15.9.2011 | 16:36
Helstu seðlabankar heimsins, koma Evrusvæði til aðstoðar!
Þetta er ný frétt. En tilkynnt var eftir hádegi í dag af hálfu Seðlabanka Evrópu um samræmda aðstoð, sem Seðlabanki Evrópu hefur skipulagt með eftirfarandi seðlabönkum:
- Seðlabanki Bandaríkjanna.
- Seðlabanki Bretlands.
- Seðlabanki Sviss.
- Seðlabanki Japans.
Þetta snýr að vandræðum evrópskra bankastofnana, við fjármögnun peningalegra eigna einkum í dollurum. En undanfarið hefur slíkra vandræða gætt í vaxandi mæli.
"Fears about European banks' holdings of the sovereign debt of indebted eurozone nations has made other banks unwilling to lend to them, and borrowing dollars has come under particular strain in recent weeks."
Aðstoðaráætlunin sem stendur til ársloka, mun fela í sér veitingu skammtímalána þ.e. 3. mánaða.
------------------------------------------
PRESS RELEASE
15 September 2011 - ECB announces additional US dollar liquidity-providing operations over year-end
The Governing Council of the European Central Bank (ECB) has decided, in coordination with the Federal Reserve, the Bank of England, the Bank of Japan and the Swiss National Bank, to conduct three US dollar liquidity-providing operations with a maturity of approximately three months covering the end of the year. These operations will be conducted in addition to the ongoing weekly seven-day operations announced on 10 May 2010. The schedule for these additional operations is as follows:
Tender date Settlement date Maturity date 12 October 2011 13 October 2011 5 January 2012 9 November 2011 10 November 2011 2 February 2012 7 December 2011 8 December 2011 1 March 2012 These will all take the form of repurchase operations against eligible collateral and will be carried out as fixed rate tender procedures with full allotment. Further information on tender procedures can be found on the ECBs website.
------------------------------------------
Þessi aðgerð er klár teikn um þær áhyggjur sem aðilar innan alþjóðafjármálakerfisins, hafa af ástandinu á Evrusvæðinu!
Þessi aðgerð er auðvitað takmörkuð - en banki getur einungis fengið pening gegn gildu veði.
Spurning hvað akkúrat er gilt veð - en ekki kemur fram hvort reglur um slíkt hafi verið samræmdar milli seðlabankanna.
Bankar geta samt farið á hausinn - þó þeir taki þátt í slíkri áætlun.
En, þetta dregur úr líkum þess að banki rúlli vegna skammtíma fjármögnunar vandræða.
Það virðist vera meining aðila - að bankar séu flestir hverjir til lengri tíma litið - ofan moldu.
Að vandræðin séu tímabundin - muni líða hjá!
Fram kemur í fréttum að markaðir hafi tekið við sér - og hlutabréf bankastofnana í Evrópu fari nú hækkandi - seinni part dags.
Öllur neikvæðari frétt:
The European Commission has put out its growth forecasts for the eurozone in the second half of the year, and has cut its estimates "considerably" because of the impact of the debt crisis.
The commission now expects the eurozone to expand by just 0.2pc in the third quarter and 0.1pc in the final quarter.
- 0,2% hagvöxtur á 3. ársfjórðungi á Evrusvæði.
- 0,1% hagvöxtr á 4. ársfjórðungi.
Hagvöxtur á evrusvæðinu er að nema staðar!
Þetta auðvitað magnar upp vandamál banka á evruvæðinu, því þeirra vandamál eru ekki síst vegna mikilla eigna þeirra í formi ríkisskuldabréfa.
Og þau bréf, hafa verið í vandræðum einmitt vegna, slæms útlits nokkurra ríkja.
Vísbendingar hafa verið um vaxandi líkur á að þeir bankar tapi verulegu fé - út á þær eignir.
Það hefur verið megindrifkraftur vaxandi vantrausts fjármálamarkaða gagnvart evr. bönkum.
Enn versnandi horfur í efnahagsmálum, að sjálfsögðu draga úr tiltrú á ríkjum í vanda, sem þá framkallar enn meira vantraust á stöðu þeirra banka, sem eiga mikið af þeirra bréfum.
Þannig víxlverkar þetta hvað um annað - ekki má gleyma að þegar meðalvöxtur er orðinn þetta lítill, verða einhver lönd sennilega kominn alla leið yfir í samdrátt!
Niðurstaða
Þessi sameiginlega björgunaráætlun seðlabankanna, sýnir meir en mörg orð - hve alvarlegt ástand mála á evrusvæðinu er orðið. En hrun væri mjög alvarleg ógnun við heimshagkerfið.
Hrun í Evrópu myndi líklega valda enn alvarlegri heimskreppu en "sup prime" krýsan í Bandaríkjunum orsakaði.
Með versnandi efnahagshorfur í huga að auki, þá er þetta sennilega mjög nauðsynleg aðgerð.
Fögnum henni - - orustan um evruna er sennilega hafin fyrir alvöru!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 859313
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir góð blogg Einar, þá langar mig að spyrja þig sérfræðinginn hvort þessi aðgerð komi ekki of seint, því reynslan hefur kennt okkur að þegar stjórnmálamenn fara að stjórna peningamálum þá er voðinn vís og aldrei nema hálfur sannleikurinn sagður um ástandið, þeir geta svínbeygt hagfræðina og myndu öruggleg gera það líka við stærðfræðina væri það mögulegt.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 15.9.2011 kl. 18:32
Því miður, má vera að þessi aðgerð sé of seint. En hún virkar einungis ef vandræðin eru tímabundin - versta krýsan muni líða hjá.
En mér lýst reglulega ílla á ástandið. Að mörgu leiti er verið að framkv. sambærileg mistök við þau sem hér voru framkv. á sl. kjörtímabili. Eða þannig er ég farinn að upplifa þetta.
Seðlabanki Evrópu skv. þýskri fyrirmynd - á einungis að hafa áhuga á verðbólgu. Þetta er að koma málum í koll trekk í trekk - að hann skuli taka verðbólgu framyfir önnur efnahagsleg sjónarmið.
Málið er að síðasta vaxtahækkun er ekki fyrsta dæmið þess, að hann hækki vexti beint ofan í efnahagsástand - sem er að nálgast alvarlegt ástand kreppu. Gerði það einnig 2008 er verð hækkuðu einnig vegna tímabundins verðfalls gjaldmiðla, þá voru hækkaðir vextir - og það magnaði tvímælalaust kreppun. Í sumar, hækkar hann vexti tvisvar - en alveg með sama hætti á tíma, þegar hagvöxtur er í hnignun. Vaxtahækkunin eykur þá hnignun - og gerir eftiðleika ríkja í vanda enn hættulegri.
Hegðun Seðlab. Ísl. virðist að ímsu leiti mótuð skv. móteli Seðlab. Evrópu, mig er farið að gruna að svo sé, því hann hegðar sér svipað - að hækka vexti inn í kreppuna sjálfa, magnar hana.
Vandinn við þetta, er að hagkerfisvandi landanna í vanda á evrusvæðinu, er grunnurinn einnig undir núverandi bankakrýsu. Svo, með því að hækka vexti - dýpka kreppu landanna í vanda, þó jók hann líkur á hruni Evrunnar og magnaði bankakrysuna samtímis.
Að auki, þá heimtar seðlabankinn og Framkæmdastj. einnig, að ríkin í vanda bregðist við því að hægir á hagvexti eða að samdráttur eykst, með enn frekari samdráttar-aðgerðum.
Sem mun óhjákvæmilega, magna skuldakreppu ríkjanna enn meir í reynd, því þ.e. í reynd hagvöxtur sem hefur meir að segja um getur þeirra til að standa undir skuldum, en það hvort halli sé 2% eða 3% hærri eða lægri.
Mjög áhættusamt, er að beita svokölluðum "frontloaded" aðgerðum þ.e. samdráttaraðgerðum, þ.s. áherlsa er á að skera niður sem mest sem allra fyrst - þegar hagvöxtur nálgast "0". Því það nær örugglega ítir hagkerfinu í samdrátt.
En "supply side" hagfræðingarnir í Seðlabankanum og Framkv.stj. virðast telja, að niðurskurður sé vænleg leið til vaxtar - sem skýrir sennilega hvers vegna þeir hafa trekk í trekk vanmetið líklegann efnahagssamdrátt í Grikklandi
En, þessi kenning er ekki alger vitleysa, sú hugmynd að ef ríkið dregur sig til baka þá skapi það meira pláss fyrir einkahagkerfið. Vandinn nú er sá, að einkahagkerfið víða í Evr. eins og hér, er lamað af skuldum - það eru neytendur einnig.
Svo hvorugur aðilinn er í aðstöðu til að taka upp slakann. Svo í staðinn, dóminera samdráttaráhrif aðgerðanna. Þetta virðast þeir stórfellt vanmeta.
---------------------------
Þess vegna óttast ég, að þeir séu enn að vanmeta heildaráhrif samdráttaraðgerða sem krafist hefur verið, og er enn verið að krefja ríki um að auka við.
Þannig, að Evrópa sem heild fari yfir í samdrátt á 4. ársfjórðungi.
Ef það gerist - ath. þeir voru auk þessa í gær að ákveða að fresta gjaldþroti Grikklands um 3. mánuði.
Þá er hætta á "perfect" stormi cirka í miðjum desember eða við áramót, þ.s. allar krýsurnar magnast samtímis.
Þá er ég hræddur við að ástandið, fari gersamlega úr böndunum.
Þess vegna hef ég verið að spá mögulegu hruni öðrum hvoru megin við áramót.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.9.2011 kl. 21:41
Þetta með dollarana er áhugavert því annaðs lagið hefur verið í fréttum erlendis að evrópskir bankar hafi ekki haft aðgang að dollurum. Það hafi hreinlega vantað dollara. Nú eru seðlabankarnir að redda þessu.
Evrópski seðlabankinn hefur ætíð neitað þessum fréttum, en nú virðist vera að þetta hafi verið réttar fréttir.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 08:25
Kemur nýjasti björgunarpakki evruríkjanna frá öðru gjaldþrota ríki?
Hvað næst? Afgangskar friðargæslusveitir til Grikklands, kannski?
Guðmundur Ásgeirsson, 16.9.2011 kl. 10:23
Stefán Júlíusson - - ég er alveg viss að aðvaranir AGS undanfarið, þess efnis að það þurfi tafarlaust að framkv. stórfellda endurfjármögnun evr. banka - séu einnig réttar.
Lagarde sagði í gær, "the path towards recovery is narrow" - þá fyrir evrópu og Bandar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.9.2011 kl. 10:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning