19.9.2011 | 04:52
Er fall evrunnar líka fall ESB?
Upp á síðkastið, hefur málflutningur verjenda evrunnar breyst nokkuð. Ég á við erlendis. Ekki á Íslandi, umræðan hérlendis virðist ótrúlega úr takt við veruleikann. En, sú vörn sem mikið fer nú fyrir - er að fall evrunnar jafngildi falli ESB. Önnur vörn, leitast við að gera sem mest úr því efnahags-tjóni, sem fall hennar muni fram leiða. Sannarlega erum við að tala um verulegt tjón af slíku tagi - en punkturinn að sleppa við tjón er ekki lengur valkostur! Einungis valið um, að lágmarka tjónið - þá hvaða leið skilar slíkri lágmörkun.
En þ.s. áhugavert er við þetta - er að hvort tveggja, eru neikvæðar röksemdir.
Þ.e. við verðum að verja evruna - sama hvað það kostar - því annars gerist eitthvað virkilega hræðilegt.
Það er sem sagt, að hverfa röksemdin - að það sé svo dásamlegt á evrusvæðinu.
Nema auðvitað hérlendis - en umræðan hér virðist ótrúlega úr takt við umræðuna erlendis.
Allt átti að vera dásamlegt!
Ég get skilið Evrópubúa - þeim var lofað gulli og grænum skógum, bara ef þeir samþykktu að taka upp evru; og um hríð virtist þetta vera að virka.
En því miður, var þetta sýndarhagvöxtur sem var í gangi; þ.e. búinn til að stóurm hluta, með þeim hætti að aðildarlöndin skiptust í tvo hópa, þ.e. hópinn sem keypti og hópinn sem seldi.
Lönd eins og Ítalía, Spánn, Írland, Grikkland og Portúgal - ekki vön lágu vaxtastigi, þar fór af stað kaupæði.
Það myndaðist skuldabóla þar - og sú skuldabóla framkallaði mældan hagvöxt í þeim ríkjum meðan skuldirnar hlóðust upp, þ.s. þau keyptu mikið til fyrir þetta varning frá hinum ríkja-hópnum, þá framkölluðu þau vörukaup einnig mældann hagvöxt í þeim ríkjum samtímis.
- Samanlagt - er þetta nokkurn veginn öll - hagvaxtaraukningin sem átti sér stað.
Þetta fól í sér gríðarlega aukningu verslunar milli aðildarlandanna - sem ímsir grunnhyggnir einstaklingar, sögðu sanna árangurinn af evrunni. (Ekki langt síðan að einn ísl. evrusinni gaf út bók þ.s. aukning verslunar var sögð einn helsti gróðinn af evrunni! Afskaplega heimskulegt rit!)
Einnig hömpuðu þeir hagvextinum - án þess að skilja, að hann var framkallaður fyrir tilverknað ferlis, sem gat ekki annað en fyrir rest endað með ósköpum.
- Núverandi evrukrýsa, er einmitt rökrétt afleiðing - þessa fyllerís!
Og, löndin sem nutu þess hagvaxtar í góðærinu, sem skuldsetning landanna nú í vanda, skóp þeim - því sú skuldsetning eftir allt saman fór mikið til í kaup á varningi sem þar var framleitt; í dag sýna því sífellt minnkandi áhuga, nú að létta undir með ríkjunum í suðri.
En það má sannarlega líta þannig á það, að löndin í S-Evrópu, eigi það skilið að fá eitthvað af þeim peningum til baka, sem þau í reynd sendu til landanna í N-Evrópu - í formi eftirgjafa skulda.
- Og þannig, líta margir í S-Evrópu einmitt á málið, að þjóðirnar í Norðri hafi grætt á þeim, Þjóðverjar einkum. Þannig að þjóðirnar í Norðri í reynd skuldi þeim greiða á móti.
- Sannarlega var það ekki skynsamlegt af þjóðunum í Suðri, að kaupa svo mikið - en á móti má alveg velta því upp, hvort það var skynsamlegt á sama tíma, af þjóðunum í Norðri - að lána þeim allann þennann pening til að kaupa af þeim varning?
- Var það einungis þjóðirnar í S-Evrópu sem eiga að skoðast sem sökudólgar?
- Eða, eiga þjóðirnar í N-Evrópu einnig hluta af sök?
Sú umræða sem á sér stað í N-Evrópu, sem leitast við að kasta allri sök af krýsunni á herðar þjóðanna í S-Evrópu; er að framkalla mikil og vaxandi sárindi meðal þjóðanna í S-Evrópu.
Og það er einmitt þetta, sem er hættlegt fyrir framtíð ESB!
- Þjóðirnar í Suðri upplifa þetta nú þannig, að þjóðirnar í Norðri hafi einungis verið - vinir þegar allt lék í lyndi þ.e. góðviðrisvinir.
- Þegar á bjátar, vilji þær ekki standa með þeim!
Það er ekki hrun evrunnar sem er stóra hættan fyrir Evrópu! Fyrir ESB.
Heldur, þær hugmyndir að hana verði að verja - sama hvað það kostar!
Ég er að segja - að ef menn vilja bjarga ESB, skiptið evrusvæðinu upp!
Niðurstaða
Evrukrýsan er sannarlega að skapa þann möguleika, að ESB sjálft verði fyrir banvænu tjóni. En ástæða þess, að hætta á endalokum ESB er að skapast. Er sá rígur sem hefur veriða að hlaðast upp - og það á ekki nema cirka einu ári.
Það er einmitt vegna þess pyrrings sem er að hlaðast upp - þ.e. vaxandi ímyndar í Norðri um eyðsluklær sem ekki vilja spara sér í neinu; meðan þjóðirnar í Suðri upplifa vannþakklæti, þeim finnst að þjóðirnar í Norði hafi notað sig.
Þessi byturð getur einmitt leitt til klofnings ESB, í Suður vs. Norður.
---------------------------------
Fer þó eftir því hve lengi þetta er að vinda upp á sig, hve slæm lífskjara skerðing verður í Suðri.
Það virðist nær öruggt, að hvert eitt einasta af ríkjunum í Suðri - þurfi eftirgjöf skulda!
Þau einfaldlega geti ekki endurgreitt að fullu - ekkert þeirra.
Á sama tíma minnkar stöðugt vilji þjóðanna í Norðri, til að aðstoða þær með hætti sem veldur þeim sjálfum umtalsverðum kostnaði.
En samtímis er fullkomlega ljóst - að ekki er unnt að bjarga þjóðunum í Suðri frá hruni, nema því fylgi mjög - mjög mikill kostnaður.
Það virðist vera himinn og haf milli þess sem þarf að gera - svo hruni verði forðað, og því sem kjósendur í Norðri eru tilbúnir til að taka á eigin herðar.
Því lengur sem teygt er á krýsunni - því meir magnast byturðin, og íllviljinn.
- Ef evrunni á að bjarga - einungis með þeim hætti, að þjóðirnar í Suðri beri af því kostnaðinn.
- Þá mun dæmið falla - og ekki bara evran, heldur ESB einnig.
Þjóðirnar í Suðri einfaldlega geta ekki samtímis snúið við halla á ríkissjóði, lækkað laun og um leið, endurgreitt einkaskuldir almennings og fyrirtækja - sem og skuldir hins opinbera að fullu.
Ef þetta á að vera yfirleitt mögulegt þarf annaðhvort mikla peningaprentun - til að auka peningamagn í umferð - - ala Bandaríkin.
Eða duglega gengisfellingu, svo skuldirnar raunverðfalli - og um leið, útflutningur endurvinnu glataða samkeppnisstöðu.
Jafnvel - hvort tveggja!
Ef löndin í Norðri samþykkja verbólguleið þ.e. massíva peningaprentun, ásamt raunverðfalli evrunnar. Þá er unnt að bjarga ESB! Evrunni einnig - eina leiðin með öllum innanborðs!
---------------------------------
Ef löndin í Suðri verða fyrir rest gjaldþrota - verður kastað eins og rusli út úr evrunni. Þá get ég nærri því lofað evrusinnum því. Að afleiðingin verður uppbrot ESB.
Þá minnkar ekki bara evrusvæðið um þau lönd. ESB gerir það einnig. Evrópa klofnar í Norður vs. Auður ríkja-hóp.
Ef aftur á móti, löndin í Norðri sjálf yfirgefa evruna. Evran verður gjaldmiðill ríkjanna í Suðri. Hún verðfellur, og um leið skuldir þeirra einnig verðfalla. Þeirra útflutningsiðnaður aftur verður samkeppnishæfur.
Þá, er ágæt von til þess að ESB lifi áfram - vegna þess að í því tilviki verða löndin í Suðri ekki gjaldþrota. Að auki, þau snúa fljótt til hagvaxtar. Byrja að rétta úr kútnum.
Málið er, að í því tilviki - vegna mun minna slæmrar hagþróunar í Suðri - þá verða tilfinningar þjóðanna í Suðri ekki eins erfiðar gagnvart Norðinu.
Þessi síðasta leið - væri langskársta útkoman!
Sannarlega væri tjón verulegt fyrir þjóðirnar í Norðri, því nýji galdmiðillinn yrði svo sterkur, þeirra útflutningur myndi minnka. En á móti þá eru lífskjör almennings þar varin og gott betur. Almenningur þar, fer að kaupa inn frá löndunm í Suðri. Jafnvægi kemst á milli þeirra í viðskiptum. Sannarlega verðfalla eignir í evrum - en á móti gera skuldir það einnig, svo tap og hagnaður jafnast út hjá fyrirtækjum í Norðri.
Sjálfbært ástand í reynd!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:56 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 856026
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning