs gengið sem tengist CIP USA mánaðar gengisbreytingum. CIA og the Worldbank gefur upp heima markaðar gengin og kallar GDP(OER).
Capital í Alþjóða económíu orðforða er oft tekið fyrir sem Capital í fjármála orðaforða og þá er það þýtt hér á Íslandi af tossum sem eignir eða vörur. Mér finnst best á þýða þetta sem raunvirðisþættir sem hlaða á sig huglægum raunvirðisþáttum allt til loka sölu á sama neytendamarkaði.
OECD ríkin senda sínu óhreinu söluveltur til Höfuðstöðvanna til að fá staðfest eða um gefið GDP(PPP) gengið sem gildir til samburðar milli ríkja.
Ísland er svo háð hávirðisauka innflutningi og skiptir á A og B flokkum fyrir nánast allt til virðisaukningar hér. Það ætti því bara að setja með ársgengi gengi sitt GDP(OER)= GDP(PPP) sama og gildir í USA og fylgja svo CIP USA á milli mánaða.
Þá getum við sparnað okkur fullt að yfirbyggingar kostnaði sem er ekki að skil okkur góðum kjörum í fjármálaheimum síðan 1911.
rate: er measure, quantity : sögnin: assign a standard or value to (something) according to a particular scale. Value: er tölugildi. Estimate er reikna með fjórum marktækum stöfum. Íslensk fræði um þessi mál byggja á tossaskilning síðan 1911, hjá sérfræðiliði sem engin gat gagnrýnt á Íslensku og tók trúanlega vegna stöðu og virðingar sem þessir einstaklingar nutu. Fulltrúar erlenda ríkja eru kurteisir, þangað til tossar byrja á byrja brúka kjaft [resolute] að mati hina erlendu.
Aljóða fjármálasamfélagið samfélagið notar GDP(PPP) USA measure, til aðgreiningar frá því er talað um GDP(OER) heima fjármálalögsögu measure, ríkistjórnir reikna eða meta sjálfar og beita á sinn heimamarkað [Landsframleiðslu?]. Aðalatriðið er að hafa stöðugan fastan mælikvarði á raunvirðisnotkun og reikna með flestum marktækum tölustöfum.
Íslensku raunvirðis þáttur sem selst utan Íslands er ekki eign Íslands eftir sölu, tekju af honum eftir gjöld í sölu ríkinu, er arður sem Íslendingur getur átt sem hlutahafi í erlenda fyrirtækinu. Hinsvegar eru þessar arðtekjur ef þetta ríki er markaða ríki upp og niður og stefna á 60 mánuðum á 0 raunvexti ef allir eru jafnhæfir og sitja við sama borðið á þessum erlenda markaði. Þá stækkar kakan þannig að geirarnir stækka allir jafnt hlutfallslega. USA Þjóðverjar kalla þetta reserve í USA í merkingunni gera ekki út, til lengri tíma litið. Þjóðverjar líta þá þetta sem stuðning við auka framleiðni eign fyrirtæki til lækka vöruverð heima fyrir.
Í stöndug ríkum gildir að viðhalda eða auka sitt innra gengi, flest stunda því raunvirðis viðskipti til að tryggja það, þá gildir að láta allt gengis umfram og gengis afföll jafnast út til að ekki þurfi á kalla á alþjóðgengisjöfnunarsjóðinn. USA GDP(PPP)= USA GDP(OER) þess vegn kemur AGS aldrei þangað . UK GDP(OER) er 4% hærra en USA(GDP) evru GDP(OER) er 20% hærra. En flytur EU bara hávirðisauka til USA og annarra ríkja í dag stíla á uppamarkaði. USA fær ferðmenn frá Kína, Indlandi og Brasilíu sem fjölgar ár frá ári, og er alvega sama þótt USA CIP neytendur sniðgangi markaði í EU. EU er aðallega í keppni við Kína og USA ef Angela Merkel er marktæk. Samdráttur á Vesturlöndum frá 2000 er vegna aukinnar CIP neytenda raunvirðis notkunar á ríkjum áður þriðja heimsins á eigin raunvirðis þáttum. AGS spáð skömmu eftir 2000 að CIP samdráttur yrði mestur á meginlandi EU [evra] minni í UK [pund] og minnstur í USA[dollar] til lengri tíma litið. yuan styrkist á herjum degi. ÉG treysti lykil starfsmönnun AGS betur en Íslensku hagfræðingum á tossa grunni. KRED<=>DEB er vigt þar sem KRED er höfuðstóllinn sem á ekki að fara yfir um. DEB er active til að stemma við KRED passive stoninn á öllu tímum í Alþjóða bókahaldi. Í Ríkisbúskap þá gildir að KRED[raunvirði]-DEB[reiðfé á markaði]=0. Í geirum innan ríki eru áherslu aðrar. Til að koma mynt á markað hélt kóngur út fjölda hermanna sem fengu borgað til að geta komið myntinni í verð. Bankar komu svo í þjónustu líka. Greifar borguðu svo konungi fyrir að tryggja frið [í fríðu eða mynnt] en héldu ekki her á launum. Keisari lagði vegi og stofnaði véfréttir og trúarstofnanir [pressur og skólar] og margt fleira til að koma sinni mynt í verð og auka verðgildi hennar í augum lýðsins. Ríkið stækka ekki að rúmmáli [án hers: þá er vanalega stofnaðar undir (þú) borgir]en það getur vaxið í sjálfum sér og augum annarra ríkja. Þeir sem geta ekki sætt sig við það sem þeir fá ekki breytt er manntegund sem langt frá því að geta hugsað rökrétt. Raunvirðisþættirnir eru lykill atrið og huglægt rauvirði sem er almennt vinsælt. Raunvirði stjórsnsýslunnar hér lækkar heildar OER gengið óhreina söluveltugengið.
Júlíus Björnsson, 12.11.2011 kl. 20:28
Mjög svo sammála.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 13.11.2011 kl. 02:29
Alþjóða meðal árs gengið gildir í fjármálaheimum og er gefið upp á CIA sem GDP(PPP) = raunvirði þess sem seldist á Íslandi á síðast ári. Við það miða alþjóða fjármála fjárfestar. Okkar heimagengi kallast GDP (OER). Evru upptaka auðveldar verð samanburð við önnur evru ríki. Breytir er Alþjóðagengismatinu í dollurum. Öll evrur er með eigið GDP (OER) gengi. GDP (PPP) grunvaldast á verðmætum sem felast í vigtalegum í kílóum, Grunnauðlinda Landbúnaðar, trjáræktar, sjávarútvegs, námustarfsemi. Þessar nánst hreinu söluveltur, sem eru grunnur eða þráðurinn í allri annarri óhreinni söluveltu. Gagnvart Íslandi er það ytri markaður sem er dómarinn. Hráefnis verð eru ekki öllu skráð á alþjóðamörkuð. Heimagengi er fyrir kjósendur heima fyrir.
Gengið hér var falsað. Til að svinda út gjaldeyri. Verðflokkar langt undir því sem aðilar reiknuðu með að væri hægt að selja á þessu markaðssvæði. Kallað kaupmáttur hér.
Júlíus Björnsson, 13.11.2011 kl. 03:19
Ég mundi frekar stýra krónunni miðað við viðskiptajöfnuð. Þannig væri hún alltaf rétt skráð.
Það væri hægt að setja upp sjálfvirkar reglur sem segja hversu mikið krónan ætti að falla eða styrkjast eftir því hvernig slagsíðan er á viðskiptajöfnuðinum.
Í dag erum við að stýra miðað við viðskiptajöfnuð. Gengið á krónunni er haft svona lágt til þess að fá gjaldeyri inn í landið svo hægt sé að greiða uppsafnaðar erlendar skuldir.
Til þess a hægt sé að stýra krónunni þá verða að vera ákveðin gjaldeyrishöft. Það samræmist ekki mastrict skilyrðunum. Það þyrfti að fá undanþágu frá þeim.
Þórhallur Kristjánsson, 13.11.2011 kl. 09:15
Ég tek undir hvert orð í þessari grein. Besta tillaga um þessi mál sem ég hef nokkurn tíma vitað. Frábær grein...............
Jóhann Elíasson, 13.11.2011 kl. 09:21
Gott innlegg í umræðuna Einar Björn.
En af því að þú minnist á að það þurfi helst alltaf að halda vöruskiptajöfnuðinum yfir núllinu, sem ég sammála þér um.
Gæti þá ekki verið rétt að þriðji þátturinn í gengisskráningu krónunnar yrði tengdur við vöruskiptajöfnuðinn. Það er ef vöruskiptajöfnuðurinn yrði neikvæður og færi yfir ákveðna upphæð eða hlutfall þá hefði það áhrif á gjaldmiðilinn okkar til lækkunar og svo öfugt það er gjaldmiðillinn hækkaði ef vöruskiptajöfnuðurinn yrði hagstæður.
Ég veit ekki hversu mikla vigt þetta ætti nákvæmlega að hafa en ef Fiskverð vigtaði segjum 40%, verð á áli 30% og vöruskiptajöfnuðurinn 30%. Síðan þyrfti auðvitað að setja nánari reglur og viðmið um þetta.
Gunnlaugur I., 13.11.2011 kl. 10:15
Þetta er áhugaverður punktur en við búum því miður í litlu spilltu landi þar sem þetta verður misnotað eins og flest annað.
Til þess að reka fyrirtæki til langs tíma þarf fyrst og fremst stöðuleika í verðgildi peninga og í skattamálum. Það á einnig við um fólk sem er að gangast undir langtíma skuldbindingar eins og að kaupa sér heimili.
Hér á landi líta menn rólegir á 50% rýrnun gjaldmiðilsins en erlendis verða uppþot þegar tölurnar eru í kringum 5-10%.
Sumarliði Einar Daðason, 13.11.2011 kl. 11:32
Þórhallur Kristjánsson, 13.11.2011 kl. 09:15
Gunnlaugur I., 13.11.2011 kl. 10:15
Ég bendi á, að sú regla sem ég legg til ætti almennt séð, að halda viðskiptajöfnuðinum ekki fjarri "0".
Þ.e. sjálfvirka lækkunin lækkar innflutning einnig - og sjálfvirka hækkunin eykur hann.
Svo þetta temprar í reynd jöfnuðinn nærri "0".
Þannig að það er lítið mál, að bæta við reglu þ.s. passað væri upp á hann sérstaklega, þ.s. um væri líklega að ræða einungis smáskref að gæta þess að hann sé ávallt ofan við "0" í sbr. v. aðrar leiðir eins og fastgengi með tengingu v. annann gjaldmiðil.
-----------------------
Þ.e. reyndar íhugunarverð einnig sem aðferð að nota beint reglu í tengslum v. viðskiptajöfnuð. Sleppa þá öðrum, sleppa þá tengingu - krónan sé þá eiginlega tengd við tiltekna reglu um viðskiptajöfnuðinn.
Það væri hugsað sem tenging.
T.d. að ákveða tiltekin vikmörk um hann, segjum að miðað sé við 3. ára tímabil, þá að meðaltal 3. ára eigi að vera umfram reiknaða "0" stöðu.
Það sé heimilta innan 3. ára tímabils að hann sveiflist 1,5% fyrir ofan eða neðan við "0".
En tafarlaust verði að grípa til aðgerða ef jöfnuðurinn fer umfam 1,5 í aðra hvora átt.
---------------------
Vandi aftur um trúverðugleika, en til þess að þetta virki sem skildi þarf að festa þessar reglur sennilega í stjórnarskrá.
Ég myndi einnig, ráða erlenda sérfræðinga inn í Seðlabanka.
Áhugavert að ræða þetta!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 13.11.2011 kl. 12:25
Sumarliði Einar Daðason, 13.11.2011 kl. 11:32
Það á einna helst v. fyrirtæki í verslun, eða sem framleiða fyrir innanlands markað.
Þau fyrirtæki eru ekki þ.s. heldur uppi hagkerfinu - þ.e. hérlendis.
En víða í öðrum ríkjum, þ.e. milljónaþjóðfélögum, er slík framleiðsla ásamt verslun, víða mjög mikilvægur þáttur í sjálfri undirstöðunni.
Í milljónaþjóðfélögum er unnt að viðhalda mjög flóknum og þannig séð djúpum framleiðslugeira - þ.s. fjöldi fyrirtækja framleiðir mjög margvíslega þætti fyrir innanlands markað. Framleiðslufyrirtæki í slíkum greinum, framleiða einnig hvert fyrir annað - þ.e. aðföng eru oft að háu prósentuhlutfalli innlend.
Þetta er allt öðru vísi hér!
Þ.s. flækir málið er of oft að bera Ísland v. önnur lönd, án þess að taka tillit til smæðarinnar.
Smæðin þíðir að fyror framleiðslufyrirtæki er framleiðir fyrir innanlands markað, er lítið úrval af innlendum componentum eða framleiðsluþáttum, þannig að slík fyrirtæki að jafnaði flytja inn megnið af þeim hráefnum eða efnum sem þau þurfa, því þau er ekki að fá hér.
Slík framleiðsla í okkar hagkerfi - er mjög innflutnings-aukandi, í reynd.
Hún í reynd veldur viðskiptahalla - ef hún eykst.
Ég á við, hún stendur og fellur alveg eins og innlend verslun á því, að nóg sé skaffað af gjaldeyri.
Lykilatriðið er því framleiðsla til útflutnings - sú framleiðsla finnur lítt fyrir gengissveiflum þ.e. lán í erlendu líklega, finnur því lítt fyrir okkar vaxtaumhverfi einnig, og að auki tekjur eru í gjaldeyri svo þær raskast ekki af gengisóstöðugleika.
Gengisóstöðugleiki er því í reynd ekki sérstök ógn við þá þætti sem skipta megin máli, fyrir okkar hagkerfi.
Fyrir okkur skapar fastgengisstefna fleiri vandamál en hún leysir.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 13.11.2011 kl. 12:40
Viðskiptajöfnuðurinn samanstendur af þrem þáttum.
Vöruskiptajöfnuði,Þjónustujöfnuði og þáttatekjujöfnuði.
Það er talað um fjóra helstu þætti sem eru að skapa okkur gjaldeyri.
Matvælaiðnaður(Fiskveiðar)
Álútflutningut(við seljum orku fyrir gjaldeyri)
Ferðamannaiðnaður
Hugverkaiðnaður og annað.
Þessar fjórar greinar skipta nokkuð jafnt á milli sín þeim gjaldeyri sem flæðir inn í landið.
Það er því ekki nógu gott viðmið að tengja krónuna eingöngu við ál og fisk.
Einnig þarf að efla tengslin á milli Seðlabanka og ríkisstjórnar. Það gengur ekki að stýra peningamálum ef Seðlabanki og ríkisstjórn ganga ekki alveg í takt.
Það gengur ekki að hafa krónuna algerlega fljótandi ef það á að stýra henni eftir ákveðnum reglum. Ef Seðlabanki hækkar hér vexti líkt og var gert fyrir hrun þá flæðir hingað inn erlent fé sem sækir í háu vextina. Við mundum því aftur lenda í ógöngum. Það verða að vera einhverskonar takmarkannir eða höft á krónunni annars er ekki hægt að hafa stjórn á hlutunum.
Þórhallur Kristjánsson, 13.11.2011 kl. 13:57
Þórhallur - að sjálfsögðu á að taka á öllum hliðum hagstjórnar.
Þessi tillaga mín, myndi taka á því hvernig gjaldmiðlinum er stýrt.
En það er bara einn þáttur hagstjórnar.
Tillaga mín tekur ekki beint á vaxtastjórnun, en ég er að hugsa þá stefnu, að samhliða væri tekið upp "committment" um viðskiptajöfnuðinn, að það myndi snúa fyrst og fremst að Seðlabanka og Ríkisstjórn.
Reglan um gjaldmiðilinn, takmarkar innflutning um leið og gengið lækkar vegna lækkunar verðlags útfl. afurða.
Að sama skapi, eykst einnig innflutningur þegar reglan eykur kaupmátt.
-----------------------
Ég lít síðan á, að jafnframt eigi síðan Seðlabanki og Ríkisstjórn, að vinna saman að jafnvægis hagstjórn.
Ég er ekki þá að tala um að fella gjaldmiðilinn eða hækka hann, til að nákvæmnisstýra jöfnuðinum, heldur að það verði gert með hagstjórnartækjum sbr. skattar, eyðsla og því aðhaldi sem Seðlabankinn getur beitt, þ.e. hækka kröfu um lausafé, eigið fé banka - vextir ættu alltaf að vera síðasta úrræðið.
Eins og þú réttilega bendir á, þá eru ímiss vandamál með beitingu vaxtatækisins - en t.d. Tyrkland, Brasilía, jafnvel S-Kórea, Malasía og Indónesía. Hafa átt í veseni með lausafé í alþjóðakerfinu, sem hagnýtir sér vaxtamunaviðskipti.
Það þarf því að beita vaxtatkækinu af ítrustu varfærni.
----------------------
En með þessari peningastýringu, þá er Seðlabankinn ekki að nota vexti til þess að stýra gengi. Heldur sér fyrirkomulagið algerlega um þann þátt.
Ég er ekki svo viss að það þurfi eiginleg höft - einungis varnagla ákvæði, eins og t.d. gildir um hlutafé fyrirtækja - að ef þ.e. snögg óeðlileg hreyfing á markaði, má stöðva sölu tímabundið.
En þessi gjaldmiðilsstýring ætti að tryggja að gjaldmiðillinn sé nokkurn veginn alltaf á því verði, sem hentar okkar grunn atvinnuvegum. Þannig, að hann ætti þá skv. markaðsverði að vera nánast alltaf nokkurn veginn á réttum stað, frá sjónarmiði markaðarins - svo fremi sem við erum að tala um ákvarðanir er byggja á stöðu hagkerfisins.
Að sjálfsögðu, verður að binda enda á þá stefnu, að höfða til lausafjár í alþjóðakerfinu, með því að freysta þeirra með háum vöxtum. Það væri glapræði að endurtaka þann leik.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 13.11.2011 kl. 14:48
Ég hef reyndar stundum sagt þetta svipað. Stoltur af því!
Það liggur vel við að skapa "gullstandard" á bak við íslenska krónu.
Það er eini möguleikin á því að skapa traust á gjaldmiðlinum erlendis.
Í stað gulls væri backupið ál eða þorskur. Ef fólki þykir þetta hljóma illa má binda hana beint við orkuverð.
Kólöwött eða olíuverð þó það sé meira langsótt.
...Nú eða bara eins og þú segir; skynsamlega blöndu þessara þátta íslensks raunveruleika.
Jón Ásgeir Bjarnason, 13.11.2011 kl. 14:58
..Kílówatt króna ætlaði ég að skrifa.
Hlómar vel, eða hvað?
:)
Jón Ásgeir Bjarnason, 13.11.2011 kl. 14:59
Jón - vandi með þá aðferð er sá nákvæmlega sami, og ef við festum okkar gengi við annann gjaldmiðil.
Það er ólíklegt afskaplega að við getum safnað nægilegu fé, til að verja slíka tengingu - "no matter what" - alveg sama þó það sé gullforði sem við erum að tala um.
Það eru of miklar sveiflur í hagkerfinu - sem lúta þáttum sem við getum ekkert gert við.
Skoðaðu t.d. þetta:
Commodity currencies and the real exchange rate, Paul Cashin, Luis F. Céspedes, and Ratna Sahay
Þetta er mjög áhugaverð grein fyrir okkur vegna þess, að höfundar taka sérstaklega fyrir öll hrávöru hagkerfi heimsins, og greina gjaldmiðla þeirra skv. þeirri forsendu, hvort virði þeirra stjórnist af verðsveiflum á hrávörumarkaði.
Þetta er lykilpunktur varðandi krónuna, hverskonar ella er hún.
Sjá Töflu 2. Þar kemur fram - að krónan er í hópi gjaldmiðla þ.s. ekki er unnt að sanna "0" kenninguna um engin áhrif virðis hrávara á þróun gengis. Fylgni er sterk eða 40,9%.
Taktu eftir fylgni tölum fyrir Nýja Sjáland!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 13.11.2011 kl. 15:19
Alþjóðagengismarkaður setur dæmið þannig upp að þegar staðlaðar [óhreinar] söluveltur á einu ári innan sama gengis markaða liggja fyrir, þá er þær reiknaðar miðað við raunvirði á Mælikvarða CIP USA það er hreinsaðar, þær er reiknaða ein. verði eins og væru veltur í USA. Þetta kallast Alþjóða meðalársgengið til samanburðar á Alþjóðafjármálamörkuðum gefið upp sem GDP(PPP). Síðan sveiplast þetta gengi miðað við CIP USA á milli mánaða.
2010 reiknaðist heildarþjóðar sölugengið af Alþjóðagengismarkaðinum UM 11,82 milljarðar USA dollarar og var gefið upp á Íslandi sem 1647 milljarða krónuvelta. Þá setur Alþjóðagengismarkaður meðal ársgengi gengi krónu á 1647/11,82= 139 kr./dollar.
Ef gengið á Íslandi hefði selst 1647 milljarða evra þá er gengi evru á Íslandi 139 evrur/dollar.
Í fjármálaheimun fyrir ofan efnahaginn eykur það traust Lánadrottna: fjármagnara og endurfjármagnara ef gengi á vöru og þjónustu sölumarkaði er stöðugt vaxandi miðað og fylgja þá sveiflur og vöxtur CIP USA mælikvarðanum eða vegnu meðaltali á alþjóðverðum á hráefni og orku.
Ríki geta ekki skráð alþjóða samburðar gengið sjálf, hinsvegar geta þau metið sín gengi á eigin raunvirðis mati til dæmis byggt á HCIP evru ríkja þetta stjórnmálalega heima raunvirðis mat getur verið lægra eða hærra en Alþjóðamatið á genginu í sömu evru ríkjum.
Heimamarkaðarstjórnarmatið GDP(OER) [Landsframleiðslan?] er innra hagstjórnartæki sem getur gefið til kynna hægt sé að hagnast á lá meðalraunvirðis mati á söluveltum, í augum ytrir markaða, þá er það lægra í tölu gildi en GDP[PPP]. Einnig geta heima markaðir metið sumar söluveltur og hátt og aðrar og lágt miðað við Alþjóðafjármálaraunvirðis mat.
Ef alþjóðgengisverð á orku og hráefnis söluveltum sem eru grunnþáttur í öllu öðrum söluveltum þá hækka þær að meðaltali allrar hlutfallaslega eins þegar stöðuleiki ríki í hlutfallslegri skiptingu milli plana [þrepa vsk.] og geiranna í hverju plani. Milli ríki gildir líka að viðhalda gengisjöfnuði innbyrðis ekki bara í sínum eigin gengjum. Gains and losses eru Umfram og Afföll ofuráherslur hér eru hagnaður og tap. Profit and lost. Þetta er allt spurning um að hámarka sín innri gengi og líta á aðra ytri markaði sem tækfæri til auka þann hagnað. Þetta telja Kínverjar Þjóðverjum til tekna, segja eina ríkið í EU sem sé ábyrgt og geti staðið eitt undir sér. Kínverjar telja EU frekar geta staðið við sínar framtíðar fjármála skuldbindingar en USA. Vegna þess að þeir segja USA meta Dollar of lágt um þessar mundir. Kína vill selja inn á markað í USA frekar en kaupa vörur og þjónustu af USA, Kína vill gera það sama í öllu ríkjum heims. Selja inn á annarra ríkja markaði með að fá túrista þaðan heim til sín er ein aðferð.
EU vill líka flytja út hávirðsauka [huglægi raunvirðisþáttur mestur] söluveltur út og lávirðis veltur inn [ engin höfuðverkur no profitt in longtime terms ]. USA vill selja ríkisskuldbréf út úr USA þannig til að græða ódýran innflutning vöru og þjónustu. Íslend hefur ekkert bolmagn nema til að hámarka sín eigin innri söluveltu gengi. Yfirbjóða alþjóða meðalagengið er dæmt til að vera vonlaust fyrirfram. Hinvegar geta frjálsir hávirðisgeirar selt bæði innan utanlands betur en stjórnmálmenn, innan reglustýringar sem tryggir að þetta gengisframlagi skili sér í Aljóðameðalagenginu. Rate=gengi.
Júlíus Björnsson, 13.11.2011 kl. 21:01
Festing við hráefni væri mikil breyting fyrir Ísland. Við höfum vanið þjóðina, bankakerfið og stjórnsýsluna á að Ísland sé með meiri verðbólgu en nágranaríkin og leysi síðan sinn vanda með gengisfellingum þegar hann hefur safnast upp. Sama voru Suðurevrópuríkin vön að gera.
Með þessu fyrirkomulagi myndi Ísland verða með mynni verðbólgu en nágrannaríkin sem er ekki víst að okkur myndi ganga svo vel að standa undir. Suðurevrópuríkin fóru bara yfir í að vera með samaverðbólgustig og Þýskaland og þar fór allt á hliðina. Hætt við að við myndum ekki rísa undir þessu sem samfélag.
Héðinn Björnsson, 21.11.2011 kl. 14:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning