Kristinn H. Gunnarsson - "Ammu borgar"! Svara gagnrýni hans á hugmyndir Eyglóar Harðardóttur!

Kristinn H. Gunnarsson hefur komið fram sína eigin vörn fyrir verðtrygginguna. Kallar það að senda reikninginn til ömmu gömlu, þær hugmyndir að afnema verðtryggingu.

Plan „Amma borgar“. Kristinn segir blekkingu að óverðtryggð lán séu kjarabót

 

Hugmynd Eyglóar Harðardóttur er að færa verðtrygginguna yfir á ríkið!

Þetta er áhugaverð hugmynd, og hún hefur að sumu leiti sömu afleiðingar og, að taka upp evru.

Þá vísa ég til þess, að innan evru getur ríkið ekki raunlækkað eigin skuldir með verðbólgu. En með því að innlendar skuldir ríkisins væru verðtryggðar, þá er sú hugmynd að með því fái ríkið mjög öflugann hvata, til að vinna gegn verðbólgu.

Í dag sé verðbólga nær engin ógn fyrir það, vegna þess að þess krónuskuldir eru ekki nema að hluta verðtryggðar - sbr. verðtryggð ríkisbréf. Þá getur ríkið að nokkru leiti minnkað sína skuldabyrði, með því að framkalla næga verðbólgu svo þær raunlækki.

  • Þeir sem verða fyrir tjóni eru þá allir þeir sem skulda verðtryggð lán!
  • Ríkið á sama tíma bæti stöðu sína - hvatir séu því til staðar hjá þeim sem stjórna í Stjórnarráðinu að hámarka frekar en hitt verðbólgu.

 

Þetta er þó ekki án áhættu!

Alveg eins og upptaka evru krefst ábyrgrar hagstjórnar - svo það sé yfirleitt mögulegt að láta það ganga upp, annars er leiðin í glötun hröð. Þá getur trúverðugleiki slíkrar leiðar dalað hratt, ef ekki er tekið með festu á ríkisfjármálum.

En ríkið gæti lent í herfilegum skuldavandræðum, ekki með ósvipuðum hætti og innan evru sbr. tiltekin aðildarríki evru í vandræðum, ef það missir í eitt skipti stjórn á sínum málum.

En þá er engin skjót útleið - heldur alveg eins og hjá aðildarríkjum evru í vanda - einungis opin sú leið fyrir ríkið, að skera niður útgjöld. Við tekur þá margra ára pína fyrir ríkið, með skertri þjónustu v. almenning, eins og við erum reyndar að sjá í dag.

Hugmyndin er að - :

  • Þetta skapi sömu hvatir til ábyrgrar hagstjórnar - og meint er að aðild að evru ætti að fylgja.
  • Ríkið er sett í spennitreyju - það hefur þó á móti enn stjórn á ákvörðunum vaxta.
  • Því betri stjórn á eftirspurn innan hagkerfisins - en ef Ísland væri í evru, og ákvarðanir vaxta væru teknar annars staðar - og ekki í nokkru samhengi við aðstæður okkar hagkerfis.


Ábending til Kristins

Laun aldraðra eru í reynd skuld hagkerfisins burtséð frá því hvort þ.e. gert með sjóðasöfnun eða gegnumstreymiskerfi. Munurinn er fryst og fremst sá, að gegnumstreymiskerfi er gegnsærra. En, þó svo að til séu sjóðir, þá á það hið sama við - nema í því tilviki þegar fé er varðveitt erlendis.

  • Sjóðirnir eru í reynd skuld hagkerfisins við sjóðina - þeir sem vinna ávaxta í reynd eignirnar og fyrir þá ávöxtun er greiddur út lífeyrir.
  • Vandinn er sá að þetta kerfi gengur ekki upp nema hagkerfið gangi upp.
  • Þá þarf að íhuga heildarþunga vaxtagjalda á hagkerfinu - en sú byrði er það getur borið er takmörkuð.
Þ.e. áhugavert í því samhengi er krónan féll um árið minnkuðu eignir sjóðanna minna en nam verðfalli krónunnar - en það gerðu launatekjur launamanna ekki.

Þetta þíðir í reynd - vegna þess að tekjur allra þ.e. aldraðra sem og launamanna, hvíla á þeim tekjum sem hagkerfið skaffar; að hlutfall þeirra tekna sem fara til aldraðra hækkaði á kostnað launamanna.
  • Þannig varð hrein raunhreyfing þ.e. tekjufærsla á kostnað launamanna, yfir til aldraðra.
  • Á sama tíma, hækkuðu skuldir launamnna verulega.
  • Tekjuskerðing launamanna sbr. aldraða er því heilt yfir - mjög veruleg.

Við getum ekki haft það þannig - að önnur kynslóðin hafi það svo mikið verr en hin, því ekki síst að þeir sem eru á vinnumarkaði eru einnig að ala upp næstu kynslóð þar á eftir. Þannig að ef kjör þeirra á vinnumarkaði versna áberandi meir - - á það einnig við kjör barnanna sem eru að alast upp.

Þetta þarf allt að hugsa í samhengi!

 

Niðurstaða

Þó svo verðtrygging sé afnumin á skuldir almennings - er það eingöngu skref í baráttunni fyrir betri skilyrðum fyrir almenning. Síðan þarf að ráðast að lífeyriskerfinu, þ.e. að lækka meðal-raunávöxtun þess úr 3,5%. En þessi raunávöxtun myndar vaxtagólf hér - heldur uppi bankavöxtum hérlendis.

Í reynd hefði það nær engin áhrif á raunvexti á bankalán hérlendis, að skipta um gjaldmiðil. 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Verðtrygging er að skila rúmtaki sjóðsveltu á raunvirði á markaði óháð árferði á öllum tímum og er eilífaðar rekstur.  

Vöxtur ársveltu umfram verðtryggingu kallast á skammtíma sveiflu forsendum upp og niðar á mörkuðum raunávöxtun.  

Langtíma verðtrygging raunávöxtunar hefur ekki almennt gengið upp í sögu Mammons. 

Heildar rúmtak að öllum veðum liggur fyrir í öllum langtíma fjámála millfærslu reiknilíkönum.  Ein geiri getu ekki vaxið þannig séð nema annar minnki.

Hvernig á að skila eigin árs reiðfé á raunvirði að jafnaði á öllum tímum, fer eftir eðli rekstrar, reglustýringu og hæfi stjórnenda og er ekki opinberlega og hluti af eðlilegri fjármálaleynd.  

Hér er heildar húsnæðiskostnaður í núverandi reglustýringu á lífshlaupi 80% Íslendinga tölulega allt of hár.   Ef fasteing kostar 30% af heildráðstofnar tekjum á 30 áru, þá leggjast á 30% hér miðað viðávöxtunar kröfu  60% í raunvexti 160% í skatta , tryggingar og viðhald um 220% + verðtrygging.  Þetta stefnir á 96% af ráðstöfunar tekjum 30 ára. Hér er almennt hægt að tryggja tekjur sem koma 30% niður. Treysta á niðurgreiðslur af vaxtaorkri hinsopinbera er varasamt. 

Júlíus Björnsson, 25.10.2011 kl. 16:58

2 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Kristinn fann þetta ekki upp. Á borgarafundi í Háskólabíó haustið 2008 var Gylfi Arnbjörnsson spurður að því af hverju það væri ekki góð hugmynd að kippa verðtryggingu tímabundið úr sambandi meðan verstu afleiðingar verðbólguskotsins gengju yfir.

Svarið var í grunninn: það er svo vont fyrir gamla fólkið...

Gamla fólkið hlýtur að vera voða glatt með þessa hagsmunagæslu - að afkomendur þess séu gerðir eignalausir til að ekki þurfti að skerða réttindi þeirra!!!

Haraldur Rafn Ingvason, 26.10.2011 kl. 17:43

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Akkúrat :)

 Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.10.2011 kl. 20:07

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Verðtygging sé afmunin á raunávöxtunar langtíma veltusjóða sem eiga að skila raunvirði á öllum tímun. Grunnkostnað öllu sem tengis vsk. Vsk.Lögaðilar greiða samfélgs skatta miða við tvær ársveltur strafsmanna og sölu, fasteigna skattar eru ekki veltuskattar heldur eignarupptaka bókhalslega sem krefst hærri sölutekna. Heildar sölu tekjur= tekjur stjónrsýlunnar + fjármálgeirans + vsk.geiranna. Hér er sagt að 42% þjóðatekju fari í stjórnsýslu og um 8% getur farið í fjámalgeiran hér [allur rekin á hámarks skammtíma forsendum]

Álögur á raunvirðisaukasköpun eru 100%.

Júlíus Björnsson, 27.10.2011 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband