1.10.2011 | 19:28
Líkingin um árabátinn vs. stóra farþegaskipið!
Ég ætla aðeins að taka fyrir þá líkingu, sem sumum evrusinnum hefur verið töm, þ.e. líkingin hans Þorvaldar Gylfasonar þ.s. krónunni er líkt við skoppandi árabát og evrunni við stórt farþegaskip - sem lítið hreyfist á öldunni, og flytur farþegana heila heim.
Síðan Þorvaldur sagði þetta árið 2009, hefur margt gerst - en þá leit evran mjög vel út í augum margra.
En síðan árið eftir hófst skuldakreppan á evrusvæðinu, kennd við evrukrýsu.
Meðan sameiginlega hagstjórn vantar - virkar evrusvæðið ekki nema að sumu leiti eins og eitt hagkerfi.
Við erum í reynd að tala um 17 mjög nátengd hagkerfi - tengd mjög nánum böndum, en þó í ástandi sem gengur umtalsvert skemmra en t.d. milli fylkja Bandaríkja Norður Ameríku.
- Sá galli er á líkingunni um árabátinn og farþegaskipið, að evran hefur alltaf átt að leiða til sameiginlegrar hagstjórnar.
- Ég ætla aðeins að laga líkinguna til - svo hún rými betur við veruleikann.
- Ef ríkin sem evrusvæðið inniheldur eru skip eða bátar, fer eftir stærð.
- Vegna þess, að ekki hefur enn verið tekin upp sameiginleg hagstjórn - þá lít ég svo á að rangt sé að nota samlíkinguna um hafskipið stóra um evruna.
- Þess í stað, er evrusvæðið eins og skipstjórar skipanna og bátanna sem það samanstendur af, hafi fengið þá hugljómun, að ef skipin þeirra væru öll bundin saman - þá myndu þau öll fljóta saman í einu lagi.
- Hugmyndin hafi verið, að það dygði til þess að í sameiningu, myndi það vera eins gott og, að ef allir væru saman á einu sameiginlegu risaskipi.
- Meðan veðrið var gott, virtist þetta virka - engir sjóir gengu yfir litlu bátana sem voru með, allt bundið saman í hinn sameignilega hnapp, með stærri skipunum.
- Ekki virtist það gera til, þó skipin væru mjög misjanfnlega úr garði gerð, þ.e. sum með mjög trausta byrðinga og há borð til að verjast öldunum, meðan önnur voru með lág borð og síður traustlega byggð, og bátarnir sumir hverjir veikbyggðir.
- Böndin létu þau öll taka þær litlu öldur sem fylgdu góðviðrinu - með sama hætti og stærstu og traustustu, massívustu skipin.
- En síðan skall á fárviðrið - og þá kemur í ljós að þegar öldurnar verða stórar, þá fara sumir byrðingarnir að leka, sumir mjög verulega - sumir það mikið að dælur hafa ekki undan.
- En sameiginleg bönd halda þeim uppi svo þeir sökkva ekki.
- Meðan sumir minni bátanna, sem geta ekki skoppað með ölduföldunum vegna þess að þeir eru bundnir við stærri skip, þess í stað fá ofanígjöf eftir ofanígjöf, þegar öldur brotna yfir lága borðstokka - og sumir minni bátanna eru fyrir bragðið að fyllast einnig af sjó; en þeim einnig er haldið uppi af sameiginlegum böndum.
- Sumir eigendur lítilla báta voru þó svo forsjálir að kaupa sér há borð á byrðinga sína, svo þau flútti við traustari skipin - og geta varið sig ölduföldunum, þó þeir fylgi meðalhreyfingunni vegna þess að vera bundir við hin stærri skipin.
- Vandræðin eru svo, að stærri skipin voru einnig misjafnlega traustbyggð, sum hefur komið í ljós að voru farin að leka áður en óveðrir skall á, og voru fyrir komin með töluverðann sjó - innanborðs, sem dregur úr flotkrafti.
- Svo, að þegar skipin og bátarnir sem fyrst voru til að missa sinn flotkraft, fyrir bragðið þrýsta á þau hin; þá er byrðingur hinna lökust byggðu af stærri skipunum farinn að gefa sig frekar vegna hins aukna álags, austurinn er að aukast, dælur á útopnu þannig að óvíst er orðið að þau haldist sjálf á floti - þannig að þá skapast sú hætta að þá fari þau sjálf að toga niður þau sem eftir eru.
- Þá versnar í því, en þó að traustbyggðu skipin séu enn sjálf í góðu ásigkomulagi, þá hafa þau takmarkað flot sjálf - og ekki víst að það flotmagn sé nóg til að halda uppi þvögunni, ef lélegustu af stærri skipunum missa sinn flotkraft - fara að toga í þau ásamt þeim sem voru fyrst til að tapa flotkrafti.
- Þannig að vera má að þá sökkvi hugsanlega allir sem heild.
- Þá eru góð ráð dýr:
- Á að skera á kaðla - allra og leyfa hverju um sig sigla sinn sjó eins og áður.
- Á að skera á þau sem minnst flotmagn hafa, í von um að restin þá reddi sér.
- Eða, á að halda sjó í von um að ástandið batni - veðrið skáni nægilega mikið.
Niðurstaða
Ég held að með ofangreindum lagfæringum, þá flútti líkingamálið betur við raunveruleikann!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.10.2011 kl. 13:11 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hægt er að róa á hvaða skel sem er í góðviðri og spegilsléttum sjó.
Það sem telur er sjófærni fleysins þegar veður gerast válynd. Sumar hafa líkt krónunni við korktappa sem skoppar á öldunni. Það verður reglulega öldugangur í litlu kviku hagkerfi.
Korktappinn flýtur, en Titanic sökk.
Haraldur Hansson, 2.10.2011 kl. 00:55
Góð samlíking
Gunnar Heiðarsson, 2.10.2011 kl. 09:15
Frábært hjá þér Einar Björn ef menn skilja ekki þessa myndlíkingu þá skilja þeir ekki neitt.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning