Eru evrópskir pólitíkusar loks að kippa við sér, 5 mínútur í 12?

Evrópskur risabanki, Dexia, er fallinn. Fyrsti stóri evrópski bankinn til að falla, síðan 2008 er "sub prime" lánakrýsan geysaði. Sjá: Evrukrýsan kominn á nýtt hættustig!

Lesið skemmtilega grein um sögu evrunnar frá Der Spiegel:  How a Good Idea Became a Tragedy

Það sjálfsagt lýsir vel þeirri örvæntingu er ríkir á mörkuðum, að það þurfti ekki annað til að framkalla stórar hækkanir á miðvikudag, á hlutabréfamörkuðum í Evrópu og Bandar.

En að Angela Merkel tók vel í það að skoða málið um að taka þátt í mótun nýrrar björgunaráætlunar fyrir evr. banka. Engin loforð. Bara að hún væri til í að ræða það á næsta fundi eftir 2 vikur.

Sjá: European Stocks Rebound - -  Dow Tacks On 131 Points

  • Þó liggur ekkert fyrir um það, hvað hugsanlega verður gert.
  • Né hvert er umfang aðgerða í umræðu milli ríkisstjórna Evrópu.

German Chancellor Angela Merkel backs moves to recapitalise eurozone banks

Merkel willing to recapitalise banks

Angela Merkel: "I think it is important, if there is a general view that the banks are not sufficiently capitalised for the current market situation, that one does it," - "Germany is prepared to move to recapitalise. We need criteria. We are under pressure of time and we need to take a decision quickly," - "If we need to discuss this at the summit then we are certainly ready to do that."

  • Leiðtogafundurinn sem hún talar um, er leiðtogafundur sem til stendur að halda 17/10 nk.
  • Takið eftir orðalaginu hjá henni, hún talar um að ræða um málið - en gefur ekki nein loforð.
  •  Það þurfti ekki meira til - hækkanir á mörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum, voru verulegar.
  • Miðað við hvað þetta var í reynd þunnt - sýnir þetta örvæntingu aðila á markaði, eins og þeir séu að leita að minnsta strái.

Samkvæmt Financial Times er hugmynd þýskra stjv. ekki sú að þvinga alla evr. banka til að endurfjármagna sig eins og AGS lagði til fyrir rúmum mánuði.

Né er verið að ræða tiltekið viðmið, um það - að hvaða marki krafist verður viðbótar fjármögnunar.

Heldur, að ríkisstjórnir Evrópu búi til einhvers konar nýjan sjóð eða baktryggingu, sem unnt sé að beita með skömmum fyrirvara.

  • Þessu trúi ég vel á Merkel, að leggja til að enn eitt apparatið verði stofnað.

Og, maður veltir fyrir sér - hvort ekki muni verða sama vandamálið um þann sjóð, eins og núverandi svokallaðann björgunarsjóð Evrusvæðis, það er bersýnilega of lítill til að ráða við málið.

En Þýskaland hefur ekki verið til í að stækka björgunarsjóð Evrusvæðis umfram 440ma.€, þó mjög bersýnilegt sé að það umfang sé hvergi nærri nóg.

Eigum við ekki að segja - að fyrri atburðarás geri mig skeptískann um það, að bankasjóður verði hótinu betri hvað trúverðugleika varðar, en björgunarsjóðurinn.

Vegna skorts á því að vera nægilega digur til að ráða við dæmið.

Banks face new European stress tests

  • Svo er það þessi frétt Financial Times, til að hámarka skrípaleikinn - stendur til að láta framkvæma þriðja stress test evrópskra banka, til að sanna - að þeir séu öruggir.
  • Fyrsta testið tapaði trúverðugleika er írsku bankarnir féllu, en þeir stóðust fyrsta prófið.
  • Próf 2 er nú líka klárt orðið ótrúverðugt eftir fall DEXIA bankans, sem stóðst próf 2. Og það skv. niðurstöðu átti hann að vera hvergi nærri því að vera í hættu.

Tvisvar er búið að framkvæma vita gagnslaus próf - og mér sýnist að þriðja prófið verði ekki hótinu betra. 

En til stendur núna loksins, að gera ráð fyrir stórfelldu tapi vegna grískra skuldabréfa. En ekkert bendir til þess, að gert verði ráð fyrir tapi vegna hugsanlegra dómínó áhrifa.

En málið er, að krýsan er löngu búin að færa sig upp á skaftið, og Grikkland er ekki lengur miðjan. Heldur miklu frekar Ítalía. Eða jafnvel Frakkland. En franskir bankar hafa virst mjög valtir upp á síðkastið.

DEXIA er einmitt fyrsti franski bankinn til að falla, að vísu hálf franskur vs. hálf belgískur. En yfirtaka hans er sameiginleg aðgerð stjv. beggja landa. Markaðir örugglega líta svo á, að þetta sé fyrsti fallni franski bankinn - fremur en einangrað tilfelli.

Ef flr. bankar falla, þá getur hratt - ansi hratt, fjarað undan stöðu franska ríkissjóðsins. Ég er að segja að Frakkland geti orðið hin nýja þungamiðja krýsunnar. 

En Frakkland er með cirka 4% halla á viðskiptum v. útlönd. Halli á ríkissjóði er einnig verulegur. Skuldir ríkissjóðs v. upphaf árs cirka 82% og nálgast 90% v. lok árs. Það mældist enginn hagvöxtur á 2. ársfjórðungi í Frakklandi. Þannig, að ef skuldir fara snögglega í rúmlega 100% af þjóðarframleiðslu - - þá verður Frakkland þungamiðja krýsunnar. Og það getur verið stutt í þá umbreytingu.

  • Ég er hreinlega ekki viss, að það sé í tæka tíð - að hafa fundinn þann 17/10 eða eftir 2. vikur.

En þegar einn banki er fallinn - beinast sjónir manna að næsta, alveg eins og er um ríki í vanda. Vandi franskra banka hefur undanfarið verið einna erfiðastur - markaðir lokaðir. Fá hvergi lánafyrirgreiðslu, nema gegn mjög traustum veðum. Ekki cent út á traust.

 

Niðurstaða

Mér virðist ekki vera mjög öflug sú vakning sem ef til vill gætir meðal evrópskra stjórnmálamanna. Mjög veruleg hætta um það, að enn eina ferðina sé dæmið sem þeir bjóði upp á - of lítið og of seint.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband