Veruleikafyrring Gylfa Arnbjörnssonar!

Það hafa margir veitt ummælum Gylfa Arnbjörnssonar athygli gegn okkar gjaldmiðli undanfarið, þ.s. hann er nú ítrekað búinn að segja evruna klett í hafinu sbr. krónuna. Nú tók steininn úr, en nú dreymir hann um að ríkin í kringum okkur séu boðin og búin til að gefa íslendingum stórfé á ári hverju, svo unnt verði að hífa lískjör á Íslandi upp.

Biðja á um aðstoð vegna krónu

Það ótrúlega við Gylfa er ekki að maðurinn sé fífl - heldur hve stórt fífl!

"ljósi þess að krónan okkar á sér ekki viðreisnar von og við blasa gjaldeyrishöft um ókomin ár er ég þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að ræða milliliða laust við pólitíska forystumenn helstu ríkja í Evrópu um beina aðstoð þeirra til að treysta stöðu gjaldmiðilsins, hugsanlega með því að tengja krónuna beint við evruna með stuðningi bæði AGS og frá Norðurlöndunum. Þannig gæti almenningur og fyrirtæki fyrr notið þeirra vaxtalækkana og stöðugleika sem við þurfum á að halda. Við eigum ekki að láta skammtíma vanda evru, dollars og jens villa okkur sýn, evran er í fyrsta lagi eins og klettur í hafinu borið saman við þá krónu sem við búum við og í öðru lagi er vandi dollarsins enn meiri en evrunnar þar sem viðskiptahalli og halli á fjárlögum er töluvert meiri en í Evrópu."

Ég nenni ekki að taka fyrir sbr. hans á evru og dollar, en það gefur mjög villandi mynd að taka evrusvæðið sem heild og bera saman við Bandaríkin sem heild.

Hvað þarf til að tengja krónu við annan gjaldmiðil?

  1. Þú gerir það ekki nema að afnema höftin fyrst. En draumur Gylfa er að búa til tenginguna fyrst og losa höftin svo. En þannig er vanalega ekki staðið að tengingum.
  2. Það er vegna þess, að til þess að tenging tveggja gjaldmiðla hafi trúverðugleika, þarf hún að vera gagnvart eðlilegu markaðsgengi beggja - þ.e. jafnvægisgengi beggja. Annars þarf stöðugt að verja fjárhæðum til að verja tenginguna falli.
  3. Þarna kemur inn hugmynd hans um aðstoð, en draumur hans virðist vera að þjóðirnar í grennd og eða AGS, séu til í að veita okkur beinar peningagjafir. En, krónan er ekki með rétt markaðsverð í dag, annars væri óhætt að afnema höftin nú þegar og gengið myndi ekki sveiflast. Við slíkar aðstæður mun þurfa að verja teninguna með umtalsverðum fjárhæðum, sem hann virðist dreyma um að aðrir borgi.
  • Ótrúlegir draumórar.
  • Fólk man vonandi enn eftir því, að hingað mun vilja streyma aflandskrónur að umfangi milli 30 og 40% af þjóðarframleiðslu.
  • Hér er fast í bönkum einnig verulegt fé - sem talið er líklegt að vilji út.
  • Svo er það krónubréf.

Þetta allt saman er hann að ímynda sér að hinir borgi!

Orðið "draumórar" er eiginlega of veikt í þessu samhengi!

  • Svo nefni ég einnig, að ef gengið er hækkað þá eykst innflutningur. Það er varasamt vegna þess að afgangur okkar af tekjum þegar búið er að greiða af skuldum á sl. ári var bara 0,3% og skv. Seðlabanka innan við 1% á þessu ári.
  • Með erfiða skuldastöðu, væri ekki gæfuspor - að snúa yfir í viðskiptahalla.

 

Ofurvaxtakjör innan krónu!

"Hann segir að húsnæðisvextir hér á landi hafi verið allt að fimm til sex sinnum hærri en á evrusvæði ESB s.l. 10 ár og í árslok 2010 greiddu evrópskir launamenn einungis 3,4% nafnvexti „samanborið við þau ofurkjör sem okkur er gert að greiða. Ef horft er til kaupa á venjulegri 3ja herbergja íbúð árið 2000 hafa hjón á meðallaunum mátt leggja að meðaltali um 12% af ráðstöfunartekjum sínum á hverju einasta ári aukalega í greiðslubyrði lána."

1. Verðbólga: Verðbólga er megni til vegna þess, að laun hér eru alltaf hækkuð þvert yfir línuna: Verslanir hækka þá verð til að fá fyrir hækkunum síns fólks, hið opinbera gjöld af sömu ástæðu - - svo stór hluti launahækkana fer beint í verðlag. Og, þetta gerðist með nákvæmlega sama hætti - ef við værum með evru, þ.e. verslanir hækka og opinbera; en verðbólga er ekkert annað en verðhækkanir.

Lönd innan evrusvæðis eru þá væntanlega með lága verðbólgu, vegna þess að þau viðhafa einhverja lágmarks skynsemi, þegar kemur að gerð kjarasamninga.

ASÍ sjálft ber þarna mikla ábyrgð.


Raunvextir:
Raunvextir eru háir hér á útlánum, vegna lífeyriskerfisins - sem ath. hverfur ekki - en ég er að tala um ávöxtunarþörf þess upp á 3,5% raunvexti, sem það þarf á að meðaltali.

Tengingin er sú, að sjóðirnir eru helstu kaupendur skuldabréfa hér - ísl. bankar fjármagna sig mikið með því að selja þeim bréf. Sem þurfa þá að bera þessa ávöxtun.

  • Þá kemur dæmið þannig út, að bankarnir lána 3,5% + kostnaður. Vanalega á milli 6-7% raunvextir.
  • Eins og ég sagði, þetta breystist ekki. Sjóðirnir verða áfram til staðar. Áfram megin fjármögnunarleið bankanna hér.
  • Ólíklegt verður að teljast að Ísl. bankar geti fengið ódýrari fjármögnun erlendis.


Að auki verður að skoðast fjarskalega ólíklegt að erlendir bankar myndu setja hér upp sjoppu. En bendi á að ekki hefur borið hér á erlendum matvælaverslana-keðjum, þó álagning á matvælaverð hér sé há. Sama um sölu eldsneytir á bifreiðar - að erlend samkeppni hefur ekki komið til. Þó svo Ísl. hafi verið meðlimur að EES síðan 1994.

  • En Ísland er einfaldleg lítill markaður - mjög lítill.
  • Hér er sérstakt tungumál.
  • Sérstök menning.
  • Það kostar alltaf tíma og peninga að læra á nýtt markaðssvæði.
  • Hér er eftir of litlu að slægjast fyrir stóra erlenda aðila - svarar það ekki kostnaði að koma sér hér fyrir, í flestum tilvikum.

Bankavextir til almennings munu ekki lækka - - þ.e. einfaldlega ekki rétt, að upptaka evru væri eitthver stórt skref í átt að meiri lífsgæðum.

Ef við viljum lækka vexti hér, þarf:

  1. Taka upp meiri skynsemi við gerð kjarasamninga, svo það sé ekki svo lengur að í hvert sinn hækki verðbólgan verulega, svo þríðjungur eða meir af launahækkun, fari í verðlag. Þetta hefur auðvitað áhrif á bankavexti - að sjálfsögðu vill Gylfi ekki sjá sök verkalýðshreyfingarinnar í þessum vanda. Miklu einfaldara að segja - krónunni að kenna.
  2. Þarf að endurskipuleggja lífeyriskerfið, svo unnt sé að lækka ávöxtunarþörf þeirra niður í segjum 1.5-2%. Alls ekki meir en 2%. Það gæt skilað lækkun raunvaxta um allt að 1-1,5%.

Gylfi er svo tíndur í þessari umræðu að það er ekki findið - en takið eftir að hann nefnir í ásökunartón að bankalán fáist allt niður í 3,5% erlendis, en sjóðirnir sem hann hefur umsjón yfir taka til sín 3,5%.

Þetta myndar vaxtagólf á Íslandi - þ.e. enginn getur boðið hérlendi lægri vexti en 3,5% + eigin kostnað.

 

Niðurstaða

Það er hræðilegt að búa við það, að æðsti yfirmaður verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi skilur ekki einföldustu hluti um gjaldmiðilsmál, hvað þá hagfræði.

Talar út og suður svo út vellur froðan ein.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er alveg út úr kú maðurinn ætti að segja af sér strax.  Hann veldur ekki þessu starfi.  Ég átti fyrir nokkrum árum reikning í Deutche bank nokkrar evrur, þegar ég var farin að borga með mér sem sagt neikvæðir vextir tók ég peninginn minn út og eyddi honum í sjálfa mig en ekki í bankann. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.10.2011 kl. 17:41

2 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Kraftur í þér í dag Einar. Þú hefur greinilega fengið þér bæði lýsi og vítamín í morgun

Haraldur Rafn Ingvason, 26.10.2011 kl. 17:46

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Takk :) Kominn með upp í kok af vaðlinum hans Gylfa.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.10.2011 kl. 18:25

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Málið er að Gylfi ASÍ er ráðinn - ekki kosinn. Alveg eins og Barroso hjá ESB. Báðir geta sagt það sem þeim þóknast án eftirmála.

Kolbrún Hilmars, 26.10.2011 kl. 20:34

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er þá ekki hægt að segja honum upp?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.10.2011 kl. 20:44

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sennilega er það mögulegt, en þá þarf að ná því fram grunar mig í gegnum stjórn ASÍ, sem væntanlega er skipuð af stærri aðildarfélögum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.10.2011 kl. 22:33

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Innilega sammála Einar Björn.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 27.10.2011 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband