Það virðist að Stjórnlagadómstóllinn Þýski, hafi í reynd bannað Evrubréf!

En, nokkrir aðilar sem hafa verið að fjalla um úrskurð Stjórnlagadómstóls Þýskalands í sl. viku, sem úrskurðaði að Þýskalandi væri heimilt að taka þátt í björgunaráætlun Grikklands, hafa bent á að úrskurður hans hafi einnig verulegar neikvæðar hliðar - þegar dómurinn er íhugaður út frá þeim hugmyndum sem uppi hafa verið um það, hvernig á að leysa svokallaða Evrukrýsu.

 

Dómurinn virðist banna Þjóðverjum að undirgangast ábyrgð!

Þar sem umfang skuldbindingar er ekki undir fullri stjórn þýskra stjórnvalda og þings!

The German High Court, Eurobonds—and a New Euro Area Treaty? :"Karlsruhe was quite unambiguous, saying that “the Bundestag, as the legislature, is also prohibited from establishing permanent mechanisms under the law of international agreements which result in an assumption of liability for other states’ voluntary decisions, especially if they have consequences whose impact is difficult to calculate.” - "What would be required for eurobonds,...are changes to both the European Treaty and the German Constitution. This is a monumental but not impossible political and legal challenge for Europe in the years ahead."

German court may silence euro bond debate - for now :"The Constitutional Court's stance on Wednesday" - "The Bundestag (lower house of parliament) is "forbidden from setting up permanent legal mechanisms resulting in the assumption of liabilities based on the voluntary decisions of other states", reads a passage of the verdict. " - "I understand this passage to mean that assuming liability for the debt of other member states, and with that euro bonds in which Germany would have to vouch for another member's debt, is not currently admissible," said Ulrich Haede, professor of law at the European University Viadrina in Frankfurt/Oder."

Wolfgang Munchau, hjá Financial Times:"It says the German government must not accept permanent mechanisms – as opposed to the EFSF, which is temporary – with the following criteria: if they involve a permanent liability to other countries; if these liabilities are very large or incalculable; and if foreign governments, through their actions, can trigger the payment of the guarantees. " - "The court, quite cleverly, did not mention eurobonds. It talked about liabilities. The Bundestag is not precluded from giving money to Greece, but it cannot empower a third party, such as the EFSF or ESM, let alone a hypothetical European Debt Agency, from usurping sovereign power. Sovereignty can be delegated in small slices, but not permanently." - "A eurobond is, of course, a permanent mechanism. It also involves a permanent loss of control. Its size is very likely to be substantial. "

Fræðilega virðist unnt að komast framhjá þessu:

  • Að ef þýskaland hefur formlegt neitunarvald - þannig að í hvert sinn sem annað land vill taka út lán í formi evrubréfa, þurfi málið að fá formlega heimild frá þýska þinginu og ríkisstj. Þýskalands.
  • Þannig að það verði algerlega háð vilja Þýskalands - hvort land fái að nýta sér slík lán, og þá í hvert sinn sem það land, vill eða telur sig þurfa að nýta sér slíkt lán.
  • Ég reikna með, að þetta feli þá í reynd í sér, að þær þjóðir sem myndu vilja nýta sér lán á þessu formi - í reynd verði að afhenda þjóðverjum sitt sjálfstæði eða sjálfsforræði í efnahagsmálum.
  • Þetta gæti reynst vera - dálítið stór hindrun!
Þetta skapar í reynd nýja bráðskemmtilega flækju innan Evrusvæðis!

Eins og heyra má í fréttum - er Grikkland á brún hengiflugs messy gjaldþrots.

Ég ætla ekki að spá því að hrun Evrunnar verði á næstu dögum - en gjaldþrot Grikklands mun samt auka mjög spennuna í peninga- og bankamálum innan Evrusvæðis - sjónir markaða hljóta næst að beinast að Portúgal sem er í reynd í mjög litlu leiti betur statt.

Bréf banka hafa verið að hrynja undanfarið á evrusvæði - ef Grikkland hrynur á næstu dögum, þá mun verð bréfa banka, hrynja enn frekar.

En, ríkisstjórnir geta líklega aðstoðað banka við það verk, að brúa þá gjá sem fall Grikklands eins og sér - myndar. En geta þeirra til slíkrar endurfjármögnunar, er ekki ótakmörkuð.

Það mun því ráðast af því - hver þróun mála verður á Ítalíu og Spáni - sérstaklega, hver örlög evrunnar verða. En vonir standa til að þau lönd, nái að bjarga sér sjálf frá falli. Og þannig evrunni sjálfri.

Hvort þetta tekst eða ekki, tel ég koma í ljós á næstu mánuðum!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dómurinn segir í raun og veru það að hvert ríki ræður sínum fjármálum sjálft.  Það er ekki verið að tala um hvert einasta skuldabréf sem gefið er út.

Ef þýska þingið samþykkir lögin um björgunarpakkann til Grikklands, þá má ESB lána Grikkjum eins og mikið og Þjóðverjar samþykktu á þinginu.  Þetta er nú eins og Alþinginu okkar.  Fjárheimildir verða að vera samþykktar á Alþingi.

Sýnir að evruríkin láta ekki kúga sig frá Brussel. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 20:28

2 identicon

En eins og þú segir réttilega, þá má evrópski seðlabankinn í raun og veru ekki kaupa ríkisskuldabréf annara þjóða.  

Það var litið fram hjá því í Þýskalandi þangað til að hann fór að kaupa ítölsk og spænsk ríkisskuldabréf, þá var komið að ákveðnum vendipunkti því þýska ríkið getur ekki farið að ábyrgjast gjaldþrot seðlabankans vegna þess að hann keypti verðlaus skuldabréf frá öllum hinum evruríkjunum. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 20:38

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Rétt Stefán, málið er - hver hefur rétt til að skulbinda þýsku þjóðina - stjórnlagadómstóllinn segir að einungis ríkisstjórn með samþykki þings, hafi til þess heimild.

Þá þarf að gera stjórnarskrárbreytingu innan Þýskalands, sem er fremur snúið því hún var viljandi gerð úr garði þannig að mjög örðugt væri að breyta henni - þ.e. nánar tiltekið er ég að vísa til þess fyrirkomulags sem ríkir um breytingar.

Sennilega þarf einnig nýjan sáttmála innan ESB. 

Þetta hvort tveggja er alltof tafsamt. Svo örlög evurnnar ráðast innan Ítalíu og Spánar. Einungis ríkisstj. þeirra landa - annars vegar - og - hins vegar - seðlabanki evrópu; hafa getu til að bjarga henni.

Þau 2 ríki, ef þeim tekst það nær kraftaverk, að snúa sínum málum við án tilstillis gengisfellingar - seðlabankinn, er lokaaðilinn ef allt annað bregst.

Þá er ég að tala um seðlaprentun - ekki núverandi fyrirkomulag að ríkin ábyrgist það sem hann kaupir, heldur að því sé velt í verðlagið. Til þess þó, þarf samþykki stjórnar hans, sem ekki er víst að samþykki slíka ráðstöfun, enda nokkur fj. ríkja mjög líkleg til að vera mjög sterkt andvís slíkri leið.

Enda, er einnig kostnaður af slíkri ráðstöfun - þ.e. verðbólga og gengisfall.

--------------------------

En ef það fer þannig, að Ítalíu og Spáni, tekst ekki að forðast sömu vegferð og Írland eða Portúgal. Lönd andvíg seðlaprentun - þeim tekst að hindra að meirihluti fyrir slíku myndist innan Seðlabanka Evrópu.

Og samtímis, er ljóst að þýska stjórnarskráin heimilar ekki eins og hún er í dag, að Þjóðverjar taki upp þá aðferð að öll ríkin ábyrgist hvert annað að fullu, sem þá í reynd einnig útilokar að það sé einnig gert í gegnum Seðlabankann - sem sagt "open ended committment" þá einfaldlega sé ég ekki hvernig evrunni verður forðað.

Kem einfaldlega ekki auga á hvernig.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.9.2011 kl. 00:25

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Eins ég skil Seðlbanka reglur EU, mega Seðlabankar undir Seðlabanka  ekki millifæra reiðufé sína á milli beint. Það er Ríki mega greiða Meðlima skattabeint. En ekki lánahvort öðru beint fyrir þeim, Ríki sem ekki getur staðið í skilum  til Miðstýringar getur boðið bréf til sölu á [kauphallamörkuðum]  þar sem allir geta boðið í. Þetta er gert með vísun í að annars kæmi þetta út eins og yfirdráttur og myndi brengla innbyrðiskeppni Meðlima Ríkja að auka sinn raunhagvaxtar hlut í heildar raunhagvexti EU.  Þetta er einfalt að skilja  ríki sem undirbjóða skatta á sinn innri rekstur til að hann seljist betur á mörkuðum annarra Meðlima Ríkja, geta sagt sig úr EU. Fordæmisgildið að hjálpa ríki til að græða á öðrum ríkjum eyðleggur forsendur EU.   Grikkir geta skorðið niður sinn fjármálgeira. Ekki bundið meira reiðufé en þýskir bankar. 

Júlíus Björnsson, 13.9.2011 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 859315

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband