Björgun evrunnar virðist á ysta barmi þess að mistakast!

Það eru 2. meginvandamál sem hafa flækt málin í þessari viku. Það fyrra er að Frakkland sjálft fékk aðvaranir frá Moodie's og Standards&Poors, þess efnis að Frakkland myndi verða fellt um matsflokk, ef það tekur á sig umtalsverðar viðbótar skuldbindingar.

Hitt er að þýska þingið hefur allt í einu ruðst fram á vettvang fjölþjóðlegra stjórnmála, og þar var ríkisstjórn Angelu Merkel settur stóllinn fyrir dyrnar - það er þingið neitaði að veita Merkel opinn víxil um að semja við Frakka, um það hvernig ætti að útfæra það að skuldsetja ESFS.

Assertive Bundestag takes centre stage

Þetta þíddi að Merkel var ekki lengur með fullt samningsumboð!

 

Þýska þingið virðist nú stýra viðræðum milli Frakka og Þjóðverja!

Þannig standa mál nú - að þýska þingið krefst þess nú, að sjá samkomulagið áður en það heimilar ríkisstjórninni að ganga frá því.

Þetta er afleiðing nýlegs dóms Stjórnlagadómstóls Þýskalands, en sá setti ströng skilyrði um þátttöku þýska þingsins í ákvörðunum sem skuldbinda þýsku þjóðina.

Þetta er ástæða þess að fundur Merkel og Sarkozy á sunnudaginn nk. verður ekki fundur þ.s. ákvarðanir verða teknar!

Því nú getur Merkel ekki handsalað neitt formlegt samkomulag - nema með fyrirvara.

Þetta getur reynst áhugaverð breyting - en þetta þíðir mjög líklega að Merkel verður bundin í báða skó.

  • En að líkindum gerir þetta það nær algerlega útilokað - að Þýskaland samþykki nokkra raunverulega stækkun ESFS! Þá á ég við, með viðbótar fjármagni.

Ef við samtímis höfum í huga erfiða stöðu Frakka - þá er í reynd af borðinu að stækka ESFS með nýjum fjárframlögum. 

  • Þýskaland vill ekki leggja frekar fjármagn í púkkið.
  • Frakkland getur það ekki. 


ESFS verður ekki að banka!

Frakkar höfðu gert sér vonir um að Merkel myndi samþykkja, að ESFS myndi verða gerður að banka. Fjárframlag ríkjanna væri þá eigið fé - en út á það myndi hann geta lánað margfalt hærri upphæðir, alveg eins og bankar gera. Í staðinn væri hann eins og aðrir bankar baktryggður af Seðlabanka Evrópu.

  • Þjóðverjar hafna þessari leið alfarið, og eftir að þýska þingið hefur nú ruðst fram, þá er ljóst að sú leið er endanlega dauð.

Þá er enn uppi á borðinu að sjóðurinn bjóði ábyrgðir - þ.e. 20% af upphæð. Vegna þess að ekki er eftir nema cirka 200ma.€ í ESFS þá dugar 20% - fræðilega séð - ekki nema til að ábyrgjast 1.000ma.€.

Þá eru það aðildarríkin sjálf sem baktryggja. En þá einungis fyrir þá upphæð sem til staðar er í sjóðnum.

  • Hugmyndin virðist vera sú að þetta dugi sem eldveggur gagnvart líklegu gjaldþroti Grikklands.

Ennþá virðist einungis gert ráð fyrir hugsanlegu þroti Grikklands, og hugmyndin virðist að 20% trygging dugi til þess, að róa fjárfesta er eigi skuldabréf landa eins og Portúgals, Ítalíu og Spánar.

En miklar efasemdir eru uppi um það, að 20% trygging dugi til að róa fjárfesta!

 

Í gangi samhliða viðræðum um ESFS eru viðræður um Grikkland

EU looks at 60% haircuts for Greek debt

Greek myths and documents

Það virðist hafa verið ákveðið að opna aftur samkomulagið um aðra björgun Grikklands frá júlí. En Þjóðverjar krefjast þess að einka-bankar samþykki að afskrifa á bilinu 50-60%, ekki 21%.

Það verður mjög áhugavert að sjá, hvernig í ósköpunum Þjóðverjar og Frakkar, sjóða saman plan þar sem einkabankar - af fúsum og frjálsum vilja - afskrifa að hlutfalli mun hærra en 21%.

En ennþá er talað um "voluntary cuts" sem hljómar vægast sagt mjög ótrúlegt að unnt verði að kníja fram - án þrýstings sem myndi ekki gera dæmið "voluntary" eða sjálfviljugt.

En ástæða þess að enn á að reyna við sjálfviljugar afskriftir - er að enn er verið að reyna að sleppa við það að framkalla svokallaðann "cretid event" þ.e. að matsfyrirtæki gefi skuldum Grikklands "D" eða "Default" í einkunn - - > en þá mun þurfa að greiða út svokallaðar skuldatryggingar þ.e. "CDS - Cretid Default Swap".

Slíkt hefur ekki gerst áður - en þetta er talið líklegt til að skapa mjög mikinn óróa á alþjóðlegum mörkuðum, þ.e. ekki síst að menn óttist að markaðurinn muni telja þetta fordæmisskapandi, og fyrir bragðið líta svo á að líkur á lánatjóni vegna fleiri aðildarríkja ESB, hafi aukist, vaxtaálag hinna ríkjanna muni þá hækka -- þannig líkur á dómínó áhrifum vaxa.

En eins og ég sagði, eru mjög miklar efasemdir uppi um það, að 20% ábyrgð dugi til að róa slíkar efasemdir - sérstaklega vegna þess að markaðurinn veit, að ekki er að vænta frekari fjárframlaga í þann sjóð.

----------------------

Skv. frétt Reuters segir AGS að Grikkland þurfi 60% afskrift skulda svo unnt verði að ná fram sjálfbærri skuldastöðu: Greece may need 60 percent bond writedown; EU at odds

Í frétt FT kemur fram að kostnaður við uppihald Grikklands út áratuginn, geti farið í 444ma.€ skv. nýju mati AGS.

Þessi skýrsla "debt sustainabilty analysis" virðist endanlega slökkva á vonum þeirra, er héldu að það væri mögulegt fyrir Grikkland að hafa sig sjálft út úr feninu, án afskrifta skuld.

Mér sýnist vægast sagt ótrúlegt að það muni takast að ná saman um svo flókið heildrænt samkomulag á svo stuttum tíma - þ.e. skuldaafkrift fyrir Grikkland og nýrri útfærslu á ESFS.

 

Niðurstaða

Það er ekki flóknara, en að ef það næst ekki að ná saman sannfærandi samkomulagi í næstu viku. Þá verður allt í voða.

Sennilega verður af einhverskonar samkomulagi, með miklu "fanfair" en það verður að skoðast sem fjarskalega ólíklegt - að það samkomulag sem nú virðist í kortunum, dugi.

Þá er útlit fyrir að G20 fundurinn þann 3-4 nóvember, geti orðið all sögulegur. En ef allt stefnir í voða, verður mjög mikill þrýstingur frá ríkjum heim um það, að Evrópa samþykki utanaðkomandi aðstoð.

Slík verður að sjálfsögðu ekki án skilyrða. Það væri þá eitthvað á þá leið, að um eitthvert árabil væri sjálf Evrópa með verulega skert efnahagslegt sjálfstæði.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband