9.9.2011 | 02:56
Gríska hagkerfið í frjálsu falli! Ótrúlegur 7,3% samdráttur!
Grikkland er að ganga í gegnum efnahagslegar hamfarir. Það er alls ekki ofsögum sagt. En samdráttur á síðasta ársfjórðungi - er umtalsvert verri en reiknað var með. En algerlega rökréttur!
- En þvílík grimmd sem Grikkjum er auðsýnd af öðrum aðildarríkjum ESB!
- Það er látið við Grikki eins og þeir séu sekt fólk - hugsun sem er áhugaverð, því þannig hefur einnig af sumum hér innanlands verið talað um Íslendinga, eins og almennur Íslendingur beri ábyrgð á hruninu.
- En, innan Evrópu virðist látið eins og að hinn almenni Grikki, sé sekur - vegna þess að elítan á Grikklandi, átti verulegann þátt í því hve hörmulegt ástand mála þar er!
All Told, a Bad Week for Greece
Greece warned as outlook worsens
Greek economy shrinks by 7.3%: "Greeces economy remains mired in recession, shrinking by 7.3 per cent in the second quarter on an annual basis...Elstat, the countrys statistics agency."
Enn magnaðra er að skv. endurskoðuðum tölum, minnkaði gríska hagkerfið um 8,1% á 1. fjórðungi.
Svo þ.s. af er ári:
- fjórðungur -8,1%.
- fjórðungur -7,3%.
Eins og ég sagði, gríska hagkerfið er í frjálsu falli!
- Gríska ríkisstjórnin hefur viðurkennt - að hún muni ekki ná markmiðum um lækkun halla þetta ár!
En svokallað þríeyki "troika" sættir sig ekki við þessi svör grísku ríkisstj. - og heimtar viðbótar niðurskurð, svo markmið náist fram.
Þeir flugu heim fyrir sl. helgi, og annar fundur verður haldinn í næstu viku.
Talið í N-Evrópu, er um "backsliding" þ.e. Grikkir séu að ganga á bak orða sinna, brjóta sett loforð - og á þýska og hollenska þinginu, er hörðum orðum beint að grískum stjv. - heimtað að Grikkir herði róðurinn tafarlaust, annars fái þeir ekki meiri pening.
Sannarlega er að hluta til a.m.k. hik á grískum stjv. um að losa um margvíslegar hömlur innan geira grísks atvinnulífs - þannig að ekki er enn búið að framkv. allar slíkar breytingar sem krafa hefur verið um - - > sem skýrir sjálfsagt tal um "foot dragging".
En krafan um verulegann viðbótar útgjalda niðurskurð - á hagkerfi sem klárt er í svo alvarlegu kreppuástandi; virkar á mig sem - grimmd!
Úrslitakostir Hollands og Þýskalands!
Germany pushes Greece to the brink in dangerous brinkmanship :"Dutch finance minister Jan Kees de Jager said the Netherlands "will not participate" in further payments to Greece unless it secures the go-ahead from the EU-IMF Troika, which left Athens abruptly last week after talks broke down." - "The Greek parliament's own watchdog said the debt dynamic is "out of control". Public debt will reach 172pc of GDP next year."
Wolfgang Schäuble: no more money for Greece unless IMF and ECB report is positive :""The troika mission must be resumed and it must come to a positive conclusion, otherwise the next tranche for Greece will not be paid out," Mr Schäuble told a budget debate in the German parliament. "Those are the rules.""
Greek Officials Scramble to Find More Cuts :"The troika has demanded another 1.7 billion in cuts this year and an end to Greece's delays in overhauling its economy." - "Officials say deep cuts in the government payroll must now make up for the government's stalled privatization program, which was supposed to raise 5 billion from the sale of state assets by the end of this year." - "Greek officials say the privatization target isn't achievable."
- Viðbótar niðurskurð - án tafar.
- Ella engir peningar.
- Þá verður Grikkland messy gjaldþrota skömmu eftir næstu mánaðamót!
Vísbendingar eru uppi um að gríska ríkisstj. sé að pæla í aðgerðum, fækka ríkisstarfsmönnum um allt að 20% - ekki þó ljóst yfir hvaða tímabil.
Sjálfsagt er einnig krafa um verulegar launalækkanir til annarra ríkisstarfsmanna.
En hvað af þessu er raunverulega pólitískt mögulegt, jafnvel undir þessum óskaplega þrýstingi - verður að koma í ljós.
En klárt dýpkar þetta kreppuna enn meir - og mjög ólíklegt er í reynd, að jafnvel þessar aðgerðir dugi til að minnka ríkishallann, vegna viðbótar samdráttaráhrifa aðgerðanna sjálfra.
Grikkland virðist vera í klassískri skuldakreppu eða "debt depression".
Slíkum lyktar alltaf á einn hátt - með gjaldþroti. Spurning einungis hvort það verðu messy stjórnlaust eða undirbúið og stýrt með einhverjum hætti.
Mun skárr er að stýra hruni - - stjórnlaust hrun, það getur enginn séð fyrir þær afleiðingar til fullnustu.
Ég hallast að því, að Drögmuvæðing Grikklands, væri mun skárri leið - en að halda áfram núverandi sirkus!
Bendi á þessa skoðun: Martin Hutchinson - Only Drachmaization can save Greece and euro
- "Greece's continuing current account deficit, estimated by the Economist at 8.3 percent of GDP in 2011 in spite of deep recession, indicates that the country remains deeply uncompetitive."
- "This suggests that Greece may require living standards to decline perhaps 30-40 percent to become competitive."
- "Economically, the drachma's value would decline sharply, but the drop in living standards would be smaller -- the Athens price of a Mercedes would jump, but those of haircuts and Moussaka would not rise immediately. "
- "The equilibrium drachma rate would make Greek workers internationally competitive, producing a decline in living standards probably between the 50 percent necessary to reach Bulgarian levels and the 18 percent needed to match Portugal, whose 2008 living standards were also over-inflated. "
- "Greece would quickly achieve a trade surplus, with ultra-cheap tourist offerings, and Greek unemployment would rapidly decline from its current level above 16 percent. "
- "A debt restructuring similar to Argentina's would then be undertaken, reducing the debt's present value by around the same percentage as the Greek reduction in living standards."
Þetta er góð lýsing. En valkosturinn að halda áfram sama sirkusnum - er mörg ár af samdrætti (þó það sé einungis fræðilega svo því mun líklegra verður messy gjaldþrot í staðinn). Sennilega stórfelldur landflótti Grikkja (öruggt í messy gjaldþroti), en atvinnuleysi nálgast hratt 20%. Grikkir geta aftur orðið fjölmennir meðal farandverkamanna - á flakki um Evrópu, snapandi vinnu (mjög sennilegt í messy gjaldþrots sviðsmynd).
Munurinn á snöggri gengislækkun er sú, að þá ertu kominn snögglega að gangamunninum og sérð ljósið framunda (messy gjaldþroti er forðað).
Lífskjör munu sannarlega hafa lækkað hastarlega í einum hvelli, en þaðan í frá munu þau fljótlega batna aftur - tilveran verður dökk grá en vonir vakna að hún skáni í framtíðinni (klárt tjónar þetta lífskjör minna en messy þrot, vegna þeirra upplausnar sem það mun valda).
Hin leiðin, sýnist mér bara bjóða upp á vaxandi gráleika - nánast eins langt og augað eygir (messy þrot getur fylgt langvarandi óstöðugleiki - "balkanization of Greece"). Þangað til að gráleikinn verður það dökkur, að lítill munur verður á honum og svartnætti (framhaldið af messy hruni gæti orðið mjög svart).
Niðurstaða
Það er í reynd 3-ja Grikklandskrýsan í gangi. En, nú í 3-ja skipti stendur Grikkland frammi fyrir þroti. því dýpra sem Grikkland heldur inn á ástand kreppu, því stærri verða líkur á raunverulegu messy. Það er algerlega óhjákvæmilegt, að stefna ESB gagnvart Grikklandi haldi áfram að keyra Grikkland ofan í pitt.
En, sú hagfræði sem ræður innan stofnana ESB og ekki síst Seðlabanka Evrópu, er svokölluð "supply side". En grunnhugmyndin í niðurskurðarstefnu þeirra núna - er, að niðurskurður framkalli hagvöxt - með því að ríkið með þeim hætti, taki minna fjármagn til sín af því heildarfjármagni sem til staðar sé í hagkerfinu.
Við þetta, þá verði meir til staðar annars staðar í hagkerfinu, og frjálsir aðilar skapi sér með því tækifæri til að auka umsvif, og skapa forsendur til vaxtar.
Eins og allar sviðsmyndir - er þetta einföldun. En spurning - hvort þetta er of mikil einföldun?
Vandinn við þessar hugmyndir er, að þ.e. svo óskaplega langt bil á milli samkeppnishæfs ástands fyrir Grikkland, og þess núverandi. Sem sést á að þrátt fyrir 3-ár af kreppu, gríðarlegann samdrátt hagkerfis Grikklands - - er enn halli á viðskiptajöfnuði upp á líðlega 8%. Við erum að tala um - samlíkingu við hyldýpisgjá.
Þetta er ekki eina vandamálið, nefna má einnig að núverandi kreppa er sérstæð fyrir það, hve ofurskuldsetning er útbreitt vandamál innan hagkerfa Evrópu - ekki síst S-Evrópu. Það þíðir að almenningur - þarf að rifa segl. Sama um fjölmarga starfandi einka-aðila.
- Þetta auðvitað takmarkar getu frjálsra aðila - til að nýta sér meint tækifæri, sem niðurskurður á að skapa.
- Hættan er sem sagt - - að samdráttaráhrif niðurskurðar verði því ríkjandi!
Það virðist einmitt vera að gerast - að auki virðist sem að embættismenn í Brussel, ofmeti hin meintu jákvæðu áhrif sem samdráttur ríkisútgjalda á að skapa - - sbr. hve þeir "concistently" hafa vanmetið líkegann samdrátt í Grikklandi - - vegna þess að þeir virðast ekki nægilega reikna inn í módel sín, lamandi áhrif útbreiddrar skuldsetningar fjálsra aðila starfandi innan hagkerfanna.
Heildarútkoman er - er að þeir vanmeta samdráttaráhrif þeirrar stefnu sem þeir eru stöðugt í dag að þrýsta flestöll aðildarríki ESB inn-á, þ.e. samdrátt útgjalda hins opinbera - í von um að sá samdráttur skapi hagvöxt fyrir rest.
- Svo bætast við vonbrigði að Seðlabanki Evrópu lækkaði ekki stýrivexti - - þrátt fyrir að Evrópa sé m.a. vegna ofangreindrar stefnu að spírala hratt inn í ástand samdráttar.
- Sjáið contrastinn í sýn Seðlabanka Evrópu og sýn OECD.
Jean-Claude Trichet: "a number of governments have announced additional measures to ensure the achievement of their consolidation targets and to strengthen the legal basis for national fiscal rules. To ensure credibility, it is now crucial that the announced measures be frontloaded and implemented in full."
"Frontloaded" frasinn vísar til þess, að sparnaðar aðgerðir framkalli sem mestann sparnað í nálægri framtíð, eða innan eins skamms tíma og gerlegt er. Svo Trichet er þarna að hvetja löndin, til að skera sem allra - allra mest niður, í nálægri framtíð.
Seðlabankamenn, eru víst einkar djúpt inni í sýn "supply side" hagspeki. Svo, þeir raunverulega líta svo á, að niðurskurður sé einna vænlegasta leiðin til aukins hagvaxtar í framtíðinni. Auðvitað, kemur einhverntíma vöxtur aftur - en miðað við það hve alvarleg skuldastaða þjóðfélaganna er, þá sé ég ekki annað en að slík aðferð muni framkalla mjög örann niðurspíral - nú fyrir Evrópu alla. Ekki bara Grikkland.
- En mér sýnist hagþróun Evrópu undanfarna mánuði - akkúrat vera að sanna þetta!
- Svo kemur bankahrun og greiðsluþrot - ekki bara Grikklands, heldur jafnvel fj. ríkja.
--------------------------------
Það má vel vera - að þetta sé það eina í stöðunni, að taka dýfuna - hvert sem það leiðir. En, "supply side" hagfræðingarnir með stjórnendur Seðlabanka Evrópu í fararbroddi, virðast ekki átta sig á því - að þeir séu að knýja aðildarlöndin til að fylgja fram stefnu, sem muni verða eins og rennibraut niður! Ekki kannski á hraða Grikklands - en nokkurn veginn eins örugglega. Því skuldakrýsan er einungis minna alvarleg í öðrum löndum - en einnig þar til staðar. Afleiðingarnar verða því svipaðar - trigger fyrir hrun verður svo þróun innan bankakerfis álfunnar. En niðurspírall hagkerfanna - mun á einhverjum tímapunkti verða trigger fyrir bankahrun, því eignir rýrna þannig að eigið fé rýrnar - og bankarnir standa nú þegar mög tæpt margir hverjir!
Að lokum - hve ég alla til að lesa þessa grein:
European banks face collapse under debts, warns Deutsche Bank chief Josef Ackermann
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ísland er eiginfé í augum EU er á raunvirði IRR sem jafngildir árs reiðufjárjafnsteymi milli EU og Íslands þetta er líka samanburðar raunhagvaxta við miðun því legfr sem uppgjörstímabilið er því minni tölu lega skekkja. Gikkland er í góðum málum. Ísland síðan 1983 hefur fallið í raunvirði um 40 % í samanburði við meðtalið í EU. Ísland í hlutfalslegum samanburði hvað varðar skiptingu útgjalda í geira, á þó nokkuð í land. Ísland er 300 þúsund mann þorp í augum Allra Meðlima Ríkja EU sem kann ekki að lesa úr efnhagsreikningum og lög sem skyldu lögaðili til að sunda tvíhliða bókhald hér eru frá 1911. Hinsvegar hafa mínir forfeður að hluta stundað þetta fjárshagstýritæki í hundruðir ára. Þar gildir að Eiginfé í upphafi er skuldbinding sem jafgildi reiðfjárupphæð í mynnt markað sem leifið nær til. Skuldbindingin er að greiða tekju og eignaskatta í framtíðinni meðal annars. Þess opna allir lögaðilar með KRED <=> DEB. konugurin eða ríkið bókar DEB <=> KRED.
Síða getat þæst við þetta hreinar skuldir en þá þurfa eignar að vera á móti. Aðalatriðið er að hreinar eignir í mínus hreinar skuldir eru alltaf jafnar í tölu og eiginfé.
Eiginfé er alltaf mælikvarð á hlutdeildarstærð í markaðinum. Real intrests eru að heldar tekjur á uppgjörstímabili sé hærri en en meðalatalið. Þetta skildar sér þá í reiðfé sem hægt er bæta við eiginféð sem fyrir er, með er meðatalshækuninni. hækka eignfé meir merki tvennt, útrás á aðra markaði eða stækkun á sínum hlut inn á sama markaði. Meira eignfé kostar meiri tekjur til að fylgja meðaltali.
Inná eiginfé fara oft til að byrja með inn á mótreikning eigna sem eru passivar tengdar skuldbundu viðhaldi og eignarsköttum Þegar þetta kemur inn t.d. Verksmiðjubygging þá færir maður ísínu eigin bókhaldi í það minnsta.
Eigin fé KRED [Fasteignverð] <=> DEB Markaðverði fasteignar] hér skuldlaus.
Þetta hefur ekkert reiðufjá vægi og fylgir um 2,0% skuld vegna viðhalds ári. Hinvegar vegn meðalveðlagshækkan ef eru um 3,0% á ári hreinsat þetta úr eiginfé á 30 árum.
Þá stendur Eiginfé KRED [Afskrifuð fasteign] <=> DEB 0 kr.
Hinvegar gæti staðið ógreitt Viðhald Eiginfé [-60% af marksvirði] <=> Eign [-60% af marksvirði] Hér er ábyrgð lögaðila að hafa lagt til hliðar og komið í verðtyggingu uppsöfnuðum skattaafslætti vegna viðhalds. Þetta gæti verið skuldbréf úr ríkisjóði. Hann fer því í viðhalds kostnað án þess að þurfa hækka vöru verð. Selur Ríkiskuldabréfinn. Íslendinga haf lítið vit á efnhagreikningum en eru flestar reglur hér og túlkanir í miklu ósamræmi við erlend fræði. Hér vilja menn helst sýna sem mest eiginfé. Þetta fals gerði það að verkum að engin sá hrunið fyrr en of seint. Darling segir það líka. Erlendis þegar Seðlabanki skriafar á ensku "80% of Icelandic home loans CPI indexed". Þá les Darling að 80% séu veðsöfn sem fylgja raunhagvexti og séu bókuð á markaðsverði. Þetta eru því Prime AAA+++ veðsöfn sem fylgja meðalvöxtum á markaði.
Þetta er ekki útrásarvíkingum að kenna heldur frumstæðum skilning á hvað eiginfé stendur fyrir í stönduga hluta Alþjóðasamfélagsins. IRR reiðfjárjafnstreymi úr nýlendu, hverfi, hús, fyrirtæki, sjóð, eða safni. Hér gildir streymi í báðar áttir er núll ef um verðtryggingu er að ræða, en ef meira kemur inn en fer út þegar tekið er til til allra framtíða skuldbindinga [skatta, viðhalda og verðlagshækkanna] þá kallast það arður af nýlendu eða heimili á Ísland og á Indlandi víða, þó ekki almennt eins og hér. Almenningur og fyrirtæki sem greiða ekki raunvexti af grunni, geta borgað hærri tekju og eignskatta, og líka meira í viðhald og trygginga og þjórfé, og skammtíma fjármála þjónutu. Hinvegar geta Lánastofnanir sem eiga ekki Prime A veðsöfn lifað lengi án niðurgreiðlna og styrkja keppni er svo mikill út um allan heim. Grikkir hafa ekki tapið neinu í 30 ára samhengi, Portugalar ekki heldur því er þetta ekki eins svart og það lítur út fyrir að vera. EU er öll í samdrætti almennt séð og USA líka. Þetta kemur mismundi við Meðlim Ríki. Þau vissu um regluna allir fyrir alla og allir fyrir ein. UK, Þjóðvejar og Frakkar halda um sinn frumburðrétt. Hin ríkin vita hver þeirra er með réttu.
Júlíus Björnsson, 10.9.2011 kl. 00:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning