José Manuel Barroso, viðurkennir að evran er í tilvistarkreppu!

Það eru dramatísk orð sem höfð eru eftir forseta Framkvæmdastjórnar ESB, en hann með þeim í reynd viðurkennir að hættan á hruni evrunnar sé raunverulega fyrir hendi, og að það hrun myndi hafa óskaplega alvarlega efnahagslegar afleiðingar fyrir Evrópu.

Þannig séð má segja - að meginlímið á evrusvæðinu í dag - - sé óttinn!

Við verðum að halda evrunni saman - annars fer allt í klandur!

 

José Manuel Barroso: The State of Europe – Die Europa Rede Berlin, 9 November 2011 Haus der Berliner Festspiele

"Were the Euro area or the European Union to break apart, the costs have been estimated at up to 50% of GDP in an initial phase. It is estimated that Germany's GDP would contract by 3% and it would lose one million jobs if the Euro area were to shrink to a few core member countries. This study was made by a very important financial institution here in Germany. What is more, it would jeopardise the future prosperity of the next generation. That is the threat that hangs over us, and it is that threat that guides our commitment to resolving the situations in Greece and elsewhere, provided that those countries play their part as well."

"That is why all responsible leaders must now make the case for Europe. Make the case for strength through unity...We are in a defining moment where we either unite or face irrelevance...Ladies and gentlemen, Europe is indeed at a crossroads."

"The truth is that economic and monetary union is ultimately incompatible with the logic of pure inter-governmentalism: because economic and monetary union requires commitments, rules and respect of commitments and rules going beyond mere peer pressure or mere cooperation among governments. And those rules cannot be subject to the unstable logic of political influence or manoeuvring, of diplomatic negotiation or of backroom bargaining."

 

  • Þetta er reyndar áhugaverð ræða, en orð Barroso verða ekki tekin öðruvísi en sem full viðurkenning á því, að evran er í tilvistarkreppu.
  • En hann vill taka á þessu sem áskorun, hvetur til samstöðu og til þess, að dýpka samstarfið um evruna frekar - í reynd viðurkennir (sbr. að ofan) að án mun unfangsmeiri yfirstjórnar, gangi evran ekki upp.
  • Þetta eru allt atriði sem ítrekað hefur verið bent á - en hafnað af evrusinnum og ESB sinnum.


Það versta er að Framkvæmdastjórnin, hefur ekkert lært af mistökunum í Grikklandi!

Í dag - eins og fram hefur komið í fréttum - var samþykktur á Ítalska þinginu, nýr sparnaðar pakki sem inniber umfangsmikinn niðurskurðar pakka.

Hluti af aðgerðum inniber aðgerðir sem eiga að efla hagvöxt - tja, með tíð og tíma, þ.e. endurskipulagning til að auka skilvirkni, draga úr samkeppnishindrunum o.s.frv.

Ágætar aðgerðir sem slíkar, en ég er þess fullviss að niðurstaðan verður sú hin sama og í Grikklandi, þ.e. að aðgerðir knúnar fram - framkalli stórfellt aukinn samdrátt, og ávallt meiri samdrátt en Framkvæmdastjórnin reiknar með.

Það er vegna þess, að niðurskurður er samdráttaraukandi, á sama tíma og aðgerðir sem eiga að skila auknum hagvexti, bíta yfir tíma - en ekki um leið, geta tekið flr. ár að skila sér að fullu.

  • Þetta þíðir að til skamms tíma og yfir næstu tímabil, eru samdráttaráhrif ríkjandi.
  • Þannig, að samdráttur eykst - hagkerfið dregst enn meir saman, skuldakreppa magnast.

Hættan er að örvandi aðgerðirnar nái ekki að bíta - áður en mögnun samdráttar hefur keyrt Ítalíu í þrot.

  • Framkvæmdastjórnin er að auki alltaf að leggja til meira eða minna, sömu aðgerðaformúluna - en í gær krafðist t.d. Ollie Rehn frekari niðurskurð á útgjöldum í Frakklandi, ofan í þann sem Sarkozy forseti hafði þegar áætlanir um.


Ástæða þess að samdráttaraukandi aðgerðir eru svo hættulegar núna, er að Frakkland, Ítalía eru bæði tvö við samdráttardyr ef ekki þegar komin alla leið yfir í samdrátt!

  • Hagkerfi sem er við "0" getur mjög auðveldlega íst alla leið í kreppu.
  • Hagkerfi í kreppu, þar dýpkar hún enn frekar.

Samdráttur eftir því sem hann magnast, magnar skuldakreppu þess ríkis enn frekar.

Þannig hefur þetta verið algerlega án undantekninga, í tilviki Grikklands.

En málið er - að vegna þess að við erum að tala um Ítalíu og sennilega síðan Frakkland, þá er afleiðing af þroti ekkert minna heldur en - -> Hrun evrunnar!

Maður hefði haldið að miðað við hve herfilega hefur gengið í Grikklandi, væru menn e-h farnir að íhuga aðrar leiðir!

Nei, lærdómurinn sem tekin hefur verið er sá, að framfyglja slíkum aðgerðum fram af enn meiri hörku.

Sem auðvitað magnar enn áhrifamátt slíkra aðgerða þ.e. samdrátt -->Sem magnar enn frekar hættu á hruni.

 

Skv. nýrri hagspá ESB, verður hagvöxtur 0,8% á næsta ári

En Ollie Rehn varaði við, að það gæti hæglega farið á verri veg - að spáin um vöxt gerði ráð fyrir því að tiltekinn árangur myndi nást fram nú á næstu vikum og mánuðum.

Hættan væri mjög raunveruleg á alvarlegri kreppu!

Ollie Rehn - ""Growth has stalled in Europe, and there is a risk of a new recession,""

Í vikunni komu fram tölur yfir vöxt/samdrátt í iðnframleiðslu í september:

  • Ítalía -4,8%.
  • Frakkland -1,7%.
  • Þýskaland -2,7%.


Niðurstaða

Oft er sagt að fyrsta skrefið í því að endurhæfa þig, sé að viðurkenna sannleikann. Barroso hefur formlega viðurkennt að evran sé í tilvistarkreppu. Að auki, að hrun hennar myndi valda mjög stórfengnum efnahagslegum búsifjum fyrir Evrópu.

Á hinn bóginn sé ég ekki að Framkvæmdastjórn ESB, sé að beina efnahagsaðgerðum inn á nýjar brautir, þess í stað sé sömu formúlunni fylgt - í ríki eftir ríki.

Það eykur ekki bjartsýni um það, að málum verði forðað frá því hruni - sem allir óttast, þar á meðal Barroso sjálfur.

 

Kv.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Málið er EU er max 8% prósent af markaðinum í dag og Pundið er með Dollar,  evru verður aldrei að Alþjóðagjaldmiðli af sama styrk og Dollar, kostnaður við reyna að annað varð EU dýrkeyptur. Flesti ríki Utan EU komast af án beinna viðskipta við EU. Hinsvegar er evra gott hagstjórna ríki á innlokuðu Meðlimaríki í framtíðinni. Þjóðverjar tapa ekki hvort sem gengi óstöndugu ríkjanna verður skráð í evrum eða undir einhverju öðru nafni.  Lálauna  fjármálageiri getur verndað störf. Velturnar eru  orðnar alltaf stórar. Ef raunvirði heildarþjóðargengis EU lækkar að mati 98% heimsins , þá lækka ekki-neyslu eignir fastar og lausar í EU  að raunvirði augum 98%.  Innan EU, samt sem áður getur HCIP ráðið verðtryggingum á innra fjármálamarkaði. Efnahagurinn heldur uppi fjármálum ekki öfugt.  Innra og ytri samhengi  EU eru tvær hliðar.

Júlíus Björnsson, 12.11.2011 kl. 03:15

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband