20.10.2011 | 23:13
Könnun MMR staðfestir að Guðmundur Steingrímsson, er helsti pólitíski andstæðingur Samfylkingar!
Þetta er útkoma sú sem ég er búinn að reikna með allan tímann, alveg síðan ég fyrst heyrði það nefnt að hugsanlegt væri að Guðmundur myndi bjóða upp á nýtt framboð til Alþingis, næst þegar verður kosið.
Sjá fyrri blogg um málið:
25.8.2011 - Guðmundur Steingrímsson - ég skora á þig að stofna þann nýja aðildarsinnaða flokk, sem þig dreymir um!
21.9.2011 - Áhrif framboðs Guðmundar Steingrímss. með Besta Flokknum?
Sjá frétt Visi.is: Um 33 prósent segja koma til greina að kjósa nýtt framboð Guðmundar
Helstu punktar úr könnun MMR:
- 33,5% þeirra sem afstöðu taka segja það koma til greina að kjósa flokk Guðmundar Steingrímssonar.
- 66,5% segja það ekki koma til greina.
- 36,6% höfuðborgarbúa geta hugsað sér að kjósa Guðmund Steingrímss.
- 28,1% landsbyggðarfólks geta hugsað sér að kjósa Guðmund Steingrímss.
- 39,4% fólks milli 30-49 ára aldurs, geta hugsað sér að kjósa Guðmund Steingrímss.
- 36,1% fólks milli 19-29 ára aldurs, geta hugsað sér að kjósa Guðmund Steingrímss.
- 24,2% fólks á milli 50-67 ára aldurs, geta hugsað sér að kjósa Guðmund Steingrímss.
- 65,9% Samfylkingarfólks getur hugsað sér að kjósa Guðmund Steingrímsson.
- 47,5% VG-ara geta hugsað sér að kjósa Guðmund Steingrímsson.
- 17,4% Framsóknarmanna geta hugsað sér að kjósa Guðmund Steingrímsson.
- 7,4% Sjálfstæðismanna geta hugsað sér að kjósa Guðmund Steingrímsson.
Ekkert af niðurstöðum kemur á óvart!
Það er vitað að stuðningur við aðild er ívið meiri á SA-horninu en annars staðar á landinu. Einnig var þegar vitað, að mestur stuðningur við aðild er í aldurshópnum milli þrítugs og fimmtugs.
Mín tilfinning er að þeir sem segjast geta hugsað sér að kjósa framboð Guðmundar Steingrímssonar, séu nokkurn veginn akkúrat - það hlutfall ísl. kjósenda, sem hallast að aðild að ESB.
Með öðrum orðum, Íslendingar sem hallast að aðild að ESB, upp til hópa lítist vel á Guðmund Steingrímsson, hann höfði til þeirra allra - að einhverju marki.
Ég lít síðan þannig á, að niðurstaðan um stuðning meðal yfirlístra stuðningsmanna núverandi megin stjórnmálaflokka - staðfesti þ.s ég hef hadlið fram.
En það er:
- Að VG sé sá flokkur sem mest sé í hættu - en eins og ég hélt fram síðast er ég fjallaði um málið, þá tel ég VG milli tveggja elda - þ.e. Guðmundur + Besti Flokku höggvi í raðir hans hér á Suðvestur horninu, meðan Framsóknarflokkurinn mun sækja í landsbyggðarfylgi hans. Líkur séu á því - að VG verði því fyrir miklu fylgistjóni næst þegar verður kosið til Alþingis.
- Flokkur Guðmundar, verði síðan valkostur fyrir óánægða Samfylkingarliða - sem ég er viss að séu margir hundóánægðir með núverandi ríkisstj. En þeir muni geta kosið Guðmund, vegna þess einmitt að hann og Besti verða aðildasinna-megin. Ég spái skv. niðurstöðu MMR mikilli blóðtöku hjá Samfylkingu - vegna hreyfingar á fylgi yfir til hins nýja framboðs.
- Ég lít svo á að könnun MMR staðfesti að framboð Guðmundar Steingrímss. muni hafa óveruleg áhrif á fylgi Framsóknarflokksins, en 17,4% er ekki nema um 3% af 16% heildarfylgi. Framsóknarflokkurinn muni bæta sér þá blóðtöku ef verður - með því að ræna fylgi af VG. Sennilega gott betur.
- Mér sýnist könnunin að auki staðfesta það, að aðildarmálið hefur sára lítið fylgi meðal Sjálfstæðismanna. Þó hugsanlegt sé - að hluti aðildarsinnaðra Sjálfstæðismanna séu einfaldlega ekkert hrifnir af honum Guðmundi. Geti því ekki hugsað sér að kjósa hann, þó aðildarsinni sé hann.
Niðurstaða
Eins og ég sagði í fyrirsögn, þá sýnist mér útlit fyrir að framboð Guðmundar Steingrímssonar verði helsti pólitíski andstæðingur Samfylkingar. En ljóst virðist að þau tvö framboð muni verða í þráðbeinni samkeppni um nokkurn veginn sama fylgi.
Samfylkingin hlítur fljótlega að bregðast við þessari nýju ógn!
En hingað til, hefur Samfylkingin hvatt til stofnunar nýrra aðildarsinnaðra flokka, enda virðist Samfylkingarfólk stórfellt ofmeta fylgi aðildarmálsins - fyrir utan eigin raða.
Þeir hafa haldið að til staðar sé stórfellt ótappað fylgi aðildarsinna, sem kjósa ekki Samfylkingu annaðhvort af einhverri flokkshollustu eða vegna þess, að það vanti meira framboð af aðildarsinnuðum flokkum.
Ég held að niðurstaða MMR, sem ég sá að sjálfsögðu fyrir - og það fyrir margt löngu, komi þeim rækilega á óvart.
En það hlítur að koma að því að Samfylking fer að virkja áróðursmaskínu sína gegn þessari nýju ógn.
Þá verður það ekki lengur sætabrauðsdrengurinn Guðmundur Steingrímsson, sem bloggliðar Samfó tala um - heldur verður farið að leitast við að grafa eitthvað neikvætt upp, gera lítið úr honum, o.s.frv.
Ég held að sjálfstæðissinnar eigi að vera sallarólegir yfir þessari þróun - enda mun sundrung og rígur andstæðinga okkar, vera okkar gróði :)
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:16 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Samkvæmt nýlegri grein frá Guðna Ágústssyni sem ég tel að viti nokk hvað hann er að tala um, þá virðist framboð Guðmundar vera plott frá Össuri Skarphéðinssyni og co. http://eyjan.is/2011/10/21/afhjupun-gudna-ossur-og-strakaskarinn-hannar-flokk-gudmundar-besta/
Það þarf að skoða þetta vel áður en lengra er haldið. Sem sagt allt í plati með gati.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2011 kl. 22:21
Ef Guðni hefur rétt fyrir sér, þá er útlit fyrir að það plott hitti þá sjálfa - þ.e. Samfylkingu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.10.2011 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning