8.9.2011 | 01:56
Meginfrétt gærdagsins, Stjórnlagadómstóll Þýskalands, hafnaði því að björgunaráætlun Evrusvæðis væri gegn þýsku stjórnarskránni!
Við þær fregnir að Stjórnlagadómstóllin hefði kveðið upp þann úrskurð, nánar tiltekið, að fyrri björgunaráætlun til handa Grikklandi væri ekki brot á þýsku stjórnarskránni, fór að því er virðist hamingjubylgja í gegnum evrópska markaði, og verð á bréfum hækkuðu - ávöxtunarkröfur ríkja lækkuðu, sem og skuldatryggingaálag.
Þetta er þó ekki meira en svo, að markaðir standa cirka á sléttu miðað v. opnun markaða sl. mánudag.
Þetta er samt mikilvæg niðurstaða, skapar vissan frið innan Þýskalands gagnvart deilum um það, hvort það sé löglegt af þýsku ríkisstjórninni að taka fjárhagslega áhættu fyrir hönd eigin umbjóðenda þ.e. kjósenda, við það verk að veita ríkjum í vanda björgunarlán.
Karlsruhe Demands Greater Parliamentary Role in Bailouts
- Dómstóllinn setti þó skilyrði - alls ekki hörð -- en hann vill að ríkisstjórnin hafi Sambandsþingið með í ráðum!
- Það er ekki eins og þó í Finnlandi, að ræða þarf slík mál fyrir sameinuðu þingi og greiða atkvæði um heimild í þingsal, heldur dugar að fá samþykki fjárlaganefndar Sambandsþingsins.
- Það virðist sem Merkel geti í neyð, ákveðið fyrst að framkv. og síðan að skýra málið eftirá fyrir nefndinni.
- Svo þetta er ekki mjög krefjandi ákvæði - og Merkel er með meirihluta í þessari lykilnefnd þingsins.
- Hið minnsta við fyrstu sýn, virðist Stjórnlagadómstóllinn ekki hafa brugðið fæti fyrir, björgunaráætlanir Evrusvæðis.
Það er þó eitt sem sumir fréttaskýrendur hafa áhyggjur af:
"However, the judges expressed skepticism over the further deepening of integration within the euro zone when they referred to the violation of the so-called no bailout clause in the Maastricht Treaty under which the EU countries cannot be mutually liable for each other's debts. And they were also critical about the purchase of government bonds from indebted countries, as the European Central Bank has done."
"It still remains unclear whether, in the future, the EFSF rescue fund will be able to buy up government bonds as planned, without first consulting the Bundestag. If this is called into question, it could lead to new problems in the financial markets. "If the decision means that bond purchases also have to be confirmed in advance, that would be fatal," said Henrik Enderlein, professor of political economy at the Hertie School of Governance in Berlin."
- En Þjóðverjar hafa lagt mikið upp úr "No-bailout" klásúlunni, sem þeir lögðu mikla áherslu á sínum tíma, og var sett inn skv. þeirra kröfu.
- En hún snýst í reynd um að verja þá sjálfa, gagnvart hugsanlegum kröfum um, tilfærslu á þeirra skattfé til annarra landa.
- Enn er hún nánast heilög í þeirra augum!
- Gríðarleg andstaða innan Þýskalands, gagnvart hugmyndum um millifærslubandalag eða "transfer union" því Þjóðverjar vilja ekki halda öðrum ríkjum uppi.
- Hin pólitíska forysta er þó farin að ræða slíkt opinberlega - Merkel Says EU Must Be Bound Closer Together
- Sem er tekið þannig, að Merkel sé að hita upp, fyrir atkvæðagreiðsluna á Sambandsþinginu þann 29nk., þegar greitt verða atkvæði um aðra björgun Grikklands. En, mjög verulegrar andstöðu við þá áætlun hefur gætt á Sambandsþinginu, m.a. innan eigin raða hjá Merkel.
- Það auðvitað bætir ekki úr skák, að deila er milli svokallaðs þríeykis og grísku ríkisstj. um það, hver akkúrat hallinn á gríska ríkinu verður í ár, og því hve mikinn viðbótar niðurskurð þarf að framkv. - miðað við þær áætlanir sem áður voru fyrirliggjandi.
- Þríeykið fór frá Grikklandi í fússi um daginn, og gaf stjv. Grikklands 10. daga til að bæta ráð sitt. Það má vera að gríska ríkisstj. sé að gefa eftir - en í gær kom fram yfirlísing þess efnis, að ríkisstarfsmönnum verði fækkað um 20%.
- Hótunin er að Grikkland fái enga peninga í þessum mánuði! Sem mun ekki þíða gjaldþrot - í þessum mánuði, því Grikkland þarf ekki að borga neina stóra reikninga akkúrat núna. Þetta er þó fyrri björgunaráætlun sem er þarna í vandræðum, sú seinni á enn eftir að komast til framkv.
Niðurstaða
Það má reikna með spennuástandi áfram á Evrusvæðinu. En þjóðþing aðildarríkja þess munu nú í þessum mánuði taka fyrir stór mál: aðra björgun Grikklands og nýjar reglur um björgunarsjóð Evrusvæðis.
Samhliða þessu kraumar áfram krýsan tengd Ítalíu og Spáni, en Seðlabanki Evrópu er enn að kaupa þeirra skuldabréf til að halda niðri vaxtakröfu. Á meðan er þrýst á stjv. beggja ríkja, að framkv. róttækar aðgerðir.
Í gær samþykkti spænska þingið með yfirnæfandi meirihluta að breyta stjórnarskrá landsins, setja inn ákvæði sem skipa á um að regla um hámarksfjárlagahalla verði að vera til staðar. En það veikir það ákvæði, að til stendur að almenn lög ákveði akkúrat hvert það hámark á að vera. Sem líklega dregur verulega úr trúverðugleika þeirrar breytingar. Síðan er eiginlegi vandi Spánar ekki endilega fjárlagahallinn - heldur staða bankakerfisins. En þ.e. hrun innan þess, sem fjárfestar óttast mest. Og þá er lykilatriðið - hagvöxtur. Strangar niðurskurðaraðgerðir, geta þvert á móti aukið ótta fjárfesta - ef þær framkalla viðsnúning yfir í samdrátt í spænska hagkerfinu. En stofnanir ESB eru að þrýsta Spáni til að framkv. sem hraðastann niðurskurð.
Á Ítalíu í gær, var samþykkt ný niðurskurðaráætlun. En einnig þar er of mikil áherla á niðurskurð sbr. áherslu á hagvöxt. En þ.e. skortur á hagvexti sem fjárfestar hafa meiri áhyggjur af, því hagvöxtur er lykiratriðið um það hvort skuldastaða Ítalíu er sjálfbær eða ekki. Ekki fjárlagahalli Ítalíu til skamms tíma. Einnig á við, að stofnanir ESB eru að þrísta á Ítalíu að framkv. sem hraðastann niðurskurð.
Þetta sýnir hve stofnunum ESB gengur ílla að skilja akkúrat hvað fjárfestar óttast einna helst.
En þær virðast ekkert hafa lært af gjaldþroti Írlands, Portúgals og Grikklands. Í öllum tilvikum, var þessi mikli þrýstingur á 11. stundar niðurskurð. Og í öllum tilvikum, var hnýfurinn settur á loft af viðkomandi ríkisstj. En, þessi leið virkaði ekki.
Málið er - að hagvöxtur hefur meir að segja um getu hagkerfis til að standa undir skuldum!
Og þ.e. merkilegt hve áherslan á hagvaxtarhvetjandi aðgerðir hefur verið sára - sára lítil, af hálfu stofnana ESB.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:13 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir góðan pistil.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 8.9.2011 kl. 02:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning