Grikkland áfram með evruna - skv. sameiginlegri yfirlísingu Merkel, Sarkozy og Papandreo!

Vandinn við þessa yfirlísingu, að ekkert nýtt í reynd kemur fram. Merkel og Sarkozy ítreka enn eina ferðina, að Grikkland verði að herða róðurinn, framfylgja fyriskipuðum áætlunum - sem fyrir lifandi löngu síðan er ljóst að munu ekki ganga upp; og Papandreo kemur með enn eina innantóma loforðið, um að Grikkland muni standa við sitt.

Ég reikna ekki með því að markaðir muni sannfærast!

Greece's Future Is With Euro Zone, Say Merkel and Sarkozy

  • Sl. mánudag lýsti ríkisstj. Grikklands því yfir að hún myndi leggja á nýjan eignaskatt - sem á að ná inn þeim 2ma.€ sem vantar inn í fjárlög skv. útreikningum svokallaðs þríeykis.
  • Áhugavert að sjá hernig mun ganga að innheimta það fyrir nk. áramót. Stutt eftir af árinu.
  • Ég reikna með því fremur en hitt, að þegar þríeykið fundar með ríkisstj. Grikklands á allra næstu dögum, muni koma í ljós að þríeykið geri sér þessa yfirlísingu að góðu.
  • Þó svo að fram að þessu, hafi engin áætlun ríkisstj. Grikklands, um tekjur af innheimtu skatta - gengið eftir.
  • Að auki, þó svo að til þessa, hafi efnahagssamdráttur alltaf reynst meiri en reiknað var með sbr. nýlegar tölur þess efnis, að samdráttur 1. ársfjórðungs hafi verið 8,1% og 7,3% 2. fjórðung.

 

En Timothy Geitner fjármálaráðherra Bandar. sagði í dag - að leiðtogar Evrópu muni ekki heimila að Lehman Brothers skala hrun, eigi sér stað.

Svo reikna má með því, að stjv. Evrópu og Bandar. hafi talast við - og bandar. stjv. hafi tjáð evr. að það væri mjög slæm hugmynd að láta Grikkland verða gjaldþrota.

Þannig, að það tal sem verið hefur í Evrópu, um yfirvofandi gjaldþrot Grikklands - ekki síst meðal þýskra stjm.manna - meira að segja Merkel nefndi þetta; verður þá líklega sett á hilluna í bili.

Stjórnmálamenn Evrópu og í Bandar. muni leitast við að blöffa það - að Grikkland muni standa við sitt - - svo eins og ég sagði, reikna ég fastlega með því að ákveðið verði af þríeykinu vegna þrýstings stjv. evr. og bandar. - að fresta gjaldþroti Grikklands að sinni.

Grikkland fái því þá greiðslu sem grísk yfirvöld eiga að fá, ef þau teljast hafa staðið við prógrammið - nú í september.

Næsta Grikklands drama verður þá aftur eftir 3. mánuði!

Þegar kemur að næstu endurskoðun.

Nema auðvitað - að það komi mjög fljótt í ljós að þetta skattheimtu plan grískra stjv. gangi alls ekki upp.

  • Annars er af nógu að taka - bankakrýsa - Ítalíu og Spánarkrýsa, ofan á Portúgalskrýsu.
  • Svo er möguleiki meira að segja - - á Frakklandskrýsu.

 

En heyrst hefur orðrómur um það, að stutt sé í að frönsk stjv. neyðist til að taka yfir sína helstu stóru banka - og endurfjármagna þá. En bréf þeirra hafa fallið nú um rúmlega helming, síðan sl. áramót.

Það er mikil blóðtaka! Hlýtur að setja stórt spurningamerki við raunverulega eiginfjárstöðu þeirra.

Maður er jafnvel farinn að velta upp möguleikanum á banka-áhlaupi, að hrunið verði jafnvel fyrir rest með meginfókus á sjálft Frakkand - þar hrynji spilaborgin. 

En franskir bankar eru bersýnilega mjög viðkvæmir núna - ef kostnaður af endurfjármögnun leggst á frönsk stjv. - þá geta skuldir Frakkl. nálgast skuldastöðu Ítalíu þ.e. cirka 120% en í dag skuldar ríkisstj. Frakkl. cirka 82%. 

Á 2. ársfjórðungi var hagvöxtur í Frakklandi meira að segja lélegri en á Ítalíu. Mældist í reynd akkúrat "0" - svo ef skuldastaða ríkisins snöggversnar hastarlega, þá er langt - langt í frá unnt að útiloka; að Frakkland taki við af Ítalíu sem fókus markaða NO 1.

 

Niðurstaða

Leiksýningin á Evrusvæðinu heldur áfram. Pólitíkusar hlaupa í kringum vandamálin eins og kettir í kringum heitan graut. Á meðan vandamálin hlaðast upp - skaflinn hækkar. Spurningin virðist einungis um það - hvenær skaflinum verður ekki lengur ítt áfram, eitt skiptið enn.

Mögulegum trigger atburðum er alltaf að fjölga: Grikkland, Ítalía, Spánn - bankakrýsa, jafnvel sjálft Frakkland, ef bankakrýsan heldur áfram að vinda upp á sig. Svo er það hagvaxtarvandinn - sem víxlverkar við öll ofangreind vandamál; og ef 3. ársfjórðungur mælist enn lélegri en sá nr. 2, þá mun eitt stóra verðfallið enn verða - þvert yfir, hvort sem það eru bankabréf, bréf annarra fyrirtæka eða bréf einstakra ríkja. 

Svo þá versna öll þau vandamál, sem hvert og eitt getur verið trigger.

----------------------------

Því miður þá lækkaði Seðlabanki Evrópu ekki vexti um daginn. Hélt þeim óbreyttum í staðinn. Meðan flestir óháðir hagfræðingar eru á því að síðasta vaxtahækkun hafi verið mistök, og að bráðnauðsynlegt hafi verið að bregðast við því hve dregur mjög bersýnlega úr hagvexti - mánuð eftir mánuð; með snarlegri vaxtalækkun. 

Og enn er Framkvæmdastjórnin að þrýsta á sem mest af útgjaldaniðurskurði - sem allra fyrst.

  • Eins og menn fatti ekki, að markaðir óttast í reynd enn meir, ef það gerist að hagvöxtur snýr við alla leið í samdrátt!

Engin vaxalækkun - og - sá skilningur stofnana ESB, að best sé að mæta minnkandi hagvexti með enn frekari niðurskurði; þ.e. samdráttar aðgerðum. 

Hvergi er að sjá stað - hagvaxtarhvetjandi aðgerða, sem hafa nokkuð að segja til skammt tíma.

  • Strúktúr breytingar - skila sér á endanum, en ekki nægilega hratt til að hafa áhrif á vöxt næstu mánaða, eða næsta árið. 

Ég er því afskaplega hræddur um að, það verði samdráttur á 4. ársfjórðungi. 

Ef það ræstist, í samhengi við allt hitt sem er í gangi - þá geta lokamánuðir ársins orðið mjög spennandi - þannig séð!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856018

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband