18.9.2011 | 01:28
Enginn vafi að það ríkir fjármálakrýsa á Evrusvæðinu
Eftir atburði sl. viku, verður það teljast opinberlega viðurkennt, að fjármálakrýsa geisar á evrusvæðinu - og er mjög alvarleg. Sú krýsa er við það að þróast yfir í háskalega bankakrýsu. Sem er ástæða þess, að nokkrir seðlabankar sem ekki tilheyra evrusvæðinu hafa samþykkt að taka þátt í björgunaráætlun. Sjá tilkynningu Seðlabanka Evrópu um málið:
15 September 2011 - ECB announces additional US dollar liquidity-providing operations over year-end
4 stórir seðlabankar, munu til áramóta skv. þessari áætlun aðstoða Seðlabanka Evrópu, við það að halda evrópska bankakerfinu á floti - með því að sjá til þess að evr. banka skorti ekki lausafé í dollurum.
En krýsan kom upp á yfirborðið í Evrópu í sl. viku, þegar ljóst var að tiltekinn stór franskur banki, var einungis fær um að fá skammtímalán - viku fyrir viku.
Ef áhlaup hefði hafist á þann banka - er enginn leið að vita, hvað gat farið af stað!
Ég er að tala um möguleg snjóboltaáhrif! Sem ekki er unnt að vita hvar hefðu stoppað.
Bakgrunnur krýsunnar!
Þegar bankakrýsa var í hámarki í Bandaríkjunum 2008, þá var það tiltölulega lítil þúfa - svokölluð undirmálslán. Sem veltu hlassinu.
Vandinn var, að mikið magn þeirra hafði verið vafið í svokallaða vafninga eða afleiður, þ.s. nokkur lán voru seld í einu.
Hugmyndin var að vafningur væri öruggari en venjuleg skuldabréf - því ólíklegt væri að öll lánin væru slæm.
Þessir vafningar voru seldir dýrum dómum - fengu oft hagstætt áhættumat sbr. "AAA".
Svo þeir voru víða notaðir, af þeim sem voru að sækjast eftir áhættulitlum fjárfestingum - t.d. bankar sem notuðu þá sem hluta af eiginfjármyndandi eignagrunni, lífeyrissjóðir - sveitarfélög og fjölmargir aðrir.
Síðan, þegar undirmálskrýsan hefst, áttar markaðurinn sig allt í einu á því, að þeir hafa í fjölmörgum tilvikum litla þekkingu á raunverulegu virði slíkra lánapakka þ.s. það kom í ljós að ímsir aðilar - voru óvandaðir í útlánum þ.s. þeir seldu lánin alltaf frá sér jafnóðum og því áhættuna.
Var þess vegna sama um þá áhættu, og þá eins og hendi væri veifað - varð "loss of confidence" þ.e. trú markaðarins á virði þessara afleiða dalaði - harkalega.
Við þetta opnaðist fjárhaglegt gap í fjölmörgum fjármálastofnunum víða um heim - og síðla árs 2008 - fram á mitt 2009; fóru fram stórfelldar aðgerðir til stuðnings bankakerfum Evrópu og Bandaríkjanna.
--------------------------------
Að mörgu leiti er krýsan í Evrópu endurtekning á ofangreindu dæmi - nema að í þessu tilviki, er sú eign sem dalað hefur í verði og opnað sambærilegt fjárhagslegt ginnungsgap - - skuldabréf ríkja.
- Hvernig sem það akkúrat atvikaðist - þá leit fjármálamarkaðurinn í heiminum, á skuldabréf allra aðildarríkja evrusvæðið - sem cirka jafn örugg!
- Í vissri kaldhæðni örlaganna, þá hefur fjármálakrýsan á undan átt sinn þátt í því að búa til þá seinni krýsu - því það mikilvæga tímabil, frá miðju 2008 til cirka miðs 2009, þegar ríkissjóðir Evrópu gáfu út mikið magn skuldabréfa, til að fjármagna hjálparaðgerðir gagnvart bönkum.
- Þá hafði "loss of confidence" atburðurinn gagnvart skuldabréfa-útáfum tiltekinna aðildarríkja evrusvæði - - ekki enn átt sér stað.
- Ríki eins og Spánn, Ítalía, Portúgal, Írland og jafnvel Grikkland; gátu þá enn selt skuldabréf á hagstæðum verðum, ekki nema lítið eitt fyrir ofan þau verð sem þjóðverjar sjálfir voru að fá.
- Það gerðu þau, en kreppan hafði aukið mjög ríkishalla þar sem annars staðar, að auki dýrar aðgerðir til endurfjármögnunar - fjármálastofnana. Svo gríðarlegt magn bréfa voru seld árið 2009 - - síðasta árið áður en evrukrýsan hófst.
- Sannarlega hafði verið nokkur halli á undan, en þetta ár var það lang-lang dýrasta, vegna endurfjármögnunar aðgerðanna.
- Í dag, er markaðinum orðið það ljóst - að lönd eins og Grikkland, Portúgal, Írland - eru til mikilla muna minna örugg, en Þýskaland.
- Þróunin síðan apríl 2010, hefur verið sú - að markaðurinn hefur verið að ástunda endurmat, og í dag geta ofangreind lönd ekki lengur selt bréf á verði, sem þau ráða við.
- Það þíðir einnig, að markaðurinn - er búinn að reikna inn afföll á virði þeirra bréfa, sem margir aðilar eiga - bankar sem fjölmargir aðrir.
- Alveg eins og þegar endurmat á virði afleiða hófst í Bandaríkjunum, sem leiddi til þess að stórfellt tóm myndaðist á reikningum banka og fjármálastofnana; hefur endurmat á virði þeirra bréfa sem Írland, Grikkland og Portúgal - seldu síðustu misserin fyrir "loss of confidence" orsakað, myndun sambærilegs fjárhagslegs gímalds.
Þetta er ástæða þess, að bankar í evrópu eru við það að rúlla - jafnvel í hrönnum!
Það sem magnar hættuna!
Ef ekki tekst að stöðva þá neikvæðu hringrás sem í gangi hefur verið á evrusvæðinu, þ.s. ríkjum í vandræðum - hefur farið fjölgandi.
Þá mun magn slæmra skulda - aukast, og gapið á reikningum fjármálastofnana stækka!
Í sl. viku:
"The European Commission has put out its growth forecasts for the eurozone in the second half of the year, and has cut its estimates "considerably" because of the impact of the debt crisis.
The commission now expects the eurozone to expand by just 0.2pc in the third quarter and 0.1pc in the final quarter."
- 0,2% hagvöxtur á 3. ársfjórðungi á Evrusvæði.
- 0,1% hagvöxtr á 4. ársfjórðungi.
Þetta eru mjög slæm tíðindi - í samhengi við ofangreind vandræði!
En niðursveifla hófst í Evrópu í maí sl., og hefur síðan þá verið stöðug, þannig að sérhver mánuður á eftir hefur verið lakari en mánuðurinn á undan - - skv. þessu getur Evrópa snúið við í samdrátt í vetur!
Þetta getur ekki annað en magnað vandræði ríkja í vandræðum, dregið úr virði þeirra skuldabréfa - þannig stækkað þá holu sem til staðar er í fjármálastofnunum Evrópu.
- Samkvæmt AGS - getur umfang þess þegar verið orðið 200ma..
- Tala sem stofnanir Evrópu hafa hafnað - en ég sé enga ástæðu sjálfur til að efast um!
Sú tala er ekki endanleg frá AGS - að sögn bráðabirgðaniðurstaða!
Ég bendi fólki á að lesa þetta: Europe on the Brink
Niðurstaða
Mér er ekkert ílla við Evrópu, ekki heldur við evruna. En málið er, að evrukerfið var stórfellt gallað frá upphafi. Í dag eru afleiðingar þess, að hafa sett upp gallað kerfi - komnar í ljós.
Hrun hennar - þá meina ég að hún hverfi alveg af sjónarsviðinu, er mjög raunhæfur möguleiki.
Þetta er ekki sagt af íllvilja, heldur sem áskorun um að - hindra þá útkomu!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:32 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning