2.10.2011 | 17:03
Guðmundur Steingrímsson - segir 20 þingmenn hertaka ræðustóla Alþingis! Hvernig er unnt að bæta vinnubrögð á Alþingi? Mínar pælingar!
Guðmundur Steingrímsson, segir vilja ný stjórnmál. Gott og vel.
Hann segir leiðin vera, nýja flokka og nýtt fólk. OK.
En þetta hefur verð reynt - reynt - og svo reynt, mjög oft áður. En málið er að, þó svo nýir flokkar komi fram. Þó svo nýtt fólk komi fram. Breytist hin undirliggjandi hegðan ekki.
Ástæðan er sú, að ríkjandi fyrirkomulag skapar tiltekna hvata - sem nýir flokkar og fólk lendir sjálf í að þurfa að takast á við; og þeir hvatar framkalla sama hegðunarferli hjá hinum nýju einstaklingum eða nýju flokkum.
Lausnin er því að breyta undirliggjandi hvötum - sem leiða fram alltaf stöðug þetta sama atferli/hegðan.
Guðmundur Steingrímsson - Hin nýja frjálsa pólitík
Sprengisandur - Guðmundur Steingrímsson, Margrét Tryggvadóttir
Eyjan vitnar í Guðmund: Þingið er komið á mjög furðulegan stað. Hreint ofbeldi um tuttugu þingmanna
Guðmundur Steingrímsson vill meina - að 20 manna hópur þingmanna stundi frekju og yfirgang gagnvart meirihlutanum, tali út í eitt um oft óskild mál, til að vinna sér völd sem þeir hafi ekki.
Svo tefjast mál, ekki vinnst tími til að afgreiða fj. mála!
Vandinn er sjálft meirihlutræðið á Alþingi
Átök á Alþingi snúast um, að þingmenn eru að leitast við að hafa áhrif á afgreiðslu mála, svo þeir geti komið sjónarmiðum að - haft áhrif á niðurstöðu mála.
Eftir allt saman eru þeir kosnir til að vinna þeim málum brautargengi, sem þeir lofuðu kjósendum að berjast fyrir. Þeir væru að svíkja loforð við eigin kjósendur, ef þeir leituðust ekki til hins ítrasta til að hafa þau áhrif, sem þeir meta að þeirra kjósendur - séu líklegir til að kunna vel að meta.
Nú, það liggur í hutarins eðli, að mismunandi þingmenn eru með þeim hætti, talsmenn mismunandi skoðanahópa, og það þíðir í tilfellum að sjónarmið eru andstæð - er þeir berjast fyrir; eða, eru að berjast gegn, þá jafnvel með hæl og hnakka ef því er að skipta.
En, hverjum þingmanni ber að standa með sínum kjósendum, og leitast til hins ítrasta til við að, sjónarmið hans eða hennar kjósendum hliðholl, nái fram!
Eða berjast til síðasta blóðdropa gegn sjónarmiðum, sem þeir meta að halli mjög á eigin kjósendahóp.
Það er þessi undirliggjandi veruleiki, sem skapar það hegðunarferli sem við sjáum.
Alþingi í tveim þingdeildum á ný?
OK, sumir tala um að þingmenn eigi að vera talsmenn allrar þjóðarinnar í heild. En þingið þarf einnig að vera talsmenn, þeirra hópa sem þjóðin stendur saman af. Málið er, að þjóðin sem heild getur ekki verið sammála um, nema mjög almenn sjónarmið.
Þegar tekist er á um mál, þá er slík samstaða - mjög ólíkleg.
- En svo lengi sem til staðar eru nægilega fjölmennir skoðanahópar, til að ná fj. þingmanna inn, hver með ólíkar skoðanir eða sýn.
- Eða nægilega öflugir hagsmunahópar, sem geta sannfært nægilega stóra hópa kjósenda til fylgilags.
Verður þetta svo.
Við getum alveg íhugað að hafa Alþingi á ný í tveim þingdeildum.
- Þ.s. efri deild væri skv. landslista!
- Þ.s. neðri deild væri skv. kjördæmalistum.
Síðan þurfa deildirnar að ræða saman, því langt í frá alltaf væru þær sammála.
Afgreiðsla beggja, þyrfti - til lúkningar mála.
Tökum upp dönsku þingregluna
- Sögulega séð, hafnar ríkjandi meirihluti einatt þingmálum minnihluta - sem er svipað nú og vanalega þ.e. hvorki betra né verra.
- Minnihluti leitast við að vinna áhrif með töfum og málþófi, svo meirihluti neyðist -ath. gegn eigin vilja- til að semja við minnihluta um lúkningu mála.
- Þá kemur alltaf fram þessi klassíski pirringur meirihluta, sem þeir kjósa síðan að gleyma er röðin kemur að þeim sjálfum að vera minnihluti.
Það er alveg unnt að laga þetta - en þá dugar ekki að fá nýtt fólk, né nýja flokka - vegna þess að ef þú breytir ekki ríkjandi grunnástandi sem skapar þá hegðun, vegna þess að undirliggjandi ástand hvetur til tiltekinnar hegðunar; þá mun ástandið áfram vera svipað og áður.
Það þarf rétta greiningu - ég segi ykkur að skv. minni greiningu sem stjórnmálafræðings, til þess að breyta undirliggjandi hegðan, þarf að afnema þörf minnihlutans hverju sinni - til að beita málþófi.
- Leiðin til þess, er að skapa minnihluta þau áhrif á afgreiðslu Alþingis, sem hann er að leitast við að knýja fram, með málþófsaðgerðum.
- Það þarf að innleiða reglu, sem neyðir meirihluta, til þess að taka tillit til sjónarmiða minnihlutans.
- Ég er að tala um 2/5 regluna sem er í gildi á danska þinginu.
- Á danska þinginu er yfirleitt ekki málþóf.
Það er ekki vegna þess að á danska þinginu sitji upp til hópa betra fólk, heldur vegna þess að ríkisstjórn hverju sinni, nær ekki málum fram án þess, að semja um mál - ná fram víðtækri sátt.
Ath. ekki þurfa allir að vera sáttir, en til þess þarf þá í reynd stækkaðan meirihluta!
OK, sannarlega væri þetta ekki án galla, en það getur verið tafsamt að ná fram svo víðtækri sátt.
Mál geta orðið mjög útvötnuð!
En, þetta myndi raunverulega breyta Alþingi - minnka til mikilla muna líkur á málþófi.
Skv. þessari reglu, myndu 25 þingmenn af 63 geta knúið mál í þjóðaratkvæði.
Samanlagt eru þingmenn Sjálfstæðisflokks + Framsóknarflokks akkúrat 25 talsins.
Svo ef þessi regla væri í gildi, væri málþóf algerlega óþarft fyrir þá flokka, hótun um þjóðaratkvæði ætti alveg að vera nægilega sterk.
Það væri því alveg óhætt í staðinn, að herða reglur á Alþingi til muna - gegn málþófi.
Niðurstaða
Ofangreindar pælingar eru settar fram til íhugunar. En ef Alþingi væri á ný í 2 þingdeildum, þ.s. til annarrar væri kosið með landslista til hinnar skv. hefðbundum listakosningum í kjördæmum, þá væri nokkurn veginn komið fram ástand, sem mig grunar að margir ættu að geta verið sáttir við.
Hitt um 2/5 regluna, ætti að minnka til muna líkur á málþófi - eins og ég greini, að séu ástæður þess að, þingmenn láti freystast til að beita því.
Auðvitað útilokar sú regla ekki málþófsaðgerðir. En, þá má ef til vill á móti - herða reglur, til að erfiðara sé að beita málþófi.
Ef stór ágreiningsmál koma fram, ætti 2/5 reglan að vera bísna sterkt tæki - fyrir minnihlutann.
Ofangeindar pælingar er - ef til vill leið til betri vinnubragða!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:12 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er þetta ekki akkúrat vandamálið Einar Björn, það þarf sérfræðinga sem hafa þekkingu á þessum málum til að koma með tillögur að breyttri skipan þingstarfanna, þyrfti ekki líka að fara fram ýtarleg sérfræðiúttekt á stjórnaskránni og fyrirhuguðum breytinigum á henni áður en til þess kæmi til að allavega reyna að hindra að hún verið eitthvað krapp.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 21:30
Það er nú hægt að vel sér eithvert fyrmyndar ríki í Aljóðsamfélaginu og kópera grunn stjórnssýlu reglu verkið eftir því 100%. Það gæti ekki gert hlutina verri. Skera niður gervi ástæður fyrirvinnu tíma.
Júlíus Björnsson, 2.10.2011 kl. 22:15
Sæll Einar Björn.
Það er sjálfsagt að leita leiða til að bæta þingstörf, hins vegar tel ég að málþóf í þinginu sé ekki endilega það stórt vandamál, að taka þurfi á því hinu sama sérstaklega.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 2.10.2011 kl. 23:22
Kristján - einmitt atriði sem hefur alltaf nagað mig, af hverju voru ekki fengnir erlendir sérfræðingar í stjórnlögum, til að vinna með okkur. Eftir allt saman eru samfóar að tala svo mikið um, nauðsyn þess að vinna meö öðrum þjóðum. Þjóðverjar hafa mjög vandaða stjórnarskrá, sérfræðingur þaðan hefði getað haf áhugaverða hluti að segja, sama um danskan eða sænskan, en bæði löndin eru með tiltölulega nýlegar stjórnarskrár.
Ef ég hefði ráðið, hefði verið tekið a.m.k. heilt ár í þetta, og sérfræðinganefnd elrendra sem innlendra einstaklinga, hefði starfað í fullri samvinnu með völdum innlendum einstaklingum þ.e. nefndinni sem samti textann. Eða, að sérfræðingarnir hefðu unnið allt verkið.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 2.10.2011 kl. 23:25
Það er út af fyrir sig sjónarmið, að málþóf sé einfaldlega hluti af eðlilegum þingstörfum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 2.10.2011 kl. 23:44
Júlíus - ég held mér líki betur "ala carte" aðferðin, velja úr þætti hér og þætti þar, enda er hvergi til fullkomið stjórnarfar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 2.10.2011 kl. 23:45
Með framkvæmda valið var í Ömtum og utanríkja framkvæmda vald í Köben var alltaf lögjafarsamkoma á þingvöllum, og æsta dómstigið. Lögmenn voru skipaðir af sýslumönnun, stöðugleiki merkir ekki fjölda lagaframlreiðsla.
Júlíus Björnsson, 2.10.2011 kl. 23:46
Það sem kallast "málþóf" og "skotgrafahernaður" er eðlilegt í lýðræðisstjórnskipun. Við skulum frekar greina hvað það er sem kallast þessum orðum og hvers vegna sú staða kemur upp. Það er eðlilegra en að finna leið framhjá þeirri stöðu, það jafngildir því að finna leið framhjá lýðræðinu.
Orðið skotgrafahernaður hefur verið notað um það þegar menn gagnrýna eitthvað. Auðvitað kemur skilgreiningin á gagnrýninni frá þeim sem eru gagnrýndir. Aldrei heyrðist þetta orð af munni núverandi fjármálaráðherra þegar hann var í stjórnarandstöðu, þó fáum hafi tekist að nota jafn ljót orð í stól Alþingis en einmitt honum. Þetta er einfaldlega orð sem menn grípa til þegar rök þrýtur. Hvort nauðsynlegt sé að hafa slík ummæli á þingi að hægt sé að grípa til orðsins "skotgrafahernður" er svo annað mál.
Þó ber að gæta þess að nú þetta kjörtímabil, hafa slík ummæli einkum fallið af vörum þeirra sem eru innan ríkisstjórnarflokkana og ekki eru ráðherrar saklausir, alls ekki. Það merkilega er þó að þeim ummælum hefur oftar en ekki verið beint gegn samherjum!
Málþóf er vissulega til, en því er ekki beytt nema öll önnur sund er lokuð. Þetta ætti til dæmis fyrrnefndur ráðherra einnig að vita, þar sem hann á met í þeirri iðju á þingi, met sem aldrei mun verða slegið.
Málþóf verður til þegar stjórnarandstaða hverjum tíma, kemst ekki lengra með ríkjandi stjónvöld en getur ekki sætt sig við það sem koma skal. Nýjasta dæmi þess er af haustþinginu. Þá lögðu stjórnvöld fram frumvarp sem átti að færa völd frá Alþingi til framkvæmdavaldsins. Þetta var algerlega í andstöðu við niðurstöðu hrunskýrslunar. Stjórnarandstaðan beytti öllum þeim ráðum sem hún hafði til að afstýra þessu en án árangurs. Frumvarpið fór fyrir þingið og þá var eina vopnið sem stjórnarandstaðan hafði, málþóf. Til þess vopns var gripið.
Að lokum hafði stjórnarandstaðan sigur í málinu og frumvarpinu var breytt. Ef ekki hefði verið gripið til þessa vopns, hefði stjórnarfrumvarpið farið óbreytt í gegn. Því er málþóf eitt að þeim vopnum sem heldur uppi lýðræðinu.
Það yrði því skerðing á lýðræðinu í landinu ef málþóf yrði útilokað á Alþingi og það yrði sviplaus stjórnmálaumræða ef allir höguðu orðum sínum með þeim hætti að ekki væri nein leið til að hrópa skotgrafahernaður. Reyndar mun það orð vera orðið svo fast í máli okkar að menn munu ætíð grípa til þess við rökþurrð, hvort sem ástæða er til eða ekki.
Gunnar Heiðarsson, 3.10.2011 kl. 11:09
Auðvitað - Gunnar - er margt til í þessu. En spurning hvort að 2/5 regla dugi ekki í staðinn.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 3.10.2011 kl. 13:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning