11.9.2011 | 22:32
10 ár liðin frá 9/11 atburðinum! Samsæri Bandaríkjanna sjálfra? Stríðin hafa flýtt fyrir hnignun veldis Kana, þ.e. klárt!
Tek fram að ég er ekki talmaður samsæriskenninga. Tel ekki að Bandaríkin sjálf hafi framkvæmt þetta. Á hinn bóginn, þá er hefur mikill áhugi verið á samsæriskenningum - vefir spruttu upp. T.d. var um tíma eins vinsæll sem hér 9/11truth.org Langt síðan að ég hef heimsótt þá síðu. Kannski enn til. Kannski ekki.
En öfugt við það sem Ný-Íhaldsmenn héldu á sínum tíma, þegar þeir töldu að 9/11atburðurinn væri tækifæri fyrir Bandaríkin, til að jafna reikninga við þá sem þeir töldu hættulega andstæðinga þeirra. Þá hafa stríðin þvert á móti - sýnt heiminum takmörk getu Bandaríkjanna sjálfra til að hafa áhrif.
Þau hafa mjög bersýnilega veikt valdastöðu Bandaríkjanna bæði í nútíð og hið minnsta í nálægri framtíð. Verða að skoðast hvort tveggja sem slæm taktísk sem og strategísk mistök.
Þetta er mjög áhugaverð skýrsla, sú sem var unninn á vegum bandar. þingsins.
Iraqi Perspectives Project Report - The IPP Report
IPP skýrslan var unninn undir "joint operational command" þ.e. á vegum hersins, en var framkv. af sérfræðingum, sem yfirheyrðu starfsmenn fyrrum ríkisstj. Íraks, og einnig unnin úr gögnum sem fundust í skjalasöfnun Íraksstjórnar. Mér sýnist þessi skýrsla ekki vera áróðursgagn, heldur tilraun hersins til að komast að því - hvað bjó að baki ákvörðunum þeim sem ríkissj. Saddams Hussain tók.
Myndin að neðan er tekin eldsnemma að morgni 9/11 2001, einni og hálfri klukkustund fyrir atburðinn!
Virkilega mögnuð mynd - sem í dag prýðir nú bakgrunninn á tölvuskjánum mínum!
Samsæriskenningar
Skoðum 2 vídeó af falli Suður Turns:
South Tower of World Trade Center Collapse
911 Call in World Trade Center, while tower collapse
Skoðum vídeó af falli Norður Turns:
New Footage of WTC North Tower Collapse
Árásin á Norður Turn: September 11, 2001 - As It Happened - The South Tower Attack
Það sem vekur auðvitað eftirtekt, sést vel á myndunum, er að turnarnir í bæði skiptin - að hrunið hefst á þeim hæðum þ.s. flugvélarnar tjónuðu byggingarnar.
Þetta er sérstaklega áberandi í fyrra hruninu, að stór hluti byggingarinnar er fyrir ofan þann stað þ.s. hrunið hefst. Og um nokkurn tíma, eru hæðirnar fyrir ofan heilar en á leið niður. Síðan hverfur það allt í rykmökk.
Svo hafa sumir vakið eftirtekt á strók sem sést á myndinni sem sýnir hrun N-turns, að strókur af lofti stendur út um skamma hríð nokkrum hæðum fyrir neðan hrun-staðinn. Síðan nær hrunið þangað niður.
Ég held að fólk sem horfir á þann strók eigi flest að geta séð, að honum veldur loft sem streymir út úr byggingunni af miklum krafti, ekki sprenging. Heldur er þetta stöðugur strókur um hríð.
Enda eru hæðir byggingarinnar fullar af lofti, og það þarf að leita eitthvert þegar hæðirnar fyrir ofan kremjast saman af ógnarkrafti - stigagangar voru opnir milli hæða, enda fólk sent niður þá leið. Svo þ.s. við sjáum er að loft leitar niður stigagang, inn um opnar dyr sem standa opnar nokkrum hæðum fyrir neðan, og síðan í gegnum næsta glugga - sem væntanlega er lítil fyrirstaða þegar svo mikill þrýstingur kemur á hann.
Að auki, það sést alltaf mjög öflugur strókur í allar áttir er hver hæð fellur saman, sem einnig skýrist af loftinu sem hver hæð inniheldur - sem er þrýst út um glugga hæðarinnar á örskammri stundu, og því af mjög - mjög miklum krafti.
Þarna er hvergi að sjá neinar sannanir fyrir því að sprengingar séu að eiga sér stað af mannavöldum - ekki heldur um að röð sprenginga af mannavöldum sé að fella hverja hæð "in sequennce".
Að auki er sprengjubúnaður slíkur viðkæmur þ.e. vírar, móttökutæki. Einhver á að hafa komið slíku fyrir á strategískum stöðum á hverri hæð, tímasett sprengingarnar af nákvæmni - og ég bendi á að enginn getur módelað nákvæmlega hvernig fluvélarnar myndu rekast á, svo því ekki hvernig tjóni það myndi valda á sprengibúnaðinum. En, vírar og móttökubúnaður - grunar mig fer ílla í svo mikilli sprengingu sem sjá má, ítrekað er flugvél rekst á N-turninn. Á myndunum sést að þetta er gríðarleg sprenging. Ógnarkraftur.
Það væri engin leið að vera viss um það, hve margar sprengjur verða óvirkar við þær hamfarir. Fyrir þá sem trúa því ekki, að samalögð áhrif áreksturs - þess tjóns er hann orsakaði, og þeirra ógnarelda sem sjást á myndunum að brenna í turnunum; hafi orsakað hrunið. En mér skilst að þegar hitinn er kominn í um 1000°C þá sé einungis um 10% eftir af styrk stáls. Að auki þenst það út í hita. Stál þarf ekki að bráðna, til þess að stálstrúktúrar verpist, þeir hætti að geta staðið undir þeim þunga er á þeim hvílir.
Strúktúrinn að auki skemmdur af völdum árekstranna. Endurtek, hrunið í bæði skiptin hefst á þeim slóðum cirka sem flugvélarnar fljúga inn í hvorn turn.
Varðandi Turn 7 er hrundi degi síðar. Þá náttúrulega var hann brunarúst, eldur hafði brunnið þar og síðan dáið út, eftir að allt sem brunnið gat var brunnið. Að auki sést á myndum að hann hafði orðið fyrir tjóni af braki, sem hafði fallið á hann. Síðan má nefna, að undir byggingunum var risastór kjallari þ.s. miklir eldar brunnu í þúsundum bíla er þar hafði verið lagt. Menn hallast að því í dag, að þeir eldar geti hafa skipt máli, veikt undirstöður þess turns. Það þarf hið minnsta sterkan vilja til að álykta - að það geti alls ekki verið, að samverkandi áhrif ofangreindra þátta, sé nægileg skýring þess að sá turn féll.
Stríðin
Afganistan: Ég hafði vissa samúð með Afganistan stríðinu sem Bush háði mjög fljótt í kjölfarið. Enda var Al-Qaeta gestur Talibana. Þeim var gefinn sá kostur að vísa Al-Qaeta úr landi, en tóku ekki þann kost. Bandaríkin ákváðu að líta á þá neitun sem "act of war" sem að mínu viti, rúmast innan sanngyrnissjónarmiða.
Þeir síðan mjög svipað og NATO gerði nú nýverið í Lýbíu, aðstoðuðu vopnaða Afganska andstæðinga Talibana, með loftárásum - með því að senda fámennar sérsveitir til að veita þeim aðstoð og ráðgjöf, og til að leiðbeina flugvélum til árása á skotmörk - lísa þau upp með laser. Með aðstoð Bandaríkjanna, þá náðu andstæðingar Talibana eftir nokkra vikna stríð helstu borgum Afganistan.
Síðan hefur fókus Bandaríkjamanna verið á eltingaleik við Osama Bin Laden innan Afganistan og Pakistan, og var hann drepinn fyrr á þessu ári í Pakistan. Samtímis, hefur verið leitast við að byggja upp nýjan her Afganistan, svo hann geti tekið við. Meðan her skipaður hermönnum frá Nato þjóðum ásamt fjölmennum Bandar. her hefur verið að leitast við að sigra skæruliða Talibana. En, Talibanar hafa seinni árin þrátt fyrir allt, aftur verið að sækja í sig veðrið, verið að eflast. Ljóst virðist mér að í reynd sé stríðið í Afganistan tapað. En vilji Bandar. til dvalar þar er bersýnilega hratt þverrandi.
Það skársta í stöðunni sé eins og í S-Víetnam, að pakka saman og fara heim.
Írak: Írakstríðið sennilega verður að skoðast sem einhver verstu mistök í sögu Bandaríkjanna. Þetta segi ég sem vinur þeirra. En ég er þar ekki beint að vísa til þess mannlega harmleiks er þar varð, og skaðaði mjög orðstýr Bandaríkjanna. Heldur það, að það felur í sér "sttategískann" ósigur Bandaríkjanna á svæðinu.
En í dag er ástandið svo, að niðurstaðan er í reynd stórsigur Írans. Íran hefur losnað við sinn hættulegasta fjandmann, þ.e. ríkisstj. Bath flokksins í Írak undir stjórn Saddams Hussain. Innrásarhættan er farin. Íranar geta andað léttar. Og þ.s. meira er, þeirra her er nú stærsti herinn á svæðinu. Enda eru þeir farnir að hagnýta sér ástandið, beita Saudi Araba þrístingi, einnig Sameinuðu Arabísku Furstadæmin. En ljóst er að þeir stefna að því, að verða ráðandi veldi við Persaflóa.
Að því í reynd að ráða yfir olíustreyminu frá Persaflóasvæðinu. Ég er ekki endilega að tala um innrás, heldur fyrirbærið "hegemony" eða drottnun. Þeir segja hinum fyrir verkum, og þeir hlíða.
Íranar virðast ef til vill nú hafa náð fram í reynd neitunarvaldi um veru Bandar. innan Íraq. Reyndar hefur mjög fækkað í her þeirra þar. En, þeir hafa verið að leitast við að semja við Íraksstjórn, um áframhaldandi herstöðvar. Íraksstjórn núverandi virðist vera að spila varfærinn leik, milli Bandar. og Írans. Íranir hafa mjög mikil ítök innan Íraks, vegna þess að þeir eru meginþjóð shíta og flestir Írakar eru það einnig. Ekki er þó gott að henda reiður á, hvort þeir geti tryggt að Bandar. fari. En það má vera.
Án Íraks, hafa Bandaríkjamenn herstöðvar í Quatar á Persaflóa. En mér sýnist miklar líkur á að útkoman sé, að Írak að miklu leiti tilheyri í reynd yfirráðasvæði Írans. Þeir hafi ekki enn séð sér hag af því að efna til íllinda. Reikna sennilega með því að tíminn vinni með þeim.
Spurningin er hvað gerir Íran svo? Mér sýnist stríð ólíklegt. En, í mínum augum er augljós ástæða fyrir Íran, að leita samstarfs við Kína. Áhrif Kína fara vaxandi í næsta landi, Pakistan. Kínv. hafa flotastöð þar, og eru að byggja veg frá höfnum í Pakístan til Synkiang í Kína.
- Sumir hafa velt því fyrir sér, að raunverulega ástæða veru kana í Afganistan og Pakistan, sé að tefja fyrir útþenslu áhrifa Kínv. á svæðinu.
- Kanar þurfa að íhuga fljótt hvað þeir ætla að gera! En efling áhrifa Kínv. í Pakistan. Og síðan ef þeir efla svo samskipti við Íran - fá jafnvel herstöðvar á írönsku landi á Persaflóa.
- Það hlýtur að vera versta martraðar sviðsmynd hugsanlega í augum Kana.
- En, ef til vill ekki svo íkja fjarlæg í tíma!
Ein djörf leið, væri að þeir sjálfir myndu bjóða Írönum - bandalag! Enda hafa þeir í reynd meir upp á að bjóða, ef báðir aðilar geta hafið sig upp úr hatrinu og tortryggninni.
En Íranar eru ekki vinir Rússa - sem eru gamlir fjandmenn þeirra. Bandaríkin þrátt fyrir allt eru auðugari en kínv. Þeir - sem skiptir mestu máli fyrir Íran - búa yfir mjög mikilli tækniþekkingu á olíuiðnaði.
Íran væri óhjákvæmilega mjög sjálfstæður Bandamaður, hvort sem þeir gerast bandamenn kínv. eða ameríkana. Sennilega tregir í taumi - í besta fallinu.
Mér sýnist stefna hraðbyri í einhvers konar kalt stríð á Indlandshafi!
En Indverjar eru nú bandamenn kana, gegn kínv. sem indv. óttast mjög. Báðar þjóðir efla nú flotaveldi sitt hratt á svæðinu. Kínv. eiga nú flotastöðvar beggja vegna Indlands í Myanmar og Pakistan.
Freystingin fyrir Kína að höfða til Írana - sýnist mér augljós! En á sama tíma eru Íranar að spila sinn eigin leik.
Svo má ekki gleyma Tyrklandi, sem eflist hratt - fyrir norðan Íran. Þeir eru bandamenn kana. En einnig tyrkir eru að spila sinn eigin leik. Þeir eiga eftir að verða mjög sjálfstæðir bandamenn.
Veldi kana er í augljósri hnignun á svæðinu. Samtímis eru gömlu veldin 2. Tyrkland og Íran, að eflast á ný. Þau bæði stefna að því að fylla það valdatóm sem getur verið að skapast.
En vaxandi áhrif Kína flækir málin. Auk þess, að Rússar hafa verið að eflast fyrir Norðan. Fyrir utan að þó veiktir séu, eru Kanar ekkert á förum af svæðinu. Þeir munu halda sér þar, eins fast og þeir geta.
Ef menn skoða kortið, þá sést alveg af hverju Kína hefur áhuga á Myanmar og Pakistan. Það er vegna þess, að í gegnum þau lönd er leiðin styttri til tiltekinna héraða innan Kína frá sjó, en frá eigin strönd Kína. Þetta getur hver maður er horfir á kortið séð.
Indv. sem hafa háð landamærastríð við Kína, eru eðlilega ekki kátir með að hafa kínv. flotastöðvar beggja vegna. Samskipti þjóðanna eru stöðugt mjög stirð. Auk þess að milli þeirra geysar enn landamæradeila - en Kína gerir tilkall hvorki meira né minna en til gervalls Arunachal Pradesh fylkis, sem er á landamærum við Kína austan meginn. En að sögn Kína, var það hérað áður leppríki Tibets. og Kínv. telja ólöglegann samning sem Bretar gerðu fyrir meir en 150 árum við stjórnendur Tíbets. Kínv. ganga svo langt að mótmæla því í hvert skipti sem háttsettir starfsmenn Indlansstjórnar heimsækja það hérað.
Indv. finnst þeim stafa mikil ógn af vaxandi uppbyggingu Kína á svæðinu. Eru að auka sinn herstyrk, sem og flota. Og hafa brugðist við með því að leita eftir bandalagi við Bandaríkin, sem hentar Bandaríkjunum ágætlega.
Fyrir Pakistan er ástæða til að leita samskipta við Kína augljós, en eitt ræður það ekki við Indland. Ef Bandaríkin fara frá Afganistan - sem þó virðist einungis spurning um tíma, virðist mér að þeim muni reynast mjög erfitt að viðhalda samskiptum við og áhrifum á Pakistan. Pakistönum mun finnast þeir nauðbeygðir til að efla sinn herstyrk, er þeir sjá indverja efla sinn, þó efling indverja sé ekki beint að þeim.
Nettó áhrifin eru, að spenna fer vaxandi á Indlandshafinu. Og hernaðaruppbygging hratt vaxandi.
Bandaríkin eru ekki að fara, eiga herstöðvar á þægilega staðsettum eyjum á Indlandshafi, sem Bretar létu þá áður hafa. En sá jafnvægisleikur sem þeir munu leitast við að spila, á eftir að verða ærið flókinn á næstu árum.
Þeir verða ekki drottnandi veldi með sama hætti og áður, heldur munu neyðast til að beita bandamönnum fyrir sig, spila í reynd mjög klassíska pólitík af því tagi, sem Bretar voru áður fyrr sérfræðingar í!
Niðurstaða
Ég hafna öllum 9/11 samsæriskenningum, um það að Bandaríkin hafi sjálf skipulagt verknaðinn, hrint honum í framkvæmd. En, að mínum dómi eru þær mun fjarstæðukenndari, en sú skýring sem er kölluð hin opinbera skýring. En samsærissinnar virðast þó kaldhæðið séð, hafa gríðarlega trú á getu Bandaríkjanna, skv. þeirra hugmyndum eru leyniþjónustur Bandaríkjanna skipaðar afreksfólki, sem nánast virðist ekkert ómögulegt. Að tryggja þögn þúsunda ólíkra einstaklinga út um allan heim, ekkert mál. Að skipuleggja óskaplega flókin skím - no problem. Og allt gengur eftir - aldrei nein mistök.
Varðandi stríðin. Tel ég að Bandaríkin hafi lagt of mikið í stríðið í Afganistan. Þeir hefðu átt að vera löngu búnir að pakka saman og fara. Því fyrr sem þeir fara, því betra.
Íraksstríðið - um það er hreinlega ekkert jákvætt unnt að segja. Undirbúningur þess var eins og margir muna örugglega enn, röð ótrúlegra mistaka. Sú mistaka röð ætti nú eiginlega að sanna fyrir samsæriskenningasmiðum, að Bandaríkin eru ekki skipuð afreksfólki - sem allt getur.
En, það sem meira er, framkvæmdin sjálf var ekki bara mistök. Sjálf hugmyndin að ráðast inn og velta Bath flokki Saddam Hussain voru mistök. Niðurstaðan er í reynd "strategic defeat". Bandaríkin sjálf grófu undan stöðu sinni á Persaflóasvæðinu, og heildarniðurstaðan hefur stórelft helsta óvin Bandaríkjanna á svæðinu þ.e. Íran.
Ég verð að segja, að sagan mun ekki fara mildum augum um Bush yngri! Hans forsetatíð.
Hann flýtti fyrir hnignun Bandaríkjanna!
Niðurstaðan af hans ferli, verður höfuðverkur - sem Bandaríkin munu vera mjög lengi að vinna sig út úr.
En, það er ekki bara strategísk mistök á Persaflóasvæðinu. Meðan Bandaríkin hafa verið með sinn her upptekinn. Hafa þau ekki getað brugðist við útþenslustefnu Rússa yfir sama tímabil. Sem hafa verið að sækja í sig veðrið. Þeir hafa að mestu rúllað til baka þeim áhrifum sem Bandaríkin voru búin að byggja upp, innan Mið Asíu.
Svo við erum í reynd að tala um, mun viðari strategískann ósigur, en einungis á Persaflóasvæðinu.
Í ofan-á-lag, rak Bush yngri bandar. alríkið með mjög miklum halla, og það í efnahagslegu góðæri. Þetta má vera, að reynist vera stærstu mistökin hans Bush. Því þetta þíðir að nú þegar kreppa geysar, þá eiga Bandaríkin erfiðara með að beita sér - með klassískum Keynesískum hætti.
Nú er útlit fyrir, að alríkið neyðist til að draga saman seglin, víða um heim. Vegna þess skuldavanda sem er að hlaðast upp. En skuldasöfnun Bush spilar þar inn, þó svo að skuldasöfnun gangi nú enn hraðar fyrir sig en í hans tíð; þá bætist það ofan á þær skuldir sem Bush bjó til og hefðu annars ekki verið til staðar.
Óhjákvæmilega verða hermál fyrir miklum niðurskurði í nálægri framtíð. Fyrir þessa ástæðu eina sér, geta Bandaríkin ekki lengur haldið uppi herjum í Afganistan og Írak. Þau verða að pakka saman og fara heim.
Það er þá "unfortunate" að á sama tíma, eru önnur veldi að eflast. Bandaríkin munu mjög líklega hitta á nokkurra ára lægð að þessu leiti, á meðan þau eru að hefja sig upp úr kreppunni.
Sú lægð verður sá tími sem hin veldin hafa, til að koma sér sem best fyrir - meðan Bandaríkin munu lítt geta beitt sér. Fyrir bragðið, er þau síðar á ný fara að efla styrk sinn, getur heimurinn verið orðinn nokkuð breyttur.
Þau munu þó leitast við að hanga á því allra mikilvægasta. Þau munu njóta bandalaga við þau ríki, sem áfram munu óttast önnur 3. ríki meir en Bandaríkin, og því sjá sér hag af því að fylgja þeim að málum.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:51 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 859315
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Útbreiddasta samsæriskenningin er þessi hérna:The 9-11 Commission Report
Hún fjallar um samsæri og hefur aldrei verið sönnuð, er þar af leiðandi samsæriskenning.
Guðmundur Ásgeirsson, 12.9.2011 kl. 02:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning