Legg til öflugara embætti forseta sem mótvægi við ofurvald Stjórnarráðs/Alþingis!

Ólafur Ragnar Grímsson, hefur verið harðlega gangrýndur fyrir hörð ummæli sem hann lét falla gegn ríkisstjórn, fyrir réttri viku.

En, ef ekki hefði verið fyrir tilstilli Ólafs Ragnars er virkjaði tvisvar neitunarvald sitt, sem hann hefur skv. Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands skv. 26. gr. þá væri Ísland búið að samþykkja þann brjálæðislega vitlausa Svavars samning - sjá gamlar bloggumfjallanir að neðan.

 

ÓRG:Áttum ekki að láta undan fáránlegum kröfum Breta og Hollendinga. AGS var notaður sem „hnefi“

Jón Baldvin: Ábyrgum ráðamönnum er skylt að svara landráðabrigslum forseta Íslands

Styrmir: Forsetinn gekk alltof langt, segir Styrmir. Vill að Ólafur geri grein fyrir nýju hlutverki forseta

Sjá gamlar færslur um Svavars samninginn:

Icesave - Lánið: Er bilun að hafna því?/eða liggur hún í því að samþykkja það?

Icesave samningurinn, er hefðbundinn viðskiptasamningur. Er það gott?

 

Eins og Icesave málið sýnir - eins og sala bankanna á sínum tíma sýnir - eins og ákvörðun Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar um stuðning við Íraksstríðið sýnir; er stjórnskipan Íslands í vandræðum!

  • Þau vandræði eru ekki að Ólafur Ragnar Grímsson sé að taka sér of mikil völd!
  • Heldur nær ótékkað ofurvald framkvæmdavaldsins á Íslandi.
  • Til mótvægis má alveg hugsa sér ívið sterkara embætti forseta, en við hingað til höfum verið vön.
  1. En galli við þá skipan sem verið hefur, er að Alþingi hefur ekki verið sjálfstæður valdaaðili heldur hefur Framkvæmdavald ráðherra drottnað yfir því í gegnum árin nær gersamlega. Svo, í reynd hefur Alþingi/Stjórnarráðið eða framkvæmdavaldið, verið einn valdaaðili.
  2. Síðan er það með okkar blessuðu dómstóla, að þeir hafa í gegnum árin, mjög hallað sér að framkvæmdavaldinu, sem sést á því að þeir hafa nokkrum sinnum orðið fyrir því að dómar hafa lent á kant við alþjóðlega Mannréttindadómstólinn. Ríkinu sé vanalega dæmt í hag, þegar deila á sér stað fyrir dómi, um atriði er víkja að deilum einstaklinga eða aðila gagnvart ríkinu. Svo dómsvaldið, hefur í besta lagi, verið veikt í því að tékka af miðstjórnarvaldið.
  3. Kosningar á 4. ára fresti, hafa því orðið eina tékkið á völd framkvæmdavalds, sem hefur verið nær algerlega einráða, hefur farið sínu fram.
  • Þetta er nákvæmlega hættulegt ástand.
  • Hér vantar "checks & balances".
  • Miðstjórnarvaldið, vill náttúrulega halda þessu nær alræðisvaldi.
  • Fulltrúar þess, eru mjög óánægðir með það, ef einhver dirfist að stíga á tærnar á því.


ÞAÐ ER EINMITT Þ.S. ÓLAFUR RAGNAR HEFUR GERT!
Ein leið að því að draga úr ofurvaldi því sem miðstjórnarvaldið á Íslandi hefur orðið, er að efla embætti forseta - - sem mótvægi.

Það er ekki beint forsetaræði - því framkvæmdavaldið er enn til staðar og áfram mjög öflugt, áfram með nær fulla stjórn á löggjafarvaldinu, í gegnum það að ráða yfir Alþingi í krafti meirihlutavalds.

  • Til Alþingis er kosið á 4. ára fresti.
  • Það skipa stjórnmálaflokkar - innan þeirra hafa hagsmunaaðilar áfram mikil áhrif.
  • Það meginástand breytist ekki!
  • Það sem breytist er - - að völd þessarar valdamaskínu minnkar.
  • Hún verður ekki að sama marki og áður, ráðandi.
  •  Væri það - hræðileg útkoma?

Og er það ekki einmitt þetta sem þarf að gerast - - góðir Íslendingar?

Forseti sem sáttasemjari:

  1. Við getum bætt þeirri reglu inn, að NEITUNARVALD FORSETA VIRKI ÞANNIG að ef 35þ. undirskriftir nást raunverulega fram - - þá sé forseti skildugur til að segja "NEI".
  2. Þá er það ekki lengur geðþótta ákvörðun.
  3. En, á móti felum við forsetanum, að miðla málum milli framkvæmdavalds og þeirra aðila sem safnað hafa undirskriftum. 
  4. Við setjum í stjórn-lög, að embætti forseta fari þá í hlutverk sáttasemjara, og framkvæmdavaldið og þeir sem hafa safnað undirskriftum, verði að setjast niður með honum.
  5. Aðilar fá segjum mánuð til að semja.


Ef samkomulag næst, nýtir forseti þann rétt sem stjórnarskrá veitir honum skv. 25. gr., til að fá þingmann til að flytja fyrir Alþingi, sem fumvarp að lögum - sátt aðila um málið, og síðan fær sáttin þinglega meðferð og væntanlega verður að lögum.

Ef slíkt samkomlag næst ekki, fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla.

Að auki, tel ég rétt, að setja óháðar stofnanir undir forseta:

  1. Umboðsmaður Alþingis verði umboðsmaður forseta.
  2. Ég vil einnig endurvekja Þjóðhagsstofnun, og hafa hana undir embætti forseta.
  3. Aðra svokallaða umboðsmenn, mætti einnig setja undir forseta.
  • Embætti forseta hafi það hlutverk að horfa vítt yfir svið - hafa heildarsýn.
  • Forseti hafi fullan rétt til að tjá sig um málefni - sem í reynd talsmaður þeirra óháðu stofnana sem undir hann eru settar, t.d. ef Þjóðhagsstofnun setur fram slæma spá, sem ekki passar við þá mynd er stjv. vilja upp draga.
  • Embætti forseta verði jafn mikilvægt a.m.k. - jafn öflugt - jafn rétthátt - Alþingi/Stjórnarráði.

Með þessu, skapist nauðsynleg dreifing á valdinu á Íslandi!


Niðurstaða

Ég er stuðningsmaður sterkara embættis forseta - en áður hefur verið hefð fyrir hér. En, ef maður skoðar Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands, þá þarf mjög litlar orðalagsbreytingar, til þess að skipan eins og þá er ég tala um, komist á. 

Auðvitað, þá mun skapast keppni innnan flokkakerfisins um forsetann, þegar það embætti er laust í hvert sinn. Flokkarnir munu fá áhuga á að triggja sér - sinn einstakling.

Á hinn bóginn, þ.s. um aðeins einn einstakling er að ræða, sem getur náð kosningu. Þá myndi t.d. vinstri þurfa að sameinast um einn frambjóðanda eða hægri, til að eiga raunhæfa möguleika. 

Það má auðvitað setja það skilyrði, að frambjóðandi megi ekki vera meðlimur í stjórnmálaflokki. Ef út í það er farið. Að frambjóðanda sé óheimilt að koma fram, fyrir hönd tiltekins stjórnmálaflokks. Að stjórnmálaflokkur megi ekki styðja tilekinn frambjóðanda fjárhagslega.

Slík ákvæði munu flækja málið, fyrir stjórnmálaflokka - en ekki þó gulltryggja það að forseti sé óháður aðili.

Á móti, er ekkert sem segir að líklegt sé að forseti sé hægrimaður á sama tíma og hægri menn fara með meirihluta á Alþingi. Það getur auðvitað átt sér stað.

------------------------

En ég bendi einnig á að ef ákvæðið næst fram, sem ég legg til um það hvernig neitunarvaldið virki í framtíðinni - þannig að það sé sjálfvirkt, ef 35þ. undirskriftir nást. Fyrir utan kvöð um sáttaumleitanir.

Þá þrátt fyrir hugsanlega veikleika lýst að ofan  - sé heildarniðurstaðan veruleg valddreifing á Íslandi, umfram það ástand sem hefur ríkt!

Svo ég tel það til umtalsverðra bóta!

Kvöðin um sáttaumleitanir - er hugsuð til þess að fækka þjóðaratkvæðagreiðslum þeim sem í reynd myndu fara fram!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Éf þú lítur, frændi, á frumvarp Stjórnlagaráðs, sérðu mikla viðleitni til að auka valddreifingu og valdtemprun með stórauknu samspili valdþáttanna, þeirra á meðal forseta Íslands.

Ég var í hópi þeirra sem vildi hlut forsetans ögn meiri en á móti var bent á það að með aukinni valddreifingu og skýrari ábyrgð og gegnsæi yrði ekki eins mikil þörf fyrir að auka hlut forsetans sem neyðarhemils. 

Utan frá kom hörð gagnrýni á okkur fyrir að vilja auka vald forsetans og spurt hvort við ætluðum virkilega að færa honum enn meiri tækifæri en hann hefði nú þegar. Greinilegt var að þessi gagnrýni miðaðist við Ólaf Ragnar, rétt eins og hann yrði forseti til eilífðarnóns, en við bentum á að stjórnarskráin ætti að gilda til langrar framtíðar en ákvæði um forsetann ekki að miðast við einn tiltekinn núlifandi mann. 

Ómar Ragnarsson, 11.9.2011 kl. 14:17

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Akkúrat minn kæri, á hinn bóginn þ.s. ég nefni að ofan, er unnt að hrinda í verk með sára litlum breytingum á núverandi stjórnarskrá. Segjum, að frumvarp Stjórnlagaráðs sé svæft í nefnd.

Þá þarf eiginlega einungis að, breyta orðalagi 26. gr. með þeim hætti, að 35þ. undirskriftir feli í sér sjálfkrafa virkjun neitunarvalds. 

Síðan bætum við inn grein, sem skildar aðila til að leita sátta - þ.e. stjv. eða Alþingi, vs. þá sem söfnuðu undirskriftum. Forseti sé þá sáttasemjari.

Síðan nýtir hann 25. gr. sem í engu þarf að breyta, þegar samkomulag liggur fyrir. Og sáttin er flutt af þingmanni fyrir hönd forseta, sem frumvarp til laga. 

Ein orðalagsbreyting.

Ein ný grein.

OK, nýtum greinina um framkv. þjóðaratvkæðagreiðsla, sem þið sömduð. Svo það eru 2. nýjar greinar.

Auk einnar orðalagsbreytingar.

Frekari breytinga sýnist mér ekki þurfa að til koma á stjórnarskrá, til að þetta geti virkað með ofangreindum hætti.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.9.2011 kl. 14:48

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sammála.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.9.2011 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband