6.10.2011 | 13:39
Seðlabanki Evrópu heldur vöxtum óbreyttum, þó svo að hagkerfi evrusvæðis sé í hröðum niðurspíral, kreppa má jafnvel vera sé þegar hafin!
Þrátt fyrir mikinn þrýsting frá mörkuðum, ákvað Seðlabanki Evrópu að halda vöxtum óbreyttum. En óháðir hagfræðingar eru þeirrar skoðunar lang-flestir að vaxtahækkun ECB síðast, reyndar þar á undan einnig, hafi verið mistök.
En mig grunar að vandinn sé ekki síst hvernig fókus bankans var skilgreindur í upphafi þ.e. að hans meginmarkmið sé verðstöðugleiki - með verðbólgumarkmið upp á 1,8% ívið lægra en markmið Federal Reserve sem er 2%.
Mr Trichet's opening statement
PRESS RELEASE 6 October 2011 - Monetary policy decisions
At todays meeting, which was held in Berlin, the Governing Council of the ECB decided that the interest rate on the main refinancing operations and the interest rates on the marginal lending facility and the deposit facility will remain unchanged at 1.50%, 2.25% and 0.75% respectively.
The President of the ECB will comment on the considerations underlying these decisions at a press conference starting at 2.30 p.m. CET today.
Skv. verðbólgumælingu mældist verðbólga á evusvæði óvænt hærri en reiknað var með, eða kringum 3%. Hæsta mæling ársins, á meðalverðbólgu svæðisins.
Ég reikna með því, að þessi verðbólga skýri þessa ákvörðun stjórnenda ECB.
En þetta hjálpar alls ekki - því jafnvel þó svo stýrivextir upp á 1,5% séu þannig séð ekki háir, þá er hagkerfi evrusvæðis statt í niðurspíral.
Vextir þurfa í reynd, að fara niður á "0". En ECB er bundinn af þeim reglum, sem honum var sett í upphafi, og hefur ekki verið breytt.
- Eigum við ekki að segja, að þarna sé að finna enn einn hönnunargallann á evrusvæðinu.
- En skv. þessu, er það algerlega einkamál stjórnvalda - hvernig hagkerfinu sjálfu lýður.
Ath. þetta er mjög sambærilegt við hegðun Seðlabanka Íslands vs. ísl.stjv. síðustu árin fyrir hrun, þ.s. Seðlabanki og stjv. létu svo sem hinn aðilinn væri óháður póll. Stjv. létu Seðlabankann aleinann með verðbólguna, létu svo sem þeim kæmi ekki barátta við verðbólgu við - stjv. kintu undir meðan Seðlabankinn hækkaði og hækkaði vexti.
Hin engilsaxneska seðlabankahefð er önnur, takið eftir Bank of England sem var í dag að ákveða að taka upp aukna seðlaprentun: Bank of England launches QE2 with £75bn cash boost. Bank of England hefur að auki haldið vöxtum við "0" þó svo verðbólga sé hærri þar en á evrusvæðinu. En "Bank of England" ber einnig ábyrgð á hagkerfinu sameiginlega með ríkisstjórn Bretlands.
- Við þurfum að gera Seðlabanka Íslands líkari "Bank of England" og "Federal Reserve of USA".
Hætta að apa eftir Seðlabanka Evrópu - sem er við það að gera sitt til að sökkva Evrópu í kreppuhildýpi, en vaxtastefnan er að auka samdrátt í löndum í vanda, þar með auka líkur á hruni evrunnar.
En ég er viss um það, að ef Seðlabanki Íslands hefði á sl. áratug verið líkari hinum engilsaxnesku seðlabönkum, hefði hann verið til muna virkari í hagstjórninni á sl. áratug - en mér sýnist að sú stefna að láta okkar seðlabanka hegða sér líkt og Seðabanki Evrópu, sé herfilega mislukkuð.
Alveg eins og að stýring Seðlabanka Evrópu á málum innan evrusvæðis, er herfilega mislukkuð. En hann framkvæmir mistök - eftir mistök. Alveg eins og Seðlabanki Íslands framkvæmir mistök eftir mistök.
Þessi hugsun, að seðlabanka komi einungis við verðbólga og bankamál, er ekki að lukkast. Þvert á móti, er hún að reynast ákaflega mislukkuð. Því hún framkallar ákvarðanir eins og hjá Seðlabanka Íslands að halda vöxtum - langtum hærri en nokkur raunveruleg ástæða er til.
Hið sama er Seðlabanki Evrópu að gera, og þ.s. er verra - auka líkur á því að ekki langt inn í framtíðina, verði einfaldlega enginn seðlabanki Evrópu til.
Ég bendi á að PMI (Purchasing manufacturers index) hefur upp á síðkastið verið að sýna hagkerfis-samdrátt á Evrusvæðinu.
- Global manufacturing PMI down from 50,2 in August to 49,9 in September.
- UK purchasing Index rose from 49,4 in August to 51,1 in September.
- US purchasing mangagers index rose in from 50,6 in August to 51,6 in September.
- Eurozone 17 PMI index, fell from 49 in August to 48,5 in September.
Takið eftir að PMI rýnir inn í framtíðina þ.e. er byggt á tölum frá innkaupastjórum helstu fyrirtækja, svo við erum alltaf að sjá hvað gerist í mánuðinum á eftir - cirka.
- Svo þetta segir í reynd að cirka 1% samdráttur hafi verið í iðnframleiðslu á evrusvæðinu í október.
- Og síðan, að það verði líklega 1,5% samdráttur iðnframleiðslu á evrusvæðinu í nóvember.
En tölur innan við 50 eru samdráttur - tölur umfram 50 er aukning.
Ath. allt leikur á reiðiskjálfi á evrusvæðinu - samdráttur er sennilega þegar hafinn - - og Seðlabanki Evrópu alveg eins og Seðlabanki Íslands (hvað ætli að hafi verið fyrirmynd okkar seðlab.?) lætur eins og honum komi ekki við, hvernig hagkerfi Evrópu reiðir af.
Þetta leiðir til þessa rosalegu vitlausu vaxta-ákvarðana sem ECB og einnig okkar seðlabanki, hafa trekk í trekk, gerst sekir um.
Málið er, að þetta módel um seðlabanka - er kolrangt.
- Að seðlabanki eigi ekki að skipta sér af hagstjórn - þvert á móti þarf hagstjórn að vera samvinna.
Peningastjórnun er of mikilvægur þáttur hagstjórnar - til þess að það sé óhætt að taka hana út, láta hana lúta einhverjum meintum eigin lögmálum - meðan svo ákvarðanir teknar úr fílabeinsturni skemma fyrir þeim sem eru að leitast við, að stýra málum. Svona lagað gengur ekki.
Því fyrr sem við tökum upp hið engilsaxneska módel - því betra.
Niðurstaða
Seðlabanki Evrópu svarar ekki kalli tímans. Þegar Evrópa sennilega þegar er komin í samdrátt. Þegar allt leikur á reiðiskjálfi. Þegar er fyrsti risabankinn fallinn, í þessari viku. Þeir geta mjög auðveldlega orðið fleiri. Þá ákveður Seðlabanki Evrópu, að láta vandræðin eins og vind um eyru þjóta.
Í dag er það ekki verðbólga sem er mikilvægt atriði. Þvert á móti, að koma í veg fyrir hrun er.
En, ákvörðunin um að taka ekki til baka, þau mistök er síðast vaxtahækkun var - getur reynst verða lokamistök ECB. Því við getum verið á hinum síðustu dögum hans.
Þessi ákvörðun flýtir fyrir því.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:52 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
Nýjustu athugasemdir
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Þó ég muni ekki fyrir hvað Obama fékk friðarverðlaun Nóbels Þá ... 18.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Huh? Nei, flóttamannastraumurinn er hluti af Cloward-Piven plan... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Grímur Kjartansson , - það hefur verið sannað að HAMAS hirti dr... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: USAID gat á engan hátt gert grein fyrir hvert allir þessir fjár... 17.2.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.2.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning